Dagur - 07.09.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 07.09.1983, Blaðsíða 12
MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER * i HOGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Sauðfjár- slátrun 1i i tyrra Þær munu alls verða 38.500 talsins kindurnar sem leiddar verða til slátrunar hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga á Akureyri á þessu hausti. Á Dalvík verður rúmlega ellefu þúsund kindum slátrað. „Það er meiningin að slátrun hefjist hér þann 15.,“ sagði Þór- arinn Halldórsson sláturhússtjóri á Akureyri í samtali við tíðinda- mann Dags. „Þetta eru um 5% færri kindur núna en voru í fyrra- haust. Þá var óvenju miklu slátr- að og auk þess var lagt að bænd- um sem eru með kúabú að fækka hjá sér kindum og margir hér á Eyjafjarðarsvæðinu urðu við því. Þannig að það er ekki nema eðli- legt að heldur sé minna núna,“ sagði Þórarinn. - En verður mikil stórgripa- slátrun? „Við erum alltaf að slátra stór- gripum af og til allt árið,“ sagðir Þórarinn. „Það er hins vegar mikið núna og við munum slátra um 300 stórgripum áður en sauð- fjárslátrunin hefst.“ Kristinn Guðlaugsson slátur- hússtjóri á Dalvík sagði að slátr- un þar myndi hefjast um 20. sept- ember og væri áætlað að slátra 11.350 kindum. Það er 17% færra en í fyrra. „Jú, það eru eflaust einhverjar ástæður fyrir því að færra er nú en var,“ sagði Kristinn. „En það er svo margt sem spilar þar inn í að ég held að ekki sé rétt að tilgreina neitt öðru fremur." „Að enduðum löngum degi.“ Ljósmynd: KGA. Um útvarpsstarfsemi á Norðurlandi: Sérstök dagskrá fyrir Norðurland Á fjórðungsþingi Norðlend- inga var samþykkt ályktun þar sem fagnað var því að tckist hafi að byggja upp myndarlega starfsemi Ríkisútvarpsins á Norðurlandi. Uppbygging Ríkisútvarpsins í landshlutun- um sé veigamikill þáttur í Veður x'i''"/ „Það er gert ráð fyrir allbjörtu veðri í dag, en gæti farið að þykkna svolítið upp þegar nær drcgur kvöldinu. Svo megið þið eiga von á rigningu um helgina og jafnvel fyrr,“ sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur í morgun. menningarlegu hlutverki út- varpsstarfseminnar í landinu. Rætt var um það á þinginu að ráða þyrfti sérstakan fréttamann sem aflaði frétta innan fjórðungs- ins í samstarfi við fréttaritarana. Þá taldið þingið brýnt að nýta þegar í stað þann tæknilega möguleika að útvarpa sérstakri dagskrá nokkrar stundir vikulega til Norðurlands frá Akureyri, samhliða dagskrá Ríkisútvarps- ins í Reykjavík. Einnig var um það rætt á þinginu að koma þyrfti á fót aðstöðu með föstu starfsliði á vegum sjónvarpsins á Akur- eyri, sem annist efnisöflun með líkum hætti og stefnt er að með hljóðvarpið. Skólahús byggt í Hrísey „Við getum í rauninni ekki byrjað á þessu verki þótt við séum að því,“ sagði Guðjón Bjömsson sveitarstjóri í Hrísey, en þeir eyjarskeggjar eru nú að hefja byggingu nýs skóiahúss. „En þetta er framkvæmd sem verður að ráðast í,“ sagði Guðjón. Hið nýja skólahús verður tæpir 700 fermetrar að stærð, en Guð- jón sagði að ekki væri nákvæm- lega vitað hvenær verkinu yrði lokið. Það er Björk hf. í Hrísey sem sér um byggingarframkvæmd- ir og hóf þær í nýliðnum ágúst að einhverju gagni. Að sögn Guðjóns er sveitar- sjóður heldur illa í stakk búinn til að ráðast í þessa framkvæmd, en „menn kría út peninga þar sem þeir geta,“ sagði Guðjón. Einnig kemur til hefðbundið framlag frá ríkinu, sem nemur helmingi kostnaðar. Alls munu það nú vera 50 nem- endur sem axla skólatöskur í Hrís- ey í vetur, en að því er Guðjón sagði er það óvenju lítið. Mjög léleg veiði í Eyjafjarðará og Hörgá — en selur gengur nú með „betra“ móti „Þetta hefur verið afskaplega slæmt í sumar og raunar man ég ekki eftir verra ástandi þau 15 ár sem ég hef starfað við veiðivörslu,“ sagði Kristján frá Djúpalæk um fiskigengd í Eyjafjarðará og Hörgá, þar sem hann er veiðivörður. Áð- eins hafa nú veiðst sex laxar í Eyjafjarðará og einn í Hörgá. Mest hafa hins vegar veiðst um hundrað laxar í Eyjafjarðará, en ekki nema um 10 í Hörgá, en hvorug þessara áa er lax- veiðiá frá náttúrunnar hendi. „Þetta eru aðallega bleikjuár en laxaseiðum hefur hins vegar verið dælt í þær í stórum stíl allt frá árinu 1961. í sumar hefur hins vegar lítið sem ekkert skilað sér af laxi í árnar. Það sem er ef til vill verra er það að bleikjan hefur ekki komið heldur. Aðeins hefur verið reytingsveiði á innsta svæð- inu, frá Æsuseli og framúr. Haustbleikjan sem er vön að koma um 20. apríl kom nú ekki fyrr en með höfuðdagsstraumi í Eyjafjarðará en virðist ekki enn komin í Hörgá. Síðustu daga hef- ur verið mokveiði af haustbleikj- unni, en hún er almennt mjög smá, frá hálfu upp í eitt pund á þyngd. Menn kenna þetta kuld- um og telja að átan leiti suður í höf og þar taka Færeyingar við,“ sagði Kristján. „Hins vegar hefur selur gengið með betra móti í árnar í sumar. Það er enginn vafi að selur er nú meiri en áður. Ég veit um tvo sem hafa verið skotnir í Eyja- fjarðará, annar hjá Gili um helg- ina, en hinn í Arnarhólshyl, við ósa Djúpadalsár skammt frá Melgerðismelum, fyrr í sumar. í Hörgá var einn skotinn við Möðruvallabrú og þeir eru þar í stórum stíl allt upp undir Skipa- lón,“ sagði Kristján frá Djúpalæk að lokum. # Safnviðskipti Flugleiðir hafa nú hleypt af stokkunum því sem þeir hjá fyrirtækinu kalla „safnvið- skipti“. Eru þau viðskipti í því fólgin að farþegar sem ná 100 ferðastigum á þremur mánuðum fá í verðlaun ókeypis flugfar. Allt miðast þetta við flug innanlands. - Gefin eru stig fyrir hverja ferð. Þannig gefur flug frá Ak- ureyri til Reykjavíkur og til baka aftur 12 stig. Þarf Akur- eyringur sem ætlar að ná þessum 100 stigum á þremur mánuðum næstum að búa f ferðatöskunni sinni, þvi hann þarf að fara í 9 svona ferðir til þess að ná 100 stigum. - Hins vegar getur hugsast að þetta kerfi henti vel þeim kaupsýslu- og „bísness- mönnum“ sem eru mikið á ferðinni, og sennilega er þetta hugsað fyrst og fremst fyrir þá. # Tvö skip í stað eins Eins og alþjóð veit fundu „gullskipsleitarmenn" á Skeiðarársandi ekki „gull- skipið“ margumtalaða um síðustu helgi, heldur gamlan gufutogara frá um aldamótin. Voru vonbrigði þeirra mikil sem vonlegt var. En fátt er svo með öllu illt að ....“ Nú hefur komið f Ijós að togarinn sem þeir fundu er líklega sá eini sinnar tegundar sem til er í heiminum. Kemur þvf sterklega til greina að kippa honum upp úr sandinum næsta sumar um leið og leit- inni að „gullskipinu" verður framhaldið. Þessir dugnað- arforkar sem standa að leit- inni á Skeiðarársandi eru ekkert á þvf að gefast upp og vonandi hafa þeír tvö merki- leg skip upp úr krafsinu f stað eins þegar upp verður staðið. # Aðgæslu í umferðinni Nú þegar skólarnir eru að komast f fullan gang og fjöldi barna f fyrsta skipti ein á ferð á leið f skóla, skapast sérstak- ar hættur í umferðinni. Haust- ið er oft sá tími þegar slysa- tíðni á börnum f umferðinni er hvað mest og nú rfður á að fara gætilega. Ökumenn verða að hafa í huga að börn elga ekkl eins auðvelt með að meta þær hættur sem eru í umferðinnl og fullorðið fólk. Því verða þeir að sýna sér- staka aðgæslu í nánd við börn eða barnahópa. Foreldr- ar ættu Ifka að brýna fyrir börnum sfnum aðgæslu og leiðbeina þeim fyrstu skrefin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.