Dagur - 05.10.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 05.10.1983, Blaðsíða 7
sjóð með tilliti til niðurfellingar á lánum er veitt höfðu verið til jarð- borana sem ekki höfðu skilað ár- angri, endurskoðun spjaldskrár hennar með tilliti til stillinga og skráningar á vatnsskömmtum, en þeir eru ákvarðandi um tekjur veit- unnar, aðgerðir til minnkunar á vatnsnotkun sem ekki var nauðsyn- leg, verulegar grunntaxtahækkanir á gjaldskrá veitunnar o.s.frv., o.s.frv. Á mynd 4 er sýnt hlutfall rekstrar- liða veitunnar í dag og á mynd 5 er sýnd skipting erlendra skuldbind- inga hennar á milli gjaldmiðla. Mynd 4. Hlutfallsleg skipting rekstrarliða árið 1982: Stjórn- og skrifstofukostnaður Rekstur kerfis Afskriftir □ Vextir í upphafi þessa árs var mælt með 45% grunntaxtahækkun á árinu, þ.e. hækkunum fram yfir hefð- bundnar vísitöluhækkanir, sem skipt yrði í þrennt og dreift á árið. Þegar hefur komið til 32,5% grunn- taxtahækkunar á árinu, þ.e. 20% þann 1. febrúar og 12,5% þann 10. maí sl. Á grundvelli þessa, þ.e. 45% grunntaxtahækkunar og spá um þróun á gengi USD hefur Hitaveit- an sett fram rekstraráætlun fyrir veituna fram til ársins 1991, byggða á föstu áætluðu meðalverðlagi ársins 1983. Niðurstaða áætlunarinnar er sýnd á mynd 6. Ef það tekst, sem áætlunin bendir til, verður í fyrsta sinn á næsta ári, í sögu Hitaveitu Akureyrar, sem ekki þurfa að koma til nýjar viðbótar- lántökur fyrir veituna. Þar með á rekstrargrundvöllur að vera tryggð- ur og gjaidskráin þarf þar á eftir að fylgja þróun gengis á USD miðað við íslensku krónuna. Meðalverð gasolíu á árinu 1983 hefur verið 8,04 kr./l og meðalorkuverð Hitaveitu Akureyrar á sama tíma hefur verið 38,4 kr./m’ vatns. Þetta jafngildir því að gjaldskrá Hitaveitunnar hafi það sem af er árinu verið að meðal- tali 62% af olíuverði. Hitaveita Akureyrar hefur þrátt fyrir alla erfiðleika náð að spara notendum sínum verulega fjármuni á þeim árum sem hún hefur starfað. Hve mikla fjármuni er hér um að ræða er erfitt að leggja fullkomið mat á, en ef miðað er við 13 lítra olíunotkun á hvern rúmmetra hús- rýmis á ári, yrðu árleg útgjöld not- enda Hitaveitu Akureyrar 310 m.kr. á núgildandi verðlagi, ef gasolía væri notuð til upphitunar þess hús- rýmis sem tengt er veitunni í dag. Þar af má ætla að rúmlega 80 m.kr. yrðu greiddar niður af ríkisvaldinu í formi olíustyrkja á ári. Tekjur Hitaveitunnar á ári, á núgildandi verðlagi eru u.þ.b. 140 m.kr. Það getur verið erfitt að skilja þá hugsjón, sem að baki ákvarðana ríkisvaldsins liggur, þegar veitu- stofnunum er ekki heimilað að selja orkuna á því verði sem rekstur veitnanna krefst. Aðstæður svo sem aldur þeirra, orkuöflunaraðstæður o.fl. eru mismunandi hjá hinum ýmsu veitum og þar af leiðandi tekjuþörf þeirra. Þvingun veitna til fjármögnunar á taprekstri með nýj- um erlendum lántökum, en innlend fjármagnsfyrirgreiðsla hefur ekki verið fyrir hendi á undanförnum árum, er hagfræði sem er góð og gild að því leytinu til, að hún veitir viðkomandi veitu frest á vandanum. Að frestinum liðnum kemur vand- inn upp aftur og er þá margfalt stærri en áður. Hugsanlegt er að endurtaka frestunarleikinn og hefur það of víða verið gert. Það er mál- efni sveitarfélaganna að verðleggja orkuna til síns héraðs í samræmi við þarfir hverju sinni. Ef sveitarfélögin af einhverjum ástæðum eru ekki reiðubúin að verðleggja orkuna í samræmi við þarfir orkufyrirtækj- anna, ber þeim að leggja fram það fé sem upp á vantar með tilfærslum innan sveitasjóðanna. Sá strútshátt- ur sem á undanförnum árum hefur verið viðhafður í þessum málum á íslandi gengur ekki lengur og fyrir hann eru m.a. notendur Hitaveitu Akureyrar að greiða í dag. Það er Iipurðin sem gildir. Bergþór fór rólega af stað með 30 tonna þungan vörubílinn, og sveif síðan örugglega yfír marklínuna. Halldór fór kollhnís . . . - ■ ■ og Bergþór varð íslandsmeistari Hún varð heldur endaslepp lokakeppnin um íslandsmeist- aratitilinn í torfærukeppni sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi. Fyrir þessa keppni voru þeir Bergþór Guðjónsson og Halldór Jóhannesson efstir og jafnir með 35 stig og allt stefndi því í hörkubaráttu. Svo varð þó ekki því Halldóri hlekktist á í fyrstu greininni, endastakkst fram yfir sig á jeppanum eftir að hafa ekið í gegnum tímabraut- ina og varð að hætta keppni. - Skítt með bílinn. Bara þetta hefði gerst í síðustu torfær- unni, sagði Halldór eftir veltuna og vonbrigði þessa mikla keppnismanns voru greinilega mikil. Eftir þetta óhapp sigldi Bergþór á lygnum sjó og þrátt fyrir að hann tæki lífinu greini- lega með ró, varð hann efstur í þessari keppni með 1735 stig. Sigurður Baldursson frá Akur- eyri gaf allt sem hann átti í keppninni en það dugði ekki til sigurs að þessu sinni og varð Sig- urður annar með 1645 stig. Þriðji varð Guðmundur „Dundi“ Gunnarsson með 1570 stig og fjórði hinn bráðefnilegi nýliði Haukur Sveinsson með 1490 stig. Áhorfendur voru aðeins um 250 í kalsaveðri en þeir skemmtu sér þó konunglega, einkum er keppendur skelltu sér út í síðustu torfæruna, all víga- Hann spýtti í og hugðist taka vörubílinn með rykk en það gekk ekki. Boginn og brákaður er WiUísinn hans HaUdórs dreginn af staðnum. Stakkst á nefið. legan drullupytt. Bergþór Guðjónsson varði því íslandsmeistaratitil sinn og Dóri, Siggi Bald., Dundi, Púst- mann og aðrir keppendur verða því að bíða næsta árs ef þeir hyggjast slá Bergþóri, hinum lipra ökuþór við. ■ Sigurður Baldursson eys mold og möl yfír nærstadda, þegar hann geysist upp brekkuna bröttu. Myndir: KGA 5. október 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.