Dagur - 21.12.1983, Qupperneq 4
4 - DAGUR 21. deseiriþer 1983
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 130 A MÁNUÐI - LAUSASÓLUVERÐ 18 KR.
RITSTJÓRI OG ABYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON
BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Glíman er
rétt byrjuð
Árið 1983 er nú að renna skeið sitt á enda. Ef
að líkum lætur verður þetta ár mjög í minnum
haft fyrir margra hluta sakir. Mikil umskipti
hafa orðið í stjórnmálum og efnahagsmálum
á þessu ári.
Ný ríkisstjórn tók við völdum og sneri við
blaðinu í efnahagsmálum. Þegar var ákveðið
að hart skyldi bregðast við þeim vanda sem
steðjar að þjóðinni og snúa af þeirri braut
undanlátssemi sem því miður hefur einkennt
stjórnmálin um of á undanförnum árum. Má
eiginlega furðulegt teljast að ekki skyldi verr
komið í þjóðfélaginu, vegna þeirrar verðbólgu
og óheppilegu þenslu sem af henni hefur leitt
á fjölmörgum sviðum. Skýringarinnar er að
leita í því að sífellt var hægt að bæta við, auka
aflabrögð með aukinni sókn. Þegar fiskafli fór
að bregðast var fótunum kippt undan öllum
efnahagsframförum í landinu. Þá fóru óskost-
ir óðaverðbólgunnar fyrst að koma í ljós að
verulegu marki.
Það sem ríkisstjórnin fæst nú við má líkja
við björgunaraðgerðir. Þjóðin hefur orðið fyrir
áfalli og nú er mest um vert að draga svo úr
áhrifum þess sem framast er unnt. Almenn-
ingur í landinu hefur lagt fram sinn skerf á
þessu ári og vel það. Ekki verður gengið harð-
ar að heimilunum en nú þegar hefur verið
gert. Hins vegar mætti að ósekju taka á og
skera niður ýmsa þætti sem vart verða kallað-
ir annað en óþarfa bruðl og eyðslusemi. Þjóð-
in hefur í dag ekki efni á einkaneyslu sem ber
keim af lúxus og viðgengist hefur á undan-
förnum árum. Hömlulaus innflutningur, sem
jafnvel skaðar innlend framleiðslufyrirtæki, á
ekki rétt á sér í dag. Ekki frekar og raunar
miklu síður en óhóf í samneyslunni.
Árið 1984 verður þyrnum stráð. Það liggur
í augum uppi að glíman er rétt byrjuð og
mestu skiptir fyrir niðurstöðuna að hafa út-
haldið. Gífurlegir erfiðleikar blasa við í sjávar-
útvegi og líklega gera fæstir sér fullkomlega
grein fyrir því hvaða afleiðingar þeir muni
hafa.
Nauðsynlegt er að beina kröftunum að
uppbyggingarstarfi samhliða björgunarað-
gerðunum. Uppbyggingin verður að beinast
að iðnaðarframleiðslu í stórauknum stíl og
ber þar fyrst að nefna að skapa iðnaðinum
starfsgrundvöll og leita jafnframt nýrra leiða —
virkja þann kraft sem býr í fólkinu, hugvit
þess og verkþekkingu.
Heimur framliðinna
Nu skömmu fyrir jól kom á
markaðinn bókin „Heimur
framliðinna“, þar sem segir
frá 43 ára miðilsþjónustu
Bjargar S. Ólafsdóttur.
Bókina skráði Guðmundur
Kristinsson, að mestu eftir
frásögn Bjargar og eftir hljóð-
ritunum af miðilsfundum á ár-
unum 1980 og 1981. í bókinni
er að finna frásagnir margra
mætra manna af framhaldslíf-
inu, sem hljöta að vera áhuga-
verðar og forvitnilegar fyrir
alla þá sem eitthvað hugsa um
það sem á eftir fer, þegar jarð-
neskri lífsgöngu er lokið, eins
og Jón R. Hjálmarsson komst
að orði í nýlegum bókardómi.
Við grípum hér niður í bókinni
í kafla sem heitir Spíritisminn
greiddi götu mína, en þar segir
séra Kristinn Daníelsson, al-
þingisforseti, frá á miðilsfundi
26. ágúst 1980. Árnesútgáfan
gefur bókina út.
Ég var hræddur við
dauðann
Blessaður. Þetta er nú Kristinn
Daníelsson, en ég hefði nú
kannski átt að hafa hitt á undan.
Ég kann best við að segja bara
nafn mitt. Ég er kominn hér til
þess að rabba aðeins við þig.
Það er langt síðan ég fór af
jörðinni. Ég var búinn að lifa
mitt besta og var orðinn gamall.
Þó held ég samt, að ég þurfi að
tala um umskiptin, því að enginn
fer yfir landamærin, sem ekki
þarf eitthvað að hugsa eða at-
huga.
Það hefði kannski mátt segja af
því að ég var prestur á jörðinni,
að ég hefði getað farið alveg
beina leið og það væri trúin, sem
kæmi mér áfram. Það er náttúr-
lega rétt. Trúin hjálpar manni
mikið, sérstaklega bænin. En ég
varð samt að horfast í augu við
hlutina, sem gerðust á jörðinni í
kringum mig.
Ég hugsaði oft út í dauðann -
og ég var hræddur við hann á
mínum yngri árum. Mér fannst
alltaf eitthvað vera í honum, sem
gerði allt svo erfitt. Og útskúfun-
arkenninguna kunni ég aldrei
við. Hún gerði mig ennþá hrædd-
ari við dauðann. Þótt manni
fyndist maður ekki gera neitt af
sér á jörðinni, kom samt innst
inni: Ja, eitthvað getur verið, sem i
komið getur manni í útskúfun.
Ég var þröngsýnn maður í
byrjun. Ég held það hafi mikið
gert, að manni var kennt mest
Gamla testamentið eða biblían,
og maður átti að fara bókstaflega
eftir orðunum í bókinni.
Ég var búinn að vera prestur í
nokkur ár og var á góðum aldri,
þegar ég varð fyrir þeirri sorg að
missa konuna. Ég segi missa -
hún fór yfir landamærin. Og ég
þurfti að taka á öllu að komast
yfir það.
En þá opnuðust augu mín á líf-
inu þá fór ég að hugsa, að það
gæti ekki átt sér stað, að maður
lifði áiörðinni - og svo væri allt
búið. Ég vaknaði ekki til þessarar
hugsunar fyrr en ég var búinn að
missa mína konu. Þá fór ég að
leita. Og ég fór að lesa betur
biblíuna. Þó að mér fyndist þar
margt of þungt - og benda til
þess, að útskúfun gæti orðið - fór
ég að horfa öðrum augum á
þetta.
Ég fór að hugsa, hvort maður
gæti ekki komist framhjá þessum
ósköpum. En ég fékk ekki skiln-
ing á því - og fékk ekki reglulegt
umhugsunarefni um dauðann og
lífið - fyrr en ég kyntist spírit-
ismanum. Ég var svo lánsamur,
að ég fór að leita og reyna að
skilja þennan dauða. Og ég var
svo heppinn að hitta menn, sem
ég gat talað við. Þeir gátu opnað
augu mín á að leita og hugsa. Og
þá snerist ég - í skoðun.
Þá fyrst fór ég að skilja - ja,
dauða Krists og allt í kringum
það. Ef hann birtist mönnum
eftir dauðann - talaði við þá og
gat gefið þeim bendingar - þá
hlyti hann að geta liðsinnt okkur,
sem værum á jörðinni. Og þegar
ég kom yfir landamærin, komst
ég að því, að þarna fór ég rétta
leið.
En við þurfum öll að hugsa.
Það er ekki hægt að segja við
mann: Þú verður að fara eftir
mér! Það er rétt, sem ég segi! Það
er rangt, sem hinn segir! Þetta er
það, sem hver maður verður að
finna hjá sjálfum sér.
Samt eru margir á jörðinni of
fastir í því að predika það gamla
- og ekkert má þar annað komast
að. En þeir, sem voru hæstir og
mestir í því að predika, að við,
sem vorum frjálslynd, færum á
verri staðinn en þeir ekki - vita
þeir, hvar þessi verri staður er?
Það er í sál mannsins sjálfs.
Þó að ég væri orðinn gamall og
löngu hættur prestskap, gat ég oft
tekið penna í hönd og skrifað, og
ég gat talað fram eftir öllu. En ég
gætti þess alltaf, þó að ég hefði
mína skoðun og fór ekki
frá henni, að reyna alltaf að
koma því svo fyrir, að sá, sem
vildi ekki vera mér sammála, færi
að leita. Ég var ekki að biðja
hann endilega að vera mér sam-
mála heldur að fá samvisku hans
til þess að leita, því að þetta gerði
ég sjálfur. Það neyddi mig enginn
til þess að hugsa út í spíritismann
- heldur kom þar þörfin í sjálfum
mér að leita - af því að ég var
hræddur við dauðann. Og það
var óskapleg líðan, bæði hjá ung-
um og gömlum, að vera hræddur
við dauðann. En þetta var horfið
hjá mér. Og mín síðustu ár, sem
ég var á jörðinni, þráði ég að
komast yfir landamærin.
Endurfundir
Þegar ég kom yfir landamærin,
vaknaði ég á spítala. Ég furðaði
mig á því í fyrstu en áttaði mig
þó strax. Þar voru læknar, sem
voru komnir yfir og ég kannaðist
við en þekkti ekki persónulega.
Þegar fólk fer yfir á spítala, eru
oft læknar og hjúkrunarkonur
viðstödd. En svo er bara annar
spítali. Og þar er fólk, sem tekur
á móti manni. Það talar við mann
og er að koma manni í skilning
um, að maður sé kominn yfir.
Oft eiga menn, sem eru að fara af
jörðinni, erfitt með að tjá sig við
jarðnesku læknana, þó að þeir
heyri í þeim - geta ekki svarað
þeim. Én þeir geta þá svarað
framliðnu læknunum.
Og þarna vaknaði ég. Og mér
leið ákaflega vel. En ég þurfti
samt að vera þarna um tíma,
meðan ég var að sameinast lík-
amanum til þess að ég gæti hreyft
hann.
En ég komst ekki beint til guðs
- eða til Jesú Krists. Hann tók
ekki á móti mér heldur ástvinir
mínir. Og það var konan mín,
sem tók á móti mér.
Eins og ég var búinn að segja,
var ég orðinn gamall. Og í huga
mínum var minn gamli líkami -
og það yrði erfitt fyrir mig að
hitta hana. Henni fyndist ég vera
orðinn svo gamall. En þegar ég
var kominn í nýja líkamann, þá
var hann allur svo miklu léttari -
og ég var orðinn yngri, þó að ég
væri ekki orðinn tvítugur aftur.
Þegar ég rankaði við mér, var
ég á góðum aldri, sem ég kalla
frá mínum aldri, þegar ég fór.
Mér fannst sjálfum, þegar ég
kom yfir, ég vera á aldrinum milli
fimmtugs og sextugs. En konan
mín birtist mér nákvæmlega eins
og þegar hún fór.
Þegar við hittumst, minnti hún
mig á það, sem hún hafði sagt,
þegar hún hafði komið í samband
eftir að hún fór - að hún myndi
taka á móti mér, þegar ég kæmi
yfir. Og hún stóð við það. Það
verður að vera einhver af manns
ættingjum hjá manni, þegar
maður vaknar eftir dauðann, sem
kallaður er á jörðinni. Yfirleitt
vakna menn fljótt eftir umskipt-
in. Þó er það misjafnt, og menn
þurfa að átta sig.
Mér fannst einkennilegt, þegar
ég fór að tala. Þá var sagt við
mig: „Þú talar meira með hugan-
um, þó að þú hreyfir varirnar.
Þetta er eins og varamál, sem við
tölum, og við verðum að horfa á
persónuna."
Ef ég tala við persónu hinum
megin, verðum við að horfa
hvort á annað. Ef ég lít undan, fæ
ég ekki út úr henni það, sem ég
vil fá, svarið. Það gera augun. I
þeim kemur fram bæði hugur
minn og þess, sem ég er að tala
við. Við heyrum, en þó finnst
mér eins og ég lesi af vörum
mannsins.
Mér vegnaði vel og komst vel
áfram. En ég þurfti að stansa
víða við til þess að átta mig. Og
ekki síst var ég ánægður yfir því,
að kvíðinn, sem í mér var eigin-
lega alla ævi, að það kom hvergi
fram. Mér gekk alls staðar vel.
En ég sá mismikla birtu. Ég tók
það svo, að það væri lífið manns
á jörðinni. Maður lifir ekki svo
lífinu, að ekkert bjáti á og maður
sé alltaf í sólinni. Það geta komið
skuggar á, þegar einhver hverfur
úr fjölskyldunni, eða fólk missir
einhvern, sem því þykir vænt um.
Þarna hitti ég ættingjana. Það
var IJart og mér gekk ákaflega
vel. Eg var líka alltaf mikið fyrir
bænina, taldi hana styrkja mann
og gefa manni kraft á jörðinni.
Ég hélt áfram, þegar ég kom yfir,
að biðja, og það hjálpaði mér.
En ég sá samt skugga á leiðinni
eða fór í gegnum þá, eins og vin-
ur minn Einar, sem búinn er að
tala við þig. Þetta er líka það,
sem maður vill sjálfur. Við þurf-
um ekki alltaf að fara í gegnum
„dimman dal“. En það er þrá í
manni að fá að kynnast þessu.
En þó að ég tali um „dimman
dal“, er þar hvorki eldur né út-
skúfun. Það er engum útskúfað.
En maður verður bara að ganga
í gegnum sviðin og verður að
horfast í augu við líf sitt á jörð-
inni. Það er margur maðurinn,
sem heldur, að hann þurfi ekki
að fara í gegnum „dimman dal“
eða neitt. Heldur væri það bara
einn, sem tæki á móti þeim,
Kristur. En það er ekki rétt.
Maður verður að fara í gegnum
mörg svið til þess að geta þolað
birtuna og séð hvert svið fyrir sig,
og þau eru engin eins.
í þessum „dimma dal“ er
margt fólk, sem maður hefði bú-
ist við, að væri komið hátt - upp
á hærra svið. En þetta fólk er
bara eins og það var á jörðinni
hjá ykkur. Það vill ekki láta sig
og vill bara halda sína leið. Það
álítur sig hafa rétt fyrir sér. En
bæði ég og aðrir erum látin fara
svona svið af sviði, á meðan við
erum að finna það rétta eða vilja
viðurkenna, að þetta sé svona.