Dagur - 12.12.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 12.12.1983, Blaðsíða 12
Mtm Akureyri, mánudagur 12. desember 1983 Róleg helgi Lögreglan á Akureyri átti mjög rólega helgi og sem dæmi um það má nefna að á laugar- dag varð aðeins einn árekstur og enginn í gær. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni í morgun var umferð á laug- ardag mun minni en búist hafði verið við og hvergi kom til þrengsla á bílastæðum í bænum þrátt fyrir að verslanir væru opn- ar tii kl. 18. Ófull- nægjandi verð- meitdngar Aðeins 9 af 61 verslun á Akur- eyri voru með fullnægjandi verðmerkingar á útstilltum vörum sínum, þegar Neyt- endafélag Akureyrar og ná- grennis gerði könnun á þessu atriði í upphafi mánaðarins. Þessar 9 verslanir voru með allar útstilltar vörur greinilega verðmerktar. Þá voru aðrar 16 verslanir með allar vörur verð- merktar en ekki nógu greini- lega. Auk áðurnefndra verslana voru 7 með allgóðar merkingar og greinilegar, 10 voru með sæmilega mikinn fjölda vara verðmerktan en letur var smátt og ógreinilegt og. svo voru 19 verslanir með lélegar eða.engar merkingar, og ennfremur smátt letur og ógreinilegt. Pær níu verslanir' sem besta einkunn fá hjá neytendafélaginu eru: Axel Ó., Bókabúð Jónasar, Hannyrðaverslunin María, Pedró-myndir, Radíóvinnustof- an, Raf Kaupangi, Skrifstofuval, Tónabúðin og Vöruhús KEA. NAN hefur áður gert slíka könnun, haustið 1980, og birtust þær í fréttabréfi félagsins. Lög- uðust þá verðmerkingar talsvert en fljótlega sótti í sama farið. NAN bendir á það til eftirbreytni að margar verslanir í Reykjavík hafi leyst þetta vandamál með því að stilla út spjöldum, þar sem á er skráð verð á öllum vörún- um sem í glugganum eru. Mynd: KGA Kúlan færí áreiðanlega vel á jólatrénu heima Ekki hægt að taka tilboði Norðurverks? — Um vinnu „upp á krít“ Framkvæmdum er nú fyrir nokkru lokið við nýbyggingu Dvalarheimilisins Hlíðar á Akur- eyri. Norðurverk, sem annað- ist framkvæmdir, hefur boðist til að halda framkvæmdum áfram upp á þau býti að greiðslur fáist ekki fyrr en á næsta ári, en að sögn Frans Árnasonar, framkvæmda- stjóra Norðurverks, eru litlar eða engar líkur á að úr því geti orðið. Frans sagði að raunar vissi eng- inn um framhald framkvæmda við Hlíð. Óljóst væri hvort fjár- magn fengist úr Framkvæmda- sjóði aldraðra, en að því hefur verið unnið. Nóg virðist vera með það fé að gera í Reykjavík, sem allir landsmenn hafa lagt til sjóðsins. Nú er búið að steypa um 11 hundruð m2 botnplötu ásamt leiðslugrunni og kjallara og ganga frá lögnum í jörðu. Ef unnt hefði verið að halda áfram framkvæmdum hefði mátt koma upp 1. hæðinni fyrir áramót og þar með byrja mun fyrr í vor. Þrátt fyrir boð Norðurverks um að greiðslur fyrir verkið komi ekki fyrr en á næsta ári eru litlar sem engar líkur á að úr því geti orðið. Frans Árnason sagði að nóg væri að gera hjá fyrirtækinu fram að áramótum, t.d. við grjótgarð í Sandgerðisbót og önnur smærri verkefni, en ekkert væri sjáanlegt eftir áramót, nema við það sem eftir verður af hafnargerðinni. Hjá Norðurverki vinna nú 35 manns. Ekið stungið á Talsvert hefur verið um það á Akureyri að undanförnu að ekið hefur verið á kyrrstæðar bifreiðar og síðan stungið af. Við höfum áður skýrt frá slík- um atburðum og síðan hefur þessi staða þrívegis komið upp og ínn a borð rannsóknarlögregl- unnar á stuttum tíma. í öllum til- vikum tókst að hafa upp á þeim er þarna voru að verki og í einu tilfellinu viðurkenndi sá seki að hafa ekið undir áhrifum áfengis. „Olöglegt og saknæmt“ - segir eigandi Hótels Akureyrar sem hefur kært þá aðila sem selja gistingu í heimahúsum „Þessi rekstur er ólöglegur og saknæmur,“ segir Jóhannes Fossdal eigandi Hótels Akur- eyrar, en hann hefur kært til bæjarfógeta á Akureyri rekst- ur einkaaðila sem selja gist- ingu í heimahúsum. „Mér finnst það ósanngjarnt að menn geti verið með þennan rekstur án þess að borga skatta og skyldur," sagði Jóhannes. „Þetta er yfirleitt rekið yfir sum- arið en ekki veturinn og mér finnst það einnig ósanngjarnt að Eddu- hótelið skuli rekið hér yfir sumar- ið en ekki veturinn. Það eru vissar kröfur og þær töluverðar sem menn eiga að uppfylla til þess að geta verið með svona rekstur og mér finnst að þessir aðilar eigi að uppfylla þessar kröfur eins og aðrir.“ „Þetta mál kom hingað en er nú í rannsókn hjá rannsóknarlög- reglunni,“ sagði Sigurður Jóns- son fulltrúi hjá bæjarfógetaem- bættinu. „Sú rannsókn mun taka nokkurn tíma því það eru nokk- uð margir aðilar sem þarna eiga í hlut.“ - Hafa þessir aðilar ekki til- skilin leyfi til rekstursins? „Jú, ég fékk fregnir af einum aðila frá lögreglunni og þar var um leyfi að ræða. Það er því ekki allt rétt í því sambandi að þetta sé óleyfilegt en málið kemur til mín frá rannsóknarlögreglunni aftur þegar rannsókn þar er lokið,“ sagði Sigurður. Veður í dag er spáð hægviðri á Norðurlandi - það verður sem sé „gott veður“ eins og veðurfræðingurinn orðaði það í morgun, og hitastig um frostmark. Á morgun verður austan eða suð-aust- an átt og þokkalegt veður. Hitastig verður áfram um frostmark. En á miðviku- daginn er reiknað með að hann bresti á með norð- austan átt með tilheyrandi snjókomu. # Nefndin ítrekar Þegar lesnar eru fundargerðir náttúruverndarnefndar Akur- eyrarbæjar fá menn það á til- finninguna að ekkert sé gert með samþykktir nefndarinn- ar. Þar er hver bókunin á fæt- ur annarri þar sem ítrekuð eru fyrri tilmæli. Dæmi: Gler- ársvæðið: Nefndin ítrekar umkvörtun sína frá 18. maí sl. um seinagang í fram- kvæmd samþykktar bæjar- ráðs 21. október og 2. des- ember 1982, sem bæjarstjórn staðfesti. Beinir nefndin því til bæjarstjórnar að kveðja nú þegar saman þá nefnd sem sett var þar á fót og aldrei hefur komið saman, eða vinna að framgangi máls- ins með öðrum skjótvirkum hætti. Hér mun vera um að ræða hugmyndir um deili- skipulag Glerársvæðisins. Annað dæmi: Sorpeyðingar- mál: Nefndin ítrekar þau til- mæli sín í fundargerð frá 18. maí sl. að bæjarráð dragi ekki lengur að taka fyrir lið 2 í fundargerð náttúruverdar- nefndar frá 10. nóvember 1982, sem bæjarstjórn vísaði þangað 16. nóvember sama ár. Nú, rúmu ári síðar, leggur nefndin til við bæjarstjórn að tekið verði á málinu hið snar-. asta. Þá er einnig skýrt frá því í fundargerðinni að Vega- gerðin hafi engu ansað bréfi nefndarinnar frá 21, október sl. þar sem leitað var sam- starfs um tilhögun fram- kvæmda við Leiruveg. Ja, til hvers er maður að starfa í nefndum, væri ekki óeðlileg spurning þeirra sem sitja í náttú ru verndarnef nd. • Hálka og vanvergi Norðlendingar telja sér gjarn- ar til ágætis að þeir tali skýr- ara og fallegra mál en aðrir landsmenn. Hinn sérstaki norðlenski framburður heyr- ist nú reyndar sjaldnar og sjaldnar núorðið, þannig að virkilega sé eftir tekið. Síauk- in notkun Ijósvakafjölmiðl- anna veldur þar sjálfsagt mestu um, því það er engin spurning að málfar og fram- burður manna sem þar koma fram hefur mikil áhrif. Þetta blandast svona smátt og smátt. En skyldi niðurstaðan um allt land verða eitthvað á þá leið sem heyrðist í veður- fréttum sjónvarpsins nýlega og hljómaði á þessa leið, samkvæmt framburði: „Á ða ska mint a þa verr víða hálk á vegum lansins o víða van- vergi“, sem á ritmáli lítur svona út: Á það skal minnt að það verður víða hálka á veg- um landsins og víða fann- fergi. Þarna er latmælgin nú komin út í svolitlar öfgar, er það ekki?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.