Dagur - 05.10.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 05.10.1983, Blaðsíða 2
Víglundur Þorsteinsson (Húsavík): Ég veit þaö ekki. Víst heföi ég áhuga á því, en það fer mest eftir veöri og færö hvort ég kem hingað. Ragnheiður Þorgilsdóttir: Já, ég býst við því. Ekki hvað síst af því aö sonur minn tekur þátt í sýningunni. Sverrir Vilhjálmsson: Já, ég reikna með að svo geti farið. Þetta er mikið átak hjá Leikfélaginu. Ætlarðu að sjá sýningu L.A. á My Fair Lady? Bima Egil Já, maður Marlini Biicksteeg: Já, ég ætla að sjá það. Á 18. þingi Álþýðusambands Norðurlands sem haldið var að Illugastöðum á föstudag og laugardag var Þóra Hjaltadótt- ir endurkjörin formaður sam- bandsins án mótframboðs. Þóra var fyrst kjörin formaður Alþýðusambandsins árið 1981, en þingið er haldið á tveggja ára fresti. „Ég vona að þetta bendi til þess að menn séu ánægðir með þau störf sem ég hef innt af hendi, en það sé ekki af kurteisis- ástæðum af því ég er kona, sem ég er endurkjörin," sagði Þóra í viðtali við Dag. Hún var spurð að því hvort það hafi haft einhver áhrif á starf hennar sem formað- ur sambandsins að hún er kona: „Já, ekki er því að neita. Aðal- lega var þetta þó í byrjun. Ég fékk það á tilfinninguna að engin trú væri á því að kona gæti sinnt þessu starfi. Þess vegna lagði ég helmingi harðar að mér en ella til að sýna að kvenfólk getur gert hlutina ekkert síður en karlmenn. En þær þurfa að sanna sig með ótvíræðari hætti en karl- menn vegna vantrúar sem þær búa við.“ „í hverju er starf formanns Al- þýðusambands Norðurlands einkum fólgið? „Það er fyrst og fremst í því fólgið að fylgja eftir umsömdum félagslegum réttindum félags- manna. Samningagerð kemur inn í þetta starf en sá hluti starfsins hefur farið minnkandi. Mitt starf hefur mikið tengst því að ég er vinnuhægræðingur og sé um eftir- lit með bónusmálum á Norður- landi. Petta starf hefur nýst mér mjög vel sem formanni sam- bandsins, því ég fer mikið út á vinnustaðina og hitti fólk og tengist því betur. Nú eru um 8.500 manns í félögum innan Al- þýðusambands Norðurlands, en fulltrúar á þinginu voru 87.“ „Nú var samþykkt harðorð kjaramálaályktun vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Draga álykt- anir Alþýðusambands Norður- lands dám af því hverjir eru í ríkisstjórn hverju sinni?“ „Frá mínum bæjardyrum séð er ekki um flokkspólitískar álykt- anir að ræða. Ályktanirnar bein- ast að hagsmunum launafólks og kjaramálaályktunin var sam- þykkt samhljóða.“ „Nú hefur sú skoðun komið fram að þessar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar hafi verið nauð- „Það þarf að gera meira en bara að skerða kaupmáttinn“ — segir Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðu- sambands Norðurlands. synlegar til að rétta við þjóðfé- lagið og þá jafnframt nauðsynleg- ar hagsmunum launafólks. Kom það sjónarmið ekki upp í af- greiðslu þingsins?“ „Það var mjög mikil umræða um kjaramálaályktunina. Pað eru allir sammála um það að nauðsynlegt sé að ná niður verð- bólgunni en við teljum að það séu til fleiri leiðir. Þessi leið mið- ast eingöngu við að skerða kaup- máttinn, verðbólgunni er náð niður með einhliða kjaraskerð- ingu. Menn tala um að nú sé að skapast grundvöllur fyrir fram- haldandi aðgerðir en ekkert hef- ur sést til þeirra ennþá. Fólk ótt- ast að svo mikil kaupmáttar- skerðing sem raun ber vitni muni draga úr kaupum fólks á inn- lendri framleiðslu sem þýði að fyrirtækin fari á hausinn og atvinnuleysi skapist þar með.“ „Hvað með það sjónarmið að kaupmáttur hafi verið orðinn of hár miðað við getu þjóðfélags- ins?“ „Það má til sanns vegar færa að eitthvað hafi þurft að skerða kaupmáttinn, en við teljum að með hliðarráðstöfunum hafi ekki þurft að skerða hann neitt í lík- ingu við það sem nú hefur verið gert. Við bíðum eftir að sjá ein- hverjar hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstrinum og rekstri þjóð- arbúsins yfir höfuð.“ „Nú hefur þú töluvert verið bendluð við Framsóknarflokk- inn. Hvernig samræmist það að vera framsóknarmaður og svo í baráttu fyrir launþegasamtök sem beina spjótum sínum að ríkisstjórninni?“ „Þó að ég sé félagsbundin í Framsóknarflokknum er ekki þar með sagt að ég þurfi að vera sam- mála öllu því sem forustumenn flokksins segja og gera. í starfi mínu sem formaður Alþýðusam- bands Norðurlands læt ég flokks- hagsmuni lönd og leið og geri það sem ég tel best fyrir þá sem ég vinn fyrir.“ „Eru allir forustumenn laun- þega sammála því að ríkisstjórnin sé á rangri leið og ekkert jákvætt í hennar gerðum.“ „Eins og ég sagði áðan þurfti eitthvað að skerða kaupmáttinn, en fyrst og fremst vantar hliðar- ráðstafanir. Ef hins vegar aðrar aðgerðir fara að sjást og það tekst sem ríkisstjórnin setur sér varðandi verðbólguna, þá er um þjóðþrifamál að ræða.“ Dylgjur um okurviðskipti Ég get ekki orða bundist vegna meðferðar blaðsins á fyrirspurn Snævars Vagnssonar í Degi 21/9 ’83 þar sem leitað er skýringar á verðmismun á „orginal“ varahlut í Dodge hjá Skodaumboðinu á Akureyri og svipuðum hlut í Bílabúðinni í Reykjavík. Um þrefaldan verðmismun var að ræða. í stað þess að snúa sér til söluaðila og leita skýringa snýr blaðið sér til Verðlagsskrifstof- unnar á Akureyri og fær þar þau furðulegu svör frá nafngreindum starfsmanni að álagning á bíla- varahluti sé frjáls. Af þessu geta lesendur blaðs- ins síðan dregið þá ályktun að álagning Skodaumboðsins á Ak- ureyri sé 200% umfram álagn- ingu nefndrar verslunar í Reykja- vík. Nú má vel vera að blaðamaður Dags og nafngreindur starfsmað- ur Verðlagsskrifstofunnar hafi aldrei átt bifreið og sé með öllu ókunnugt um rekstur þeirra. í því tilfelli vil ég upplýsa þá, og einnig þann sem gerði fyrirspurn- ina, um að verðmismunur sem þessi á „orginal“ varahlutum og þeim sem framleiddir eru af svokölluðum varahlutaverk- smiðjum er síður en svo eins- dæmi. Hver og einn bíleigandi verður síðan að dæma út frá sinni eigin reynslu hvor kaupin eru hagstæðari þegar ending hlut- anna er höfð í huga. Afgreiðsla Dags á fyrirspurn Snævars Vagnssonar jafngildir dylgjum um okurviðskipti og heggur mjög nærri mannorði þeirra vammlausu manna sem reka Skodaumboðið á Akureyri og ætti blaðið að biðja þá form- lega afsökunar. Bíleigandi. Athugasemd ritstjómar: í lesendabréfi því sem „bíleig- andi“ vitnar hér til var ekki verið að „ dylgja“ um „okurviðskipti“ eins eða annars. Bréfritari var sSsSs&Iw kotuó P".pcTa top VK*» É.þurtti»ök»uP*f1 ivWUt* i Dodge Chc^ £nrþvUSkod.u»' Tjog tidaur o« » eingöngu að spyrjast fyrir um verðmismun á „orginal“ varahlut frá umboði viðkomandi bifreiða- tegundar og varahlut frá bíla- vörubúð, sem ekki hafði „stimpil“ framleiðanda bifreiða- tegundarinnar. Slíkur verðmis- munur er síður en svo einsdæmi, eins og kemur fram í bréfi „bíl- eiganda". Það er svo hans og annarra bíleiganda að meta hvor- um hlutnum þeir treysta betur. þetta kom einnig fram í athuga- semd Sigurgeirs Sigurpálssonar, framkvæmdastóra Skodaum- boðsins, sem jafnframt upplýsti að álagning umboðsins, á um- ræddan varahlut var um 16%. Því miður var Sigurgeir ekki gef- inn kostur á að útskýra málið í sama tölublaði og fyrispurn Snæ- vars Vagnssonar birtist, ásamt svari starfsmanns Verðlagsskrif- stofunnar. Það voru mistök blaðsins, sem við biðjum ráða- menn Skodaumboðsins vel- virðingar á. 2 - DAGUR ~:5. október 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.