Dagur - 21.10.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 21.10.1983, Blaðsíða 11
Bíla- sýn- ing Mikið fjör er farið að fær- ast í sýningar af ýmsu tagi og nú um helgina verður Sýningin verður í hús- frá kl. 13-18 bæði laugar- flokkunum 99 og 900 og t.d. Bláfell með sýningu næði bílaverkstæðisins dag og sunnudag. Sýndar allt eru þetta auðvitað ’84 á nýjustu Saab bílunum. Bláfells og er hún opin verða bifreiðar í tegunda- árgerðirnar. „A sama tíma að ári“ Ragnar Lár opnar málverkasýningu í Reykjavík „Eg sýni þær myndir sem ég hef verið að vinna sl. ár, allt síðan ég sýndi síð- ast í Reykjavík,“ sagði Ragnar Lár, listmálari, í samtali við Dag, en hann opnar sýningu í Gallery Lækjartorg á laugardag- inn. „Ég sýndi í þessum sama sal fyrir ári og lík- aði vel,“ sagði Ragnar. „Salurinn er hæfilega stór fyrir sýningar af þessari stærð, en ég sýni 40 myndir, unnar í olíu og guache. Þessar myndir eru afrakstur liðins árs, en á þeim tíma dvaldi ég 4 mánuði á friðsælli eyju í Danmörku, ótruflaður frá daglegu amstri. Það var góður tími. Myndirn- ar eru í sama dúr og þær myndir sem ég sýndi í fyrra, en vinir mínir segja mér, að ákveðin þróun hafi átt sér stað í mínu málverki. Myndirnar eru ekki fígurativar, en mér er sagt að ég megi heldur ekki kalla þær afstrakt. Ég er sennilega þarna mitt á milli,“ sagði Ragn- ar Lár. Trésmiðjan Börkur sf. gengst um helgina fyrir kynningu á framleiðslu- vörum sínum og fer hún fram í húsakynnum fyrirtækisins að Fjölnis- götu 1. Börkur er 15 ára gam- alt fyrirtæki og var lengi vel í alhliða bygginga- framkvæmdum. Fyrir fjórum árum var hins vegar söðlað um, vélar keyptar til framleiðslu á útihurðum og gluggum og það er sú framleiðsla sem fyrirtækið býður upp á sýningu á um helgina. Um er að ræða útihurðir, svalahurðir, bílskúrs- hurðir, glugga og glugga- karma. Sýningin að Fjölnis- götu 1 verður opin á morgun og sunnudag kl. 14-18 og eru allir vel- komnir. Hallbjöm og Siggi Johnny Hallbjörn Hjartarson kántrísöngvari með meiru og hinn ókrýndi konungur rokksins á ís- landi Sigurður Johnny munu skemmta gestum Sjallans á Akureyri um helgina, og er það ekki um hverja helgi sem tvo slíka gesti rekur þangað. Hallbjörn ríður á vaðið að sið góðra kúreka og flytur gestum Sjallans lög sín í kvöld. Þar mun hann taka af sinni al- kunnu snilld öll þau lög sem aflað hafa honum geysilegra vinsælda í sumar og hætt er við að margur fái fiðring er Hallbjörn treður upp með „Kántríbæ" og fleiri góð „hit“. - Hallbjörn svíkur aldrei, hressileg framganga hans á sviði er öllum ógleymanleg sem séð hafa og hvarvetna leggur hann fólk að fót- um sér. Sigurður Johnny mætir svo á svæðið annað kvöld og þrumar rokkinu yfir sali Sjallans. Johnny gerði stormandi lukku á rokkhátíðunum í fyrra, og hér á Akureyri töfraði hann alla upp úr skónum með sinni frábæru túlkun á gömlum perlum rokksins. Heiðursmennirnir Hallbjörn og Sigurður Johnny verða því án efa menn helgarinnar í Sjall- anum og vissara að mæta tímanlega á svæðið til að tryggja sér miða og sæti. Bílabíó Bílaklúbbur Akureyrar Borgarbíói. Aðeins þessi sýnir á morgun kvik- eina sýning og eru allir myndina „Rúnturinn". velkomnir. Sýningin verðu kl. 17 í Nú geta allir | fengið hitastillt blöndunartæki fyrir sturtu og baðker á hagstæðu verði. Sérversíun Draupnisgötu 2 - Sími (96)22360 Akureyri Allt efni til pípulagna jafnan fyrirliggjandi. Akureyri Erum að opna útibú frá Tískuversluninni Assa Laugavegi 118, með fatnaði frá Laurél og Mondi Opnunarhátíð í Sjallanum sunnudgskvöld 23. okt. kl. 20.30. Verslunin opnar mánudag 24. okt. kl. 12.00 í Brekkugötu 7. Tískuverslunin Brekkugötu 7 sími: 24396 Gömludansaklúbburinn Sporid hefur starfsemi sína sunnudaginn 23. okt. kl. 20.00 með dansæfingum í Dynheimum fyrir unga sem aldna. Rifjið upp gamla og góða takta. Gamlir og nýir fé- lagar hvattir til að mæta. Takið góða skapið með ykkur. Stjórnin. 21. október 1983 - DAGUR - 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.