Dagur - 02.01.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 02.01.1984, Blaðsíða 2
2-DAGUR-2. janúar 1984 Hvað þótti þér markverðast ger- ast á árinu 1983? Bjami Stefánsson: Pað var flest allt mjög gott - nema hvað ég eyðilagði bílinn minn. Friðrik Þórarinsson: Það var margt, m.a. féllu tveir kunnir stjórnmálamenn frá. Ámi Vilhjálmsson: Nú fórstu alveg með það - þetta hef ég ekki hugleitt. Lík- lega er þó merkilegast að heimurinn skyldi sleppa við tortímingu af manna völdum. Guðrún Árnadóttir: Það hef ég ekki glóru um. Tinna Traustadóttir: Ég veit það ekki . . . það er einna merkilegast að árið skuli vera búið. „Ég tel að Akureyri sé mikill framtíðarstaður í fluginu, þannig að mér fínnst það ákaflega spennandi að fá að kljást við þetta verkefni,“ sagði Gunnar Oddur Sig- urðsson, nýráðinn umdæm- isstjóri Flugleiða á Norður- landi, í samtali við Dag. Gunnar tekur við starfínu 1. febrúar nk., af Sveini Krist- inssyni, sem flytur til Reykjavíkur og tekur þar við stjórn farmflutninga Flug- leiða innanlands. — segir Gunnar Oddur Sigurðsson nýráðinn umdæmisstjórí Flugleiða á Norðurlandi Gunnar Oddur er Hólmari í aðra ættina, en Mývetningur í hina. „Ég er fæddur í Stykkishólmi og þar bjó ég til fermingarald- urs,“ sagði Gunnar Oddur. „Það er því „Hólmari“ í mér, „Stykkis- helmingur“ segja sumir, því í föðurættina er ég Mývetningur. Faðir minn hét Sigurður Stein- þórsson Björnssonar bónda á Litlu-Strönd. Móðir mín er Anna Oddsdóttir Valentínussonar, sem var hafnsögumaður á Breiðafirði árum saman. Um ferminguna fór ég suður til náms og flutti þá til Reykjavíkur ásamt foreldrum mínum. Ég fór síðan í Menntaskólann á Laugar vatni. 1959 byrjaði ég að vinna hjá Loftleiðum, jafnframt því að lesa tvær greinar viðskiptafræð- innar við Háskólann. Én eftir tveggja ára starf hjá Loftleiðum byrjaði flakkið. Fyrst fór ég til New York og starfaði þar á sölu- skrifstofu Flugleiða. Eftir tveggja ára dvöl þar kom ég heim aftur og eftir stutt stopp í Reykjavík tók ég við starfi aðstoðarstöðv- arstjóra Loftleiða í Keflavík, en þá hafði félagið flutt bækistöðvar millilandaflugsins þangað." - Þú hefur þá verið í Keflavík síðan? „Nei, nei, þetta er löng saga,“ heldur Gunnar Oddur áfram og hlær við. „Ég var í Keflavík til 1969, að mig minnir, en þá byrj- aði ævintýrið með International Air Bahama, sem var í beinni samkeppni við Atlantshafsflug Loftleiða. En þetta félag var á hvínandi hausnum og endirinn var sá, að Loftleiðir yfirtóku rekstur þess, sem var í mikilli óreiðu. Ég var á beðinn að fara þarna niður eftir, fékk fjögurra tíma fyrirvara, og þarna átti ég að koppa í þá lausu enda sem hengu hér og þar. En það tók fjögur ár.“ - Hvernig var að dvelja og vinna á Bahama eyjum? „Þær eru heilmikil paradís að heimsækja í sumarleyfinu, en mér fannst nóg um að vera þar Gunnar Oddur Sigurðsson. búsettur með fjölskyldu í fjögur ár og þá fórum við að hugsa okk- ur til hreyfings. Ég var þarna sem yfirmaður Loftleiða og síðan reyndar Flugleiða, því sameining félaganna átti sér stað á meðan á dvöl minni á Bahama eyjum stóð. Það var alveg ný reynsla fyrir mig, að stjórna þessu fólki, því það hefur allt annan hugsana- hátt heldur en við. Innfæddir láta heldur illa að stjórn útlendinga og þeir voru ekki mikið fyrir að flýta sér. Inn í þetta blandast líka mútugreiðslur og pólitíkin er flókin. Eftir veruna á Bahama eyjum fór ég til Chicago, þar sem Élug leiðir opnuðu nýja stöð. Þar var ansi blómlegt fyrstu tvö árin, þar til erfiðleikaárin og samdráttur- inn byrjaði í Atlantshafsfluginu. Þá kom ég heim og hóf störf hjá þjónustudeild Flugleiða í Reykjavík, en í ársbyrjun 1982 tók ég við stöðvarstjórn hér í Keflavík, þar sem ég hef verið þar til nú.“ - En nú liggur leiðin til Akur- eyrar eftir áramótin. Þjóðsagan segir að þeir séu lokaðir og sein- teknir persónuleikar. Þú óttast ekki að þeir frysti þig úti?! „Já, ég hef heyrt þessa þjóð- sögu, en ég óttast hana ekki. Það er þá manni sjálfum að kenna ef maður kynnist ekki heimafólk- inu,“ sagði Gunnar Oddur. Eiginkona Gunnars er Margrét Þórunn Þórðardóttir og þau hjónin eiga þrjú börn, sem eru flogin eða við það að fljúga úr hreiðrinu. Gunnar Oddur var að lokum spurður um frístundaiðju. „Ég hef verið mikið fyrir fjöl- skylduna þegar tími hefur gefist til, en börnin eru nú reyndar að hverfa frá manni og þau koma ekki með okkur norður til að byrja með. Ég hef líka gaman af tónlist og spila golf eða bregð mér í gönguferðir þegar tími vinnst til,“ sagði Gunnar Oddur Sigurðsson í lok samtalsins. gs Skemmtifrik skrifar: Það er eitt mál sem ég vildi vekja athygli á sem tengist skemmtana- lífi í bænum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að fjölbreytnin er ekki mikil og því er það mikil- Maður hringdi: Það er eitt mál sem ég vil vekja athygli á varðandi VISA kortin. Aðstandendur þessara korta hafa enn sem komið er ekki birt lista yfir þær verslanir sem hægt er að nota kortin í og það þarf ekki að hafa mörg orð um það óhagræði sem þetta hefur í för með sér fyrir þá sem kortin nota. vægt að skemmtanastjórar og eigendur skemmtistaðanna standi sig vel í stykkinu. Þetta hefur Siggi í Sjallanum t.d. gert en minna fer fyrir flottheitunum á KEA og sérstaklega í H-100. Aðstandendur Eyrocard hafa fyrir löngu birt sinn verslanalista notendum þeirra korta til ómælds hagræðis og því vil ég spyrja hvort ekki sé kominn tími til að VISA geri slíkt hið sama. Eða hefur VISA kannski samskipti við svo fáar verslanir að það taki því ekki að auglýsa það? H-100 er auðvitað alveg sér kapítuli í íslenskri skemmtana- sögu. Kunnugir segja mér, þar á meðal margir fastagesta að ekk- ert hafi verið gert fyrir staðinn síðan hann var opnaður. Að vísu hefur verið skipt um dúka á borð- um en allar innréttingar og hæg- indi eru þau sömu og í árdaga. Haft er fyrir satt að ferðamaður hafi látið þau orð falla á dögun- um er hann kom í H-100 að hann hafi einu sinni komið á subbu- legri stað, en það hafi verið Seamans Club í Nígeríu. Það á svo sannarlega við um H-100, að nú sé hún Snorrabúð stekkur. Eitt sinn var huggulegt í H-100 og þar fékkst góður matur, en það er liðin tíð. Ég vil því skora á eigendur staðarins að gera eitt- hvað róttækt í málunum og lyfta staðnum upp úr skítnum. Mögu- leikarnir eru fyrir hendi. Hvar er hægt að nota VISA kort? H

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.