Dagur - 02.01.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 02.01.1984, Blaðsíða 7
<.. januar iao<i - uauuk - f Njólar - argasta illgresi í augum flestra þeirra sem stunda ræktunarstörf - spennandi og fallegt viðfangscfni fyrir Ijósmyndara. Dæmigert fyrir það að oftast eru tvær eða fleiri hiiðar á öllum hlutum. Mynd: kga Kaupir íbúðir á Akureyri „Það var ekki af einskærri framsýni sem við fórum út í þetta í byrjun. Ástæðan var hreinlega sú að við fengum hvergi land undir orlofshús. Þá datt okkur þetta í hug og við þurfum svo sannarlega eki að sjá eftir því.“ Þetta sagði Guðmundur M. Jónsson formaður sjómanna- deildar Verkalýðsfélags Akra- ness í samtali við -tímaritið „Vinnuna" og var verið að ræða um orlofsíbúðir sem félagið hafði keypt á Akureyri. Að sögn Það er skammt stórra högga á milli hjá kraftlyftingamannin- um Kára Elísyni. Fyrir áramót- in bar hann sigur úr býtum á jólahraðskákmóti Akureyrar og á gamlársdag setti hann nýtt íslandsmet í bekkpressu í 67.5 kg flokki í kraftlyftingum. Lyfti 160 kg og er þetta 149. ís- landsmetið sem Kári setur á ferli sínum. í jólahraðskákmóti Skákfélags Akureyrar voru 32 keppendur að þessu sinni. Tefldar voru samtals 22 umferðir, þ.e. 11 umferðir samkvæmt Monrad-kerfi, tvær Guðmundar hafa þessar íbúðir verið geysilega vinsælar meðal félagsmanna, en þær eru leigðar út í viku í senn fyrir 1200 krónur. Eftirspurn um afnot af íbúðun- um hefur verið geysilega mikil og hæglega verið hægt að leigja út miklu fleiri íbúðir á sumrin að sögn Guðmundar. Þess má geta að hér er um að ræða 54 fermetra íbúðir í raðhúsablokk, sú fyrri var keypt 1982 fyrir 460 þúsund krónur en hin síðari sem er alveg eins fyrir 700 þúsund krónur sl. vor. skákir við hvern andstæðing. Kári Elíson varð öruggur sig- urvegari á þessu móti. Tapaði að- eins einni skák, gerði þrjú jafn- tefli og vann 18 skákir. Hlaut því samtals 19.5 v. í öðru sæti varð Jón Björgvinsson með 15.5 v. og þriðji varð Gylfi Þórhallsson sem sigraði Jón Garðar Viðarsson í einvígi um þetta sæti en báðir voru jafnir með 15 v. í unglingaflokki varð Árni Hauksson efstur með 12 v., Einar Héðinsson varð annar með 11 v. og Rúnar Sigurpálsson þriðji með 10.5 v. Ragnhelður Stelndórsdóttir I My falr Lady. Leikfélag Akureyrar My fair Lady Sýningar 34. sýning föstudag 6. jan. kl. 20.30. 35. sýning laugardag 7. jan. kl. 20.30. 36. sýning sunnudag 8. jan. kl. 15.00. Miðasala opin alla daga kI. 16-19, kvöldsýningardaga kl. 16-20.30 og dagsýn- ingardaga kl. 13-15. Sími 24073. Ósóttar miðapantanir seldar tveimur tímum fyrir sýningu. Handhafar áskriftarkorta á Galdra-Loft haflð sam- band við mlðasölu. Leikfélag Akureyrar. Islandsmet og sigur í hraðskákmóti Tvímenningur BRIDGEFÉLAGS AKUREYRAR hefst þriðjudaginn 10. janúar kl. 19.30 í Félagsborg. Þátttöku þarf að tilkynna til stjórnar félagsins í síð- asta lagi fimmtudaginn 5. janúar. Stjórnin. Bílaklúbbur Akureyrar sendir velunnurum sínum bestu nýársóskir með þakk- læti fyrir liðin ár. Eldrídansaklúbburínn! Dansleikur verður í Aiþýðuhúsinu laugardaginn 7. janúar 1984. Húsið verður opnað kl. 21. Miðasala við innganginn. Allir velkomnir. Stjórnin. SAMBANDISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA ____i-ii Iðnaðardeild • Akureyri mmmSBmm mSm Okkur vantar starfskraft, vanan saumaskap, á næturvakt. Þarf að geta byrjað strax. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 21900 (220-274). Frá Tónlistarskólanum á Akureyri: Innritun og greiðsla skólagjalda fyrir vorönn ’84 fer fram í skólanum 4.-6. janúar. Kennsla hefst þriðjudaginn 10. janúar. Aðeins verður hægt að bæta við örfáum nemend- um í stað þeirra, sem ekki hafa greitt skólagjald fyrir haustönn. Skólastjóri. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 4. janúar nk. kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sigurður Jóhannesson og Jón G. Sólnes til viðtals í fundarstofu bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.