Dagur - 21.10.1983, Blaðsíða 6
„Blessaður vertu, ef þú
ætlar að taka viðtal við
hana Þórhildi, þá skaltu
gera það þegar liðið er á
dag, því hún á það til að
vera svo andskoti við-
skotaill fyrir hádegi, “
sagði einn af starfs-
mönnum Leikfélags Ak-
ureyrar við mig á dögun-
um, þegar ég heimsótti
leikhúsið. Orð hans rifj-
uðust upp fyrir mér þegar
við Þórhildur sátum og
röbbuðum saman um
næturstund í vikunni,
eftir að æfingu var lokið
og allir farnir úr gamla
Samkomuhúsinu, nema
við, og bærinn svaf.
- Svona er maður með mikiar
blekkingar um sjálfan sig, ég vissi
ekki til þess að ég væri viðskota-
illri fyrir hádegi en eftir hádegi,
sagði Þórhildur og hló dátt, þegar
ég sagði henni frá varnaðarorð-
um leikhúsmannsins. - Því get ég
hins vegar ekki neitað, að ég
hefði ekkert á móti því að vinna
fram eftir nóttu og byrja svo ekki
fyrr en um hádegi. En ég er löngu
búin að afleggja þann sið að sofa
lengi, eins lengi og ég get. Slíkt
getur maður ekki leyft sér með
allan þennan barnafjölda. Maður
er alltaf rifinn upp á rassinum
fyrir allar aldir. En það er lán, að
ég þarf lítinn svefn.
t Blómasölu-
stúlkan
Tilefni viðtalsins var söngleikur-
inn My fair Lady, sem Leikfélag
Akureyrar frumsýnir í kvöld,
föstudag. Þórhildur Þorleifsdóttir
er leikstjóri og eiginmaður
hennar, Arnar Jónsson, leikur
annað aðalhlutverkið, prófessor
Higgins. Ragnheiður Steindórs-
dóttir leikur blómasölustúlkuna
Elísu. Marinó Þorsteinsson leik-
ur Pickerning ofursta, félaga
Higgins, en Þráinn Karlsson fer
með hlutverk Alfreds Doolittle,
sem er faðir Elísu. Auk þeirra
taka þátt í sýningunni 6 leikarar,
6 dansarar, 17 söngvarar úr
Passíukórnum og 15 manna
hljómsveit Tónlistarskólans á
Akureyri. Hér er því á ferðinni
fjölmennasta sýning sem Leikfé-
lag Akureyrar hefur sett á svið.
Bernard Shaw á söguþráðinn í
verkinu, sem byggt er á leikritinu
„Pygmalion", sem enn þann dag
í dag nýtur vinsælda hjá leikhús-
um. Eftir daga Shaw' gerðu
„Lerner og Loewe“ söngleik úr
verkinu, sem frumsýndur var í
New York 25. mars 1956, sama
árið og Þórhildur Þorleifsdóttir
hóf leikferil sinn og meira að
segja á afmælisdaginn hennar. í
aðalhlutverkunum voru Rex
Harrison og Julie Andrews og
sýningar þar urðu 2717. Síðar var
söngleikurinn kvikmyndaður,
með Harrison sem prófessor
Higgins, en Audrey Hepburn
kom í stað Julie Andrews sem
Elísa. „Andrews" þótti ekki
nógu fínt nafn þá í kvikmynd.
Þjóðleikhúsið sýndi verkið
1962 með Rúrík Haraldsson og
Völu Kristjánsson í aðalhlutverk-
um. Og söngleikurinn sló í gegn.
Þurfti að hætta sýningum fyrir
fullu húsi um vorið, því skila
þurfti búningum og leikmynd,
sem Danskir höfðu lánað. Leik-
félag Akureyrar ætlar ekki að
brenna sig á því sama. Jón Þóris-
son hefur hannað leikmyndina og
Una Collins búningana og það
hefur verið mikið annríki við
sauma og smíðar hjá féiaginu
undanfarna daga og nætur.
Ljósahönnuður er Viðar Garð-
arsson og Roar Kvam er hljóm-
sveitarstjóri.
Tekst prófessor Higgins að
gera hertogafrú úr tötrum
klæddri blómastúlku, flámæltri
að auki, á sex mánuðum? Um
þetta snýst leikurinn. En Þórhild-
ur, hvernig hefur gengið að koma
svo umfangsmiklu verki á sviðið
í Samkomuhúsinu?
H Mikil vinna
- Það hefur gengið sína eðlilegu
leið, svarar Þórhildur, og vill
Þórhildur Þorleifsdóttir og Roar Kvam leggja á ráðin.
ekki gera mikið úr því afreki að
koma verkinu heim og saman. -
Vissulega er þetta búin að vera^
mikil vinna hjá mér og öðrum
sem unnið hafa að sýningunni.
Þessi uppfærsla er mun viðameiri
heldur en Leikfélagið er að öllu
jöfnu með, þó ekki sé annað en
smíði og saumaskapur. Það hefur
mætt mikið á öllu starfsfólki, sem
hefur lagt nótt við dag. Nú, það
hafa í rauninni verið tvöfaldar
æfingar, því ég hef æft með
atvinnuleikurunum á daginn og
síðan kemur áhugafólkið inn í
myndina á kvöldin og um helgar.
Vinnutíminn hefur því verið
langur, en ekki minnist ég ann-
arra sérstakra erfiðleika.
- Elísa vill berjast til mennta.
Er hún kvenréttindakona?
- Nei, ekki í þeirri merkingu
sem við leggjum í það orð í dag.
Fyrir þeim félögum, Higgins og
Pickering, er hún ekkert annað
en leikfang. Higgins hefur þá
bjargföstu trú, að í málinu sem
talað er sé uppspretta alls sem
göfugt er og fagurt. Þess vegna
verði allir að kunna að tala gott
mál. Síðan veðja þeir um það sín
á milli, hvort hægt sé að kenna
Elísu málið og góða siði. Tilgang-
ur Elísu var nú ekki meiri en það
í upphafi, að hún ætlaði að verða
afgreiðsludama í blómabúð.
Higgins tekst að skóla hana
þannig til á 6 mánuðum, að hann
getur kynnt hana á dansleik hefð-
arfólksins. Þá er málinu lokið
hjá þeim félögum, en staðreynd-
irnar blasa við Elísu. Það er búið
að svipta hana því umhverfi sem
hún ólst upp í, hún á ekki heima
þar lengur, en hún er heldur ekki
gjaldgeng í því umhverfi sem
búið er að kippa henni inn í.
Hvað verður þá um hana? Á hún
sig sjálf? Á Higgins hana? Ber
hann enga ábyrgð á henni? Getur
hún lifað án hans? Verkið fjallar
því um ábyrgð einnar manneskju
gagnvert annarri. Hvaða rétt höf-
um við til að breyta lífi annarra?
Higgins er ákaflega tillitslaus.
Það er góð lýsing þegar Elísa
segir, að hann sé eins og stræt-
isvagn; hann þjösnist áfram og
taki ekkert tillit til annarra. Hann
er því eigingjarn, en ekki til að
lifa þægilegu lífi. Hann er vís-
indamaður af ástríðu og fyrir
þeirri ástríðu skal allt víkja.
Hann er eins og margir aðrir vís-
inda- og listamenn; þeir ganga
margir yfir allt og alla til þess að
heimurinn geti notið verka
þeirra.
- Er Higgins þá . . . hérna
karlr . . .?
- Já, hann er dæmigert karl-
rembusvín, segir Þórhildur og
hlær dátt, en hann er afskaplega
sjarmerandi, eins og þeir eru svo
margir. Nú, hvað veit maður,
hvað lærir hann? Hann gerir sér
grein fyrir því í lokin, að hann
getur ekki án hennar verið. Hann
hefur sjálfur predikað það fyrir
henni, að hún eigi að koma eins
fram við alla, hún eigi ekki að
breyta sér fyrir annað fólk. Hann
tekur einnig fram, að hann muni
ekki breyta sér. Til hvers ætlast
hann þá af henni? Á hún að
breyta sér, eða ætla þau að
standa með fullri reisn hvort
frammi fyrir öðru og lifa átaka-
sömu lífi?
En fyrst við erum komin út í
þessa sálma, þá er rétt að það
komi fram, að Bernard Shaw
hafði ríka jafnréttishugsjón.
Hann gerir veg konunnar mikinn
í verkum sínum og hann var
stuðningsmaður kvenréttinda-
baráttu síns tíma. Hann var á
margan hátt mjög róttækur
maður, var til dæmis friðarsinni,
sem ekki var vinsælt í upphafi
síðari heimsstyrjaldarinnar.
Hann var stimplaður föðurlands-
svikari fyrir vikið. Hann trúði á
menntun og reisn mannsandans
og vildi lyfta fólki í þeim efnum
upp á „hærra plan“, þannig að
það væri fært um að stjórna
heiminum. Og hann hafði þá trú,
að sá kraftur sem til þess þyrfti,
byggi í honum og verkalýðsstétt.
Hann var maður öfganna, en hat-
aði alla meðalmennsku.
0 Stundum
fúl hvort
við annað
- Hvernig stenst ykkar uppfærsla
samanburð við fyrri sýningar á
My fair Lady?
- Ég hef enga þeirra séð,
þannig að ég veit það ekki, svo ég
segi þér nú alveg eins og er. En
auðvitað hlýtur þessi sýning að
vera mun minni í sniðum. Ætli
þeir í New York hafi ekki verið
með 50 manna kór og senu á
stærð við íþróttavöll. Munurinn
er mestur í hópsenunum. Þar
verðum við að sníða okkur stakk
eftir vexti. En meginhluti þessa
verks byggist upp á fámennum
senum.
- Nú hefur þú starfað mikið
með fslensku óperunni að undan-
förnu. Eru söngleikir og óperur
meira spennandi í uppfærslu
heldur en leikrit?
- Nei, það vil ég ekki segja.
Þetta hefur verið tilviljanakennt
hvað mig varðar. Þegar íslenska
óperan var stofnuð var ég hjá Al-
þýðuleikhúsinu og því ekki með
verkefni hjá hinum leikhúsunum.
Þess vegna gat ég tekið að mér
uppfærslu á fyrsta verkefni ís-
lensku óperunnar. Á næsta leik-
ári gekk ég með barni, þannig að
ég ákvað að láta mér duga að
skella upp einni óperu, sem raun-
ar urðu nú tvær. Þegar ég kom
hingað hafði ég ekki starfað að
uppfærslu í heilt ár.
Það er ekki svo mikill munur á
leikritum og söngleikjum, því
milli söngatriða eru senurnar eins
og í leikriti. Söngatriðin eru að
vísu oft mjög fjölmenn og þar
blandast einnig dansatriði inn í.
Á því sviði bý ég að reynslu
minni sem dansari.
- Eiginmaður þinn leikur ann-
að aðalhlutverkið. Hvernig er að
leikstýra eiginmanni?
- Við reynum að skilja hjóna-
bandið og fjölskylduna frá vinn-
unni, þó það takist nú ekki alltaf.
Ég segi það nú eins og er; við get-
um verið svolítið fúl hvort við
annað fyrir æfingar, ef slegið hef-
ur í brýnu á heimilinu! En við
skiljum hvort annað mjög vel og
við höfum unnið mikið saman.
Ég held að okkur líki það sam-
starf báðum vel. Við tilheyrum
bæði þeim lánsama hópi, þar sem
starfið er jafnframt áhugamál.
Þess vegna er leiklistin oft rædd
á okkar heimili, jafnvel þótt við
séum ekki að vinna að sama
verkefninu.
Mér finnst ég koma eins fram
við Arnar eins og aðra leikara,
þegar við vinnum að sama verk-
efninu og ég er leikstjórinn, eins
og núna. Aftur á móti hefur sam-
stárfsfólk mitt sagt mér, að hann
fái verri útreið en aðrir, því ég sé
gtundum óskaplega leiðinleg við
hann. Þegar ég bar þetta undir
Arnar, þá spurði hann hvort ég
hefði virkilega ekki tekið eftir
þessu. En hann skildi ósköp vel,
að ég vildi sýna samstarfsfólkinu,
að ég væri nú ekki að draga hans
taum.
Vonandi hef
ég breyst
- Þið Arnar vorðu bæði starfandi
hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir
10 árum, þegar atvinnuleikhúsið
var stofnað. Hefur þróunin hjá
LA síðan verið í samræmi við
þær hugmyndir sem þú gerðir þér
þá?
- Já, ég held að þetta hafi
gengið svipaða leið. Það er að
vísu erfitt að gera sér grein fyrir
þeim hugmyndum sem maður
hafði þá og ef til vill hafa mínar
hugmyndir og óskir breyst síðan.
Það er greinilegt, að enn hrjáir
mannfæð leikhúsið. Þess vegna
er nauðsynlegt fyrir það og áhorf-
endur, að fá nýtt blóð öðru
hvoru. Það er hætt við einangrun
í litlum bæ, þar sem aðeins er eitt
leikhús. Ungir leikarar, nýút-
skrifaðir í leiklistarskóla, hafa
komið hingað og stigið sín fyrstu
spor í atvinnumennskunni og það
er vel. En það þarf líka að fá
hingað reynda leikara, sem geta
miðlað af kunnáttu sinni. Leikar-
ar héðan þurfa líka að fá tækifæri
til að komast suður til leikhús-
anna þar. Það er líka gott fyrir
stóru fiskana í litlu tjörninni að
breyta til. Ég sé ekki betur en
þetta ætti að geta gengið, ef slík
samskipti eru skipulögð með
góðum fyrirvara. Þjóðleikhúsið
hefur til dæmis stóran stabba af
leikurum og þar er alltaf einhver
í fríi.
- Það voru harðar deilur um
atvinnuleikhús LA fyrstu árin, ef
mig misminnir ekki.
- Já heldur betur, svaraði Þór-
hildur, og spjótin beindust fyrst
og fremst að okkur Arnari. Okk-
ar nöfn virtust vera á hvers
manns vörum og það virtist orka
tvímælis, hvort við værum yfir-
leitt hæf til að vera til á yfirborði
jarðar.
Þetta var þó ekki persónulegur
fjandskapur, augliti til auglitis.
Áðallega var ófriðurinn á síðum
bæjarblaðanna, þar sem maður
var ekki viðstaddur. Það gekk
meira að segja svo langt, að Arn-
ar var sakaður um fjárdrátt frá
Leikfélaginu. Arnar gat þá sem
nú valið úr hlutverkum fyrir
sunnan, en hann vildi breyta til
og við komum norður. En hér
var sagt, að ástæðan fyrir norður-
förinni væri sú, að hann hefði
ekki fengið annað en statistahlut-
verk fyrir sunnan. En það var nú
öðru nær, en ég var hins vegar
ekkert nafn. Ég er það ef til vill
núna.
- Hver var ástæðan fyrir
ófriðnum?
- Ég veit það ekki fyllilega.
Sjálfsagt höfum við verið óspör
á stóru orðin og inn í þetta bland-
aðist pólitík og þá vill nú hitna
bærilega í kolunum. Á þessum
árum var vakning í leikhúsum um
alla Evrópu. Leikhúsin voru orð-
in þreytt á skemmtiiðnaðinum,
en vöknuðu til pólitískrar með-
vitundar hvert af öðru. Auk þess
voru stofnaðir margir nýir leik-
hópar og félagsleg leikrit voru
samin á færibandi. Þessi vakning-
aralda barst eðlilega hingað og
slíkum öldum fylgja öfgar á báða
bóga. Þá er gjarnan deilt á með-
an öldutopparnir eru hvítfyss-
andi, en síðan kemst á jafnvægi
þar til önnur bylgja rís.
- Hvernig hefur ykkur verið
tekið núna við endurkomuna?
- Það hafa allir tekið okkur
vel, bæði bæjarbúar og samstarfs-
fólkið í leikhúsinu.
- Hverjir hafa breyst; bæjar-
búar eða þið?
- Hvoru tveggja. Auðvitað
hef ég breyst, vonandi breytist ég
á hverju ári, annað væri stöðnun.
Við vorum ekki spör á stóru orð-
in fyrir 10 árum og við vorum af-
skaplega miklir heimsfrelsarar
þá. Það er ég raunar ennþá, þó
ég hafi skipt um skoðun hvað
varðar aðferðir við að frelsa
heiminn.
- Hvernig á að frelsa heiminn?
- Konurnar frelsa heiminn,
segir Þórhildur og glottir við.
Mér sýnist að hlutirnir stefni í þá
átt, að einhverjir verða að grípa
í taumana. Því ekki konur. Mér
finnst að þær eigi að gera allt sem
þær geta til þess.
fjÆ Ná fram
því besta
- Svo við víkjum aftur að My
fair Lady Þórhildur; hvernig hef-
ur gengið að samræma krafta
atvinnuleikara og áhugafólks?
- Það hefur gengið vonum
framar. Leikstjórinn er raunar í
tveimur hlutverkum þegar sett er
upp sýning með atvinnuleikurum
og áhugafólki. Þegar ég er með
atvinnuleikara lít ég ekki á mig
sem kennara. Ég tel mig ekki
geta kennt leikurum, en ég legg
línurnar, hvaða skilningur skuli
lagður í verkið, hvernig það skuli
lfta út og sé um almenna
verkstjórn. Ég varpa fram nýjum
hugmyndum og áreiti leikarann
sífellt til að ná út úr honum því
besta sem hann á. Stundum tekst
það. En þegar maður er með fólk
sem ekki er sviðsvant verður
maður að bregða undir sig
kennslufætinum og kenna því
grundvallaratriðin. En maður
gerir alltaf ítrustu kröfur til allra
og eftir því sem kröfurnar eru
meiri er svörunin betri.
- Nú líður að frumsýningu,
hvernig líður leikstjóranum?
- Alveg prýðilega þakka þér
fyrir. Ég vinn gjarnan nokkuð
hratt um miðbik æfingatímans,
því ég vil hafa sýninguna tilbúna
nokkuð snemma, til þess að fá
rólegheit síðustu daga fyrir frum-
sýningu. Ég er í rauninni búin að
skila þessari sýningu fyrir nokkr-
um dögum. Ég betrumbæti hana
ekki mikið úr þessu. Leikararnir
eru teknir við.
Auðvitað er ég kvíðin og
spennt, það togast á í mér til-
hlökkun og kvíði. En það er svo-
lítið erfitt að vera utangátta leik-
stjóri á frumsýningu, á sama tíma
og aðrir eru á fullri ferð uppi á
sviði. Þá verð ég stundum meyr
inni í mér, líkt og á gamlárs-
kvöld. Maður er að kveðja eitt-
hvað og það er alltaf viss sársauki
sem fylgir því. En á gamlárskvöld
veit maður að nýtt ár tekur við og
ég fer beint í annað verkefni;
„Sveijk í síðari heimsstyrjöld-
inni“ hjá Þjóðleikhúsinu.
- Að lokum?
- Ég vona bara að sem flestir
hafi gaman af þessari sýningu og
njóti hennar vel og lengi.
6 - DAGUR - 21. október 1983
21. október 1983 - DAGUR - 7