Dagur - 21.12.1983, Page 20
WILLYS VARAHLUTIR
Söluhæstu jólabækurnar á Norðurlandi:
„Skrifað í skýin“ er
enn í efsta sætinu
„Skrifaö í skýin“ eftir Jóhann-
es Snorrason er enn í efsta
sæti yfir söluhæstu bækur á
Norðurlandi samkvæmt könn-
un Dags í gær, en þá höfðum
við samband við bókabúðii
víðs vegar á Norðurlandi.
Frá því við birtum listann í síð-
ustu viku hafa fremur litlar breyt-
ingar orðið á honum. „Skærulið-
ar“ Alister McLean eru í 2. sæti
og fylgja reyndar bók Jóhannesar
Snorrasonar fast eftir. Tvær
bækur sem einkum höfða til ung-
linga komast nú á listann yfir 11
söluhæstu bækurnar, „14 bráðum
15“ eftir Andrés Indriðason og
„Sitji Guðs englar“ eftir Guð-
rúnu Helgadóttur.
Annars lítur listinn yfir 11
söluhæstu jólabækurnar á Norð-
urlandi að þessu sinni svona út
samkvæmt þeim upplýsingum
sem við öfluðum okkur í gær:
10.
1. Skrifað í skýin Jóhannes Snorrason
2. Skæruliðarnir Alister McLean
3. Aldnir hafa orðið Erlingur Davíðsson
4. Landið þitt Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson.
5. Sitji Guðs englar Guðrún Helgadóttir
6. Öldin okkar Gils Guðmundsson
7. Jói Konn Gísli Sigurgeirsson
8. 14 bráðum 15 Andrés Indriðason
9. Eysteinn í hringiðu stjórnmálanna Vilhjálmur Hjálmarsson
-11. Furður og fyrirbæri Erlingur Davíðsson
10.-11. Dómsorð
þýdd
Hljómplötur:
Rás 4
selstbest
Safnplatan Rás 4 virðist vera
sú plata sem selst best á Akur-
eyri fyrir jólin. Ailir þeir kaup-
menn sem Dagur ræddi við
nefndu þessa plötu fyrst en
aðrar plötur sem einnig seljast
mjög vel eru: Rás 3 og safn-
platan Á milli tveggja elda og
plötur bræðranna Kristjáns og
Jóhanns Más Jóhannssona.
Virðist Jóhann Már ekkert
gefa bróður sínum eftir í söl-
unni.
Hér á eftir fer listi yfir þær
plötur sem nefndar voru á hverj-
um stað sem hringt var á:
Tónabúðin: Rás 4, Jólagleði,
BARA-Flokkurinn, Milli tveggja
elda, Jóhann Már og Kristján
Jóhannssynir.
Vöruhúsið: Rás 4, Rás 3, Milli
tveggja elda, Kristján og Jóhann
Már.
Hljómver: Rás 4, Rás 3, Bubbi
Morthens, Billy Joel, Genesis,
Kristján og Jóhann Már.
Radíóvinnustofan Kaupangi:
Rás 4, Jólagleði, Paul Young,
Milli tveggja elda og Kristján og
Jóhann Már.
Það sem vekur kannski hvað
mesta athygli er hve „Bóndinn"
plata Jóhanns Más selst vel en á
þrem stöðum seldist sú plata bet-
ur en plata Kristjáns Jóhanns-
sonar.
Mynd: KGA.
Jólafreisting.
Ingvi Steinn.
Söfnunin
fyrir
Ingva Stein
gengur vel
Söfnunin fyrir Ingva Stein,
drenginn sem dvelst til læknisað-
gerðar í Bostón í Bandaríkjun-
um, hefur fengið mjög góðar
undirtektir. Meðal barnanna í
Lundarskóla, sem upphaflega
komu söfnuninni af stað, söfnuð-
ust tæplega fimmtán þúsund
krónur og í Barnaskóla Akureyr-
ar söfnuðust tæplega 7 þúsund
krónur. Einnig er blaðinu kunn-
ugt um að á nokkrum vinnustöð-
um hefur starfsfólkið tekið sig til
og efnt til samskota. Þá verður
Tónlistarskólinn með tónleika í
Akureyrarkirkju á nýársdag og
rennur ágóðinn af tónleikunum
til Ingva Steins.
Opið í
Hlíðarfjalli
Opið verður í Hlíðarfjulli á
milli jóla og nýárs, alla dagana
á meðan bjart er, þ.e. frá því
klukkan hálf ellefu til hálf
fjögur, eða um það bil.
Stólalyftan og Stromplyftan
verða opnar og einnig verður
lögð göngubraut. Skfðafæri er
aldeilis frábært í Hlíðarfjalli
núna, að sögn ívars Sigmunds-
sonar, forstöðumanns Skíða-
staða. Ferðir verða kl. 10.30 og
12.20.
Gert er ráð fyrir að starfsemin
í Hlíðarfjalli fari í fullan gang
með daglegri veitingasölu í
febrúar, en strax eftir áramót
verður veitingasala um helgar.
Skíðaskólinn byrjar starfsemi
strax í byrjun janúar.
Veður
Reiknað er með vaxandi
norð-austanátt og éljagangi
norðanlands á morgun og
föstudaginn, en síðan er
reiknað með því að létti til
og allt útlit er fyrir stillt jóla-
veður, samkvæmt upplýs-
ingum Veðurstofunnar í
mogun. Einhver órói er þó í
uppsiglingu á Grænlands-
hafí, sem hugsanlega segir
til sín hér á landi á sunnu-
daginn, en þá einkum sunn-
anlands.
# Atvinnu-
ieysisbætur
Eins og sagt var frá í síðasta
blaði eru atvinnuleysisbætur
nú 500 krónur og 8 aurar á
dag, fimm daga vikunnar, og
20 kr. eru greiddar með
hverju barni. Þetta hefur vald-
ið nokkrum misskilningi, en
þessi upphæð nær aðeins til
þeirra sem hafa unnið 1700
tíma eða meira á síðustu 12
mánuðum. Það samsvarar
um 141 tíma á mánuði eða
um 6 og hálfs tíma vinnu á
dag 5 daga víkunnar. Eins og
að líkum lætur fá fjölmargir
minna, vegna þess að þeir
uppfylla ekki þetta skilyrðl.
Menn verða minnst að hafa
unnið 425 tíma á sl. 12 mán-
uðum til að fá einhverjar bæt-
ur og þá er lágmarksgreiðsl-
an 25% af fullri greíðslu, eða
125 kr. á viku. Alltaf eru þó
greiddar 20 kr. með hverju
barnl vikulega.
• Ekki háar
greiöslur
Þetta eru ekki háar greiðslur,
það sér hver maður, en þetta
er aðeins ein hliðin á atvinnu-
leysisbölinu. Hin er félagslegs
eðlls og er miklu alvarlegri.
Langvarandi atvinnuleysi
hefur áhrif á allt líf manna, er
niðurdrepandi. Sérstaklega
er það slæmt þegar fullfrískt
ungt fólk fær ekki vinnu þegar
það er tilbúlð til að fara út á
vinnumarkaðinn. Nú er búið
aö segja upp fólki svo hundr-
uðum skiptir í sjávarplássum
út um altt land og lltlar líkur
á að unnt verði að komast í
vinnu annars staðar, eins og
oft hefur verið.
# Atvinnuleysi
versti kosturinn
Það hlýtur að vera meginvið-
fangsefni íslenskra stjórn-
vaida í dag að skapa þær að-
stæður í þjóðfélaginu að allir
geti fengið vinnu. Þá verða
sveitarstjórnir að gera allt
sem í þeirra valdi stendur tll
að koma í veg fyrir að fyrir-
tæki leggl niður starfsemi.
Það er hægt að gera án
beinna fjárframlaga. Það má
draga úr álögum á fyrirtækin,
fresta greiðslum opinberra
gjalda eða afskrifa þær. Þetta
þýðir minni peninga í sam-
eiginlega sjóði en kostar
örugglega miklu minna en
þegar fólk fer á atvinnuleys-
Isbætur í stórum stíl, hættir
að greiða gjöld sín til samfé-
lagsins og fyrirtæki hætta
rekstri. Stuðningur til að
halda uppi atvinnu er vafa-
laust mun kostnaðarminni en
kostnaðurinn vegna atvinnu-
brests, auk alls annars sem
honum fylgir.