Dagur - 12.12.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 12.12.1983, Blaðsíða 9
12. desember 1983 - DAGUR - 9 mm m æskimi Frú Pigalopp og jólapósturinn Höf. Björn Rönningen. Myndskreytíngar Yivian Zahl Olsen. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. Útgefandi Æskan. Frú Pigalopp er mikil kjarna- kona sem á heima í Þúsunddyra- húsinu uppi á hæðinni fyrir ofan litla bæinn. í fyrra týndust öll jólakortin hennar í póstinum svo að hún ákveður að vinna sem aukapóstur fyrir þessi jól. Þá get- ur hún sjálf séð um að jólapóstur- inn hennar komist á áfangastað. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Pótt frú Pigalopp sé þaul- reyndur póstur og eigi meira að segja heimsmet í hraðpóstferð, þá verður margt til að tefja hana: Hún þarf að fylgjast með jóla- bakstrinum hjá Hleifi og Kringlu, kenna fyrir frú Döðlu Stöng á matreiðslunámskeiði, eltast við pantilópuna hans Ljóngeirs dýra- sala, breyta Hattargötu í jólagötu ársins, skoða risaplönturnar hans Garðmundar handavinnukenn- ara, stilla til friðar hjá fjöl- skyldunni Ró & friði; og margt, margt fleira. Frú Pigalopp telur nefnilega að það sem mestu skipti í heimi hér sé að hafa tíma fyrir aðra; mega vera að því að taka þátt í sorg og gleði annarra og leggja þeim lið. Frú Pigalopp og jólapósturinn er skemmtileg og jákvæð barna- bók um síglaða konu sem metur lífið meira en lífsgæði. Bókin er prýdd á annað hundrað fallegra og sérstæðra litmynda. Höfundur og teiknari hafa gert margar bækur saman. Pau fengu verðlaun fyrir bestu norsku myndabókina árið 1981. Bókin er 173 bls. að stærð. Hún er sett og filmuunnin hjá Odda hf. A/S Reistad Offset í Osló prentaði. Margs konar dagar Höfundur: Rune Belsvik. Guðni Kolbeinsson þýddi. Bókin fjallar um krakka í fiski- þorpi í Norður-Noregi. Höfund- urinn situr í stofu heima hjá sér og horfir yfir bæinn. Hann lýsir því hvað krakkarnir hafast að. Það eru margs konar dagar sem líða hjá . . . - spennandi dagar þegar leyn- ilögreglufélög eru stofnuð og heimsmeistarinn í hljólreiðum brunar upp brekkurnar . . . - erfiðir dagar þegar mávurinn veldur áhyggjum og krakkarnir fljóta á jökum til hafs . . . - kaldir dagar þegar margt frýs fast í svörtu myrkrinu - ogdagarfullirafvorboðum. Rune Belsvik er ungur norskur rithöfundur sem hlotið hefur verðlaun og afar góða dóma fyrir bækur sínar. Þýðandinn, Guðni Kolbeins- son, segir í viðtali í Æskunni um bókina: „Ég varð alveg heillaðir af þessari sögu og get sagt með sanni að það er langt síðan ég hef lesið jafn góða bók.“ Bókin er unnin í Prentsmiðj- unni Odda hf. Hún er 128 bls. MSKAN Káre Holt Kapphlaupið Afreksferðir Amundsens og Scotts til Suðurskautsins. Höfundur: Káre Holt. Sigurður Gunnarsson þýddi og endursagði. Kapphlaupið er heimildaskáld- saga sem fjallar um ferðir Amundsens og Scotts og félaga þeirra til Suðurskautsins 1911- 1912. Sagan er afburða vel rituð en uppfyllir jafnframt allar kröfur sem gerðar eru til spennusagna. - Norðmaðurinn Roald Amundsen hefur undirbúið ferð á skipinu Fram til að freista þess að komast á Norðurheimskautið. Meðan á undirbúningi stendur berst frétt um að doktor Cook hafi komist á Norðurpólinn - og síðar einnig Robert Peary. Amundsen ákveður þá að fara til Suðurskautsins. Englendingurinn Robert Scott er foringi leið- angurs sem stefnir þegar þangað. - Þeir hafa aldrei sést. En á milli þeirra verður mikil keppni um að komast fyrstur á pólinn. Sálrænt álag setur mark sitt á samskipti þeirra við félaga sína og ferðirnar í heild. Höfundur lýsir ógnþrungnu erfiði og hetjudáðum heim- skautafaranna, átökum við höf- uðskepnur og harðri innri baráttu af einstökum skilningi. Bókin varð umdeild í Noregi enda dregur höfundur ekkert undan, felur ekkert, fegrar engan. Hún er ágeng, jafnt hvað varðar efnistök höfundar sem skírskotun hennar til lesenda og lætur engan ósnortinn. Káre Holt er virtur og viður- kenndur, norskur höfundur sem samið hefur yfir 30 bækur. Marg- ar þeirra eru sögulegs eðlis. Hann hefur hlotið margs konar verðlaun og þykir einn besti sögumaður vorra tíma í Noregi. Þýðandinn, Sigurður Gunnars- son fv. skólastjóri, las söguna í útvarp haustið 1979 við mikla hylli. Bókin er 216 síður í Royal- broti. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Kápa var teiknuð hjá Almennu auglýsingastofunni. Æskan gefur bókina út. Lassi í baráttu í baráttu er fyrsta bókin í bóka- flokki um strák sem heitir Lassi. Hann elst upp í litlu sjávarþorpi en aðstæður verða til þess að hann verður að flytjast til stór- borgarinnar. Sagan segir frá bar- áttu Lassa í hörðum heimi stór- borgarinnar. Hún lýsir því hversu ólík tilveran er á þessum tveim stöðum, þorpinu og borginni. Sagan er einkar vel rituð og heldur lesandanum við efnið frá upphafi til enda. Hún gefur ljósa mynd af lífi sem ótrúlega mikill fjöldi barna og unglinga verður að búa við en fæst okkar yrðu lík- lega ánægð með. Höfundurinn er einn snjallasti barna- og unglingabókahöfundur Dana, Thöger Birkeland. Bækur hans eru gífurlega vinsælar í Danmörku og fáir höfundar njóta viðlíka hylli og hann. Sigurður Helgason bókavörður þýddi. Hann hefur ritað mikið um barna- og unglingabækur í blöð og tímarit. Bókin er 128 bls. í Din-broti. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Kápumynd er teiknuð hjá Al- mennu auglýsingastofunni hf. Til fundar við . . . Jesú frá Nasaret Höfundur: Paul Leer-Salvesen. Þýðandi: Rúna Gísladóttir. Þetta er fyrsta bókin í nýjum bókaflokki - Til fundar við . . . - sem ætlaður er börnum og ung- lingum. Þar er fjallað um fólk sem hefur haft mikil áhrif á aðra, jafnvel um allan heim, raunar á ólíkan hátt og á mismunandi tímum. Því er það þó sameigin- legt að áhrifa þess gætir enn í dag. Höfundur varpar fram spurn- ingum sem eflaust leita á ung- menni. Hann svarar mörgum þeirra en minnir jafnframt á að ekki fæst svar við öllu. „Hvernig var Jesú? Margir hafa sagt frá honum og æviferli hans. En eng- inn samtíðarmanna hans teiknaði hann eða lýsti útliti hans. Við verðum því sjálf að gera okkur mynd af honum í huga okkar.“ Sagan um Jesú er sögð á annan hátt en við eigum að venjast. Frásögnin er einföld og skýr en jafnframt áleitin og vekur til um- hugsunar. Paul Leer-Salvesen er guð- fræðingur og hefur starfað sem fangaprestur. Hann hefur skrifað nokkrar bækur fyrir ungmenni. Bók hans, Vængbrotinn, hlaut verðlaun norska menntamála- ráðuneytisins 1981. Næstu bækur í bókaflokknum verða um Chaplin, Bítlana og Martin Luther King. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Hún er 112 bls. í Din-broti. Við erum Samar - Samabörn segja frá Höf. Boris Ersson og Birgitta Hedin Ólafur Haukur Árnason íslenskaði. Útgefandi er Æskan. í þessari fallegu litmyndabók kynnumst við nokkrum Sama- börnum sem segja frá högum sínum. - Frá örófi alda hafa Samar lifað á veiðum og hrein- dýrarækt í Norður-Skandinavíu og austur á Kólanskaga. En framandi þjóðir komu og lögðu undir sig landið og nú er því skipt á milli Svíþjóðar, Noregs, Finn- lands og Sovétríkjanna. Samt telja Samar - Lappar - sig sér- staka þjóð. - Börnin segja frá heimkynnum sínum og dagíegum störfum. Með Önnu Kristínu flytjum við til fjalla eins og venja er á vorin. Amma hennar sýnir okkur hvernig Samar vefa. - Skógasaminn, Ríkharður, lýsir því hvernig stórfellt viðarhögg gerir. beitilöndin örfoka. - Okkur eru sýnd sumarheimkynni Sama við Stóru-Lúleá - og síðan er haldið yfir fjöllin til vesturstrand- arinnar þar sem Samar lifa á fisk- veiðum og landbúnaði. - í bókar- lok greinir María Lovísa Svonni frá því hvernig fjölskyldu hennar tókst að fá að vera kyrri heima í Efra-Sopperó þó að yfirvöld vildu að hún flyttist brott. Við erum Samar er 48 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist setningu, prentun og bókband. Bókin er gefin út með styrk frá Ráðherranefnd Norðurlanda (Nabolandslitteraturstödet). Gísli Kristjánsson fyrrverandi útgerðarmaður — 90 ára í dag, 12. des., er Gísli Kristjáns- son fyrrv. útgerðarmaður á Norðfirði og Akureyri 90 ára. Hann hóf útgerð ásamt nokkr- um búskap á Norðfirði árið 1922, en fluttist til Akureyrar 1945 og stundaði þar atvinnurekstur sinn þar til hann hætti honum og flutt- ist suður árið 1955. Eftir það vann hann ýmis störf, lengst við tollgæslu. Gísli Kristjánsson var Aust- firðingur að ætt, fæddist og ólst upp á Mjóafirði í Suður-Múla- sýslu, sonur hjónanna Lars Krist- jáns Jónssonar, verslunarmanns og bónda í Sandhúsi, og konu hans Maríu Hjálmarsdóttur frá Brekku. Hann var sjómaður á Austfjörðum og Vestmannaeyj- um framan af ævi, áður en hann hóf eigin útgerð vélbáta, kunnur fyrir mikla atorku og dúgnað. Á Akureyrarárum sínum var Gísli frumkvöðull að gerð dráttar- brautar á Gleráreyrum og var verkstjóri við byggingu hennar 1947-1950 á vegum bæjarstjórn- ar. Á þeim grunni reis síðan skipasmíðaiðnaður Slippstöðvar- innar hf. Kona Gísla er Fanný Ingvars- dóttir alþm. Pálmasonar. Áttu þau 60 ára hjúskaparafmæli fyrr á þessu ári. Þau eignuðust 6 börn, sem öll eru á lífi, þrjú bú- sett á Akureyri: Margrét, kona Jóns Egilssonar forstjóra, Ingvar alþm. og Tryggvi skólameistari. í Reykjavík og Kópavogi eiga heima: María, kona Heimis Bjarnasonar læknis, Kristján skipstjóri og Ásdís, fóstra, gift Kristni Gestssyni tónlistarmanni frá Dalvík. Gísli er við hina bestu heilsu, andlega og líkamlega, þrátt fyrir háan aldur. Heimili þeirra hjóna er að Herjólfsgötu 22, Hafnar- firði. - Dagur sendir Gísla hug- heilar afmæliskveðjur og minnist þess að fyrr á árum ritaði hann ýmsar greinar í blaðið um áhuga- mál sín.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.