Dagur - 02.01.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 02.01.1984, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR . SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, mánudagur 2. janúar 1984 1. tölublað Róleg áramót „Það er ekkert hér í bókunum hjá okkur sem telja má frétt- næmt og það er óhætt að segja að áramótin hér á Akureyri hafi ekki verið neitt frábrugðin venjulegri helgi fyrir lögregl- ima," sagði varðstjóri hjá lög- reglunni á Akureyri í samtali við Dag í morgun. Hann sagði að lögreglan hefði þurft að hafa afskipti af þremur mönnum sem grunaðir voru um ölvun við akstur, og aðstoða fólk við ýmislegt en ekkert hefði verið um meiri háttar verkefni. gk 370 biðu eftir flugi Ekki reyndist unnt að hefja flug frá Akureyri á réttum tíma í morgun vegna þess að flug- brautin var á kafi í snjó, en út- lit fyrir að hægt yrði að fljúga um hádegið. Þá biðu um 350 manns eftir flugi til Reykjavíkur og var áformað að Flugleiðir myndu fljúga 7 ferðir til þess að koma þessu fólki suður í dag. Hjá Flug- félagi Norðurlands biðu um 20 manns eftir flugi til hinna ýmsu staða á Norðurlandi. gk Dorriét Kavanna, óperusöng- kona, eiginkona Kristjáns Jó- hannssonar, óperusöngvara, lést á sjúkrahúsi í Bonn í Þýskalandi á gamlársdag. Dorriét Kavanna var fædd í Barcelona á Spáni og þar lifði hún barnsárin. Móðir hennar var spönsk, en faðir hennar var amer- ískur. Foreldrar Dorriét slitu sam- vistum, en þau eru nú bæði látin. Frá Spáni flutti Dorriét til Banda- ríkjanna með móður sinni og þaðan til ítalíu. Hún gat sér gott orð sem leikkona, en sneri sér síðar að söng- listinni og vann stóra sigra á því sviði, enda röddin sérstök og hríf- andi. Dorriét var sterkur persónu- leiki og mikil, fjölmenntuð lista- kona. Dagur sendir Kristjáni og öðrum ástvinum Dorriét innilegar samúðarkveðjur. Drottinn gef þú dánum ró, hinum líkn sem lifa. gs Nú er svartasta skammdegið liðið og sól fer hækkandi á lofti. Skuggamir verða fyrst í stað langir en styttast síðan smátt og smátt. Að margra mati er sá árstimi sem nú fer í hönd sá besti og fegursti. Með ósk um að svo verði að þessu sinni óskar Dagur lesendum sínum gleðilegs nýs árs. Mynd: hsv „Fullnustu frestað" - Ég vil taka það skýrt fram að við erum ekki með þessari undirskriftasöfnun að taka af- stððu með öðrum aðilanum í þessu máli. Okkur er vel Ijóst að sjaldan veldur eiun er I veir deila og við erum heldur ekki að saka Hæstarétt um að hafa brotið lög með þessum dómi. Það hefur liins vegar verið dæmt eftir lögum sem okkur finnst ekki eiga við í dag og okkar ósk er sú að lögin verði færð til nútúnalegra horfs og að fullnustu Hæstaréttardóms- ins verði frestað þar tU Mann- réttindadómstóllinn hefur fjaUað um máUð. Þetta sagði Kolbeinn Sigur- björnsson í samtali við Dag en Kolbeinn er í forsvari þeirra sem standa að baki undirskriftasöfn- un þeirri sem stofnað hefur verið til vegna hins svokallaða „út- burðarmáls". Fór undirskrifta- söfnunin af stað 28. desember sl. en fyrirhugað er að afhenda dómsrnálaráðherra Ustann fljót- . í áskoruninni til ráðherra eru ofangreind atriði áréttuð og jafnframt skorað á ráðherra að beita sér fyrir endurskoðun lag- anna til þess að framvegis megi forðast „réttarslys á borð við þetta", eins og segir í áskorun- inni. - Það er einkum tvennt sem við höfum við þennan dóm að at- huga. Annars vegar er verið að beita lagaklásúlum gegn fólki sem hingað til hafa eingöngu ver- ið notaðar um eignir og eigur fólks og hins vegar þá finnst okk- ur ótækt að yfirvöld dæmi í eigin máli, ef svo má að orði komast. Það er ljóst að við verðum að bregðast fljótt við og afhenda listana fljótlega eftir áramótin ef okkur á að takast að fá fullnustu dómsins frestað, sagði Kolbeinn Sigurbiörnsson. Sjá einnig um- mæli Olafs Rafns Jónssonar bls. 3. ese Akureyri: Viður- kenndu neyslu söluá hassi Rétt fyrir jólin var ungur maður handtekinn á Akureyri, grunaður um neyslu og dreif- úigu á hassi. Var maðurinn handtekinn þar sem lögregl- unni höfðu borist ábendingar um að hann væri við þetta riðinn. Við yfirheyrslu viðurkenndi maðurinn sök sína og í framhaldi af þvi voru 8 Akureyringar til viðbótar teknir til yfirheyrslu. Viðukenndu þeir allir að hafa notað hass og einnig tengdust tveir Reykvíkingar þessu máli. Daníel Snorrason rannsóknar- lögreglumaður á Akureyri sagði í samtali við Dag að full ástæða væri til þess að vera vel á verði í þessum málum. „Ég held að það sé að verða miklu meira um neyslu í þessum efnum hér en maður hefur talið," sagði hann. Annars sagði Daníel að mjög rólegt hefði verið hjá lögreglunni á Akureyri um jólin. „Þetta voru friðarjól og mjög rólegt hjá okk- ur lögreglumönnum," sagði Daníel. gk Akureyri: Fyrsta barn ársins 1984 -Fæðingin gekk fljótt og vel Fyrsta barn ársins á Akureyri kom að þessu sinni í heúninn klukkan 12.22 á nýársdag. Var það stúlka sem vó við fæð- ingu 2970 gr, 50 cm löng. - Þetta gekk ákaflega vel. Ég var komin á Fæðingardeildinar um klukkan 11 um morguninn og barnið fæddist svo kl. 12.22, sagði móðirin Agnes Eyfjörð er Dagur ræddi við hana í morgun. Agnes sagði að hún hefði alls ekki átt von á því að eiga fyrsta barn ársins. „Samkvæmt áætlun" hefði barnið átt að fæðast um næstu helgi. Agnes er gift Elíasi Óskars- syni, pípulagningamanni á Akur- eyri og eiga þau einn son, Rúnar Þór sem er að verða 10 ára ese Agnes með dótturina - fyrsta barn ársins 1984 á Akureyri. mynd: kga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.