Dagur - 28.09.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 28.09.1983, Blaðsíða 7
0 Miklar og fjörugar umræður urðu á fundi Steingríms Hermanns- sonar, forsætisráðherra á Hótel KEA sl. sunnudag en fundur þessi var liður í fundaröð forsætisráðherra víða um land undir yfirskrift- inni „Hvað er ríkisstjórnin að gera fyrir þig“. Húsfyllir var á þess- um fundi og höfðu menn á orði að þeir sem sátu í anddyri hótelsins og í stigum hefðu verið fleiri en þeir sem sóttu fund krata á Akranesi og vitnað var til í sjónvarpi um helgina, en fundir þeirra Alþýðuflokksmanna eru haldnir undir yfirskriftinni „Hvað er ríkisstjórnin að gera þér?“ Hér á eftir fara fyrirspurnir sem beint var til forsætisráðherra á fundinum og svör hans. Fyrsti fyrirspyrjandinn sem kvaddi sér hljóðs á fundi Stein- gríms Hermannssonar, forsætis- ráðherra á Hótel KEA var Finnur Birgisson. Finnur bar fram þrjár spurn- ingar og spurði fyrst hvað ríkis- stjórnin hefði gert fyrir þá sem byggðu eða keyptu sér húsnæði á árunum 1979 til 1980 og nú glímdu við óbærilega greiðslu- byrði skammtímalána ekkert síður en þeir sem seinna voru á ferðinni. Finnur sagðist vilja hnýta smá útskýringu við þessa spurningu þar sem hann sagðist viss um að forsætisráðherra myndi vísa til annars vegar þeirr- ar frestunar afborgana sem boðið hefur verið upp á og hins vegar að hægt yrði að breyta mörgum skammtímalánum í eitt lengra lán. Finnur Birgisson - óbærileg greiðslubyrði skammtímalána. Lögmál frumskógaríns - En ég fullyrði að bankarnir hafa komið skilmálunum það haganlega fyrir að af þeim er hálft gagn eða ekkert fyrir stóra hópa af húsbyggjendum, sagði Finnur. Önnur spurning Finns var sú, af hverju ríkisstjórnin hefði ekki gripið til þess ráðs að fella niður eða lækka vexti á verðtryggðum lánum en þessir vextir væru 3% á lánum til fimm ára eða lengur, þar sem séð væri að ávöxtun þessara lána yrði úr öllu sam- hengi við þróun efnahagsmála þar sem verðbólgan væri á niður- leið. Nefndi Finnur að vextir af t.d. verðtryggðu láni upp á hálfa milljón króna, væri 15 þúsund krónur á ári fyrir utan verðtrygg- inguna, eða 1200 krónur á mán- uði. F>að munaði um minna þegar launin væru eins og eru í dag. Þriðja spurningin sem Finnur bar fram var á þá leið hvort ekki væri hægt að fastákveða fyrir- greiðslu til íbúðabygginga í ljósi reynslu undanfarinna ára. Því væri ekki á móti mælt að á hverju ári væri sem næmi 5-7% af þjóð- arframleiðslu varið til íbúðabygg- inga og þetta væri einhver stöð- ugasta tala í öllum þjóðarbú- skapnum. Ljóst væri að byggðar yrði um 2000 íbúðir árlega en þrátt fyrir það þá hefðu lögmál frumskógarins gilt á þessum vett- vangi. - Er ekki kominn tími til að fara að siðaðra manna hætti og veita þessum málum í eðlilegan farveg, eða eru stjórmálamenn- irnir óhæfir til þess að stjórna og taka á málunum, sagði Finnur Birgisson. Ég skal tala við þann bankastjóra - Eins og Finnur sagði þá er ætlast til þess að bankarnir skuld- breyti lánum sem hjá þeim eru og ég verð að segja að það veldur mér verulegum vonbrigðum ef það er rétt sem Finnur segir að þessum málum sé svo haganlega fyrirkomið að það verði ekki neitt úr þeim þegar til kastanna kemur, sagði Steingrímur Her- mannsson í upphafi svars síns. Steingrímur sagðist hafa rætt þessi mál við bankastjóra og fjall- að um þær reglur sem gefnar hefðu verið út og hann hefði ver- ið fullvissaður um að eftir þeim yrði farið. Þar sem skuldin væri mest, þar yrði skuidunum safnað saman og breytt þar í átta ára lán. - Ég trúi ekki öðru en að eftir þessum reglum verði farið og þér er velkomið að senda þtn gögn til mín og ég skal tala við þann bankastjóra sem ekki fer að lögum, sagði Steingrímur. Varðandi spurninguna um niðurfellingu eða lækkun vaxta af verðtryggðum lánum, sagði Steingrímur ekki hafa komið til tals að lækka þessa vexti og þeir myndu því vafalaust haldast áfram. Um þriöju spurninguna sagði forsætisráðherra að það væri al- veg rétt sem Finnur segði að fjár- festing í íbúðabyggingum væri 5-7%. Hins vegar væri einnig á það að líta að gífurleg átök væru um fjármagn í þjóðfélaginu og allir teldu sig hafa of lítið. í dag fjármögnuðu Húsnæðismála- stjórn, lífeyrissjóðirnir og bank- arnir aðeins um 40% af kostnaði við byggingu staðalíbúðar. Af- gangurinn kæmi eftir ýmsum krókaleiðum s.s. með skamm- tímalánum og lánafyrirgreiðslum byggingaraðila. Það væri því rétt að fjármagnið væri til staðar og það hefði á endanum náðst út þó erfitt reyndist. Vonir stæðu til þess að einhver breyting gæti orðið á þessari fjármögnun en þau mál væru ekki til lykta leidd. Má fresta Blöndu? Sverrir Guðmundsson kvaddi sér næstur hljóðs og spurði fyrst hvort það væri rétt að búið væri að framkvæma of mikið t orku- málum. Hvort enginn markaður væri til fyrir alla orkuna. í öðru lagi spurði Sverrir hvort forsætisráðherra teldi ekki eðli- legt að fóður t.d. fyrir laxeldis- stöðvar væri framleitt hér í land- inu og hvort ekki væri hægt að bremsa allan hinn takmarkalausa innflutning af öllu tagi hingað til lands. Sverrir lýsti að lokum yfir þeirri skoðun sinni að hann væri fylgjandi því að Blönduvirkjun yrði frestað um einhvern tíma og spurði um skoðun forsætisráð- herra á því. í svari Steingríms Hermanns- sonar kom fram að enn væri ekki öll orka sem framleidd væri nýtt og miðað við spár þá ætti svo að verða til ársins 1988. Þá gæti farið svo að íslendingar þyrftu að fara að virkja til eigin þarfa. Um fóð- urkaup fiskeldisstöðva sagðist Steingrímur á sama máli og Sverrir en eitt sinn þegar hann hefði spurt að nákvæmlega sama atriði þá hefði hann fengið það svar að það væri ekki hagkvæmt né arðbært að framleiða fóðrið innan lands. - En það hlýtur að koma að því að svo verði, sagði Steingrím- ur. Varðandi stopp á innflutning- inn, sagði Steingrímur að málin væru ekki alveg svona einföld. Við hefðum gert samninga við EFTA og Efnahagsbandalagið og við þá samninga yrði að standa. Þessir samningar væru einnig okkur mjög í hag á mörgum svið- Sverrir Guðmundsson - fylgjandi frestun Blöndu. um og nefndi Steingrímur sem dæmi að Norðmenn þyrftu að borga um 14% tolla af fiskafurð- um sínum í löndum EBE en ís- lendingar þyrftu aðeins að greiða 7% tolla. - Þetta er mjög þýðingarmikið fyrir hinn stóra og vaxandi fisk- markað okkar í Evrópu, sagði forsætisráðherra. Um Blönduvirkjun sagði for- sætisráðherra að það hefði verið mjög til umræðu að fresta þeirri virkjun eins og svo mörgum öðr- um framkvæmdum á virkjana- svæðunum og það væri hans skoðun að fresta mætti Blöndu- virkjun um eitt ár án þess að það kæmi til skaða fyrir þjóðina. Leiftursókn gegn lífskjörum? Jón Helgason var næstur á mæl- endaskrá og sagði að Steingrímur hefði talað einhliða um efnahags- málin og kjaraskerðingarnar í 11111 _ JÉLÆ _ ■ ■ M ■ , na leioina - sem fær var til lausnar í baráttunni við verðbólguna og höfnuðum þar með leiftursókninni og fjöldaatvinnuleysi inngangserindi sínu. Jón sagðist vilja spyrja hvort stefna ríkis- stjórnarinnar væri ekki hrein og kljir leiftursókn. Bað Jón svo for- sætisráðherra að svara því skil- merkilega hvort Framsóknar- flokkurinn hefði veðjað á vitlaus- an hest á sínum tíma þegar flokk- urinn hafnaði leiftursókn íhalds- ins og vann í þeim kosningum stóran kosningasigur og hvort forsætisráðherra teldi nú að leift- ursókn gegn lífskjörum væri eina leiðin. Jón Helgason sagði einnig að forsætisráðherra hefði skopast að nýsettum vinnulögum og vildi fá að vita hvort forsætisráðherra hyggðist afnema þau. - Ég vil mótmæla því harðlega að þetta sé leiftursókn, sagði Steingrímur Hermannsson í svari sínu. Benti Steingrímur á að tvær leiðir hefðu verið færar en ríkis- stjórnin hefði viljað forðast leift- ursókn eins og farin hefði verið í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þar hefði verið farið eftir pen- ingaleiðinni í anda Milton Fried- man og árangurinn væri meðal Jón Helgason - er Framsóknar- flokkurinn einræðisflokkur? annars stórfellt atvinnuleysi. Það mætti e.t.v. segja að eitt og ann- að af því sem Albert Guðmunds- son hefði verið að gera, bæri keim af leifursókn í anda Fried- man en að öðru leyti væri þessi ríkisstjórn á móti leifursókninni. - Við fórum ekki leiftursókn- arleiðina. Það má segja að við höfum farið hina leiðina. Við lækkuðum lífskjör á línuna eftir að þjóðin hafði lifað um efni fram. Það er rétt að fólk spyrji sig sjálft hvort það vilji draga saman seglin um stund eða missa atvinnuna. Spyrji hver fyrir sig, sagði Stein- grímur Hermannsson. Um vinnulöggjöfina sagði Steingrímur að hann hefði ekki skopast að einu eða neinu. - En ef vegavinrjumenn á Suðurlandi vilja fá að sitja á bekkjum í vinnuskúrum sínum í stað stóla, þá eiga þeir að fá að sitja á bekkjum, sagði Steingrímur og vakti þetta svar mikla kátínu fundarmanna. Steingrímur hafði nefnilega áður fjallað örlítið um þessi vinnulög og m.a. lýst þeirri skoðun sinni að honum finndist full langt gengið í smámunasemi að ætla hverjum manni einn komma tvo fermetra í vinnuskúr í matartímanum. Allt þar undir væri heilsuspillandi. - Þetta hlýtur að vera mjög heilsuspillandi fundur, sagði Steingrímur og leit yfir troðfullan salinn. Tryggvi Gíslason - situr uppbygging atvinnuveganna á hakanum. Er óhætt að treysta á álbræðslu? Næstur á fyrirspurnarlistanum var Tryggvi Gíslason og hann gerði m.a. orkumálin að um- ræðuefni. Hvort forsætisráðherra teldi það skynsamlegt að erlend lán sem nú væru um 60% af þjóð- arframleiðslu, væru m.a. notuð til að greiða niður raforku til þess að hægt væri að selja hana langt updir kostnaðarverði til erlendr- ar stóriðju. Tryggvi spurði jafnframt hvort hyggilegt væri að treysta á fyrir- tæki eins og erlenda álbræðslu sem íslendingar ættu ekkert í. Aðföng væru erlend og salan færi alfarið fram erlendis á vegum er- lendra aðila. Er hyggilegt að treysta á svo óábyggilegt fyrir- tæki þegar markaðurinn er sveiflukenndur, spurði Tryggvi Gíslason. Tryggvi Gíslason gerði því næst að umtalsefni þann samdrátt sem boðaður hefði verið í bygg- ingariðnaði og þá deyfð sem væri að færast yfir byggingariðnað hér á Akureyri. - Hvers er að vænta, spurði Tryggvi Gíslason og spurði að lokum hvort það væri rétt að ríkisstjórnin hyggðist leggja meiri áherslu á uppbygg- ingu frjálsrar verslunar en upp- byggingu atvinnuveganna. - Það er alveg ljóst að álver borga langt undir kostnaðarverði miðað við verð á nýrri orku, sagði Steingrímur í svari sínu. Steingrímur benti einnig á að þó að orkuverðið til álversins í Straumsvík væri lágt þá bentu margir á að álverið hefði nú borg- að upp mestan hluta þess kostn- aðar sem Búrfellsvirkjun hafði í för með sér. Um erlendu lántök- urnar sagði Steingrímur að menn yrðu að vega og meta hvað væri arðbært og hvað óarðbært. ís- lendingar hefðu ekki verið mjög heppnir í fjárfestingum sínum undanfarin ár og því væri mikil- vægt að aðeins yrði ráðist í skyn- samlegar framkvæmdir fyrir þau erlendu lán sem kynnu að verða tekin. - Ég óttast að það verði tals- verður samdráttur í byggingar- iðnaði, jafnt í opinberum fram- kvæmdum sem öðrum. En aukn- ing í iðnaði ætti að geta tekið við fleiri mönnum og svo er einnig um fiskiðnaðinn og fiskvinnsl- una, sagði forsætisráðherra. Sumir eru jafnari en aðrir - Mér heyrðist það í sjónvarp- inu að þín stefna væri launajöfn- uður, sagði Sverrir Guðmunds- son sem nú kvaddi sér hljóðs á nýjan leik. Sverrir sagði það hrikalegt hve mikill ójöfnuður ríkti í þessum málum og þeir sem hæstar hefðu tekjurnar, eins og t.d. Tryggvi Gíslason, fengju alltaf mestar launahækkanir. - Tryggvi Gíslason hefur ekk- ert með þessa launahækkun að gera en það hafa hins vegar verka- mennirnir, sagði Sverrir og jafn- vel umræddur Tryggvi gat ekki setið á sér að brosa. - Ég vona fastlega að okkur takist að koma á launajöfnuði, þannig að þeir sem hæstar tekj- urnar hafa, menn eins og ég, taki þyngri byrðar á sig, sagði Stein- grímur í svari sínu. - En ég vek athygli á að það er búið að binda allt niður, semja um flokka og taxta eftir menntun og fleiru. Ég var fylgjandi því að allir fengju 1200 krónur í hækkun á línuna. Jafnt þeir tekjulægstu sem tekjuhæstu en þetta fékkst ekki samþykkt, sagði Steingrím- ur Hermannsson. Næstur stökk á fætur uppfinn- ingamaðurinn Nfls Gíslason og spurði forsætisráðherra hvort hann vissi hvað það kostaði að stofna nýtt iðnfyrirtæki. - Við spurðum fróða menn að þessu á sínum tíma er við vorum að stofna okkar fyrirtæki, en þeir Nfls Gíslason - kerfið fer ekki í gang. sögðu okkur að gleyma þessu strax. Við gætum þetta aldrei. En þar sem við erum af þráu kyni þá gáfumst við ekki upp og það er loksins nú sem menn eru farnir að reikna með okkur í sambandi við þá fyrirgreiðslu sem svona fyrirtæki eiga að geta fengið, sagði Níls og nefndi það til marks um tregðu kerfisins þá hefði þeim verið sagt af einum af stjórum eins af sjóðunum sem eiga að hjálpa iðnfyrirtækjum að þetta væri vonlaust hjá þeim. Þeim hefði verið bent á að fá sér rtkan meðeiganda þar sem sú regla gilti að þeir sem mesta peninana ættu þeir fengju mest lánað. Sagði Níls það ljóst af baráttu þeirra við kerfið að það væri ljóst að sumir væru jafnari en aðrir. - Þetta kerfi virkar ekki. Það bara fer ekki í gang, sagði Níls og bætti því við að ekki veitti af að finna eitthvað upp til að laga þessar gangtruflanir. - Hvernig stendur á þvt' for- sætisráðherra að það er alltaf ver- ið að tala um og dásama smáiðn- að og svo er ekkert gert heldur eru menn drepnir niður með reglugerðum og hinu og þessu, spurði Níls Gíslason. - Níls segist vera af þráu kyni eins og reyndar flestir íslendingar eru og það virðist hafa borið ár- angur, sagði Steingrímur þegar hann kom upp og svaraði fyrir- spurn Nt'ls Gíslasonar. Steingrímur sagðist telja víst að þeir menn sem Níls hefði hitt fyrir í Iðnlánasjóði eða t' öðrum sjóðum hefðu einungis verið að reyna að tryggja að ekki væri lán- að fé til óarðbærra framkvæmda. - Það gerist ýmislegt í smáiðn- aðinum og kannski ert þú besta dæmið um það, sagði forsætisráð- herra og beindi máli sínu til Níls, - og þetta á eftir að breytast enn til batnaðar eftir því sem verð- bólgan hjaðnar meira. Þrífast vel á mykjunni Jón Helgason tók nú aftur til máls og gerði það að umtalsefni að forsætisráðherra hefði minnst á að ekki hefði tekist samstarf við verkalýðshreyfinguna. Spurði Jón hvernig hægt væri að ætlast til þess eins og farið hefði verið með viðkomandi í bráðabirgða- lögunum. - Það er ein spurning sem ég hef verið að bíða eftir að kæmi fram en þar sem ekkert bólar á henni þá er best að ég spyrji sjálfur. Hvers vegna beitti for- sætisráðherra sér gegn því að Al- þingi fengi að koma saman í sumar og að menn fengju þar tækifæri til að ræða málin. Það er mikið af nýjum mönnum á þingi og tveir nýir flokkar sem örugg- lega hafa sitthvað til málanna að leggja. Ég hélt að Framsóknar- flokkurinn væri félagshyggju- flokkur en ekki einræðisflokkur, sagði Jón Helgason. í svari sínu gerði Steingrímur fyrst samráðið svokallaða að um- talsefni og vitnaði m.a. til síðustu ríkisstjórnar og 80 samráðsfunda án niðurstöðu. - Ég hef boðað forráðamenn launþega og vinnuveitenda á minn fund að undanförnu og átt ágæta fundi m.a. með BHM og VSÍ. En hvernig fór með ASI. Jú enginn af forráðamönnum ASÍ mætti á fundinn en þeir sendu hins vegar ágætan hag- fræðing, sagði Steingrímur og lýsti yfir óánægju sinni vegna vinnubragða ASÍ. Um sumarþing sagði Stein- grímur: - Það er undantekning að það hafi verið kallað saman þing þeg- ar að kosningum loknum. Við töldum ekki ástæðu til þess að kalla saman þing nú í ljósi þess sem liggur fyrir. Við höfðum tryggan meirihluta, 37 þingmenn og töldum þaö mikilsverðara að nota sumarið til þess að vinna að málum fyrir veturinn. Það lá gíf- urlega mikið fyrir og því mikils- vert að hafa vinnufrið. Jósep Guðbjartsson var næstur í röð fyrirspyrjenda. Byrjaði Jósep á að lýsa yfir ánægju með störf ríkisstjórnarinnar fram að þessu og skoraði á launþega að skrifa ekki undir undirskriftar- lista verkalýðshreyfingarinnar. - Það er mikið alvörumál ef það verður spillt fyrir þessum að- gerðum ríkisstjórnarinnar nú, sagði Jósep og lýsti því yfir að hann segði þetta ekki vegna þess að hann væri fylgismaður ríkis- stjórnarinnar. Það væri hann ekki. Hann væri eldheitur krati eins og Jón Helgason sem sæti þarna úti í sal. Jósep Guðbjartsson - Ásmundur og Jón þrífast vel á mykjunni. - Ásmundur Stefánsson lét þau orð falla í sjónvarpi að það væri enginn samyrkjubúskapur þegar annar aðilinn fengi alla mykjuna en hinn alla mjólkina. Ætli verkalýðshreyfingin hafi ekki í þessu tilviki talið sig fá mykjuna, látum það vera en mér sýnist sem svo að þeir Ásmundur Stefánsson og Jón Helgason hafi þrifist vel af henni, sagði Jósep sem að lokum sagðist vonast til þess að allir myndi þrífast áfram af mykjunni nú sem endranær. Steingrímur sagöi það slæmt að vita af Jósep í herbúðum krata og sagði nær að hann væri í Framsóknarflokknum. Þar vildi hann heldur vita af honum. Síðasti fyrirspyrjandinn var Sverrir Guðmundsson og hann spurði hvort ekki hefði komið til mála að lækka vexti fyrr. - Steingrímur Hermannsson svaraði því að það hefði verið til umræðu en Seðlabankinn hefði lagt ríka áherslu á að öruggar sannanir lægju fyrir um hjöðnun verðbólgunnar áður en ráðist væri t' vaxtalækkun. Steingrímur ítrekaði svo að vextir myndu halda áfram að lækka og raun- vextir í framtíðinni yrðu 3-4% yfir verðbólgustigi í hverjum mánuði. - ESE 6 - DAGUR - 28. september 1983 28. september 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.