Dagur - 08.02.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 08.02.1984, Blaðsíða 5
8. febrúar 1984 - DAGUR - 5 Dóna- skapur við áhorf- endur - Mynd og hljóð passaði ekki saman Bíógestur hringdi: Ég fór í Borgarbíó sl. föstudags- kvöld til að sjá íslensku kvik- myndina „Skilaboð til Söndru“. Raunar var það fyrir hreina til- viljun, að ég vissi af því að mynd- in var sýnd, því ekki var nú bíóið að hafa fyrir því að auglýsa sýn- ingarnar í bæjarblöðunum eða þá að framleiðendurnir hefðu fyrir því að koma þar fréttum á framfæri. Það er annað mál, og raunar furðulegt að Borgarbíó skuli ekki notfæra sér þjónustu bæjarblaðanna. Það gæti orðið til að auka aðsóknina og hressa upp á reksturinn. En aðalástæðan til þess að ég læt í mér heyra er sú, að mér of- bauð sá dónaskapur sem áhorf- endum og framleiðendum var sýndur með sýningu myndarinnar á föstudaginn. Sá dónaskapur (vonandi ekki viljandi gerður) fólst í því, að mynd og hljóð passaði ekki saman. Þannig skall hurð í lás samkvæmt hljóðinu, þegar hún átti eftir háifa leið að stöfum samkvæmt myndinni. Svona var þetta frá upphafi til loka og ekki varð ég var við nein- ar aðgerðir sýningarstjórans, til að lagfæra þetta. Auk þess var hljóðið gróft, rétt eins og það kæmi úr tómri fiskbolludós frá Niðursuðunni. Ég ætlaði að kvarta við sýningarstjóra mynd- arinnar í hléinu, en þá bara var ekkert hlé. Það hvarflaði því að mér, að sýningarstjórinn hefði sett vélarnar af stað, en farið síð- an heim og beðið ræstingarkon- urnar að slökkva á vélunum áður en þær færu. Hljóðupptaka hefur löngum verið höfuðverkur íslenskra kvik- mynda. En þrátt fyrir það vil ég ekki trúa því að þarna hafi verið um að kenna handvömm fram- leiðenda, svo hroðalegt sem þetta var. Kunnugir segja mér að svonefndur „tónhaus" í sýningar- tækjum Borgarbíós sé ónýtur. Sé það rétt, þá er ekki að undra þótt bíógestum á Akureyri fari fækkandi. Leiðrétting í grein í Helgar-Degi þann 3. febrúar sem bar heitið: „Trúlegt þeir bæti bjórnum við viskíið" urðu smámistök. Fyrirsögnin á greininni var ekki komin frá höfundi Birni S. Stefánssyni, heldur var hún blaðsins. Fyrirsögn höfundar sem fylgdi greininni var hins vegar: O, að Islendingar gætu verið eins og . . . Greinin hófst síðan á eftirfar- andi setningu: „Jú, nú var það eins og enskir þorpsbúar . . .“ Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Akureyringar - Eyfirðingar Tobacco Road syningar í Freyvangi föstudag 10. feb. ki. 20.30. (Jppselt. iaugardag 11. feb. kl. 20.30. sunnudag 12. feb. kl. 20.30. Leikfélag Öngulsstaðahrepps U.M.F. Árroðinn. LETTIR 1* Vakuhcyri/ Aðalfundur Hestamannafélagsins Léttis verður haldinn í félagsmiðstöð Lundarskóla sunnudaginn 12. febrúar 1984 kl. 14.00. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar og nefnda. 5. Stofnun kvennadeildar. 6. Önnur mál. Stjórnin. Sk KLÚBBARNIR ÖRUGGUR AKSTUR ^FUNDARBOÐ Akureyri - Eyjafirði Fundarstaður að Hótel KEA laugardaginn 11. febrúar 1984 klukkan 14.00. Dagskrá: Ökukennslan, m.a. kynnt ný lög um hana. Þór- oddur Jóhannsson, förmaður Ökukennarafélags Norðurlands. Afhending viðurkenninga fyrir 5, 10 og 20 ára ör- uggan akstur. Magnús Steinarsson, Samvinnu- tryggingum g.t. Erindi um umferðarmál. Baldvin Ottósson, for- maður Landssamtaka klúbbanna öruggur akstur. Fyrirspurnir - Umræður. Kaffiveitingar í boði klúbbsins. Mætum öll! Rýmingarsalan í fullum gangi Ennþá er hægt að gera mjög góð kaup Opið laugardag 10-12 Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 sími 22275 Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi Munið vinsælu þorrabakkana Afgreiðum einnig stærri pantanir og þá með jafningi og rófustöppu. Opið til kl. 20 á fimmtudögum og til hádegis á laugardögum. Kjörmarkaður KEA Hrísalundi l: illi IIIIÍIIIlUiuiiii L Styrkur ★ Gæði ★ Spamaður ★ Tími Við höfum yfirstigið framleiðsluvandamál, endurbætt og skipulagt framleiðslu steyptra húseininga okkar. Þess vegna getum við státað af stvrk. aæðum, soamaði og tíma Höfum fyrirliggjandi um 40 teikningar af einbýlishúsum með eða án bílskúrs Leitið upplýsinga á skrifstofunni ci LLUlLUJfri Sindrafell hf. Draupnisgötu 1 - Símar (96)25700 og 25701 - P.O. Box 649 - 602 Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.