Dagur - 14.11.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 14.11.1983, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 14. nóvember 1983 128. tölublað - Síldar- „ræs a vilja Dalvíkingar takaí skólamálum? - Allt um íþróttir helgarinnar w 7 - Er Sana- gosið ódýrast? Lækka útsvör á Akureyri? - Ekki óeðlilegt að sá möguleiki verði skoðaður rækilega, segir Helgi M. Bergs, bæjarstjóri „Ég tel ekki óeðlilegt að ætla, að svigrúm verði til að lækka álagningarprósentu á útsvari og fasteignagjöldum. Það er hins vegar erfitt að fullyrða nokkuð í þessu sam- bandi fyrr en beinagrind af fjárhagsáætlun liggur i'yrir." Þetta sagði Helgi M. Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, aðspurð- ur um hugsanlega lækkun á álagningarprósentu útsvars- og fasteignagjalda, samhliða lækk- andi verðbólgu. Eins og fram kom í viðtali við Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfé- laga, í Degi á miðvikudaginn, þá má búast við að ríkisstjórnin beini þeim tilmælum til sveitar- félaga, en þau eru hins vegar mis- munandi vel í stakk búin fjár- hagslega, til að mæta þeim tekju- missi. Á Akureyri hefur útsvars- álagningin verið 12,1%, en fast- eignagjöld eru lögð á með 25% álagi. Utsvarsprósentan var á sín- um tíma 10%, en síðan fengu sveitarfélögin heimild til hækk- unar, með vaxandi verðbólgu, þannig að „raunútsvör" yrðu ná- lægt lagi. „Sveitarfélögin fengu heimild til að hækka álagningarprósent- una, til að útsvörin héldu í við verðbólguna. Nú hefur tekist að sporna verulega við þeim vágesti og þá er ekki óeðlilegt að það verði skoðað rækilega, hvort ekki sé grundvöllur til að lækka álagn- inguna," sagði Helgi M. Bergs. Góð er lyktin og loðnan kærkomin aftur eftir tveggja ára bið, sagði Sigurður Leósson, þegar Skímir kom með 300 tonn af loðnu í Krossanes í morgun. Mynd: CS. Stjórn Sjúkrahússins á Akureyri skorar á þingmenn og bæjarfulltrúa: Vill nýbygginguna í gagnið á næstu 3 árum Áskorun hefur verið send þingmönnum Norðurlands- kjðrdæmis eystra og bæjar- stjórn Akureyrar, sem felur í sér að viðkomandi hlutist tU að tryggja fjármagn til nýbygging- ar sjúkrahússins á Akureyri, þannig að hún komist í i'ulll gagn á næstu 3 árum. Orðrétt er áskorunin svona: „Við undirrituð, fyrrverandi og núverandi stjórnarmenn, formaður læknaráðs og hjúkrun- arforstjóri Fjórðungssjúkrahúss- ins og Akureyri, erum saman komin í tilefni af 110 ára afmæli sjúkrahússins. Við notum þetta tækifæri til að skora á þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórnina á Ak"rPvri ?tð pera h^H eem í þeirra valdi stendur, til þess að útvega það fjármagn, sem þarf til að koma nýbyggingu sjúkrahúss- ins í fullt gagn á næstu 3 árum. í trausti þess að beiðni okkar verði vel tekið, óskum við ykkur velfarnaðar og heilla í starfi. Með vinsemd og virðingu." „Það var afar dræm veiði um helgina, enda eru skipstjórarn- ir á því að þeir séu ekki búnir að finna loðnuna, þetta er ekki það sem veiðin á að byggjast á," sagði Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd í samtali við Dag í morgun. Andrés sagði að veiðin sl. sól- arhring hafi verið tæp 4 þúsund tonn, en 8 bátar fengu þann afla. „Nú virðist sem það sé að fara að bræla á miðunum út af Langa- nesi," sagði Andrés. Fyrsta loðnan barst til verk- smiðjunnar í Krossanesi um helg- ina og í morgun kom Skírnir frá Akranesi þangað inn með 350 tonn og er vonandi að framhald verði á loðnulöndun þar þrátt fyrir að um 12 tíma sigling sé til Akureyrar af miðunum við Langanes. Af labrögð það sem af er árinu: Þorskafli norðanlands lítið minni en ífyrra Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands nam heild- arafli landsmanna fyrstu 10 mánuði ársins rúmlega 584 þúsund tonnum á móti 656 þúsund tonnum á sama tíma í fyrra. Þorskaflinn þessa 10 mánuði nam 261 þúsund loun- um á móti 335 þúsund tonnum á sama tíma á sl. ári. Á Norðurlandi var heildaraflinn fyrstu 10 mánuði ársins rúmlega 92 þúsund tonn (frá Hvamms- tanga til Þórshafnar) en það er rúmlega 5 þúsund tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Bátaaflinn var rúmlega 23 þúsund tonn (26 þús. í fyrra), togaraaflinn nam tæplega 70 þúsund tonnum (rúm- lega 71 þúsund tonnum á sl. ári). Það vekur athygli að þorskafli togara á Norðurlandi er ekki nema 563 tonnum minni en á sama tíma í fyrra, 39.783 tonn á móti 40.346 tonnum þá. Hæstu löndunarstaðir á Norðurlandi fyrstu 10 mánuði ársins eru Akureyri með 18.497 þúsund tonn, Dalvík með 11.325 þúsund tonn, Ólafsfjörður með 10.894 þúsund tonn og Siglu- fjörður með 9.824 þúsund tonn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.