Dagur - 14.10.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 14.10.1983, Blaðsíða 6
 Stundum finnst mér Hróarsdals œttin ekki nógu stór“ — Litiö inn hj og oddvita „Ég hitti kunningja minn á Króknum um daginn. Hann kynnti mig fyrir aðkomnum vini sínum með þeim orðum, að ég væri bóndinn á bænum þeim, sem státaði af einu fallegasta bæjar- stæði í Skagafirði og þó víðar væri leitað. Það má svo sem vera að eitt- hvað sé til í þessu, en ekki byggist nú búsæld- in á fegurðinni einni saman. “ Við erum komin í heimsókn í Hróarsdal í Hegranesi, sem er eins og eyja yst í Skagafirði, um- lukin Héraðsvötnum að austan og vestan og „marar báran blá“ er misjafnlega blíðlynd við Nesið að norðan. Og víst er fagurt að sjá heim að Hróarsdal og ekki eru þau mörg býlin hér á landi sem státa af fallegra bæjarstæði. Þórarinn Jónasson, bóndi og oddviti var úti við að slá með orfi og ljá þegar mig bar að garði um miðjan júlímánuð í sumar. Hann lagði frá sér orfið, að sjálfsögðu ekki fyrr en hann hafði brýnt ljáinn, því það er ekki búmanna- siður að hlaupa frá óbrýndum ljá. Síðan bauð hann til stofu. # Kannadist við öll sín börn Þórarinn er sonur Jónasar í Hró- arsdal, sem var allt að því þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi. Kunn- astur varð hann fyrir að hjálpa sjúkum, en hann var líka kunnur fyrir að eiga mörg börn. Þórarinn var fyrst spurður um barnafjölda föður hans. „Á ég að fara að segja þér það, ég verð þá að fletta upp á því,“ sagði Þórarinn. „Það vill svo Vel til að ég var að taka þetta saman fyrir væntanlegt ljósmæðratal og byggði þá samantekt á kirkju- bókum. Bíddu nú við, hér er ég með þetta. Eitt, tvö þrjú, fjögur, fimm, sex . . . tuttugu og átta, tuttugu og níu, þrjátíu, þrjátíu og eitt, já, þrjátíu og eitt vorum við systkinin. Það hefur stundum verið látið að því liggja, að hann hafi átt fleiri börn en kirkjubæk- urnar segja til um. Ég held nú samt, að pabbi hafi gengist við á Pórami Jónassyni bónda í Hróarsdal í Hegranesi sínum börnum. Hitt er mér ekki grunlaust um, að fleiri konur hafi viljað eignast með honum börn, en í komust. Pabbi er fæddur 1840, en sitt fyrsta barn eignaðist hann 1862. Það var drengur sem skírður var Jónas. Móður hans hét Kristjana og var utan úr Óslandshlíð. En hún og pabbi fengu ekki að eig- ast, því pabbi þótti of fátækur fyrir hana. Það varð til þess að hún flutti til Ameríku með strákinn. Þar farnaðist þeim vel og synir Jónasar komu hingað á ættarmót fyrir nokkrum árum og það segir sig sjálft, að þar var fjölmennt ættarmót. Ekki komust nú öll þessi börn til fullorðinsára, en lengi vorum við tuttugu og eitt systkinin á lífi. Nú erum við ekki nema sex eftir, sem er ekki nokkur skapaður hlutur hjá því sem var. Jónas var elstur okkar, eins og ég sagði þér áðan, fæddur 1862, en Sigurlaug á Kárastöðum er yngst, fædd 1916. Auk okkar Sigurlaugar eru á lífi; Sigurður, sem býr á Akur- eyri en er mest hér í Hróarsdal yfir sumartímann; Páll sem býr í Utanverðunesi, en dvelur syðra að vetrum; Leó á Svanavatni og Sæunn á Hegrabjargi, sem er elst okkar sem eftir lifum.“ # Ljósfaðir og læknir - Þú minnist á ljósmæðratalið. Hvað kemur það Jónasi í Hróars- dal við? „Já, það er von þú spyrjir. Pabbi var mjög fjölhæfur maður, því auk búskaparins stundaði hann lækningar og ljósmæðra- störf; ætli væri þá ekki eðlilegast að kalla hann ljósföður. Þess vegna verður hans getið í ljós- mæðratalinu. Mér skilst að þeir séu níu karlarnir þar. Ekki var hann þá langskólagenginn í þess- um fræðum. Hann var sjálf- menntaður og þekkingarinnar aflaði hann sér af bókum. Og það var nú þannig með konurnar, að ef þær komust upp á lag með að láta hann taka á móti börnum sínum þá vildu þær ekki sjá aðra til þeirra verka á eftir. Ég held að þau hafi verið eitthvað á fimmta hundraðið, börnin sem hann tók á móti, hér og þar um alla Skaga- fjarðarsýslu. En hann gerði meira en þetta, því hann bætti mein margra. Hann var oft kallaður smá- skammtalæknir, en það var tóm vitleysa. Hann notaði sömu að- ferðir og læknar gerðu í þá daga og þegar ég fór eitt sinn til Jónas- ar Kristjánssonar, læknis á Sauð- árkróki, sá ég að hann notaði sömu lækningabókina og pabbi. Mig minnir að höfundar hennar hafi verið Jensen og Mayer. Pabbi hafði því lækningakunn- áttu sína af bókum og einnig naut hann kunnáttu þeirra lækna sem hér voru í nágrenninu. Bogi hét einn þeirra og var Pétursson. Hann lét pabba hafa reseptabók. Þar var skrá yfir þau lyf sem til voru og við hvaða kvillum þau áttu og hvað mikið af þeim mátti gefa. Eftir þessu fór hann. Lyfin fékk hann oftast frá Akureyrar Apoteki, allt þar til að apotek kom á Sauðárkróki, en það var ekki fyrr en 1921, að mig minnir. Þá fékk hann uppáskrift frá próf- astinum og héraðslækninum, þar sem sagði að það væri óhætt að láta hann hafa öll þau lyf sem hann bæði um. Ég fór oft eftir lyfjum fyrir hann og ég hef stund- um hugsað til þess síðar, að það var undarlegt að mér barninu skyldi treyst fyrir þeim. Þeim þótti það nóg í apotekinu, að ég gæti nefnt nöfn þeirra á latínu. Þá fékk ég það sem beðið var um. Þetta sýnir vel það traust sem pabbi naut í þessum efnum. • Mikill gestagangur Það var oft mannmargt hér á heimilinu. Við vorum mörg syst- kinin og svo var heimilið oft eins og sjúkrahús, því margir af sjúkl- ingum pabba þurftu að dvelja hjá okkur um tíma, á meðan þeir nutu lækningar. Það var því oft þröngt á þingi og húsakostur var ekki mikill hér þá. En segir ekki máltæki á þá leið, að þar sem hjarta húsbænda er stórt sé hús- rými nóg. Þetta gekk alla vega, en ég man að við krakkarnir vor- um skíthrædd við geðsjúklinga, sem stundum komu til pabba. Ég man eftir einum karli frá Bakka- seli, sem var hér um tíma. Við kölluðum hann nú bara Bakka- selinn. En hann fékk einhvern bata og kom ekki aftur. En ekki varð faðir minn ríkur af þessu. Launin voru létt í vasa ef þau voru þá einhver og oft fylgdu þessu slarksöm ferðalög og fjar- vistir frá búi og heimili.“ . - Hvað átti faðir þinn börnin með mörgum konum? „Pabbi var þrígiftur. Með fyrstu konunni átti hann ekkert barn, en hún lést af barnsförum. Þórarinn fyrir framan „höilina“ sem hann og tveir bræður hans byggðu af stórhug uin 1950. Nú er Þórarinn einn eftir í „höllinni“. V 6 - DAGUR - 14. október 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.