Dagur - 08.02.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 08.02.1984, Blaðsíða 3
8. febrúar 1984 - DAGUR - 3 Umferðin á Akureyri í janúar: 172 ökutæki skemmdust Þorsteinn Pátursson lögreglumaður skrifar Janúar 1984 Fyrsti mánuður þessa árs er nú liðinn. Varla verður hans minnst fyrir neitt sérstakt í sögu þessa bæjar, að minnsta kosti urðu eng- in stóráföll í bænum. En gamalt máltæki segir, margt smátt gerir eitt stórt. I þessum nýliðna mán- uði urðu alls 95 umferðaróhöpp á Akureyri, þar sem 172 ökutæki skemmdust auk þess skemmdist hús, umferðarmerki og ekið var á hest. Þessi háa tala kallar á það að ég skrifi nokkrar línur til hug- leiðingar. Nú þegar við Akureyr- ingar megum horfa fram á aukið atvinnuleysi, ættum við að huga vel að því sem næst okkur er og við ráðum yfir sjálf. Það er ekki lítill peningur sem þarna fór þannig að ef við hefðum nú haft peninga þessa hefðum við getað Þorsteinn Pétursson. borgað mörgum góða launaupp- bót. í janúarmánuði fyrir ári urðu 59 umferðaróhöpp. Ef við berum þessa tvo mánuði saman þá kem- ur í ljós að umferðaróhöppum fjölgaði um 36. Þetta er geigvæn- leg þróun, þróun sem við getum breytt til betri vegar. Á síðasta ári varð sú ánægjulega þróun að um- ferðaróhöppum og slysum fækk- aði nokkuð. Þetta var líka Nor- rænt umferðaröryggisár sem vel var að staðið. Það hvarflar því að manni í dag að nú hafi bæjarbúar sleppt fram af sér beislinu og ætli að slá öll fyrri met. Mér er þó full ljóst að hinir gætnustu menn geta, og lenda í óhöppum. En því miður held ég að alltof oft megi finna orsök umferðar- óhappa sem felast í hreinum trassaskap ökumanna. Á ég þar við t.d. að alltof margir ökumenn hafa bifreiðar sínar ekki nægilega vel útbúnar til aksturs í hálku. Janúarmánuður var að vísu slæmur með tilliti til umferðar, mikil hálka var og rysjótt tíð. En þetta er nú einu sinni það sem við búum við og megum alltaf eiga von á. Ef til vill blekkir nú auð göngugatan einhverja. Annars ef við lítum á akstursskilyrði hér í bæ á veturna þá tel ég að við megum vel við una. Starfsmenn þeir hjá bænum sem vinna við hreinsun gatna gera það með slíkri prýði að þeir eiga hrós skilið. Það er þá einn þáttur sem rétt væri að hugleiða. Mundi auk- in saltnotkun auka öryggi og bæta akstursskilyrði, eða mundi það aðeins vera vel þegin aðstoð við þá sem aka um á vanbúnum ökutækjum. Flestum mun kunn- ugt um að saltnotkun er veruleg í Reykjavík og er misjafnlega lát- ið af henni. Þá mætti ef til vill hugsa sér aðra leið. Allar bifreið- ar yrðu stöðvaðar og dekkjabún- aður þeirra kannaður. Væri hon- um áfátt væri notkun ökutækisins bönnuð. Samkvæmt umferðar- lögum er ekki nægilegt að hafa aðeins tvö negld dekk á venju- legri bifreið. Þau skulu vera fjögur. Margur ökumaður sparar sér tvö dekk og telur sig muni komast af veturinn. Ég hefi séð alltof mörg umferðar- óhöpp sem beinlínis má rekja til þessa sparnaðar, og í mín- um huga er hann hlægilegur. Ökumenn hafa sagt við mig að þeir hafi ekki efni á því að kaupa góð dekk, og láti því nægja að kaupa tvö. Með aðeins tvö negld dekk er hættan jafnvel meiri, því þá er komið falskt öryggi. Það má til sanns vegar færa að það sé starf okkar lögreglumanna að stöðva ökumenn sem ekki hafa nægilega góðan dekkjabúnað á bifreiðum sínum. Ekki skal standa á því að ég leggi þessu lið verði farið út í meiri hörku í þess- um málum, því þarna er stórmál á ferðinni. Fleiri þættir eru þessu samfara og ef til vill engin ein lausn á mál- um þessum. Þetta stendur okkur öllum svo nærri að reynandi væri að gera eitthvað róttækt sem hefði áhrif fljótt. Þannig mætti ef til vill minnka ökuhraða mánuð- ina nóv., des., jan. og feb. í 35 km. Ökuhraði mætti ef til vill vera 50 km áfram á helstu að- flutningsleiðum í bænum. Þetta er erfitt í framkvæmd en ekki óframkvæmanlegt. Það sem þarf er jákvætt hugarfar, vilji og samstarf. Á skólatíma hefur lögreglan haft aukið umferðareftirlit í grennd við skólana. Tel ég að þetta mætti auka með meiri þátt- töku skólanna. Á ég þar við þátt- töku kennara, nemanda og for- eldrafélaga. Væri ekki hugsan- legt að nemendur í eldri bekkjum tækju að sér gangbrautavörslu á þeim tíma sem nemendur eru á leið til eða frá skóla. Væri ekki möguleiki að gera þetta að einu af þeirra verkefnum í námi. Þá væri til dæmis hægt að hugsa sér að eldri nemendur fengju að fylgjast með ökuhraða í grennd við skólana. Til eru litlar og mjög handhægar radar-byssur til að mæla ökuhraða með. Eru þær tengdar tilheyrandi rafhlöðu. Nemandi gæti síðan skrifað niður þau ökutæki sem væri ekið of hratt. Eftirvinnan yrði sína sú að nemandinn fengi upp hver væri eig- andi bifreiðarinnar. Hann mundi síðan senda eða færa eiganda kort frá skólanum þar sem eiganda væri bent á að bifreið hans hefði verið ekið of hratt og það væri von nemenda að hann færi sér hægar næst. Margt fleira mætti ef til vill reyna. Von mín er sú að við hér í þessum indæla bæ með okkar góða mannlíf förum að takast á við þetta mál af fullri al- vöru og af áhuga. Einn af vinum mínum er sérstakur gæfumaður í umferðinni. Hann hefur ekið í rúm tuttugu ár án þess að valda tjóni. Hann ekur að vísu mjög rólega, svo rólega að mörgum finnst leiðinlegt að vera í bíl með honum. En þetta er árangur þess að fara gætilega. Ættum við ekki öll að taka það til fyrirmyndar? Þorsteinn Pétursson lögreglumaður á Akureyri ;;w: Á mynd þessari sést tjón sem kallast smátjón en kostaði samt 13.326 krónur. HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (95)21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.