Dagur - 08.02.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 08.02.1984, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 8. febrúar 1984 Þeir þurfa svo sannarlega ekki að skammast sín fyrir Besta bæ, Húsvíkingarnir. Reisulegra dagheimili og leikskóla höfum við ekki séð lengi og börnin voru hvert öðru myndarlegra og mannvænlegra. Við stöldr- uðum við á Besta bæ smá- stund fyrir skömmu, röbbuð- um við krakkana og festum þau á filmu. Árangurinn get- ur að líta hérna megin í opn- unni en til mótvægis höfum við stjórnendur bæjarins. Það eru kátir og fjörugir krakkar á Besta bæ á Húsavík. Mynd: ESE. - 1||§| Það er nóg af skemmtilegum tækjum úti í garðinum „Heyrðu manni sestu héma hjá mér“ - spjallað við Ester Berg Grétarsdóthir, 6 ára, á Besta bæ á Húsavík - Heyrðu manni. Sestu hérna hjá mér? - Hvað heitirðu? - Nú er það. Ég heiti Ester Berg Grétarsdóttir og á heima á Húsavík. Ég er fimm ára, bætir hún svo við. Þannig sagðist lítilli stúlku frá sem við Dags-menn hittum á barnaheimilinu og leikskólan- um Besta bæ á Húsavík. Sú stutta var greinilega bráðskýr og skemmtileg eftir því og hún vildi endilega komast í Dag. - Þá sér Lúlley amma mig í blaðinu. - Lúlley amma? - Já, hún á heima á Akureyri og þá sér hún Dag. - Hefur þú alltaf átt heima á Húsavík? - Já, segir Ester, eftir smáhik. - Er gaman að eiga heima á Húsavík? - Jaá, segir Ester og að þessu sinni dregur hún seiminn. Er greinilega ekki viss í sinni sök. - Hvað er skemmtilegast að gera? - Leika playmo, segir hún og heimtar að við komum með að skoða playmoið . . . Talið berst nú að öðrum hlut- um og það kemur í ljós að Ester horfir stundum á sjónvarpið. Við spyrjum hvað sé skemmti- legast í sjónvarpinu og Ester er ekki í vafa. Það er ekki Tommi og Jenni. Það er ekki Línan og það er ekki Stundin okkar. - Það er Húsið á sléttunni, þegar ég horfi á það hjá ömmu og afa . . . - ESE 8. febrúar 1984 - DAGUR - 7 Hátíðlegur bæjarstjórnarfundur á: „RAUÐA TORGINU Það var hátíðleiki yfir mönnum á „Rauða torginu“ á Húavík er bæjarstjórn Húsavíkur kom þar saman til síns 500. fundar 31. janúar sl. Þá voru liðin nákvæm- lega 34 ár síðan fyrsti bæjar- stjórnarfundurinn var haldinn og eins og tilheyrir voru flestir bæjarfulltrúa í sínu fínasta pússi á þessum merku tímamótum. Sjálfstæðismenn í bláu og einn fulltrúi Alþýðubandalagsins skartaði fagurrauðu bindi. Við- eigandi á „Rauða torginu“ ekki satt? Vel á minnst fundurinn var auðvitað ekki haldinn á hinu eina sanna Rauða torgi í Moskvu, heldur „Rauða torginu“ í Félags- heimilinu á Húsavík, öðru nafni Víkurnausti. Ástæðan fyrir þess- ari litrænu nafngift er sú að tepp- ið í salnum er rautt og því hefur einhverjum einhvem tímann fund- ist þetta nafn viðeigandi. Bæjarfulltrúar vom hins vegar sammála um að það væri enginn sérstakur rauður litur yfir bæjar- stjórnarfundunum. Til mótvægis var líka fyrir löngu búið að setja græna dúka á fundarborðin og stólarnir voru bláir. Á umræddum fundi fjölmennti auðvitað bæjarpressan og svo skemmtilega vildi til að í hópi blaðamanna og fréttaritara var eini maðurinn sem hafði verið viðstaddur fyrsta fundinn. Það er Silli á Húsavík, fréttaritari Mogg- ans eða öðru nafni Sigurður P. Björnsson, bankastjóri Lands- bankans á staðnum. Silli mynd- aði fyrsta fundinn á gamla enska Ensign-myndavél og að þessu sinni var hann á staðnum með forláta Rolliflex-vél. - Við verðum að semja við þig Silli að þú myndir 500. hvern fund, sagði einn bæjarfulltrúanna og ekki var Silli á móti því. Brosti bara í kampinn og smellti af. - ESE/Myndir: gk-. II í: ! Wk ♦ O^í' f^^ff i 1 jf ffi m M fm W l| Æjt I f IgH \ JH \ Æm§, Bæjarstjórnin ásamt bæjarstjóra og bæjarritara. Bæjarpressan að störfum. Silli á Húsavík - kominn á fastan samning hjá bæjarstjórninni ••• Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400 Við minnum á búðingana okkar Þeir eru hreint sælgæti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.