Dagur - 02.11.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 02.11.1983, Blaðsíða 6
Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar, hélt ræðu við afhendingu skipsins, en veglegum palli hafði veríð komið upp við stefni þess við erfið landfræðileg skilyrði megi batna og blómgast. Eg lýk máli mínu með því að flytja heillaóskir ríkisstjórnarinn- ar öllum þeim sem lagt hafa hönd að því verki sem nú er að ljúka. Megi Guðs blessun fylgja hinu nýja skipi og áhöfn þess.“ Upphaf þessa þróunarverkefn- is má rekja til þess að fáum árum eftir að Grænhöfðaeyjar fengu sjálfstæði 1975 sneri forseti eyj- anna, Aristides Maria Pereira, sá sem hér er nærstaddur í dag, sér til dr. Kristjáns Eldjárn, þá- verandi forseta, og lét í ljós áhuga á samvinnu þessara ey- ríkja í Atlantshafi. Þetta leiddi til þess að um mitt ár 1980 hófst samstarf milli ríkj- anna um eflingu fiskveiða við Grænhöfðaeyjar. Fóru þá þrír ís- lendingar, og síðar sá fjórði, suður þangað með fiskiskipið „Bjart“ og stóð sá reynsluáfangi verkefnisins fram undir árslok 1981. Forseti Cabo Verde-eyja, Aristides Pereira, kom til Ak- ureyrar í gær ásamt föruneyti sínu, til að vera viðstaddur þegar skipið sem Slippstöðin er að byggja fyrir Þróunarsam- vinnustofnun ísiands og fara á til Grænhöfðaeyja var sjósett. Tekið var á móti gestunum á Akureyrarflugvelli um klukkan hálf tíu og síðan var farið í fisk- iðjuver Útgerðarfélags Akureyr- inga og þeim sýnd starfsemin þar. Að því loknu var farin stutt skoð- unarferð um bæinn en síðan sest að snæðingi í Sjallanum. Við athöfnina í Slippstöðinni fluttu Gunnar Ragnars, utanrík- isráðherra Grænhöfðaeyja, Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra og Ólafur Egilsson formaður stjórnar Próunarstofn- unarinnar ávörp og Ólafur sagði þá m.a.: „Af hálfu stjórnar Þróunar- samvinnustofnunar íslands er mér sönn ánægja að flytja Siipp- stöðinni h.f., stjórnendum henn- ar og öllum starfsmönnum, bestu þakkir fyrir verk það sem nú verður senn lokið - smíði sér- — heitir skipið sem Siippstöðin smíðaði að skipasmíðar í þessu skyni eflist hér. Það er okkur sérstök ánægja að forsetahjón Grænhöfðaeyja og föruneyti þeirra skuli vera hér með okkur í dag við þetta hátíð- lega tækifæri. Skipið nýja mun senn halda til Grænhöfðaeyja til reksturs í samræmi við samstarfs- samning þann um þróun fisk- veiða þar sem fyrrverandi utan- ríkisráðherra og utanríkisráð- herra Grænhöfðaeyja, Silvino da Luz, undirrituðu í ágætri heim- sókn ráðherrans hingað til lands fyrir réttum tveimur árum. Við vonum að tengsl íslands og Grænhöfðaeyja haldi áfram að eflast - og að hagur hinnar fram- sæknu þjóðar eyjanna sem stríðir Ætlunin er að hið nýja skip, sem notað verður til rannsókna, verði sent til Cabo Verde í árslok. Mun áhersla lögð á tún- fiskveiðar og lengingu veiðitíma, veiðar á beitufiski, áframhald- andi tilraunir með togveiðar, fiskileit og mat á stofnstærð, þjálfun fiskimanna og uppbygg- ingu fiskirannsókna. Á Cabo Verde búa um 320 þúsund manns á 9 byggðum eyj- um sem eru samtals um 4 þúsund ferkílómetrar. Höfuðborgin er Praia og þar búa 40 þúsund manns. Þjóðin er blönduð fólki af evrópskum og afrískum upp- runa og tungumál eru portú- galska og creole. Þjóðartekjur á mann eru um 150 Bandaríkjadalir á ári. hannaðs fiskiskips til notkunar í þróunarlöndum. Eins og fram hefur komið er skipið fyrst og fremst ætlað til framkvæmdar þróunarverkefnis við Grænhöfðaeyjar eins lengi og stjórnvöld íslands og Græn- höfðaeyja telja að gagnlegt og æskilegt sé.“ „Landhelgi Grænhöfðaeyja er ámóta víðáttumikil og landhelgi íslands, en landgrunn mjög lítið. Vonir standa samt til að auka megi töluvert sjávarafla lands- manna sem aðeins hefur verið um 8-10 þúsund lestir á ári, aðal- lega túnfiskur. Það er markmið samstarfs íslendinga og Græn- höfðamanna að reyna að kanna til hlítar fiskveiðimöguleika við eyjarnar og leggja grundvöll að hvernig þeir verði hagkvæmast nýttir. í því starfi er skipi því sem nú verður hleypt af stokkunum ætl- að að gegna lykilhlutverki." Sverrir Hermannsson, iðnað- arráðherra, sagði m.a. í sinni ræðu: „Sá áfangi sem náð er í dag markar þau þáttaskil í þróunar- starfi okkar að íslenskar skipa- smíðar - sú tækniþekking, hugvit og margháttaða reynsla sem þær byggjast á - ganga inn í þann skerf sem við leggjum fram. Von- andi verður árangurinn svo góður Slippstöðin færði guðmóður skipsins, Carlinu Pereira, forsetafrú, skartgrípi að gjöf. Bæjarstjóm Akureyrar hélt hinum suðrænu gestum veislu í Sjallanum, þar sem rjúpubrjóst vora meðal annars á boð- stólum. 6 - DAGUR - 2. nóvember 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.