Dagur - 02.01.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 02.01.1984, Blaðsíða 3
Útburðarmálið: „Guð og gaddurinn 600 Akureyri“ Ólafur Rafn segir málið fara alla leið fyrir Mannréttindadómstólinn Bæjarfógetinn: „Okkur liggur ekkert á“ Enn hefur ekkert verið ákveð- ið hjá bæjarfógetaembættinu á Akureyri, hvenær dómi Hæstaréttar í „útburðarmál- inu“ verður fullnægt. Elías Elíasson, bæjarfógeti sagði er Dagur hafði samband við hann að „ekkert lægi á“ og enginn hefði rekið á eftir embættinu í þessum efnum. Elías Elíasson sagði að með þessum síðasta Hæstaréttardómi þá hefði fyrri úrskurður Hæsta- réttar verið staðfestur og því liti hann svo á að ekki þyrfti að birta dóminn aftur. Birting dómsins hefði verið lögleg og því óvíst um hvaða frest fjölskyldan í Þing- vallastræti fengi nú til að rýma íbúðina, ef nokkurn. Sem kunn- ugt er þá fékk fjölskyldan á sfn- um tíma þriggja mánaða frest til að hafa sig á brott úr íbúðinni. ese Ólafur Rafn Jónsson, sem gert hefur verið að rýma húsnæðið að Þingvallastræti 22 ásamt eiginkonu sinni og fimm börnum, sagði í samtali við blaðið rétt fyrir áramótin að hann hefði engar upplýsingar fengið um hvenær fógeti hyggðist láta til skara skríða í málinu. - Það er þó tilbreyting að við fengum að þessu sinni ekki frétt- irnar um dóminn í blöðunum, eins og þegar við vorum krossfest fyrir páskana með fyrri dómi Hæstaréttar. það er ljóst að nú hefur Hæstiréttur gerst sekur um stórkostleg juridisk mistök og dæmt okkur út á Guð og gaddinn. Hæstiréttur hefur kveð- ið upp úrskurð um að við megum ekki búa í eigin íbúð en það er hvergi ákvæði um að við megum ekki dvelja í íbúðinni eða koma í hana um lengri eða skemmri tíma, þrátt fyrir að okkur hafi verið úthlutað heimilisfanginu: Guð og gaddurinn, 600 Akur- eyri, sagði Ólafur Rafn Jónsson. Ekki sagðist Ólafur vita hvenær mál þeirra hjóna yrði tekið fyrir hjá Mannréttindadómstóln- um en hann sagðist ekki í vafa frekar en hinn belgíski lögfræð- ingur þeirra hjóna að málið færi alla leið eftir þennan „barbar- isma“ hins íslenska dómskerfis, eins og Ólafur orðaði það. ese 2. janúar 1984 - DAGUR - 3 Fagmannleg handtök. Nonni á „goggnum“ virðist vera útlærður í faginu. Aðfásér í gogginn „Nafnið er komið til vegna þess að það er alveg upplagt fyrir fólk að skjótast hingað inn af götunni og fá sér í gogginn,“ sagði Jón Bjarnason framkvæmdastjóri „Goggsins“, en það er skyndibitastaður sem opnaður var við Ráðhústorg á Akureyri nýlega. Það er hlutafélagið „Goggur h.f.“ sem rekur staðinn og er aðaláherslan lögð á pizzur þótt einnig sé hægt að fá þar ham- borgara og ýmislegt fleira í goggmn. „Við erum með sérstaka upp- skrift af pizzunum sem við vinnum eftir,“ sagði Jón. „Við hnoðum deigið hér á staðnum og fletjum það út og fullkominn pizzuofn sér síðan um framhaldið eftir að deigið er komið í hann með öllu tilheyrandi." - Jón sagði að það hefði alveg vantað í bæinn stað eins og þennan. „Það er staðreynd og viðtökurnar sýna svo ekki verður um villst að svo hefur verið,“ sagði hann. HvaÖ gefu r mioii happdrætti SÍBS? Hann gefur þér gott tækifæri til að hreppa vinning allt upp í milljón — eða einn þeirra mörgu sem eru lægri en munar þó um. Og hver seldur miði á þátt í að gefa þúsundum betri tækifæri til að endurheimta heilsu sína og þrek. Öllum ágóðanum er varið til að . . byggja upp þá aðstöðu sem SÍBS hefur skapað til endurhæfingar m og starfa við hæfi fólks sem hefur skert starfsþrek. ^^9. | Happdrætti StBS ii hagur þinrt og heildarinnar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.