Dagur - 08.02.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 08.02.1984, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 8. febrúar 1984 17. tölublað Siglufjörður: Lóðað á síid eða loðnu Samkvæmt upplýsingum sem Dagur hefur frá Siglufirði hafa verið mikil brögð að því að undanfömu að skipstjórar hafi lóðað á það sem menn telja vera loðnutorfur. Að sögn heimildarmanns Dags þá hafa skipstjórarnir lóöað á þessar torfur á leið til og frá mið- unum og finnst mönnum full ástæða til þess að Hafrannsókna- stofnun kanni þetta mál. Hjá Hafrannsóknastofnun fékk Dagur þær upplýsingar að tvö hafrannsóknaskip hefðu að undanförnu verið í rannsókna- leiðöngrum allt í kringum landið, nú síðast Bjarni Sæmundsson fyr- ir Norður- og Austurlandi. Niðurstöður þessara ferða lægju ekki fyrir og því ekkert hægt að segja til um sannleiksgildi þeirra frétta sem berast frá Siglufirði. Andrés Finnbogason hjá loðnunefnd sagði í samtali við blaðið að þeir hefðu engar upp- lýsingar fengið um loðnu fyrir Norðurlandi og að hans mati gat allt eins verið um síld að ræða í þessu tilfelli. - ESE. Annríki hjá lögreglu Annríki var hjá Akureyrarlög- reglunni í gær við að aðstoða fóik í stórhríðinni, aðallega við að komast í og úr vinnu. Þurfti að kalla út aukalið vegna þessa og einnig þurfti að fá aukinn bíla- kost, m.a. snjóbíl frá Hjálpar- sveit skáta. Ekki er vitað tií að neina óhöpp hafi átt sér stað í veðrinu. - GS. Hagi hf. að hætta starfsemi sinni „Því verður ekki breytt héðan af" - segir Haukur Árnason forstjóri fyrirtækisins „Það verður engin breyting á því héðau af að Hagi h.f. hætti starfsemi sinni, ekki nema það komi kaupandi inn af götunni sem vilji kaupa allt á einu bretti, þá verður það skoðað," sagði Haukur Arnason for- stjóri fyrirtækisins er Dagur ræddi við hann í gær. „Við erum að hefja sölu á sýning- armunum úr verslunum okkar og við crum að undirbúa sölu á vélum, búnaði og húsakynn- um fyrirtækisins," bætti Hauk- ur við. „Atvinnumálanefnd vildi halda áfram frekari athugunum á rekstri fyrirtækisins og til þess að það væri hægt að veita þann frest, þurftum við að fá svör við þrem- ur mikilvægum spurningum og fengum jákvætt svar frá bæjaryf- irvöldum við einni þeirra. Niður- stöðurnar sýndu sem sagt að það var tilgangslaust að halda þessu áfram frekar. Fyrsta spurningin var um að fyrir lægi hlutafjárloforð upp á 10 milljónir króna sem kæmu til út- borgunar ef áætlanir sýndu að reksturinn væri arðbær til lengri tíma litið. Síðan þurftum við að fá 500 þúsund krónur sem áhættufé þennan tíma, sem yrðu óafturkræfar ef rekstraráætíanir sýndu að þetta ætti ekki að halda áfram en væru annars hlutafjár- innborgun. Við þessu hvoru- tveggja fengum við neikvæðar undirtektir. í þriðja lagi báðum við um bæjarábyrgð fyrir 2 millj- óna króna skammtímaláni. Til- laga bæjarráðs var að við fengj- um 3 milljóna króna bæjarábyrgð enda fengjust fullnægjandi veð og tryggingar fyrir. Það sýnir sig eins og ég hef lengi vitað að það eru ekki neinir tilbúnir til að fjármagna millistór fyrirtæki í iðnaði á íslandi. Fyrir- tæki sem eru stærri en það að þau verði fjármögnuð með einkafjár- magni fárra aðila. Hagi telst ekki svo stórt fyrirtæki að það sé talin ástæða til að fjármagna þáð af fjármagni opinberra aðila s.s. sveitarfélaga eða ríkis. Fólk er að tala um smáan og millistóran iðnað sem eigi að koma í staðinn fyrir stóriðju, en það er ekkert fjármálakerfi sem er tilbúið að reka þann iðnað á íslandi. Því verður ekki breytt héðan af að Hagi h.f. mun hætta starfsemi sinni," sagði Haukur Árnason. ~*i Si mtms, Islands- ferðin stendur enn 8 Ýmsir sem fóru ferða sinna á smærri bflum áttu í nokkru basli í gær sökum ófærftar. Helstu umferðaræðar voru þó fljótlega greiðfærar, hér er verift að ryðja Strandgötuna. Mynd: KGA. Eru menn skráðir atvinnulausir þótt þeir haf i vinnu? Alltaf einhverjir til í að leika á „kerfið" „Við láuiii af og tíl úbeud- ingar þess efnis, að hér séu menn á atvtanuleysisbótum, sem jafnframt séu í fullu starfi. Slíkt hefur hins vegar ekki verið hægt að sanna," sagði Haukur Torfason, vinnumiðlunarstjóri, að- spurður um „falsaða" at- vinnuleysisskráningu í sam- tali við Dag. Dagur hefur fengið nokkrar ábendingar frá lesendum þess efnis, að þessi eða hinn þiggi svo og svo há laun, jafnframt því að vera á atvinnuleysisbótum. Haukur kannaðist við þetta. Hann sagðist. fá margar slíkar ábendingar, en þeir sem slíkar ábendingar gæfu rynnu oftast á rassinn þegar spurt væri um nöfn. Þar að auki væri erfitt að fyrirbyggja þetta, ef satt væri, því oftast væri um sjálfstæðan at- vinnurekstur að ræða, t.d. tamn- ingar hesta og smíðar og launa- greiðslur færu þá fram hjá skatta- kerfinu ef þær væru til staðar. Það væri því erfitt að sanna, að viðkomandi fengi laun umfram atvinnuleysisbæturnar. Samkvæmt heimildum Dags frá aðilum innan verkalýðshreyf- ingarinnar, ber alltaf eitthvað á því að menn leiti ráða til að leika á „kerfið", ekki síst hvað varðar atvinnuleysisbætur og sjúkrabæt- ur. Þetta væri slæmt til afspurnar, en því miður erfitt að fyrirbyggja að slíkt gerist. Það væri þó reynt og nú stæði til að taka upp harðari aðgerðir í því sambandi. - GS. torginu" 7 HSI sendir afsökunar- bréf 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.