Dagur - 21.10.1983, Blaðsíða 8
Hvað kosta
hj ólfoar ðamir?
Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum
að það er orðið vetrarlegt um að litast. Færð er
tekin að þyngjast og hvíti liturinn allsráðandi.
Samkvæmt almanakinu er þó enn ekki kominn vet-
ur en þess er þó skammt að bíða. A morgun er
fyrsti vetrardagur og gormánuður heldur þá inn-
reið sína. Hættulegasti tíminn í umferðinni fer því
í hönd og því mikilvægt að ökumenn og ökutæki
séu undir það búin að takast á við vetraraksturinn.
Þú getur átt vel útbúnum bíl líf þitt að launa og það
eru ekki síst hjólbarðarnir sem skipta máli. Góðir
hjólbarðar eru gulli betri á ísilögðum vegi. Sam-
band hjólbarða og manns er heldur aldrei eins náið
og einmitt þessa fyrstu vetrardaga. Sumardekkin
eru rifin undan og önnur grófmynstraðri, oft negld
í bak og fyrir, eru sett undir bflinn. Undanfarna
daga hefur mátt sjá menn bogra við þessi vetrar-
verk við hjólbarðaþjónusturnar og hafa færri kom-
ist að en vildu. Til að forvitnast örlítið um það
hvað þessi vetrarverk kosta, höfðum við samband
við forráðamenn tveggja hjólbarðaverkstæða og
fara svör þeirra og upplýsingar hér á eftir:
Með eða án ísnagla
- Pað hefur verið ansi mikill erill
síðustu daga, sagði Kristinn
Kristinsson hjá Gúmmíviðgerð
KEA er við spurðum hann hvort
mikið hefði verið að gera þessa
fyrstu snjódaga.
Að sögn Kristins þá virðist
þeim hjá Gúmmíviðgerðinni sem
svo að fólk reyni að nota gömlu
dekkin út í ystu æsar.
- Pað er hart í ári og það er
t.d. talsvert um það að fólk komi
með gömlu dekkin og biðji okkur
um að negla þau enn einu sinni í
von um að þau dugi út veturinn,
segir Kristinn.
Hjá Gúmmíviðgerð KEA
kostar 66 krónur að umfelga
hvert fólksbíladekk en sama
þjónusta fyrir jeppadekkin kost-
ar 94 krónur. 37 krónu aukagjald
er tekið á hvert dekk er starfs-
menn skipta sjálfir um fyrir fólk.
Hver nagli, en ekki er óalgengt
að um 100 stykki þurfi í hvert
dekk, kostar 2,21 kr. en þetta
verð hækkar allverulega eða upp
í 3,06 kr. ef bora þarf í dekk fyrir
naglanum. Það verð sem hér um
MfIÉpt®§
. —nmj
brps B JKwi
■Jv ■ ■ BSm, v.\ .. Wm
aamm
SMpg
I ■■
I m
Lj
Mí$m.m
■ ; :
■>’ >:*
október frákl.
■■
Wrnmmmmim
__
Wm Kti Vi v- '‘■'i
ræðir mun vera hér um bil það
sama á öllum hjólbarðaþjónust-
unum, enda fengið beint úr
verðskrá.
Varðandi kaup á nýjum vetrar-
hjólbörðum, sagði Kristinn að
Gúmmíviðgerðin hefði til sölu
barða sem kostuðu frá 2.177 kr.
upp í 2.900 kr. fyrir algengustu
gerðir með nöglum en dýrustu
nagladekkin kostuðu um 3.800
kr.
Sóluð dekk eru mun ódýrari og
sagði Kristinn verðið á þeim frá
1.300-2.000 kr. með nöglum, en
láta mun nærri að naglar í eitt
dekk kosti 220-230 kr.
Þá er loks að nefna að slöngur
kosta hjá Gúmmíviðgerðinni frá
400 krónum upp í 700 krónur allt
eftir stærðum. Peim sem gamlir
eru í hettunni skal bent á að láta
sér ekkert bregða þó þeir komist
ið raun um að dýru vetrar- og
•lUmardekkin þeirra séu slöngu-
aus. Slöngulaus dekk eru nefni-
sga algengust á þessum síðustu
g köldustu dögum.
Allt kolvitlaust
Pað hefur allt verið kolvitlaust
ð gera hjá okkur undanfarna
iku, sagði Sveinn Bjarman hjá
íílaþjónustunni í samtali við
)ag.
Sveinn sagði að þetta væri allt-
f mjög mikil törn í vetrarbyrjun
em stæði allt upp í þrjár vikur.
tðrir árstímar væru mun rólegri
ig vinna þá jafnari.
Sama verðskrá gildir hjá Bíla-
þjónustunni og Gúmmíviðgerð-
inni en Sveinn sagði að verð fyrir
að skipta um dekk fyrir fólk gæti
farið upp í 51 krónu á dekkið allt
eftir stærð. Sveinn bætti því jafn-
framt við að jafnvægisstilling,
sem margir bæðu um þegar „ný“
dekk væru sett undir, kostaði 94
krónur á dekkið. Flestir láta að-
eins stilla framdekkin þannig að
kostnaður við það nemur 188
krónum.
Hjá Bílaþjónustunni kosta sól-
uð 13 tommu radialsnjódekk, án
nagla, frá 1.370-1.420 kr. Hæfi-
leg negling kostar um 230 krónur
fyrir dekkið.
Að sögn Sveins þá hefur hann
til sölu ný naglalaus snjódekk á
1.616 krónur en ný dekk af radi-
algerð kosta frá 2.292 upp í 2.593
krónur.
Dýrt eða ódýrt?
Á framangreindu má sjá að með-
alverð fyrir sæmileg negld snjó-
dekk er ekki undir 2.000
krónum. Heill gangur kostar því
um 8.000 krónur og ef umfelgun,
jafnvægisstilling og skipti á hjól-
börðum eru tekin með í reikning-
inn, þá lætur nærri að þessi upp-
hæð sé um 8.600 krónur. Vafa-
laust má fá ódýrari vöru en þá
verða menn að vega og meta, ör-
yggi gegn aurum. Góður hjól-
barði getur nefnilega verið gulls
ígildi og kannski ódýrasta líf-
tryggingin, næst á eftir endur-
skinsmerkinu.
Hjólhýsaeigendur -
Bifreiðaeigendur
Höfum til leigu húsnæði til geymslu á hjólhýs-
um og bifreiðum á komandi vetri. Upplýsingar
í síma 21755 virka daga milli kl. 9.00 og 16.00.
Auglýsing
um bólusetningu
gegn lömunarveiki:
Almenn bólusetning gegn lömunarveiki (mænu-
sótt) fer fram í Heilsuverndarstöö Akureyrar,
Hafnarstræti 104, 2. hæð, mánudaginn 24. og
þriðjudaginn 25. október nk. kl. 17-19 (5-7) báða
dagana. Fólk er minnt á að til þess að bólusetn-
ingin nái takmarki sínu þarf að viðhalda ónæminu
með bólusetningu á 5 ára fresti og eindregið hvatt
til þess að nota þetta tækifæri. Hafið meðferðis
ónæmisskírteini ykkar.
Bólusetningin er ókeypis!
Heilsuverndarstöð Akureyrar.
8 - DAGUR - 21. október 1983