Dagur - 21.12.1983, Side 2
2 - DAGUR - 21. desembér 1983
Jólin nálgast óðum enn .
Fyrstu vísurnar eru eftir Guöna
Þorsteinsson.
lólin nálgast óðum enn.
Ýmsu þarf að sinna.
Mundu að guð og góðir menn
gæta verka þinna.
Ein er til þín ósk mér frá,
ég því bið og segi:
Misstu aldrei eina tá
út af réttum vegi.
Minni létta myndi þrá,
meina ég það af sanni
ef éggæti gul! í tá
gefið hverjum manni.
Næsta vísa er eftir Jóhannes
Engimýri:
Menn sem halla aðra á
ei mér falla í sinni,
Peir ei galla sína sjá
suma varla minni.
Á efri árum kvað Jóhannes til
séra Sigurðar á Möðruvöllum:
Lífs er svalli Ifð ég frá
laus við alla mæðu
yfir kalli þú munt þá
þylja snjalla ræðu.
Pá koma vísur eftir Arnór Sig-
mundsson.
Vermi guðleg sælusól
sérhvert mannlegt hjarta.
Lýsi um jól hvert jarðarból
jólastjarnan bjarta.
Vanta má ei vitsins þátt
né viljann göfga, sanna.
En mestu varðar ef þú átt
ást til guðs og manna.
Sölna og falla sumarblóm,
samt er helst í minni
glóbjart vor á grænum skóm
og góðra vina kynni.
Sá er prýðir land og lýð
laun um síðir hlýtur.
Allra bíður eilífð víð
ævitíð er þrýtur.
Iðunn Ágústsdóttir kveður:
Allirgeta ræktað rós,
rétt að manni ípínu.
Allirgeta látið Ijós
loga í hjarta sínu.
Allirgeta hönd í hönd
haldið lífs á vegi.
Vináttunnar bönd við bönd
bundið á hverjum degi.
Sigtryggur Símonarson á næstu
vísurnar og nefnir þær vorþrá:
Vetrarbylur vekur þor,
þó vart sé ylur hans í slóð.
Vorið hylur vetrarspor,
vonin þylur lífsins óð.
Himins blá menn horfa til,
hugur dáir lífsins rós.
Sumar stráir sólaryl.
Sálarþrá er: Meira ljós.
Benedikt Ingimarsson yrkir í
svipuðum dúr:
Fjalladrottning móðir mín,
mér er sama um élin.
Ég síðar veit að sólin skín
og signir jarðarhvelin.
Páll Helgason kveður og er
vonglaður sem hinir, þó syrti að
um skeið:
Þó að hríðin hrelli lýð,
herði kvíða veður stríð,
mun um síðir sólin blíð
svellin þíða úr fjallahlíð.
Gleðileg jól.
Jón Bjarnason.
Snjólaug Bragadóttir.
Söguleg skáldsaga
um Skúla Skúlason
hinn oddhaga.
Höfundur: Valgarður Stefánsson.
í fylgd söguhetjunnar Skúla hins oddhaga er lesand-
inn leiddur inn á nýtt sögusvið sem er Akureyri um
aldamótin.
Úr ritdómum:
Höfundur lifir sig vel inn í gamla tímann ekki aðeins
húsaskipan, klæðnað, viðurværi og þar fram eftir götun-
um, heldur líka andblæinn - þetta sem vandasamast er
að skynja og lýsa: Fínu blæbrigðin í hrynjandi lífsins.
Erlendur Jónsson.
Bók þessi á skilið að vera lesin.
Kristján frá Djúpalæk.
Skjaldborg.
Mamma,
fær Grýla jólaskó?
Þá er jólaskriðan að skella á
manni með öllum sínum flóðum,
bókaflóði, kortaflóði, kökuflóði
og stöðugum straumi fólks að
dyrunum, sem endilega vill selja
manni eitthvað.
Fyrstu merki jólanna í ár voru
áreiðanlega aðventuljósin sem
skyndilega birtust í glugga hverr-
ar íbúðar síðasta sunnudag í nóv-
ember. Fyrstu dagana á eftir var
það helsta skemmtun barnanna
að bregða sér í gönguferð eftir að
dimma tók til að telja „upp-og-
niður-ljósin“ sem þau eru gjarn-
an kölluð á þessu heimili og
mikið er smáfólkið hneykslað, ef
einhver hefur gleymt að kveikja
á dýrðinni í glugganum sínum.
Álveg er ég handviss um að
enginn tími ársins er eins fljótur
að líða í augum húsmæðra og
fyrstu þrjár vikur desember.
Áuðvitað hefur maður svo sem
lengi vitað að allt þetta þurfti að
gera, en einhvern veginn dregst
það og dregst, þangað til allt í
einu er kominn desember og dag-
arnir taka að verða undarlega
stuttir og ódrjúgir.
Pað þarf að baka, ákveða hvað
á að gefa hverjum, kaupa það,
pakka inn og senda, skrifa á
stafla af kortum og koma þeim í
póst, sauma jólaföt á börnin og
kaupa jólaskó, ákveða hvað á að
hafa í jólamatinn og verða sér úti
um það, þrífa eitthvað innan-
húss, skipta um gluggatjöld hér
og þar, kaupa kerti, reykelsi,
jólaservíettur og sitthvað smá-
vegis sem helst ekki má vanta, lit-
aðar ljósaperur, eitthvað skraut
til viðbótar o.s.frv.
Gaman er að tala við börnin á
þessum tíma, þau eru full af alls
kyns hugleiðingum og spyrja
margs: - Hvað eru núna margir
dagar til jóla? Hvenær kemur
jólasveinninn á næturnar til að
setja í skóinn? Mamma, viltu
syngja jólalag? Má ég prófa jóla-
sícóna? Má ég fá krullur í hárið á
jólunum? Eigum við ekki bara að
senda okkur sjálfum þetta kort,
það er svo fallegt? Svo eru teikn-
uð jólatré og jólasveinar, daginn
út og inn og allt á að hengja upp
á veggi.
Auglýsingatíminn í útvarpinu
lengist og lengist, svo sumum
finnst víst nóg um. En mér finnst
alltaf gaman að hlusta og þegar
nær dregur jólunum, fer ég gjarn-
an að sjá fyrir mér mannmergð-
ina í miðbæ Reykjavíkur, pökk-
um hlaðið fólk, hlaupandi milli
skrautlegra verslana, gjarnan
hálfdragandi angana sína, sem
væla og rella um allt þetta fína
dót.
Áðan, þegar ég var einmitt að
hlusta á öll freistandi jólatilboð-
in, rifjaðist upp fyrir mér, að ein-
hvern tíma á þessum árstíma, lík-
lega fyrir 10-15 árum, þegar ég
var einbúi í gamla miðbænum í
Reykjavík, setti ég saman lítið
ljóð sem ég kallaði Jólaös. Til
gamans læt ég það fljóta hér
með, þó því hafi svo sem aldrei
verið ætlað að birtast á prenti:
Mig vantar salt
til að sjóða fiskinn.
En það er ekki pláss fyrir mig
í búðinni
fyrir virðulegum frúm,
sem kaupa rjúpur, hryggi
og dósamat
fyrir þúsundir.
Mig vantar spotta
fyrir gatið á sokknum.
Ég kemst ekki fyrír
kerlingamar hamast svo
við að kaupa eitthvað,
handa Önnu, Gunnu og Sigga,
að ég hætti við.
Það eru svo mikil læti úti,
að ég gefst upp,
ryð mér braut heim.
Þar finn ég fríðinn,
jólafríðinn.
Löngu fyrír jól
saltlaus og sokkalaus.
n
SAMBANDSHUSINU
SÖLVHÓLSGÖTU 4
REYKJAVIK
SÍMi (91)28200
SK/PADEILD SAMBANDS/NS
Við önnumst flutninga fyrir þig
frá KAUPMANPÍAHOFN