Dagur - 08.02.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 08.02.1984, Blaðsíða 11
8. febrúar 1984 - DAGUR -11 Vorum að fá sænskar haimonikuplötur Ragnheiður Steindórsdóttir í My fair Lady. Leikfélag Akureyrar My fair Lady Sýningar 45. sýning föstudag 10 feb. kl. 20.30. 46. sýning laugardag 11. feb. kl. 20.30. 47. sýning sunnudag 12. feb. kl. 15.00. Miðasala opin alla virka dagakl. 16-19, kvöldsýning- ardaga kl. 16-20.30. Sími 24073. Ósóttar miðapantanir seldar tveimur tímum fyrir sýningu. Sýningum fer að fækka Leikfélag Akureyrar. Þorrablót Öngulsstaðahrepps verður haldið að Freyvangi 18. febrúar kl. 20.30 stundvíslega. Brottfluttir hreppsbúar velkomnir - mega ekki taka með séf gesti. Nú búum við út trogin sjálf, en það er líka hægt að panta trog. Rokkbandið leikur fyrir dansi. Miða- og trogapantanir í símum 24937, 31205 og 31174 fyrir 12. febrúar. Nefndin. Námskeið Sparnaður í heimilisrekstri Neytendafélag Akureyrar og nágrennis, ásamt Félagsmálastofnun Akureyrar, gangast fyrir námskeiði í heimilishagfræði. Á námskeiðinu verður fjallað um heimilisbókhald, hagkvæmni í innkaupum, lánamarkaðinn, afborgunarkjör, orkusparnað, fjárhagsáætlanir, neysluvenjur, fasteignakaup o.fl. Námskeiðið er öllum opið, engrar sérstakrarfyrir- framþekkingar er þörf. Námskeiðið tekur fimm kvöld (20., 21., 22. feb., 5. og 7. mars) kl. 20.30 til 23.00. Það verður haldið í sal Trésmiðafélags Ak- ureyrar, Ráðhústorgi 3 (m. fyrirvara). Þátttöku- gjald er kr. 250. Upplýsingar eru veittar í síma Neytendafél. Akur- eyrar 22506 kl. 16-18 og þangað skal ennfremur tilkynna þátttöku. Neytendafélag Akureyrar og nágrennis Félagsmálastofnun Akureyrar. Skrifstofa Framsóknarflokksins Opið alla virka daga frá kl. 15.30-18.30. Starfsmenn skrifstofunnar verða Tryggvi Svein- björnsson á mánudögum og miðvikudögum og Bragi V. Bergmann á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Síminn er 21180. Heimasímar: Tryggvi Sveinbjörnsson, 26678. Bragi V. Bergmann, 26668. Mmið grilluðu kjúklingana beint úr ofni fimmtudag, föstudag og laugardag. Kjörbúð KEA Sunnuhlíð N Aðalfundur Árroðans verður haldinn í Freyvangi sunnudaginn 12. febrúar nk. kl. 13.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Jörð til sölu Tilboð óskast í jörðina Göngustaði í Svarfaðar- dalshreppi í Eyjafjarðarsýslu sem er laus til ábúð- ar á fardögum í vor. Upplýsingar um jörðina eru veittar í síma 96- 61550. Tilboðum skal skila til eiganda jarðarinnar Þórarins Valdimarssonar, Jarðbrú 620 Dalvík fyrir 1. mars nk. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Viðskiptavinir athugið Ritstjómarskrifstofur okkar, auglýsingamóttaka og afgreiðsla verða lokaðar eftir hádegi nk. föstudag 10. febrúar vegna jarðarfarar Sigurðar Óla Brynj- ólfssonar. Dagur-Dagsprent hf. Strandgötu 31, Akureyri. Vantar stýrimann og háseta vanan netaveiðum á Eyborgu EA 59. Upplýsingar í síma 61712 á daginn og 61784 á kvöidin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.