Dagur - 02.01.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 02.01.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUB - 2. janúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Sjálfstæðisbarátta á nýju ári í greinargerð með þingsályktunartillögu um kennslu í íslandssögu, sem lögð var fram á Alþingi fyrir þinghlé segir meðal annars: „Margt hefur verið rætt og ritað um kennsluhætti og menntastefnu að því er varð- ar kennslu á grunnskólastigi í íslandssögu. Svo sem eðlilegt hlýtur að teljast hafa þar komið fram ýmis sjónarmið, býsna ólík. Því er ekki að neita að ýmsir hafa af því verulegar áhyggjur að nemendur sem ljúka grunnskóla- prófi séu í sumum tilvikum næsta fáfróðir um sögu þjóðar sinnar, sem hlýtur þó ásamt móð- urmálsnámi að teljast einn af veigamestu grundvallarþáttum menntakerfisins á ís- landi. “ í greinargerðinni er síðan vitnað í blaða- grein eftir Arnór Hannibalsson, lektor við Heimspekideild Háskóla íslands, þar sem sagði meðal annars á þessa leið: „Frumgrunnur og tilveruforsenda smáríkis er ævarandi barátta þess fyrir fullveldi og sjálfstæði. Höfuðverkefni ríkisins er að skapa samstöðu allrar þjóðarinnar í þeirri baráttu. Ríkið hlýtur að beina orku sinni að því að ís- lendingar öðlist ekki aðeins þekkingu og skilning á þjóðarsögunni heldur og að þeir hafi vilja til að varðveita það menningarsam- félag sem við höfum komið okkur upp. Sjálf- stæðisbaráttunni lýkur aldrei. Smáþjóðin á ætíð undir högg að sækja. Við ráðum því ekki hvað stórveldin telja sér í hag. Líf okkar hér á íslandi ber að skoða í ljósi baráttu okkar fyrir þjóðarréttindum, bæði í for- tíð og nútíð. Sé á því slakað, hvort heldur er í stjórnmálum, söguritun eða skólastarfi, erum við að svíkja sjálfa okkur.“ Þó að ofangreindar tilvitnanir hafi komið til vegna umræðna um íslandssögukennslu í skólum og endurskoðunar námsefnis, má líta á þær í víðara samhengi. Nú á nýbyrjuðu ári standa íslendingar frammi fyrir stórkostlegri baráttu fyrir efna- hagslegu sjálfstæði sínu. Margt kemur þar til, m.a. ýmiss konar óáran af völdum minnkandi auðlinda, sem að sumu leyti stafar af manna- völdum en að öðru leyti af óblíðri náttúru og afleitum ytri skilyrðum. Þá má nefna eyðslu umfram efni undanfarin ár, sem er afleiðing óðaverðbólgunnar sem ríkt hefur í efnahags- lífi þjóðarinnar. Sjálfstæðisbaráttan fer einnig fram í smærri stíl, en ekki endilega ómerkari. Landsbyggðin hefur lengi reynt að berjast fyrir auknu sjálf- stæði á fjölmörgum sviðum, sem er öllum þegnum þessa lands fyrir bestu. Þar hefur verið við ramman reip að draga — skilningslítil stjórnvöld og sjálfvirkt miðsóknarafl. í von um að sjálfstæðisbarátta íslendinga á öllum sviðum fái farsælan framgang á þessu nýbyrjaða ári óskar Dagur öllum landsmönn- um árs og friðar. „Lestrarkennsla er lykill að málfarinu“ - Kennslugögn Jóns Júlíusar Þorsteinssonar í lestri með hljóðstöðumyndum komin út Minningarsjóður um Jón Júl. Þorsteinsson, kennara frá Ól- afsfirði, sem starfaði við Barnaskóla Akureyrar á árun- um 1944-1969 hefur geftð út fjórar möppur og þrjár hljóð- snældur með kennsluaðferðum Jóns í lestri, hljóðmyndun og söng. Umsjón með útgáfunni hafði Erla Kristjánsdóttir, fósturdóttir Jóns. Minningarsjóðurinn var stofn- aður 28. nóvember 1982 og til- gangur hans er fyrst og fremst að gefa út kennslugögn fyrir hljóð- lestrartal og söngkennslu. Fyrsta verkefni sjóðsins eru kennslu- gögn eftir Jón, þ.e. Hljóðstöðu- myndir, íslensk málhljóð og Lestrarkennsla, hljóðlestrarað- ferð. Árni Böðvarsson, cand. mag., hefur gert viðbæti við myndir Jóns og samið skýringar við allar myndirnar. í formála Árna Böðvarssonar segir meðal annars: „Myndir þær sem hér birtast eru hinar fyrstu sem birtar eru á þennan hátt af íslenskum hljóðum. Þær eiga að vera gagn- legar við hvers konar kennslu í íslenskum framburði eða hljóð- myndun. Þær eru því ætlaðar lestrarkennurum, framsagnar- kennurum, söngkennurum, tal- meinafræðingum og raunar öllum sem þurfa að leiðbeina um rétta og eðlilega hljóðmyndun í ís- lensku. Myndir Jóns eru meðal annars byggðar á röntgenmyndum sem hann fékk teknar á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri árið 1965. Myndirnar eru alls 83, prentaðar í 4 litum og er hver mynd í sérstöku plasthylki, frá- gengnum í 3 plastmöppum. Sam- tímis kemur út fjórða mappan með texta þeim prentuðum sem Jón notaði við lestrarkennsluna, ásamt þrem snældum með upp- töku á kennslu hans.“ í eftirmála Erlu Kristjánsdótt- ur segir m.a.: „Hér eru gefnar út kennslu- stundir í lestri sem Jón Júlíus Þorsteinsson, kennari, samdi og las inn á segulband árið 1976. Kemur skýrt fram aðferð sú sem hann notaði með mjög góðum ár- angri við hljóðlestrarkennsluna. Rétt þykir að kynna þessa aðferð ef vera mætti að hún kæmi öðrum að gagni við lestrar- og framburð- arkennslu í íslcnsku." Indriði Úlfsson, skólastjóri á Akureyri, segir m.a. um Jón: „Okkur sem þekktum Jón J. Þor- steinsson var ljóst að hann var vísindamaður á sviði lestrar- kennslunnar og þar höfðu fáir tærnar þar sem hann hafði hæl- ana. Þó að tímar séu breyttir læra börnin lestur á svipaðan hátt og áður. Mér þykir því líklegt að hljóðstöðumyndir þær sem hér fylgja, eigi eftir að létta ungum nemendum iestrarnámið og auð- velda lestrarkennurum vanda- samt verk.“ í einni möppunni er að finna ýmis ummæli Jóns sjálfs um lestr- arkennsluna. Þar segir á einum stað: „Ég hef alla tíð litið svo á að lestrarkennslan væri lykillinn að málfari mannsins, auk þess sem hún lýkur upp undra- og töfraheimi þeirra sagna og alls þess fróðleiks sem barnið lærir af bók.“ Og á öðrum stað segir: „Lestrarkennslan er undirstaða þess að við eignumst vald yfir framburði okkar í daglegum sam- skiptum." Þess má geta að Einar Helga- son, myndmenntakennari á Ak- ureyri, teiknaði myndirnar fyrir Jón á sínum tíma, en Erla Krist- jánsdóttir hefur litgreint þær. Úrvinnsla á hljóðupptöku fór fram í Studio Stemmu í Reykja- vík, en á snældunum er einnig söngur sérhljóðanna, sem þrjár ungar stúlkur annast, þær Hrund og Sigurbjörg Hlöðversdætur og Guðrún Hrund Harðardóttir. Studio Bimbó á Akureyri annað- ist upptökur á söngnum. Mifa tónbönd sáu um fjölföldun. Prentsmiðjan Oddi sá um setn- ingu, filmuvinnu og prentun en möppurnar eru frá Múlalundi. Prófarkir hafa Árni Böðvarsson, cand. mag., Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur, og Þóra Kristins- dóttir, sérkennari, lesið. Pantanir er hægt að leggja inn hjá Bóka- búð Jónasar á Akureyri og af- greiðslu Bókmenntafélagsins í Reykjavík, svo einhverjir staðir séu nefndir. Möppurnar eru gefnar út í 1001 eintaki og eru þau númeruð. Úr moppunni. mynd: hsv Jón Júlíus Þorsteinsson. mynd: hsv Erla Kristjánsdóttir með kennslugögnin. 2. janúar 1984 - DAGUR - 5 ívar Bjarklind hefur jafnað fyrir KA geg n Þór í 6. flokki. Þetta mark kom í framlengingu og síðan sigraði Þór í spennandi vitaspymukeppni. mynd kga Körfuknattleikur: Fyrsti Akur- eyringurinn í landslið Guðmundur Björnsson körfu- knattleiksmaður úr Þór er fyrsti Akureyringurinn sem valinn hefur verið til að leika með landsliði íslands í körfu- knattleik. Guðmundur heldur utan með unglingalandsliðinu til Kentucky í Bandaríkjunum í dag en unglingalandsliðið mun leika þar nokkra leiki. kostnað sjálfir. Er full ástæða til að þakka þeim aðilum fyrir stuðninginn. ÞOR MEÐ 6 Mikið fjör var í Akureyrar- mótinu í innanhússknattspyrnu sem fram fór rétt fyrir áramót- in. Þar voru leiknir 23 leikir í hinum ýmsu flokkum, og keppt um Akureyrarmeistara- titla í 9 flokkum og fór svo að Þór hlaut 6 þeirra en KA 3. 6. flokkur: Hér var hörkukeppni. KA vann í leikjum b- og c-liða 2:1 en í keppni a-liðanna sigraði Þór 5:4 eftir framlengingu og vítaspyrnu- keppni. Þór er því Akureyrar- meistari. 5. flokkur: Hér vann Þór alla leiki. í keppni c-liða Þórs og KA sigraði Þór 2:0, í leik b-liðanna vann Þór 3:0 og í leik a-liðanna vann Þór 4:3. Þór Akureyrarmeistari. 4. flokkur: KA vann auðvelda sigra í keppni b- og c-liða gegn Þór. Sigraði 4:0 í leik c-liðanna, 5:1 í leik b-liða en Þór sneri dæminu við er a-lið- in mættust og vann 5:4 en reynd- ar ekki fyrr en eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Þór Akur- eyrarmeistari. 3. flokkur: Hér vann Þór þrefalt. f leik c-liða KA og Þórs með 5:2, í leik b-liða 4:0 og í leik a-liðanna með 7 mörkum gegn 4. Þór Akureyr- armeistari. 2. flokkur: Hér áttust KA og Þór við en að- eins í einum leik og var ekki teflt fram b- og c-liðum. KA tryggði sér sigur með 5 mörkum gegn 4. KA Akureyrarmeistari. 1. flokkur: Sömuleiðis um einn leik að ræða TITLA á milli Þórs og KA og sigraði Þór með 3:1. Þór Akureyrarmeistari. M.fl. karla: Hér mættust 3 lið því Vaskur keppti ásamt KA og Þór. Úrslitin urðu þau að KA sigraði Vask 10:0, Þór sigraði Vask 8:0 og KA sigraði Þór í úrslitaleik með 6:5 í skemmtilegri viðureign. í keppni b-liða vann Þór hins vegar KA í úrslitum 2:0. KA Akureyrar- meistari. M.fl. kvenna: Hér komst KA í 2:0 strax í upp- hafi en Þórsstelpurnar gáfust ekki upp, þær jöfnuðu og unnu 3:2. í keppni b-Iiða vann Þór einnig 3:1 eftir framlengingu. Þór Akurey rarmeistari. Eldri flokkur: KA komst í 3:0 og tryggði sér sig- ur og Akureyrarmeistaratitil með 3:1 sigri. Þeir leikir eru undirbúningur unglingalandsliðsins fyrir Evrópukeppni unglingaland'sliða sem fram fer í Þýskalandi í vor, en þar er ísland í riðli með V- Þýskalandi, Skotlandi, ísrael og Portugal eftir því sem við vitum best. 12 manna liðið sem fer til Bandaríkjanna í dag var valið úr um 25 manna hópi sem hóf æfing- ar í haust. Upphaflega voru tveir piltar frá Akureyri í hópnum, Guðmundur og Konráð Oskars- son, en Konráð hætti áður en lið- ið var valið vegna náms síns. Guðmundur hóf að leika með meistaraflokki Þórs 1981, þá að- eins 16 ára og hefur síðan verið fastur maður í liði félagsins. Nokkur fyrirtæki í bænum hafa orðið til þess að styrkja för hans til Bandaríkjanna sem er kostn- aðarsöm en piltarnir sem fóru utan hafa orðið að leggja fram um 20 þúsund krónur í ferða- Guðmundur skorar gegn ÍS. Baldur hlaut Ýlisbikarinn „KA liðið mun betra en við áttum von á“ - sagði fyrirliði FH eftir að KA hafði veitt FH mestu keppni sem liðið hefur fengið í vetur KA-Iiðið kom heldur betur á óvart í leik sínum gegn FH sem leikinn var sl. miðvikudags- kvöld í íþróttahöllinni Akur- eyri. FH-ingar, sem hafa unnið alla Ieiki sína í mótinu með miklum yfirburðum (8-15 mörkum) lentu þar í mildum vandræðum og um tíma í síðari hálfleik virtist sigur í leiknum geta fallið hvoru megin sem var. Langbesti leikur KA í vet- ur setti leikmenn FH út af lag- inu, en þeir stóðu samt uppi sem sigurvegarar í lokin, úrslit- in 21:18. Birgir Björnsson þjálfari KA var því að vonum kátur eftir leik- inn. „Þetta var tvímælalaust besti leikur okkar í vetur bæði í vörn og sókn og varnarleikurinn var sérstaklega góður. Við erum í framför og það er góður stígandi í þessu hjá okkur. Þá sáu áhorf- endur að við erum að eignast stórspilara þar sem Jón Kristjáns- son er, og er vonandi að við fáum að hafa hann eitthvað áfram.“ - Birgir á hér væntanlega við það að vonandi verði það ekki alveg á næstunni að KR-ingar reyni að lokka Jón til sín! Þar sem nokkuð er um liðið síð- an leikurinn fór fram er óþarfi að fara náið út í gang hans, það hef- ur verið gert í öðrum fjölmiðlum. Er skemmst frá því að segja að KA hafði yfirleitt frumkvæðið, staðan 9:9 í hálfleik og KA komst síðan í 11:9. Eftir að FH komst loks yfir og náði 17:14 jafnaði KA 18:18 er stutt var tií leiks- loka, en á þeim tíma náðu FH- ingar að tryggja sér sigurinn. „Við höfum aldrei í vetur verið undir í leikjum okkar eftir að komið hefur verið fram í síðari hálfleik,“ sagði Guðmundur Magnússon fyrirliði FH eftir leik- inn. „Það var aðeins í leik okkar gegn Val sem við höfum verið undir, og þá var það bara í upp- hafi leiksins. KA-liðið lék mun betur en við áttum von á og sér- staklega var markvörðurinn góð- ur hjá þeim.“ Já, Gauti í marki KA varði eins og berserkur og hefur varla átt annan eins stórleik í langan tíma. Hann lokaði markinu á köflum og var sama hvort um var að ræða langskot, línuskot eða vítaskot, allt varði hann. Hann stóð á bak við bestu vörn KA í langan tíma og sóknarleikur liðs- ins var mun yfirvegaðri en áður, ekki skotið nema í góðum færum. Yfir höfuð mjög góður leikur hjá KA sem hefði nægt til sigurs gegn flestum öðrum liðum en FH. Jón Kristjánsson kom mjög vel út og einnig Erlingur Kristjánsson en annars var liðið mjög jafnt. Þá vakti athygli stór- leikur Ragnars Gunnarssonar í vörninni og baráttan var í iagi þar. FH-liðið án Kristjáns Ara- sonar var slakara en menn áttu von á, en það breytir því ekki að KA-liðið var bara mjög gott. FH- liðið er einfaldlega gæðaflokkum betra en önnur íslensk lið undir venjulegum kringumstæðum. Mörx KA: Jón Kristjánsson 4, Sigurður Sigurðsson og Jó- hannes Bjarnason 3 hvor, Erling- ur Kristjánsson, Þorleifur Anan- íasson og Jóhann Einarsson 2 hver, Logi Einarsson og Magnús Birgisson 1 hvor. Atli Hilmarsson var langbestur FH-inga í þessum leik og hann skoraði einnig meira en helming marka liðsins eða 11. Föstudaginn 16. desember var haldið á Akureyri hið árlega ÝIis- mót Júdóráðs Akureyrar. Ýlis- mótið er innanfélagsmót. Kepp- endur voru 50. Til gamans má geta þess að á fyrsta Ylismótinu, sem haldið var 1978 voru sjö keppendur svo Ijóst er að vin- sældir íþróttarinnar eru stöðugt að aukast. Á mótinu var keppt í sex þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna. Margir ungir og efnilegir júdómenn komu fram á mótinu og var keppnin oft jöfn og hörð. Þó tel ég ekki á neinn keppanda hallað þó ég nefni Baldur Stef- ánsson fremstan meðal jafningja. Hann sýndi góða tækni ásamt snerpu og krafti. Baldur hlaut Ýl- isbikarinn og er hann mjög vel að honum kominn. Ýlisbikarinn er farandgripur, sem veittur er fyrir flesta Ippon sigra en það er að vinna glímur á 10 stigum, sem er fullt hús stiga. Karlar: - 30 kg fl. 1. Elvar Birgisson KA 2. Gunnlaugur Sigurjónsson Þór 3. Kristófer Einarsson KA 3. Rúnar S. Jósefsson KA 30-35 kg 11. 1. Jón Ámason KA 2. Kristján Ólafsson KA 3. Júlíus Bjömsson Þór 3. Reynir Þórðarson KA 35-40 kg fl. 1. Baldur Stefánsson Þór 2. Tryggvi Heimisson KA 3. Stefán Bjamason KA 40-50 kg fl. 1. Hjálmar Hauksson Þór 2. Vemharður Þorleifsson KA 3. Jón Heiðar Rúnarsson Þór 3. Ólafur Herbertsson Þór 50-60 kgfl. 1. Árni Ólafsson Þór 2. Jón Ingason Þór 3. Jóhann Sigurðsson Þór 3. Trausti Harðarson Þór + 60 kg fl. 1. Benedikt Ingólfsson KA 2. Adam Traustason KA 3. Amar Harðarson KA Konur: 50 kg fl. 1. Helena Friðriksdóttir Þór 2. Guðrún Þorsteinsdóttir Þór 3. Dagrún Jónsdóttir Þór + 50 kgfl. 1. Jóhanna Bergsdóttir Þór 2. Kristín Magnúsdóttir KA 3. Andrea Waage Þór

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.