Dagur - 21.10.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 21.10.1983, Blaðsíða 12
í tilefni af sýningum L.A. á „My fair Lady“ býður Smiðjan leikhúsgestum tvíréttaðan mat á kr. 395,- fyrir leiksýningu. UA vili kaupa Hafþór og leysa hráefnisvanda fyrirtækisins tíl bráðabirgða eða þar tíl nýtt skip hefur fengist Útgerðarfélag Akureyringa hefur gert tilboð í rannsókna- skipið Hafþór, sem nú hefur verið ákveðið að selja. Vísast eru margir um hituna og m.a. hefur heyrst að Siglfirðingar hafi mikinn hug á að eignast skipið. Hugmyndin er sú að Hafþór brúi það bil sem verður í hráefnisöflun ÚA þar til nýtt skip hefur verið smíðað. Komið hefur í ljós á undan- förnum vikum að skortur er á hráefni hjá Útgerðarfélaginu. Féll niður vinna í fiskverkun einn dag í síðustu viku og einn dag í vikunni þar áður. Ennfremur féll niður fiskvinna hálfan þriðjudag- inn og allan miðvikudaginn í þessari viku af sömu ástæðu. Stafar þetta bæði af slæmu veður- fari, litlum afla, viðgerð á hinum togurum ÚA og þegar allt er tek- ið saman - vegna þess að eitt skip vantar miðað við afkastagetu fiskvinnslunnar. Hafþór er skuttogari, upphaf- lega keyptur til Dalvíkur og hét þá Baldur. Hann tók þátt í síð- asta landhelgisstríði og hefur undanfarin ár verið hafrann- sóknaskip. Skipið er níu ára gamalt, en vélar þess munu vera mjög lítið keyrðar. ÚA hefur verið að bíða eftir smíðalýsingu og drögum að samningsuppkasti frá Slippstöð- inni á Akureyri um nokkurn tíma, að sögn Sigurðar Óla Brynjólfssonar, sem sæti á í út- gerðarráði. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar sagði að nú væri nýlokið smíðalýsingu á togara fyrir ÚA og yrði hún send félaginu næstu daga. Annað sagðist hann ekki vita um málið eða hvort um eitthvert framhald yrði að ræða. Eins og áður sagði er hug- myndin sú að Hafþór leysi vanda ÚA til bráðabirgða, eða þar til nýtt skip hefur fengist, en það tæki 1V2-2 ár að smíða nýjan tog- ara í Slippstöðinni, ef samningar tækjust um þá leið. Hvað verður um Sól- bak? „Eg tel að sala á Sólbak til Sig- urðar Þorsteinssonar sé dottin upp fyrir, því við höfum ekki heyrt frá honum lengi,“ sagði Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, í samtali við Dag. Sigurður ætlaði sem kunnugt er að nota Sólbak sem móðurskip fyrir sverðfiskveiðar í hafi, en sú hugmynd virðist hafa dagað uppi. Samkvæmt upplýsingum Vil- helms hefur aðili hér innanlands sýnt því áhuga að kaupa skipið og er hann þá með endursölu í huga. Einnig hefur sá möguleiki ver- ið kannaður, að selja skipið í brotajárn. Verð á brotajárni er hins vegar mjög lágt erlendis, þannig að með þeim hætti gerði Sólbakur lítið betur en að greiða kostnaðinn við að koma honum út',samkvæmtheimildum blaðsins. Hundar í óskilum Fjórir hundar sem fundist hafa í óskilum eru nú í geymslu hjá meindýraeyði á Akureyri í Gróðrarstöðinni, en þangað kemur lögreglan gjarnan með ómerkta hunda sem finnast á flakki í bænum. Eigendur hunda sem eru týndir geta snúið sér til meindýraeyðis. Það hefur verið mikið að gera á hjólbarðaverkstæðunum að undanförnu. Á blaðsíðu 8 í dag er fjallað um það hvað vetrarhjólbarðarnir kosta og fleira sem lýtur að vetrarakstri. Mynd: KGA. Tilfelli leghálskrabbameins: Nær öll hjá þeim sem hafa trassað að fara í eftírlit „Haustönn Krabbameinsfé- lags S.-Þingeyinga er að hefjast. Senn flykkjast konur úr öllum byggðarlögum sýsl- unnar til Húsavíkur, en þar hefur leitarstöðin starfsemi sína þriðjudaginn 18/10 1983. Séu skoðaðar skýrslur frá ár- unum 1977-1981, kemur í Ijós, að mæting kvenna á Húsavík- ursvæði var sú þriðja besta á landinu eða 87%. Blönduós- svæðið trónar á toppnum með yfir 90% mætingu. Vonir standa til, að konur sýslunnar slái öll met þetta árið. Rétt er í þessu sambandi að geta þess, að með harðfylgni undangeng- inna ára við leghálskrabba- meinsleit hefur tekist að lækka tíðni þessa krabbameins stór- kostlega.“ Þannig segir í frétt frá Krabba- meinsfélagi S.-Þingeyinga. Enn- fremur segir í fréttinni: „Því miður er það svo, að 90- 95% þeirra tilfella leghálskrabba- meins, sem koma upp utan skoð- ana, eru hjá konum, sem trassað hafa að koma í krabbameinsleit. Þýðingarmikil er sú vitneskja, að við strok úr leghálsi næst oft til frumubreytinga á hinum ýmsu forstigum. Þá má með þéttara eftirliti hindra, að krabbamein myndist, eða meðhöndla það á algjöru byrjunarstigi. Ef svo illa vill til á næstu vikum, að einhver kona fær ekki boð um komu og tíma, eða forfallast á annan hátt, er sú hin sama beðin að hringja í Þóru í síma 41399 eða Birnu í síma 41690 og fá nýjan tíma til skoð- unar.“ Hætta a uppsögnum 75 manns „Eg hef ekkert um þetta að segja núna. Ég á eftir að ræða þetta við starfsfólk okkar. Hins vegar blasir við verkefna- skortur og við höfum verið að ræða þessi vandamál raunar alveg síðan í sumar,“ sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar, en rætt hef- ur verið um það í stjórn fyrir- tækisins að segja þurfi upp 75 manns vegna verkefnaskorts. „Lánasjóðir eru tómir og óráð- sía síðustu ára er að koma í haus- inn á okkur. Svo hefur heyrst ávæningur af því að innflutningur á skipum verði jafnvel leyfður. Að sjálfsögðu munum við halda áfram að leita fyrir okkur með verkefni,“ sagði Gunnar Ragnars. Veðurspá helgarinnar hljóð- ar þannig að á laugardag verður norðaustanátt og snjókoma norðanlands og á sunnudag verður vestlæg átt og gott veður, jafnvel sólskin. Þessu veldur lægð sem fer hjá á laugardag og veldur norðaustanáttinni og síðan kemur ný lægð upp á Grænlandshafið sem gefur vestlæga átt, sagi Bragi Jónsson, veðurfræðingur, í morgun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.