Dagur - 07.09.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 07.09.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ASKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Nýja og öfluga byggðastefnu Aðalfundir landshlutasamtakanna eru nú haldnir hver af öðrum og kveður alls staðar við sama tóninn. Greinilegur er nú mikill afturkippur í vexti og viðgangi lands- byggðarinnar og miklu meiri en svo að í nokkru samræmi sé við þá almennu efna- hagsþróun sem verið hefur í landinu og nú er verið að kljást við með ýmiss konar efna- hagsaðgerðum. Upplýsingar í þessa veru komu skýrt fram á fjórðungsþingi Vestfirðinga sem nýlega var haldið og ekki síður á fjórðungs- þingi Norðlendinga um síðustu helgi. Þeg- ar á bjátar í undirstöðuatvinnugreinunum neyðist fólk til að flytjast búferlum til þess staðar á landinu þar sem atvinnuval er fjöl- breyttara, til höfuðborgarsvæðisins. Það hlýtur að vera nokkurt áhyggjuefni að á 22ja ára tímabili, frá 1961-1982, fluttu tæplega 2.930 Norðlendingar til höfuð- borgarsvæðisins. Ef reiknað er með að þetta fólk hafi fjölgað sér eins og almennt gerist nemur þessi brottflutningur 3.375 manns og þá er búið að draga frá þá 144 sem fluttu til Norðurlands á árabilinu 1976—1980. Raunverulegt heildartap á fólksfjölda frá Norðurlandi til Suðvestur- lands síðustu 22 árin samsvarar því sam- anlögðum íbúafjölda Húsavíkur, Grenivík- ur, Hofsóss og Raufarhafnar. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Norðurland og vafalaust hefur þetta valdið miklum vaxtarverkjum á höfuðborgarsvæðinu; verðþenslu á íbúðamarkaði og aukningu í þjónustugreinum umfram raunverulega þörf og á kostnað undirstöðugreinanna, svo eitthvað sé nefnt. Það er útilokað að þessi þróun hafi verið til góðs fyrir Reykjavík og nágrannabyggð- irnar. Þar hafa myndast hálfgerðir svefn- bæir í stórborgarstíl með alls kyns firringu. Sviptingar af þessu tagi eru varasamar og hvorki til góðs fyrir einstaklinginn né þjóð- félagið í heild. Nú bendir allt til þess að svipaðar sviptingar í búferlaflutningum séu að hefjast á ný. Svo annað dæmi sé tek- ið má nefna að nú flytja að meðaltali 45 kjarnafjölskyldur á ári frá Norðurlandi til Suðvesturlands. 60 slíkar fjölskyldur fluttu frá Norðurlandi eystra á síðustu tveimur árum og 29 frá Norðurlandi vestra. Það er fyrst og fremst atvinnan sem heldur fólki í sinni heimabyggð. Því er grundvallaratriði að stórauka atvinnutæki- færin út um landið. Ný og öflug byggða- stefna verður að komast í framkvæmd hið fyrsta. - Rætt við Jóhannes Geir Sigurgeirsson fulltrúa á aðalfundi Stéttarsambands bænda „Fundurinn var góður að mínu mati. Hann markaðist að sjálfsögðu nokkuð af þeim aðstæðum sem nú eru, þ.e. erfiðu tíðarfari og sölutregðu á landbúnaðarafurðum. Menn eru nokkuð uggandi um hag þeirra bænda sem búa á svæðum sem byggja alfarið á sauðfjárrækt,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Öngulsstöðum í Eyjafirði, en hann var annar tveggja fulltrúa Eyjafjarðarsýslu á aðalfundi Stéttarsambands bænda sem haldinn var á Reykjum í Hrútafirði 1.-3. september sl. - Voru einhver sérstök átakamál á fundinum? „Ég tel að mál hafi verið í nokkurri biðstöðu. Þarna voru rædd mál sem mjög skiptar skoðanir eru um og eru í deigl- unni, en þau voru sett í bið og ekki afgreidd að sinni. Menn eru t.d. almennt búnir að sætta sig við búmarkskerfið og gera sér grein fyrir að kjarnfóðurs- skattur verður væntanlega við- varandi og eru að þreifa fyrir sér hvernig hægt verður að þróa þessi stjórntæki í landbúnaðin- um áfram. Meðal annars er horft til héraðakvóta eða héraðabúmarks, en stjórnskip- uð nefnd er að kanna það mál núna. Niðurstaða þessa máls gæti t.d. orðið sú að héruðum yrði úthlutað ákveðnum kvóta og heimamenn fengju síðan það verkefni að skipta honum á milli sín. Þá voru skipulagsmál í mjólk- urframleiðslunni mikið rædd. Eftir að búið var að aðlaga framleiðsluna innanlandsmark- aði kom það af sjálfu sér að skipuleggja þurfti vinnsiuna miklu betur en áður. Þetta er mikið mál fyrir vinnslustöðv- arnar sem framleiða fyrst og fremst smjör og osta, þ.e. fyrst og fremst samlögin á Norður- landi. Framleiðsla á þessum vörum gefur minna af sér og seinna heldur en framleiðsla á ferskvörum, sem er fyrst og fremst á höfuðborgarmarkaðn- um. Við hér fyrir norðan erum ekki að fara fram á það að fá að flytja í stórum stíl ferskvörur á Reykjavíkurmarkaðinn, heldur viljum við að framleiðsla á smjöri og ostum skili því sama og framleiðsla á ferskvörum. Um leið og slíkt kerfi væri kom- ið á væri mun betra að stýra vinnslunni. Þar sem mjólkur- framleiðslan hefur dregist saman hlýtur í undantekning- artilvikum að koma að því að flytja þurfi ferskmjólkurvörur á milli svæða, nema menn vilji að framleiðslan sé svo mikil að hvert svæði geti verið sjálfstætt og sjálfu sér nægt í öllum tilvik- um, en þá væru menn að hverfa til fyrra ástands með offram- leiðslu og tilheyrandi óhag- kvæmni í útflutningi.“ - Nú var töluvert rætt um annað en þessar svokölluðu hefðbundnu búgreinar sem byggja á gæðum landsins - gras- inu. Hver var niðurstaða þeirrar umræðu í stórum dráttum? „Þetta var annar fundurinn sem fulltrúar sérgreinasam- bandanna sátu, þ.e. svína-, ali- fugla-, hrossa-,kartöflu- og loð- dýrabænda. Það kom fram er- indi frá alifugla- og svínabænd- um þar sem mótmælt var fjár- magnsflutningi milli búgreina gegn um kjarnfóðursjóð og far- ið fram á að þessar greinar njóti framlaga úr sjóðnum líka. Þeir lýstu sig reiðubúna til viðræðna um stöðu þessara búgreina í ís- lenskum landbúnaði. Niður- staðan varð sú að þessar greinar myndu ganga til samvinnu við Framleiðsluráð um stjórnun á þessari framleiðslu og stöðvun frekari framleiðsluaukningar, þar sem um offramleiðslu væri nú að ræða og undirboð á mark- Jóhannes Geir Sigurgeirsson. aðinum. Þar með getur skapast grundvöllur fyrir því að þessar búgreinar geti notið fyrirgreið- slu úr tryggingasjóðum land- búnaðarins til að mæta tíma- bundnum erfiðleikum. Menn eru farnir að átta sig á því að þessi 250 þúsund manna mark- aður er svo lítill að það sé lítið rúm fyrir óhefta samkeppni í greinum þar sem um er að ræða viðkvæma framleiðslu og fjár- magnsfreka." „Mig langar til að geta um eitt mál sem miklu skiptir fyrir bændur úti á landi. Samþykkt var að leggja til við Fram- leiðsluráð að hér eftir verði kjarnfóðurgjald innheimt sem því sem næst föst upphæð á selt tonn í stað þess að vera pró- senta af innfluttu kjarnfóðri. Þetta er mjög mikilvægt fyrir þá bændur sem hjafa ekki að- gang að innlendri fóðurblöndun heldur hafa þurft að kaupa er- lendis frá vegna ytri aðstæðna. Að sjálfsögðu voru menn sam- mála því að stuðla sem mest að innlendri fóðurblöndun en töldu ekki réttlætanlegt að bændur sem ekki hafa tök á að nálgast innlendu fóðurblönd- urnar greiddu 800-1000 krónum meira fyrir hvert tonn vegna skattheimtu. Þetta er mikilvægt fyrir alifugla- og svínarækt því við núverandi kerfi er vart grundvöllur fyrir því að reka þær búgreinar nema á Suðvest- urlandi.“ - Það var töluvert rætt um réttindamál bænda? „Fyrir fundinum lá frumvarp til laga um atvinnuréttindi í landbúnaði. Um það voru veru- legar umræður og lagðar til breytingar og málinu vísað til búnaðarsambanda og -félaga. Um er að ræða að setja lág- markskröfur um menntun og starfsreynslu þeirra sem stunda búskap. Þá var samþykkt kjara- málaályktun á fundinum. Gerð var tillaga um það að Bjarg- ráðasjóði verði breytt í alhliða tryggingasjóð fyrir landbúnað- inn þannig að betur verði hægt að bregðast við áföllum í land- búnaði heldur en verið hefur. Það er ljóst að sjóðurinn er al- gjörlega vanbúinn til að takast á við vandamál vegna erfiðs tíð- arfars á þessu ári.“ - Hvaða þýðingu hefur svona fundur? „Hann hefur mikla þýðingu þó ekki sé fyrir annað en að bændur víðs vegar að af landinu hittast og ræða sín hagsmuna- mál. Þarna er fyrst og fremst rætt um kjaramál bændastéttar- innar, en þeim tengist að sjálf- sögðu umræða um skipulag bú- vöruframleiðslunnar og það sem betur má fara í landbúnaði. Þar með er þetta orðið mál allrar þjóðarinnar. Bændur eru enn að vinna að aukinni hag- kvæmni og úrbótum í sinni grein.“ - Má ekki segja að aðrar greinar mættu taka sér þetta til fyrirmyndar, eins og til dæmis sjávarútvegurinn með allt of stóran flota, að margra mati? „Ég get ekki svarað þessu öðruvísi en á þann hátt að bændur hafa náð þessum árang- ri með náinni samvinnu sín á milli, þar sem ágreiningsatriðin voru leyst. Menn verða að leysa þau mál sjálfir, sem á þeim brenna, og sama á sjálfsagt við um sjávarútveginn og aðrar atvinnugreinar.“ 4 - DAGUR - 7. september 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.