Dagur - 14.11.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 14.11.1983, Blaðsíða 7
Getraunaseðillinn litur þannig út að þessu sinni: Coventry - QPR 1 Everton - Nott. Forest 1 Ipswich - Arsenal I Leieester - Man. Utd X Luton - Birmingham X Notts C. - Norwich X Southumpton - WBA 1 Sunderland - Watford 1 Tottenham - Liverpool X Wolves - Vest Ham 2 Chelsea - Newcastle 1 Derby - Middlesb. 1 Nú í vikunni munu félagar úr hand- knattleiksdeild KA ganga í hús í bænum og selja pakka meö jóla- kortum, umbúöapappír og merki- miða til fjáröflunar starfi deildar- innar. Pakkarnir kosta 150 kr. stykkið sent þykir mjög ódýrt. Eru bæjarbúar beðnir um að taka sölu- mönnum vel og styrkja þannig 1. deiidarlið KA og handknattleiks- starfið I bænum. Kristján þjálfar Völsung? Birgir Skúlason til ÍA - I»að hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin ennþá en ég á von á því að við göngum frá þessu máli fyrir mánaðamótin, sagði Guðlaugur Bessason, hjá knattspyrnuráöi Völsungs er hann var spurður að því hvort Völsungar væru búnir að ráða þjálfara fyrir næsta ár. Eftir því sem Dagur kemst næst þá mun Kristján Olgeirsson sem þjálfaði liðið sl. sumar ásamt Helga Helgasyni, vera „heitasti“ kandi- datinn í þjálfarastöðuna og Guð- laugur sagði þaö rétt að Kristján kæmi sterklega til greina. Önnur nöfn hefðu einnig verið nefnd en þetta skýrðist allt á næstunni, sagði Guölaugur. Helgi Helgason, meðþjálfari Kristjáns frá því í sumar mun ekki hafa áhuga á þjálfun en hann mun þó leika áfram með liðinu. Einu mannabreytingarnar sem vitað er um hjá Völsungum eru að Birgir Skúlason er fluttur til Akraness. þar sem hann mun væntanlejga reyna að komast í lið íslandsmeist- aranna. -ESE. Létt hjá Þórsurum unnu öruggan 27:16 sigur á slökum Keflvíkingum Eg vona bara að þessi leikur hafí losað um taugaspennuna hjá okkur. Annað er ekki um leikinn að segja, sagði Guðjón Magnússon, þjálfari Þórs í handknattleik eftir leik Þórsara og IBK á föstudagskvöldið. Og það er vel hægt að taka undir orð Guðjóns. Leikurinn var ekkert augnayndi en Þórsarar unnu þó öruggan sigur 27:16 inga. í byrjun mátti vart á milli sjá hvort liðið var slakara. Sigurður Sigurður Pálsson á afspyrnuslöku liði Keflvík- Pálsson skoraði fyrsta markið fyrir Pór og Björgvin Björgvins- son jafnaði fyrir ÍBK. Þórsarar náðu svo fljótlega tveggja marka forystu og henni héldu þeir út fyrri hálfleikinn. Staðan 11:9 í hálfleik og þá hafði Sigurður skorað fimm mörk fyrir Þór og Björgvin einu betur fyrir ÍBK. Keflvíkingar skoruðu svo fyrsta mark síðari hálfleiks en eftir það var bara eitt lið á vellin- um. Þórsarar röðuðu mörkunum og komust í 15:11 og nokkru síðar í 23:13. Lokatölur urðu síðan 27:16. Um lið Keflvíkinga er ekki mikið að segja. Liðið leikur ákaf- lega einhæfan handknattleik, engar langskyttur og þess í stað er reynt að hnoða boítanum inn á línuna. Besti maður liðsins var umræddur Björgvin sem skoraði átta mörk og hvað gerst hefði ef Þórsarar hefðu tekið hann úr um- ferð er ekki gott að segja. Þósarar léku þennan leik hálf- klaufalega svo ekki sé meira sagt. Léku langtímum saman á sama plani og ÍBK og það var ekki fyrr en undir lokin, eftir að Guðjón Magnússon kom inn á að strák- arnir sýndu hvað í þeim býr. Einna bestan leik átti Sigurður Pálsson, sem skoraði níu mörk úr alltof mörgum skottilraunum. En Sigurður hefur gott auga fyrir samleik og átti margar snjallar línusendingar. Mörkin: Sigurður 9 (2), Gunnar M. Gunnarsson 5, Guðjón 4, Gunnar Gunnarsson 4, Ingólfur Samúelsson 2, Baldvin Hreiðars- son 1, Aðalbjörn Svanlaugsson 1 og Davíð markvörður 1 (úr vfti). Þórsstúlkur á sigurbraut Þórsstúlkurnar í handknattleik virðast staðráðnar í að endur- heimta sæti sitt í 1. deild og lið ÍBK var engin fyrirstaða á þeirri leið, er liðin mættust á föstudagskvöldið. Þór vann öruggan sigur 18:9 en það var samt ekki fyrr en í síðari hálfleik sem Þórsstúlkurnar gerðu út um leikinn. - Þær léku hálf furðulega Keflvíkingarnir, tóku tvær og þrjár úr umferð í einu og þetta sló okkur alveg út af laginu til að byrja með, sagði Sólveig Birgis- dóttir í samtali við Dag. í síðari hálfleik var síðan um einstefnu að ræða að marki ÍBK og lokatölur 18:9. Hanna Rún var atkvæðamest í Þórsliðinu en hjá ÍBK stóð engin upp úr,- ESE Allt fór í baklás — og Fram sigraði Þór „Fyrrí hálfleikurinn hjá okkur var hörmulegur. Menn fóru með aUt púður í það að rífast út í dómara, andstæðinga og jafnvel innbyrðis og skapið gaf sig strax og á móti blés. Þetta gátum við lagað í leikhlé enda unnum við síðari hálfleikinn. Við skoruðum 17 stig í fyrri hálfleik á móti 45 í þeim síðari, og það segir reyndar allt sem segja þarf,“ sagði Gylfi Kristjánsson þjálfari Þórs í körfuknattleik eftir leik Fram og Þórs um helgina. Það voru Þórsarar sem skor- uðu fyrstu körfu leiksins og var Konráð Óskarsson þar að verki. Fram kemst í 3:2 en Eiríkur Sig- urðsson jafnar úr vítaskoti. Síðan síga Framarar heldur fram úr en þegar 10 mínútur eru liðnar af leiknum er allt í járnum og stað- an 9:8 Fram í vil. En nú sögðu Framarar: Hingað og ekki lengra og næstu sjö mínúturnar skoruðu þeir 22 stig gegn aðeins tveim stigum Þórsara. Staðan allt í einu orðin 31:10 og útlitið allt annað en bjart. Það sem eftir lifði hálf- leiksins skiptust liðin á að skora og staðan í hálfleik var 37:17. Þórsarar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og eftir 15 mínútna leik höfðu þeir minnkað muninn í 11 stig, 51:62. Þrátt fyrir góða viðleitni tókst leik- mönnum Þórs ekki að saxa frekar á forskotið og þó þeir ynnu hálf- leikinn 45:43, dugði það ekki til og öruggur sigur Fram 80:62 var í höfn. Þess má geta að Þórsarar léku án eins af sínum sterkustu mönnum, Jóns Héðinssonar og hafði það sitt að segja . Ekki bætti úr skák að Þórsarar misstu þrjá menn út af með fimm villur, þar á meðal besta mann liðsins í þessum leik, Eirík Sigurðsson. Stig Þórs í þessum leik skor- uðu: Eiríkur 18, Björn Sveinsson 16, Ingvar Jóhannsson 11, Kon- ráð 8, Einar Áskelsson 4, Jóhann Sigurðsson 2, Stefán Friðleifsson 2 og Hrafnkell Túliníus 1 stig. Fyrir Fram skoruðu: Davíð Arn- ar 18, Ómar Þráinsson 17, Þor- valdur Geirsson 13, Guðmundur Hallgrímsson 7 og Lárus Thor- lacius 7 stig. -ESE Bjöm Sveinsson stóð sig vel í síðari hálfleik. í * ^beS' ' ^ fV f s's Ql Bg M # ^ Dómara hneyksli! — Þórsarar fóru fýluferð til Selfoss Þegar körfuknattleikslið Þórs kom í íþróttahúsið á Selfossi sl. laugardag til að leika gegn UMFL í 1. deildinni voru engir dómarar mættir. Tíminn leið, klukkan varð þrjú og leikurinn átti að hefjast, en þegar hana vantaði 15 mínútur I fjögur ákváðu Þórsarar að bíða ekki lengur, enda ekki eftir neinu að bíða. Framkoma dómaranna sem mæta áttu er fyrir neðan allar hellur, enda á hún eftir að koma þeim í koll. Ferð Þórsarar leikina tvo kostaði um 30 þúsund með gistingu og bílakostnaði, en ferð- irnar eru alltaf miðaðar við tvo leiki. Það að dómararnir mættu ekki kostar aukaferð á Selfoss, og hafa Þórsarar þegar gert þá kröfu til KKl að það greiði hana. Vilyrði hefur þegar fengist hjá forráðamönnum KKÍ fyrir því að svo verði. Hins vegar má telja víst að dómaranefnd KKÍ sem er með sjálfstæðan fjárhag muni þurfa að borga brúsann. Hins vegar virðist liggja bein- ast við að gefa þeim sem áttu að dæma frí. Ákvæði eru um það í reglugerð um körfuknattleiksmót að lið sem ekki mætir til leiks hafi fyrirgert rétti sínum til frekari þátttöku og því á ekki það sama að gilda um dómarana? Skortur á lcikskipulagi og lcik- gleði varð til þess að KA tap- aði fyrir slöku Stjörnuliði í I. dcildurkcppninni í handknatt- leik í íþróttahöllinni á Akureyri á laugardag. I stað þess að leika yfírvegað og blokkera fyrir skytturnar, leystist leikur- inn upp í hnoð og vitleysu og leikmönnum Stjörnunnar veittist þvi létt að innbyrða sig- urinn. Það var Eyjóifur Bragason, stórskytta Stjörnunnar sem skor- aði tvö fyrstu mörkin í ieiknum en Magnús Birgisson svaraði með tveim mörkum úr víturn. Á 12. mínútu kom Jóhann Einarsson KA yfir með góðu marki en Eyj- ólfur jafnaði. KA náði tveggja marka forystu með mörkum Kristjáns og Erlings en aftur jafn- aði Stjarnan. Á þessu tímabili misnotuðu KA-menn tvö víta- köst sem Brynjar markvörður Stjörnunnar átti létt með að verja. Staðan þvi 5:5. Staðan í háifleik 8:7. Þorleifur skoraði fyrir KA í upphafi síðari hálfleiks en síðan komu fjögur Stjörnu-mörk í röð. Erlingur Kristjánsson fékk nú loks hjálp frá samherjum sínum og skorar með þrumulangskoti. Staðan 11:10 Stjörnunni í vil en Magnús Teitsson eykur muninn með marki úr hraðaupphlaupi. Aftur cr blokkerað fyrir Erling í næstu sókn og það var ekki að sökurn að spyrja þrumuskot hans hafnaði í netinu. Þegar 15 mínútur voru tii leiks- Þorlcifur loka var staðan 13:12 Stjörnunni f hag en á þessum tínia var tveim KA-mönnum vikið af leikvelli með stuttu millibili. Þetta not- færði Stjarnan sér og staðan breyttist í 15:12. Áhugi KA- manna á leiknum virtist cinnig dofna um svipað ieyti og Garð- bæíngar gengu á lagiö. Komust í 21:15 en lokatöiur urðu 22:17 fyrir Stjörnuna. Liö Stjörnunnar hefur komið gífurlega á óvart fyrir slappleika í ár. Á pappírunum er iiðið geysi- sterkt. Brynjar landsliðsmark- vörður í markinu, Eyjólfur Bragason, Magnus Teitsson. Guðmundur Þórðarson og Gunn- ar Einarsson (þjálfari sem kom að vísu ekki inn á) eru allt nöfn sem skjöta andstæðingnuni skelk t bringu og auk þess skarta Garð- bæingar tveint nýjum stjörnum Bjarna Bessasyni, fyrrum stór- skyttu úr ÍR og Hannesi Leifssyni stórskyttu úr Fram. Miðað við þetta mannval er árangur liðsins vægast sagt dápur og liðið lék ömurlega á köfium gegn KA. En því miður fyrir KA, þá voru þeir ekkj menn til að nýta sér dapran dag Stjörnunnar og það sem fyrst vekur athygli er að leik- skipulag liðsins virðist í molurn. Sóknarleikurinn er fálmkenndur og það er f hæsta máta óskiljan- legt að lítið sem ekkert er gert af þvi' að hjáipa Erlingi sem er eina frambærilega skytta liðsins. { þau fáu skipti sem Erlingur fékk hjálp þá átti liann ekki í neinum vand- ræðum með að skora. Vörn KA var þokkaieg til að byrja með en markverðirnir áttu ekki góðan dag, sem hefur mikið að segja í liði sem KA. Þá átti Sigurður Sig- urðsson einu af máttarstólpum liðsins, ömurlegan dag. Eini maðurinn sem barðist af einhverju viti var fyrirliðinn Þorieifur Ananíasson en það þykja ekki fréttir lengur. Mörkin: Erlingur 4, Þorleifur 4, Magnús B. 4 (2), Kristján 3 (2), Sæmundur 1 (1) og Jóhann Einarsson i Stjarnan: Eyjólfur 9 (1), Hannes 4 (1), Guðmundur 4 (4), Hermundur Sigmundsson 2, Gunnlaugur Jónasson 2, Magnús Teitsson 1. Dómarar voru Þorgeir Pálsson og Guðmundur Koibeinsson og dæmdu þeir sæmilega og KA siöur en svo í óhag. -ESE Jóhann Einarsson og félagar hans i KA-liöinu attu frekar dapran leik gcgn Stjörnunm. Siglufjörður: Biðstaða í þjálfaramálum Allt er í biðstöðu varðandi þjálfaramál KS á Siglufírði. Siglfirðingar hafa áhuga á að endurráða Billy Hodgson, frá Skotlandi sem þjálfað hefur liðið undanfarin tvö ár en svara þar að Iútandi er ekki að vænta fyrr en í desember. Að sögn Runólfs Birgissonar, formanns KS varð það að sam- komulagi að bíða fram í desem- ber og ræða þá við Hodgson en hann og fjölskylda hans eru bú- sett í Edinborg í Skotlandi. Á Siglufirði er nú mikið rætt um að Hodgson hafi boðist atvinna í Skotlandi og komi því alls ekkert til Siglufjarðar í sumar. Ef svo er þá standa KS-menn uppi þjálfaralausir í desember, þegar öll önnur félög verða búin að ráða sér þjálfara. -ESE Enn eitt áfall- ið hjá KS Björn Ingimundarson fluttur suður Helstu mannabreytingar hjá liði KS sem nú er vitað um, eru þær að Hafþór Kolbeinsson fer til KA og Siglfírðingar missa einnig hinn sterka leikmann, Bjöm Ingimundarson sem er fluttur til Reykjavíkur. - Það er mikið áfall að missa Björn, sagði Runólfur Birgisson, formaður KS í samtali við Dag og víst er að Reykjavíkurliðin koma til með að slást um þennan mark- heppna leikmann. - Fáið þið einhvern mannskap í staðinn? - Það eru nokkrir inni í mynd- inni og m.a. hefur Jón Örvar, markvörður Reynis úr Sandgerði lýst yfir áhuga sínum á að koma. Óg svo er aldrei að vita nema okkur takist að krækja í ein- hverja úr KA í staðinn fyrir alla þá sem þeir hafa fengið frá okkur, sagði Runólfur Birgisson. -ESE Firmakeppni Þórs: A-lið Slipp- stöðvarinnar sigraði A-lið Slippstöðvarinnar náði að tryggja sér sigur í fírma- keppni Þórs í innanhússknatt- spyrnu en úrslitakeppnin fór fram nú um helgina. Keppnin var æsispennandi og svo fór að lokum að þrjú lið voru jöfn að stigum en Slippstöðvarmenn sigruðu á markahlutfalli. Liðin sem þátt tóku í úrslitun- um voru Slippstöðin A og B-lið, Sambandið og Póstiaog sími. B- lið Slippstöðvarinnar tapaði öll- um sínum leikjum en fyrir síðasta leikinn sem var á milli Slippstöð- var A og Sambandsins, var stað- an þannig að Póstur og sími var með 4 stig, unnu m.a. A-lið Slippsins, Sambandið var með 4 stig, unnu PS og A-lið Slippsins var með 2 stig. Þeir urðu því að sigra Sambandið stórt til að tryggja sér sigur á mótinu og það gerðu þeir. Unnu 8:4 og þar með var sigurinn þeirra. Sigurlaunin voru veglegur bikar og verðlaunapeningar og þóttu Þórsarar standa sig mjög vel varðandi skipulag og fram- kvæmd þessa móts. -ESE Mjólkurbikarinn: Sambandið sigraði ÚA Keppni í hinum svokallaða „Mjólkurbikar“ er enn í fullum gangi, þó langt sé milli leikja en keppt er í leikhléi í heimaleikjum KÁ í 1. deildinni. Á föstudag áttust Sambandið og Útgerðarféiagið við og sigr- uðu Sambandsmenn örugglega 3:0. Áttu ÚA-menn ekki glætu í leiknum og SÍS-arar voru nær því að bæta við mörkum en ÚA að skora sitt fyrsta. 6 - DAGUR - 14. nóvember 1983 14. nóvember 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.