Dagur - 06.02.1984, Side 2

Dagur - 06.02.1984, Side 2
2 - DAGUR - 6. febrúar 1984 Hvað ætlar þú ad verða? (Spurt á Besta bæ á Húsavík) Hrönn, 5 ára: Ég ætla að verða hjúkrunar- kona. Jóhann, 5 ára: Lögga. Bara lögga. Sigurður Már, 5 ára: Ég ætla líka að verða lögga. Hún vinnur svo mikið. Júlía, 5 ára: Hjúkrunarkona og lækna marga. Ólöf, 5 ára: Flugfreyja. Ég hef aldrei flog- ið en það hlýtur að vera gaman. „Það verður að segjast eins og er að það gengur ekki nógu vel, og meginástæðan er afla- brestur hér á svæðinu sl. 2 ár,“ sagði Tryggvi Finnsson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur er við settumst niður hjá honum á dögunum til þess að spjalla við hann um reksturinn, og ástandið í at- vinnumálunum á Húsavík almennt. „Við höfum byggt mjög mikið á bátafiski en það hefur dregið verulega úr afla á síðustu árum. Ég sé því enga ástæðu til bjart- sýni. Það má búast við enn aukn- um samdrætti vegna kvótafyrir- komulagsins sem mun koma sér mjög illa hér. Bátar hér fá vænt- anlega kvóta miðað við afla sl. 2 ár sem hefur verið afar slakur og það hefði verið ástæða til þess að taka tillit til slíkra hluta við ákvörðun um kvótafyrirkomulag- ið.“ - Þið urðuð fyrstir til þess að hefja framleiðslu hér á landi á fiskborgurum til útflutnings. „Já við fórum út t' þetta og það var fyrst og fremst gert til þess að auka verðmætasköpun. Það fylgdi þessu að vísu nokkur fjár- festing, en með þessu er verið að taka hluta þeirrar vinnu sem unn- in hefur verið í Bandaríkjunum Tryggvi Finnsson, Húsavíkurhöfn í baksýn. Mynd: ÉSÉ. „Sjávarútvegu rinn það sem allt byg gist á“ - segir Tiyggvi Finnsson framkvæmdastjóri Fiskiðju- samlags Húsavíkur og bæjarstjómarmaður við íslenska fiskinn hingað heim.“ - Hvað starfa margir hjá fyrir- tækinu núna? „Það hafa unnið hér yfir 200 manns en talsverður hluti þess hefur verið hálfsdagsfólk. Því miður blasir samdráttur við eins og nú horfir, en við reynum að spyrna við fótum t.d. með því að draga úr vinnslu í þeim greinum þar sem minna vinnuhlutfail er eins og í saltfiski og skreið." - Nú átt þú sæti í bæjarstjórn. Hvað getur þú sagt okkur um at- vinnuástandið í bænum almennt? „Astandið í atvinnumálunum er ekki of burðugt hér fremur en á mörgum öðrum stöðum. Hér er mjög mikið byggt upp á sjávarút- vegi og þegar samdráttur verður í veiðunum segir það strax til sín í landi. Það byrjar á því að yfir- vinna dregst saman og svo fer að koma dagur og dagur þar sem ekkert er að gera. Það er því ekki ástæða til þess að ala á neinni bjartsýni sem ekki á rétt á sér.“ - Umræðan um trjákvoðu- verksmiðjuna hefur legið niðri um tíma, hvað er að frétta af því máli? „Ég segi fyrir mig að ég er ekki búinn að afskrifa það að trjákvoðuverksmiðja rísi hér, en fólk hefur hugsanlega reiknað með að það mál væri komið lengra en raun bar vitni. Nú er verið að leita eftir aðilum sem hafa áhuga á samstarfi við okkur í þessu máli og það tekur sinn tíma. Fleira spilar þarna inn í, það er verið að ræða um stækkun álversins í Straumsvík, álver við Eyjafjörð, kísilmálmverksmiðju og fleira og þá kemur að orku- málunum. Það er spurning um hvort og hvernig þetta verður allt saman leyst.“ - Þið efnduð til atvinnumála- ráðstefnu hér á Húsavík í haust, hvernig tókst hún? „Það var mjög góð þátttaka í ráðstefnunni og bæjarbúar sýndu þessu mikinn áhuga. Þar störfuðu tveir vinnuhópar og atvinnumála- nefnd ákvað síðan að fá þessa vinnuhópa sem voru hvor á sínu sviði til að vinna áfram. Við í at- vinnumálanefnd fylgjumst svo með framvindunni en þessir hóp- ar eru skipaðir bæjarbúum sem hafa þekkingu á þeim málum sem fjallað er um í hvorum hópi.“ - Er ágreiningur um það í bæjarstjórn eða meðal bæjarbúa almennt að fá hingað stóriðju eða meiriháttar atvinnuskapandi fyrirtæki? „Hvað varðar t.d. trjákvoðu- verksmiðjuna er ekki hægt að segja að það hafi komið fram neinn ágreiningur. Að vísu er málið ckki komið það langt að við höfum staðiö frammi fyrir ákvörðun varðandi mengun eða slíku sem hugsanlega er við- kvæmi hlutinn af þessu, en það liggur að vísu fyrir að slíkri verk- smiðju fylgir ekki mikil mengun og fyrirtækið yrði ekki af þeirri stærð að það yrði afgerandi stórt hér á svæðinu. Það sem við þurfum umfram svona venjulega aukningu fyrir- tækja er að fá hingað það sem hægt væri að kalla vel stöndugt fyrirtæki sem veitti einhverjum tugum manna atvinnu, þótt auð- vitað megi ekki gleyma hinum smærri fyrirtækjum í þessu dæmi öllu.“ - Hefur borið á því að fólk hugsaði sér til hreyfings úr bænum? „Það er alltaf hreyfing á fólki án þess að það sé á nokkurn hátt hægt að tala um flótta, og hér fjölgaði á síðasta ári um þá tölu sem svarar til landsmeðaltals. En sjávarútvegurinn er það sem allt byggist á og ef þar verður veru- legur samdráttur án þess að ann- að komi til er hætta á ferðum þótt maður sjái ekki í fljótu bragði hvert það fólk ætti að fara. Ég held að það sé eftirtektar- vert að það fólk sem fer úr bæn- um fer ekki vegna atvinnumál- anna. Það er eins og þéttbýlið togi í marga og það er ekki hægt að neita því að þeir sem eru með unglinga í skólum sem huga á framhaldsnám standa frammi fyr- ir þeirri freistingu að fara þangað sem þá menntun er að fá, að þurfa ekki að bera aukakostnað sem fylgir búsetu á öðrum stöðum.“ gk-. Ekki íslenski fáninn Leifur Tómasson hafði samband við blaðið vegna lesendabréfs sem birtist sl. miðvikudag. Þar var fundið að meðferð á íslenska fánanum. Þar kemur fram í máli bréfritara, að „dapurlega" hafi verið farið með fánann á fjöl- mennu skíðamóti ungs fólks í Hlíðarfjalli. Segir bréfritari þetta koma fram á mynd á forsíðu Skíðablaðsins, þar sem ekki verði annað séð en íslenska fán- anum hafi verið vafið utan um fótstykki undir eldskál, þar sem logaði eldur sem tendraður var í upphafi mótsins. Leifur vildi láta það koma fram, að þarna væri ekki um íslenska fánann að ræða, heldur borða með íslensku fána- litunum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.