Dagur - 12.12.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 12.12.1983, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 12. desember 1983 Bjarni Bjarnason: Já, helst knattspyrnu. Logi Már Éinarsson: Ég tefli ekki. Leggur þú stund á íþróttir? Amar Matthíasson: Aðallega körfubolta. Jakob Jónsson: Ég hef þótt liðtækur glasalyft- ari. Ragnar Gunnarsson: Já, það geri ég og þyki góður. „Mikill áhugi á verð- könnun Neytendafélagsins“ — segir Stefán Vilhjálmsson stjórnarmaður í NAN Stefán Yiihjálmsson, matvæla- fræðingur og Mjófirðingur (sonur hans Vilia á Brekkunni) er I viðtali dagsins að þessu sinni. Hann flutti til Akureyrar 1975 og starfar við matvælaeft- irlit og gæðarannsóknir hjá KEA. Var áður í Menntaskól- anum á Akureyri og útskrifað- ist þaðan 1968. Þar gat hann sér orð fyrir mikinn bridge- áhuga, en segir sjálfur að hann sé ekki nema meðalskussi í þeirri íþrótt. Hann er stjórn- armaður í Neytendafélagi Ak- ureyrar og nágrennis og rit- stjóri og ábyrgðarmaður fréttabréfs þess félags. Þegar hann var spurður um önnur félagsmál tók hann sérstaklega fram að hann væri í jólatrés- nefnd Starfsmannafélags KEA og æviráðinn sem formaður litlu-jólanefndar á Kjötiðnað- arstöðinni, greinilega kominn í jólaskap. Stefán var fyrst spurður um matvælafram- leiðsluna á Akureyri: „Hér er nokkuð fjölþættur matvælaiðnaður. T.d. er Kaup- félag Eyfirðinga með mjólkur- samlag, kjötiðnaðarstöð, brauð- gerð, smjörlíkisgerð og efnagerð og á auk þess hluta í kaffi- brennslu. Mitt starf kemur inn á flest þessi svið nema hvað mjólk- uriðnaðurinn er sér á báti. Þá má nefna niðursuðu K.J., brauð- gerð Kristjáns og öl- og gos- drykkjaframleiðslu, auk fisk- verkunar. Ég held að óhætt sé að segja að matvælaframleiðsla standi með miklum blóma hér. Hér er annað stærsta mjólkur- samlagið á landinu, önnur stærsta kjötiðnaðarstöðin og niðursuðu- verksmiðjan er stórt og mikið fyrirtæki.“ „Eigum við möguleika á að auka þetta eithvað að ráði?“ „Já, ég held að það sé óhætt að segja það, þó ekki þannig að matvælaiðnaðurinn taki við mjög auknu vinnuafli. En það gæti orðið sígandi aukning í þessu. Markaðurinn ræður þróuninni að töluverðu leyti. Þá má geta þess að matvælaframleiðsla fer nú fram á miklu fleiri stöðum á land- inu en áður sem er ekki óeðlilegt. Hins vegar má það ekki koma niður á gæðum og það er best tryggt með því að faglært fólk vinni við framleiðsluna." „Hvað kom til að þú fórst að hafa áhuga á neytendamálum?“ „Það má segja að starf mitt hjá KEA sé að sjá til þess að neytendur fái góða vöru og starf mitt tengist þannig þessu áhuga- máli. Neytendafélagið var stofn- að 1979 og ég var spurður að því tvo tíma að fara í verslanirnar, en úrvinnslan tekur töluvert lengri tíma. Það er greinilega mikill áhugi á þessum verðkönnunum meðal þeirra sem reka verslanirnar, jafnvel spenningur. Því hefur verið haldið fram við okkur að þessar kannanir hafi mikil áhrif á neytendur og að þeir fari tölu- neytendasamtökum, svo hægt sé að nota þá þjónustu sem við veit- um. Það er alltaf eitthvað um það að leitað sé til okkar með ýmisleg mál og oft höfum við getað leyst úr vandamálum fólks, þó ekki hafi það alltaf gengið. Við höfum auk þess töluvert af upplýsingum handbærum um gæði innfluttra vara, sem fólk á að geta nýtt sér.“ Stefán Vilhjálmsson hvort ég hefði áhuga á að starfa með því og svo var raunin.“ Nú er nýlega komin ný verð- könnun frá NAN og þær hafa verið gerðar 3-5 sinnum á ári frá 1979. Þessi nýja könnun er sú fjórða á þessu ári. Stefán var spurður að því hvernig þessar kannanir væru unnar - hvort menn færu dulbúnir í verslanir og stælust til að skrá niður verð á vörunum: „Nei, nei, þetta er allt gert í góðu samráði við verslunareig- endur eða starfsmenn. Við mæt- um á staðinn og biðjum leyfis að fá að gera verðkönnun og þeim er þá gefinn kostur á að segja nei, en okkur er yfirleitt tekið mjög vel. Síðan er verslunarstjórinn fenginn til að líta yfir niðurstöður okkar og skrifa undir til staðfest- ingar því að rétt hafi verið skráð niður. Það tekur tvo menn um vert eftir þessum niðurstöðum. Ekki er heidur ólíklegt að versl- unareigendur taki eitthvert mið af niðurstöðum kannananna, t.d. þar sem samkeppni er mikil eins og er hér á Akureyri.“ Þið hafið kannað verðmerking- ar á vörum í verslunum hér á Ak- ureyri. Er ástandið viðunandi í þeim efnum?“ „Nei, það er nú varla hægt að segja það. Samkvæmt þeirri at- hugun sem við gerðum nú í des- ember voru aðeins 9 verslanir, sem við fundum ekkert athuga- vert við að þessu leyti, af 61 verslun." „Hvað eru margir félagar í Neytendafélagi Akureyrar og nágrennis?“ „Félagar eru um 370 talsins. Virkir félagar sem vinna fyrir fé- lagið losa tuginn. Ég tel sjálfsagt að hver fjölskylda eigi fulltrúa í „Er þetta ekki töluverð vinna fyrir þá sem eru virkir í félag- inu?“ „Jú, vissulega. Skrifstofan okkar er opin tvisvar í viku, þriðjudaga og miðvikudaga frá 4-6 eh. og því hefur aðallega ver- ið skipt á stjórn og varastjórn að vinna þar. Það er keppikefli okk- ar núna að fá fleiri félaga því þessi starfsemi er að mestu rekin fyrir árgjöld félaganna, auk þess sem við höfum fengið styrk úr bæjarsjóði undanfarin ár. Við þyrftum að geta ráðið starfsmann á skrifstofuna sem getur sinnt kvörtunarþjónustu og unnið við fréttabréfið, sem er nauðsynlegur liður í neytendastarfseminni." ....að Ijúka málinu án dómsmeðferðar . . Garðar Vilhjálmsson Ránargötu 12 á Akureyri kom að máli við lesendahornið vegna bréfs sem hann fékk sent frá lögreglu- stjóraembættinu í Reykjavík á dögunum. Við skýrðum frá því í sl. viku að Akureyringur nokkur fékk bréf frá lögreglustjóraembætt- inu í höfuðborginni þar sem hon- um var gert að greiða sekt vegna þess að hann hefði lagt bíl sínum ólöglega við Hverfisgötu í haust. Meinið var hins vegar það að hvorki maðurinn né bíllinn hans höfðu komið suður á þeim tíma er umræddur atburður hafði átt að gerast. Garðar fékk sams konar bréf en þó ekki alveg eins. Honum var nefnilega gert að greiða 240 kr. sekt vegna þess að bílnum hans, U-2159 hafði verið lagt ólöglega í Hafnarstræti þann 7. október sl. Meinið er bara það að Garðar á ekki bifreiðina U-2159, heldur A-382. Og bifreiðin A-382 sem er 10 ára gömul hefur aldrei komið til Reykjavíkur og Garðar hefur aldrei fengið lánaða bifreiðina U-2159 til að fara þangað. Er nú varla nema von að menn velti því fyrir sér hvort verkefna- leysi hrjái starfsmenn lögreglu- stjóraembættisins í Reykjavík og þeir snúist þannig við því vanda- máli að semja svona bréf. Garð- ari er gefinn kostur á „að Ijúka málinu án dómsmeðferðar“, en ætli það þurfi ekki að athuga eitt- hvað kollinn á starfsfólki lög- reglustjórans eða er það e.t.v. tölva embættisins sem er orðin lúin?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.