Dagur - 14.11.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 14.11.1983, Blaðsíða 2
Ertu fylgjandi hundahaldi? Kristlaug Sigurðardóttir: Ég er nú ekki útpæld í hunda- haldsmálum landsmanna, en mér er nokk sama hvort er hundur hér eða hundur þar. Tómas Gunnarsson: Ég teldi það tvímælalausa afturför ef besti vinur manns- ins yrði tekinn af okkur. Kristín Gunnarsdóttir: Já. Kristján Halldórsson: Ég hef enga skoðun á málinu. Ómar Pétursson: Já, að sjálfsögðu. — spyr Trausti Þorsteinsson skólastjóri á Dalvík í viðtali um framhaldsnám þar á staðnum „Ég vil eðlilega sjá hér heima á Dalvík sem besta og fjöl- breyttasta menntun, þannig að krakkarnir geti verið hér heima sem lengst. Það yrði ánægjulegasti kosturinn fyrir okkur. Hins vegar er vonlaust að við getum boðið þá fjöl- breytni í framhaldsnámi, sem boðið er upp á hér í þéttbýlli nágrannasveitarfélögum, eins og t.d. Akureyri.“ Það er Trausti Þorsteinsson, skólastjóri Dalvíkurskóla, sem hefur orðið í viðtali Dags-ins. Trausti hefur vakið á því athygli í skólanefnd Dalvíkur, að móta þurfi framtíðarstefnu í fram- haldsmenntun á Dalvík og taka þau mál til rækilegrar umfjöllun- ar. í því sambandi taldi Trausti nauðsynlegt að leita svara við eftirfarandi spurningum: 1. Á að freista þess að hafa á Dalvík 1. bekk framhalds- náms með almennu bóknámi, eins og gert hefur verið undanfarin ár? 2. Á að láta nægja starfrækslu ' skipstjórnarbrautar á fram- haldsstigi og reyna að efla hana? 3. Er rétt að freista þess að bjóða upp á almennt nám fyrir þá sem treysta sér ekki til að hefja framhaldsnám án ein- hvers undirbúnings? Yrði þetta nám nokkurs konar for- nám sem ekki gæfi einingar í áfanganámi. 4. Er rétt að í stað framhalds- deilda á Dalvík yrðu kannaðir möguleikar á daglegum skóla- akstri fyrir nemendur til Ak- ureyrar? Með því móti yrði komið í veg fyrir að nemendur þyrftu að flytja að heiman á viðkvæmu aldursskeiði. 5. Getur og er eðlilegt að Dal- víkurbær hafi forgöngu um að sveitarfélög á Norðurlandi ýti á byggingu heimavistar og mötuneytis á Akureyri og þau gerist jafnvel rekstraraðilar? Þessar spurningar Trausta komu til umræðu í skólanefnd, sem vísaði þeim til starfsnefndar um framhaldsnám, sem á að leggja fram ákveðnar tillögur um þetta málefni síðar. En Trausti var spurður nánar um þetta mál. „Því er ekki að leyna, að við höfum átt í erfiðleikum með að reka framhaldsdeildina, þar sem nemendur eru fáir. Núna eru t.d. ekki nema 12 nemendur á al- mennri bóknámsbraut og þess vegna eigum við í erfiðleikum með að bjóða þeim nægilega fjöl- breytni. Það þurfum við hins veg- ar að gera til að tryggja nemend- unum sem hingað koma, að það verði ekki til að tefja þá í námi. Það getum við ekki nema bjóða upp á val um áfanga. Þar við bætist, að auk almenns bóknáms þyrftum við að bjóða upp á fornám. Þetta verður til þess, að sá tímakvóti sem við höfum verð- ur knappur. Það kemur einnig til greina, að einskorða sig við ákveðnar braut- ir. Við höfum verið með skip- stjórnarbraut, þar sem eru 9 nemendur í vetur, og hún hefur gefið góða raun. Nemendur héð- an hafa staðið sig mjög vel í framhaldsnámi í öðrum skólum, sem bendir til þess að við séum á réttri leið. Auk þess kemur til greina að bjóða upp á fisk- vinnslunám, svo dæmi séu tekin. Ef við ætlum að halda áfram með almenna bóknámsbraut, eins og verið hefur, þá verðum við að gera eitthvað til að fá ung- lingana til að koma hingað. Sl. vor útskrifaðist 31 nemandi úr 9. bekk, en aðeins 4-5 þeirra koma hingað í framhaldsnám. Að vísu má reikna með að einhverjir þeirra hafi hætt námi og ef til vill koma þeir þá inn í skólann síðar, en margir hafa farið í framhalds- nám annað, t.d. til Akureyrar eða Reykjavíkur." - Er akstur til Akureyrar lausn? „Það vil ég ekki fullyrða á þessu stigi, en þó held ég að fyrir Mynd: GS. ég að þetta sé vænlegri kostur heldur en heimavist. En það er mörgum spurning- um ósvarað í þessu máli. Tilgang- ur minn með því að vekja máls á þessu í skólanefnd, er að koma af stað umræðum um málið, ekki bara í bæjarstjórn, heldur einnig meðal bæjarbúa. Hvað vilja þeir að skólinn bjóði nemendum sínum?“ sagði Trausti Þorsteins- son. Þröng á skólaþingi. því sé grundvöllur. En þá þarf líka að vera til staðar á Akureyri mötuneyti og dagvistun. Við venjulegar aðstæður er þetta ekki nema 45 mínútna akstur og inn í þessa mynd koma einnig Ár- skógsstrendingar og Hríseyingar og hugsanlega fleiri. Vissulega má reikna með ófærð einhverja daga, en það á ekki að koma að sök í framhaldsnámi, sé það stundað af áhuga. Alla vega held Bílastæðavandamálið við leikhúsið: Leikhúströppur“ í brekkuna 55 Innbæingur hringdi: sambandi, Ég sá að þið voruð að agnúast út " stæðin í leikarana okkar, vegna þess að þeir leggja bílum sínum gjarnan við dyr leikhússins, þannig að leikhúsgestir þurfa að ganga langar leiðir, stundum í slabbfæri eða norðanbeljanda. Ég skil leik- arana svo sem ósköp vel, enda eru þeir ekkert einsdæmi í þessu tilviki. Það er nefnilega alltof algengt, að viðskiptavinir stofn- ana og fyrirtækja eiga í erfiðleik- um með að komast nærri þeim akandi, þar sem öll bílastæði eru upptekin af bílum starfsmanna á viðkomandi stöðum. Nægir að benda á „Ráðhúsið" okkar í því þar sem bestu bíla- iðulega þéttsetin eru starfsmannabílum. Sárast finnst mér þó að sjá þetta við verslan- irnar við Glerárgötu. Þar eru fá bílastæði, en þau eru oftast upp- tekin fyrir bíla þeirra starfs- manna, sem vinna á skrifstofum efri hæða verslunarhúsanna. Þessir starfsmenn hljóta að geta lagt bílum sínum bak við húsin, því þetta ástand hlýtur að draga úr aðsókn í viðkomandi verslan- ir. Eins og ég sagði í upphafi, þá skil ég leikarana og aðra sem þetta gera mjög vel, því flestir reyna að spara sér sporin. En þeir sem sýna viðskiptavinum sinum tillitssemi fá umbun fyrir, sagði Innbæingurinn. Annar Innbæingur hafði sam- band við blaðið og vildi koma á framfæri hugmynd um lausn á bílastæðavandanum við Sam- komuhúsið. Benti hann á gott pláss fyrir bílastæði á uppfylling- unni fyrir neðan brekkuna austan hússins. Brekkan væri að vísu farartálmi, en það mætti leysa með því að gera breiðar tröppur, líkt og kirkjutröppurnar, upp brekkuna að dyrum Samkomu- hússins. Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri. 2 - DAGUR - 14. nóvember 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.