Dagur - 02.11.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 02.11.1983, Blaðsíða 7
A flugvellinum var tekið á móti gestunum og hér sjást m.a. Jón G. Sólnes og kona hans heilsa forsetahjonunum. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöövarinnar sagði m.a. í ræðu sem hann hélt við sjósetn- inguna: „Og nú er komið að því að láta þetta skip fljóta og innan tíðar verður það fullbúið og reynt fyrir eigin vélarafli. Við höfum þá trú hér uppi á íslandi, að skipin hafi sál og okkur finnst það, sem við skipasmíðarnar fáumst, að þessi sál lifni, þegar skipinu er gefið nafn og því fleytt til sjávar. Þess vegna er þetta mikil hátíðarstund fyrir okkur og hvert skip, sem verður þannig að eins konar lif- andi verki í höndum okkar er stolt okkar og við umgöngumst það sem eigin afkvæmi. Rithöf- undar sjá verk sín í glæstum bókum, leikritaskáldin sjá verk sín á sviði leikhúsanna og það er með þeirri sömu tilfinningu, sem við starfsmenn þessa fyrirtækis sjáum verk okkar, þegar þau vagga á því stóra sviði, sem fjörð- urinn okkar hér fyrir utan er, því það er eiginlega fyrst þá, sem við sjáum hverju við höfum áorkað. Ég vil endurtaka ánægju okkar með það, góðir gestir, að þið skulið vera hér með okkur í dag og taka þátt í þessari hátíðar- stund. Fyrir hönd okkar allra, sem að þessari skipasmíði höfum unnið vil ég biðja þessu skipi blessunar guðs og við óskum þess, að það skili sér og áhöfn sinni ætíð farsællega til hafnar. Megi það gefa íbúum Græn- höfðaeyja aukna trú á fiskveiðum og megi það verða til þess að þær eflist og blómgist til hagsbóta fyrir efnahag eyjanna.“ Fengur er hinn glæsilegasti, 140 rúmlestir að stærð og mjög fullkominn til ýmissa veiða, m.a. túnfiskveiða með lifandi beitu. Áður en hinir tignu gestir komu í Slippstöðina var allt fágað og hreinsað. Hjá Útgerðarfélagi Akureyringa vann fólk sín störf að mestu óáreitt af hinum mikla fjölda sem var í för með Græn- höfðingjunum. Nú erum við tilbúin Vorum að taka upp: Ullarefni í jólafatnaðinn í mörgum mynstrum og falleg efni í telpnakjóla. Einnig bætist stöðugt við indversku bómullina ath. salt og pipar komið aftur. Erum að taka upp gardínur í úrvali. Indverskir púðar og teppi á einstaklings- og hjónarúm. Einnig dúkar, svuntur, dagatöl ’84, jóladúkar og renningar í metratali. Södahl steintau í úrvali, einnig pottaleppar, diskamottur grillhanskar, dúkar og renningar, allt í stíl. Ótrúlegt úrval af smávöru. Ein glæsilegasta verslun sinnar tegundar, tryggir gott úrval og góða þjónustu. Opið á laugardögum alkitlsauma íemman SKIPAGATA 14 B - SÍMI 96-23504 PÓSTHÓLF 84 - 602 AKUREYRI Leikfélag Akureyrar Myfair Lady Sýningar: Sjöunda sýning fimmtudaginn 3. nóv. Uppselt. Áttunda sýning föstudaginn 4. nóv. Uppselt. Níunda sýning laugardaginn 5. nóv. Uppselt. Tíunda sýning sunnudaginn 6. nóv. Ellefta sýning þriðjudaginn 8. nóv. Hópar utan Akureyrar fá afslátt á miðaverði. Börn og ellilífeyrisþegarfá 50% afslátt á miðaverði. Miðasala opin alla virka daga kl. 16-19. Sýningar- daga kl. 16-20.30. Sími: 24073. Leikfélag Akureyrar. Ragnheiður Steindórsdóttir í My fair Lady. Oskum eftir nema í framreiðslu á Hótel KEA. Upplýsingar gefnar á hótelinu. Hótel KEA, Akureyri. Sími 96-22200. 2. nóvember 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.