Dagur - 21.12.1983, Blaðsíða 13
21. desember 1983 - DAGUR - 13
Fréttaannáll 1983 - Fréttaannáll 1983 - Fréttaam
Heyskapur gekk nokkuð vel á Norðurlandi, einkum í sveitum Eyjafjarðar
innanverðum, þar sem hey voru vel í meðailagi að magni og mjög vei
verkuð.
Leiruvegurinn fyrirhugaði
kemst í fréttirnar og flugumferð-
arstjórar lýsa yfir áhyggjum sín-
um um að vegurinn verði til þess
að flugvöllurinn fari á kaf í
flóðum.
„Veitustjóramálið" á Siglufirði
er stöðugt í fréttum. Rætt er um
„fjárdrátt“ og orð eins og „póli-
tískt klámhögg" fléttast inn í um-
ræðuna.
Ákveðið er að seinka morgun-
flugi til Akureyrar um hálftíma
vegna þess að vinna á veliinum
hefst of seint að mati Fiugleiða.
Sjávarútvegsráðherra fer í yfir-
reið um Norðurland og fundar á
öllum þéttbýlisstöðum.
Víkurskarðsvegur er opnaður
fyrir umferð en óljóst er hvenær
framkvæmdir við Leiruveginn
hefjast.
„My fair Lady“ er frumsýnd.
Viðtökur eru frábærar og stykkið
setur met á árinu hvað aðsókn
varðar.
Mikil barátta hefst um rann-
sóknarskipið Hafþór. ÚA vill fá
skipið fyrir togara en það vilja
líka aðilar á Húsavík og Siglu-
firði. Niðurstaðan er sú að Haf-
þór er saltaður um sinn, enda
ekki pláss fyrir hann á miðunum
að mati sjávarútvegsráðherra.
Ný tegund sullaveiki kemur
upp á Norðurlandi. Yfirdýra-
læknir telur veikina hafa borist til
landsins með hundum sem smygl-
að hefur verið inn.
Wilhelm V. Steindórsson ritar
lokagrein sína um-málefni Hita-
veitu Akureyrar.
Trimmstöð er opnuð í sund-
lauginni.
A Húsavík byggir bærinn en
allt útlit er fyrir að sýslan sitji
eftir með sárt ennið í litlu og
þröngu húsnæði.
Hallbjörn leggur unga jafnt
sem aldna Akureyringa að fótum
sér. Ljóst er að söngvarinn frá
Skagaströnd er geysivinsæll og
fagnaðarlátunum í Sjallanum og
Dynheimum er líkt við bítlaæðið.
Áskrifendaherferð Dags ber
glæsilegan árangur.
Bóndi í Bárðardal missir 20
kindur í fönn.
Nóvember:
Atvinnuástand á Húsavík er
mjög slæmt í upphafi mánaðar-
ins. Fjöldauppsagnir koma til
framkvæmda en úr rætist að hluta
um miðjan mánuðinn.
„Grænhöfðaskipinu“ hleypt af
stokkum í Slippstöðinni að við-
stöddu fjölmenni og tignum
gestum. Hlaut skipið nafnið
Fengur.
Pétur Einarsson hræðir sam-
gönguráðherra með því að fara
eftir fyrirmælum stjórnvalda.
Allt lítur út fyrir að flugvellir lok-
ist en Matti bjargar málunum og
þykist hafa rassskellt flugmála-
stjóra.
Bernharð Steingrímsson hlýtur
viðurnefnið „Hilton“ m.a. vegna
þess að hann hyggst byggja
íbúðahótel við Pórunnarstræti.
Aðalfundur LÍÚ hefst á Akur-
eyri í skugga „svörtustu skýrsíu“
ailra tíma. Er eitthvað af þorski
eftir í sjónum? spyrja menn sig á
þinginu.
Kristján Jóhannesson er verð-
ugur handhafi titilsins „mesta
rjúpnaskytta ársins 1983“. Mest
skaut Kristján 80 rjúpur í einni
ferð og í lok mánaðarins hefur
hann samtals krækt í rúmlega 400
rjúpur.
Islendingur á Akureyri er í
vondu skapi. Líklega með ein-
hverja minnimáttarkomplexa og
lætur eins og hafnfirsk rækja.
Lengingaraðgerðir að hefjast
á Akureyri? - Halldór Baldursson
yfirmaður bæklunardeildar FSA
segir það ekki útilokað í framtíð-
inni.
Fyrsta loðnan kemur til Akur-
eyrar og hin nýju og glæsilegu
tæki Krossanesverksmiðjunnar
eru vígð.
Fjórðungssjúkrahúsið verður
110 ára með pompi og prakt.
Stöðugt er leitað að nýjum
atvinnutækifærum á Norðurlandi
- og veitir víst ekkert af. Talað er
um að stofna laxfóðursverk-
smiðju á Akureyri.
Tvær danskar hnátur hneyksla
siðsama borgara. Þessir tertu-
botnar tróðu upp í Sjallanum,
allsberar og varð af þessu
mikið fjaðrafok sem barst inn í
kirkjur og á fleiri mæta staði.
Vottar Jehóva lýsa því yfir í
Degi að það sé ekkert hlevíti til,
en mönnum ge> st misjafnlega að
þeirri tilhugsun. Dagur fær
Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna fór fram á Melgerðismelum um
mánaðamótin júní-júlí og tókst það í alla staði mjög vel. Hér er Gylfi Gunn-
arsson á Kristal, en þeir sigruðu í flokki klárhesta.
skammir fyrir að virða prentfrelsi
og trúfrelsi.
Stórmarkaðurinn Kjarabót
opnar á Húsavík.
Kryddsíldarlögur (ekki frá
Morgunblaðinu) kemur FN í
vandræði. Lenti lögur þessi í raf-
kerfi einnar flugvélar félagsins.
Hótel KEA boðar stækkun.
Mikið er rætt um stórkostlega
möguleika í þorskeldi. Nokkrar
hrygnur geta framleitt þúsundir
tonna.
Nýr bátur kemur til Grenivík-
ur.
Það kemur í ljós að Reagan
notar Gefjunaráklæði í þyrluna
sína.
60 starfsmönnum Slippstöðvar-
innar er sagt upp en uppsagnir
þessar og hvernig að þeim er
staðið valda mikilli ólgu meðal
starfsmanna. Gunnar Ragnars
segir að ekkert sé framundan hjá
stöðinni ef leyfi til lántöku fæst
ekki, til þess að takast á við verk-
efni.
Desember:
Jólamánuðurinn heilsar ekki fal-
lega á Ólafsfirði. Nær allt verka-
fólk á staðnum er atvinnulaust en
á sama tíma sigla togararnir með
aflann til útlanda. Valtýr Sigur-
bjarnarson, bæjarstjóri segir í
samtali við Dag að það séu engin
galdrameðul til við þessum
vanda.
- Bæjaryfirvöld búa ekki til
neina vinnu með því að smella
saman fingrum, segir hann.
Á Dalvík er atvinnuástand í
fiskiðnaði þolanlegt en iðnað-
armenn á staðnum s.s. trésmiðir
líta ekki björtum augum til fram-
tíðarinnar.
Bæjarstjórinn á Ólafsfirði
komst aftur í fréttimar 5. des-
ember þegar hann lokaðist á milli
snjóflóða í Ólafsfjarðarmúla. -
Nú vantar okkur bara jarðgöngin
sagði hann í samtali við Dag.
Svartur senuþjófur heimsótti
sláturhús Kaupfélags Svalbarðs-
eyrar sama dag. Var hér um að
ræða mink sem sloppið hefur úr
minkabúi. Var dýrinu snarlega
slátrað.
Bæjaryfirvöld á Akureyri
standa ráðþrota gegn leiktækja-
sölunum sem þau héldu að búið
væri að koma lögum yfir. Ekki er
því þó að heilsa því samkvæmt
lögreglusamþykktinni mega
leiktækjasalirnir starfa ef t.d.
brjóstsykursala telst aðalstarf-
semi á viðkomandi stað.
Árlegt jólaverðstríð gos-
drykkjaverksmiðjanna fer af
stað. Sanitas er sem fyrr lægst á
Norðurlandi.
Uppi verður fótur og fit á
Dalvík þegar það kemur í ljós að
búið er að semja við Slippstöðina
um viðgerð á bátnum Blika sem
skemmdist í eldsvoða. Telja
heimamenn að Slippstöðin hafi
fengið þetta verk áður en útboðs-
frestur rann út og aðrir gátu lagt
inn tilboð í verkið.
Enn eitt fyrirtækið hættir starf-
semi eða flytur. Nú er það Hagi
hf. sem hættir allri starfsemi frá
og með 1. mars nk. 30 manns
missa vinnuna.
Verktakar á Akureyri mæta
kreppunni með því að snúa
bökum saman og niðurstaðan er
stofnun Eyfirskra verktaka hf.
sem sex verktakar standa að.
Eigandi Hótels Akureyra kærir
þá aðila sem selja gistingu í
heimahúsum. „Þessi rekstur er
ólöglegur og saknæmur" segir
hann, en ekki eru allir á sama
máli.
Loks koma góðar fréttir fyrir
þá sem hafa áhyggjur af atvinnu-
ástandi á Akureyri. Jón Sigurðar-
son, hjá Iðnaðardeild Sambands-
ins lýsir því yfir að líklega sé hægt
að bæta við fólki vegna vaxandi
sölu til Sovétríkjanna.
Nemendur Lundarskóla gefa
öðrum gott fordæmi fyrir jólin.
Nemendur hafa nefnilega ákveð-
ið að sleppa jólagjöfum á litlu
jólunum í skólanum og láta þess
í stað peningana renna í sjóð til
styrktar nýrnaveikum dreng.
Drengurinn sem er fimm ára
heitir Ingvi Steinn og er hann um
þessar mundir í meðferð í
Bandaríkjunum. Dagur skorar á
fleiri að fara að fordæmi barn-
anna í Lundarskóla.
Bók Jóhannesar Snorrasonar,
fyrrverandi flugstjóra er sölu-
hæsta bókin á Norðurlandi það
sem af er jólavertíð.
Enn er leitað að nýjum leiðum
og nýjum atvinnutækifærum. Nú
hugleiða menn að flytja út vatn
frá Akureyri.
Súlan frá Akureyri kom med fyrstu loðnuna að landi í haust. Var landað á Raufarhöfn og sýnir myndin er Súlan var
nýkomin þar að landi.
Fréttaannáll 1983 - Fréttaannáll 1983 - Fréttaan