Dagur - 14.10.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 14.10.1983, Blaðsíða 3
The Beatles og Elvis Presley saman á seg- ulbandsupptöku, getur það verið? hann er niður kominn. Það eru margir sem leita grimmt, og hver veit nema „upptaka aldarinnar" eigi eftir að koma í leitirnar? 0var týn da fiikí*11 * Svo er talið, og nú leita ýmsir að þessari upptöku og leggja allt í sölurnar til þess að hafa upp á henni. Það má nefnilega telja víst að sá sem kemur höndum yfir hana þurfi ekki að hafa áhyggjur af buddunni sinni þann tíma sem hann á eftir ólifaðan. Það var þann 14. ágúst 1965 sem The Beatles komu í heim- sókn til Presley í Memphis, en árið áður hafði rokkkóngurinn neitað að veita Bítlunum áheyrn. Hann féllst síðan á það eftir for- tölur umboðsmanns síns Colonel Parker, en ekki byrjaði fundur þessara heimsfrægu tónlistar- manna gæfulega. Eftir að þeir höfðu kynnt sig hver fyrir öðrum settust allir niður. Bítlarnir störðu á Elvis og vissu ekki hvað þeir áttu að segja við hann, og Elvis starði á Bítl- ana og beið eftir því að þeir segðu eitthvað. Loks tók Elvis að leiðast þetta, reis upp og sagði: „Ef þið eruð einungis komnir hingað til þess að sitja og stara á mig, þá er ég farinn í háttinn. Þetta átti ekki að vera neitt stór- kostlegt, ég hélt að við gætum setið og talað. Við getum talað um tónlist og hugsanlega tekið lagið saman.“ í viðtali við blað í London 1971 sagði John Lennon: „Okkur hafði aldrei dottið í hug að taka lagið með honum.“ En það varð úr samt sem áður. Elvis lét þá félaga hafa hljóðfæri og síðan var stormað í fullkom- inn upptökusal á heimili hans. Þar var upptökumaðurinn Don McElroy við sín tæki og byrjað var að spila. Talið er að hápunkt- urinn hafi verið er Lennon og Presley kyrjuðu saman lagið “Hound Dog“ í blúsútsetningu. Og nú leita menn ákaft að þessari upptöku, enda talið að hún eigi ekki sína líka. „Það er óhugsandi að það sé hægt að meta þessa upptöku til fjár, hún hlýtur að vera svo stórkostleg. Ef Presley og The Beatles hafa tekið lagið saman og það verður gefið út má búast við ótrúlegri sölu, það skiptir ekki máli þótt þeir hefðu sungið “Jingle Bell“ í tvær klukkustundir, slík upptaka hefði verið dýrgripur," segir Bill King í Atlanta sem gefur út blaðið „Beatlefan". Þessi upptaka var gerð, það staðfestir frændi Elvis Presleys, Earl Presley sem var viðstaddur. „Það tók enginn þetta alvarlega í upphafi, en nú þegar Elvis og Lennon eru báðir látnir og Bítl- arnir farnir hver í sína áttina er þessi upptaka ómetanleg til fjár,“ segir Earl. Og leitin að týndu upptökunni stendur yfir. Vitað er að útsend- arar Paul McCartney eru á ferð- inni að leita. Það er leitað að upptökumanninum Don McEl- roy sem virðist horfinn sporlaust og himinháar upphæðir í boði fyrir það eitt að upplýsa hvar Höldum lengur í æskuljómann Tilsögn í andlits-barm-og líkamssnyrtingu f rá f remsta húðsnyrtivöruframleiðanda Frakklands. KYNNINC Á CLARINS Vörn þín gegn hrörnun felst í því sem þú gerir núna til þess að viðhalda unglegu andliti, stinnum barmi og stæltum líkama. CLARINS bvður upp a nýtt tíma- bil þar sem atvinnumennska situr í fyrirrúmi við framleiðslu og notkun snyrtivara. CLARINS hefur frá upphafi stefnt að þvi aðfinna raunhæfa lausn á fegurðar- málum kvenna. CLARINS sérhæfir sig í húðsnyrtingu alls líkamans. Áhugamál okkar er áferð og styrkleiki húðarinnar- ekki aðeins í and- liti heldur um allan líkamann. Þess vegna er ekkert sparað til á rannsóknarstofum CLARINS og hráefni öll í hæsta gæðaflokki. UNCLECT ANDLIT CLARINS hefur meðalið til þess að styrkia andlitsvöðva, bæta áferð húðar, draga úr smáhrukkum og þrota kringum augu og til þess að slétta og mýkja hálsinn. STÆLTUR LÍKAMI Hjá CLARINS fara saman hug- tökin stæltur og grannur. Konan verður að ski(ja þær breytingar, sem verða á húðvefnum og innri sam- setningu hans, þegar um ifch'... þyngdarbreytingu (t.d. megrun, þungun, streitu, þreytu, öldrun) er að ræða. Reynsla CLARINS hefur leitt til framleiðslu áhrifaríkra efna, sem hjálpa konum á öllum aldri, til þess að auka teygjanleika húðarinnar, mýkja hana og styrkja. Nú er CLARINS komin á Akureyri. Dagný Helgadóttir - CLARINS snyrtisérfræðingur verður á staðnum og til viðtals í dag föstudag. VÖRUSALAN Hafnarstræti 104 Sími 22449 David Pitt & Co. h.f. Klapparstíg 16, Sími 13333, Pósthólf 1297, Reykjavik. i4voktóber 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.