Dagur - 27.01.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 27.01.1984, Blaðsíða 13
27. janúar 1984 - DAGUR -13 JJ Útvarp á laugardag kl. 21.20: Ætli Jóhann Már sé ekki vinsælastur - segir Hilda Torfadóttir, umsjónarmaður ,Sveitalínunnar" U - Þetta hefur gengið af- skaplega vel. Ég er búin að vera með þáttinn síðan 11. júní og er búin að tala við nokkur hundruð manns. Ég hef svo til undantekningar- laust fengið mjög góðar við- tökur hjá því fólki sem ég hef hringt í. Það eru 2 eða 3 sem ekki hafa viljað ræða við mig, en það er ekki stórt brot af öllum þessum fjölda. Þetta sagði Hilda Torfadótt- ir, er hún var innt eftir því hvernig hefði gengið með þátt- inn „Á sveitalínunni", sem er á dagskrá annað kvöld. Jóhann Már. - Ég tek fyrir einn hrepp í hverjum þætti og í næsta þætti tek ég fyrir Skefilstaðahrepp í Skagafirði. Ég vinn þetta þannig, að þegar ég er búin að ákveða hvaða hrepp ég ætla að taka fyrir, tala ég við einhvern sem þekkir til í hreppnum. Fæ þannig upplýsingar um ábú- endur á bæjunum og slíkt. Því næst hringi ég í fólkið í hreppnum og ef ég hitti á ein- hvern áhugaverðan fer ég með hann í upptöku og tek upp símtal við hann. Allir velja sér lög og oft er erfitt að útvega þau lög sem beðið er um. Eg á eitthvað af plötum sjálf, útr varpið á Akureyri á dálítið, en þó nokkuð þarf ég að fá frá tónlistardeild útvarpsins í Reykjavík. Ef fólk biður um lög sem ég held að verði erfitt að útvega bið ég það að velja sér varalag og ég dáist að því hvað fólk er ákveðið í hvaða lög það vill hlusta á. Ætli ég megi ekki segja að Jóhann Már sé vinsælastur, en það eru því miður ekki til nema fá lög með honum á hljómplötum. Annars er tónlistarvalið mjög fjölbreytt, dægurtónlist, klass- ík og allt þar á milli. - Hver hafa viðbrögð fólks verið? - Mér virðist á öllu að það sé þó nokkuð hlustað á þáttinn. Ég hef fengið mikið af bréfum, um jólin fékk ég dá- lítið af jólakortum og á laugar- dagskvöldum eftir þáttinn stoppar síminn ekki. Það er aðallega gamalt fólk sem hringir, það er oft að leiðrétta ef ég hef farið rangt með, ég er oft með gamlar heimildir og þær eru ekki alveg pottþéttar og einnig er það að þakka mér fyrir þáttinn. Um daginn hringdi í mig hestamaður sem hafði farið ríðandi um sveitina sem ég var að lýsa og hann sagðist hafa upplifað það aftur við að hlusta á þáttinn, sagði Hilda Torfadóttir. - HJS. Hildá Torfadóttir. Sjónvarp á laugardag kl. 23.05: WoodyAllen í bananastuði Seinni myndin á laugar- dagskvöldið nefnist Ban- anastuð. Hefst hún kl. 23.05. Fielding Mellish er ósköp venjulegur maður, sem skyndilega lendir í hringiðu pólitískrar bylt- ingar í bananalýðveldinu San Marcos í Suður- Ameríku. Fielding finnst eins og eitthvað vanti í hversdagslífið, en gerir sér ekki grein fyrir hvað það er. Eftir langa röð af óvæntum uppákomum, m.a. misheppnað ástar- ævintýri með Nancy, uppgötvar Fielding að hann hefur gaman af að taka þátt í byltingunni. Þegar leiðtogi San Marc- os er ráðinn af dögum er Fielding kosinn leiðtogi þjóðarinnar. Hann fer aftur til Bandaríkjanna í fundaferð og örlögin haga því svo að hann hitt- ir Nancy aftur. HJS. Woddy Allen. 1) Sjónvarp á laugardag kl. 21.05: Guli Rollsinn u Fyrri myndin á laugar- dagskvöldið er „Guli Rollsinn", hefst hún Tcl. 21.05. Myndin fjallar um gula bifreið af gerðinni Rolls Royce, er fylgst með hinum ýmsu eigend- um hans og hvernig Rollsinn verður örlaga- valdur í lífi þeirra allra. Fyrsti eigandinn er ensk- ur sendiherra, sem kaup- ir bílinn handa konu sinni í sárabætur, eftir að hafa gleymt brúðkaupsafmæli þeirra hjónanna. Stríðið skellur á og bíllinn kemst í hendur Gerdu Millet, sem notar hann til aö smygla vini sínum til Júg- óslavíu, svo hann geti stjórnað starfsemi and- spyrnuhreyfingarinnar þar í landi. HJS. Hótel Varðborg Veitingasala Árshátíðir Þorrablót Einkasamkvæmi Köld borð Heitur veislumatur Þorramatur Smurt brauö Snittur Coktailsnittur Getum lánað diska og hnífapör Útvegum þjónustufólk Sími 22600 Júníus heima 24599 Ragnheiður Stelndórsdóttir í My fair Lady. Leikfélag Akureyrar My fair Lady Sýningar 41. sýning föstudag 27. jan. kl. 20.30. 42. sýning laugardag 28.jan. kl. 20.30. Miöasala opin alla daga kl. 16-19 kvöldsýningardaga kl. 16-20.30. Sími 24073. Ósóttar miðapantanir seldar tveimur tímum fyrir sýningu. Sýningum fer að fækka Leikfélag Akureyrar. ÖLL ÞJÓNUSTA FYRIR Háþrýstislöngut tengi&barka I BILINN, SKIPIÐ EÐA VINNUVÉLINA PRESSUM TENGIN Á • VÖNDUÐ VINNA Ný og stærri tæki ÞÓRSHAMARht SÍMI 96-22700 HVAR SEM ER- HVENÆR SEM ER -uti e t • Fyrir hönd Innkaupastofnunar ríkisins er hér með óskað eftir tilboðum í múrverk innan- húss í hluta áfanga II a Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Útboðsgögn verða afhent hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík og Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen (VST hf), Glerárgötu 36, Akureyri, frá og með mánudegi 30. janúar nk., gegn skilatryggingu kr. 2000- Tilboð, sem borist hafa, verða opnuð hjá Inn- kaupastofnun ríkisins Borgartúni 7, Reykjavík þriðjudaginn 7. febrúar nk. kl. 11.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.