Dagur - 15.02.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 15.02.1984, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIH , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 15. febrúar 1984 20. tölublað Janúarveiðar fyrir Norðurlandi: Hrikalegur aflasamdráttur Þorskafli fyrir Norðurlandi dróst sunian um rúm þrjú þúsund tonn í janúarmánuði sl. ef miðað er við aflabrögð í sama mánuði í fyrra. Heildar- afli í fjórðungnum dróst sam- an um tæp 1700 tonn. Á sama tíma hafa Reyknesingar, Vest- firðingar og Austfirðingar, aukið afla sinn og samdráttur í - Aukning á Reykjanesi, Vestfjörðum og Austfjörðum þorskveiðum er ekki mjög mikill á þessum stöðum, ef marka má upplýsingar frá Fiskifélagi íslands. Heildarafli Norðlendinga í janúar var 4443 lestir en þar af var þorskaflinn 2212. Sambæri- legar tölur fyrir janúar í fyrra eru 6116 lestir, þar af þorskur 5263 lestir. Samdrátturinn er því mik- ill og tilfinnanlegur en það er einkum togaraaflinn sem dregist hefur saman. 2814 tonna sam- dráttur í þorskveiðunum á með- an samdrátturirin hjá bátaflotan- um var 237 tonn. Ef litið er á aðra landshluta þá kemur í ljós að á Suðurlandi dregst heildarafli saman um 126 tonn, en þorskaflinn dregst sam- an um 386 tonn. Á Reykjanesi eykst heildarafli um 480 tonn og þorskaflinn dróst aðéins saman um 464 tonn. Á Vesturlandi er aflasamdrátturinn 444 tonn, en þorskafli hefur minnkað um 393 tonn. Á Vestfjörðum eykst afli hins vegar um 464 tonn og þar er minnstur samdráttur í þorskafla. Aðeins 91 tonn miðað við jan- úarmánuð í fyrra. Á Austfjörð- um er aflaaukningin mest, 728 tonn en þar er samdráttur í þorskveiðum aðeins 342 tonn. Skýringuna á aflaaukningunni á Austfjörðum má rekja til loðnu- veiðanna en 799 tonn af loðnu bárust þar á land í janúar. Af framangreindu má vera ljóst að aflasamdrátturinn er hrikalegastur á Norðurlandi. -ESE. „Eiga ekki réttá kvóta" - segir sjávar- útvegsráðherra um raðsmíðaskipin „Samkvæmt þeirri reglugerð sem við höfum gefið út eiga þessi skip ekki rétt á kvóta. Það er mikið atriði varðandi veiðarnar í ár að ekki komi fleiri skip inn í myndina, því þá minnkar bara kvóti þeirra sem fyrir eru," sagði Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráð- herra, er hann var inntur eftir því hvort raðsmíðabátarnir í Slippstöðinni fengju kvóta ef svo færi að Útgerðarfélag Ak- ureyringa keypti þá, eins og til tals hefur komið. „Við höfum ekki haft rieinar spurnir af því að útgerðaraðilar væru að huga að því að gera þessi skip út, en þetta er að sjálfsögðu mál sem þarf að athuga nánar þegar á reynir. Ég vil ekkert um það segja hvort þessi skip komi til með að fá úthlutað kvóta. Allt sem bætist við minnkar hlut ann- arra," sagði Halldór Ásgrímsson. Nær fullvíst má telja að ekki verður hægt að selja þessi skip ef ekki fæst veiðikvóti fyrir þau, en afhending getur farið frairi í júní og september, eins og áður hefur komið fram í Degi. - HS. Splæsing. Ljósmyndarí Dags rakst á þessa heiðursmenn á togarabryggjunni í gaer, þar sem þeir voru að endumýja hluta af togvírunum um borð í Kaldbak. Mynd: KGA. „Mikill hugur í mönnum - segir Friðfinnur Daníelsson, iðnráðgjafi á Norðurlandi fifi „Það er mikill hugur í mönnum og enginn uppgjafar- tónn, sem dregur úr þebn kjarkinn. Mjög mikil hreyfing er í þá átt að koma upp nýjum fyrirtækjum og fara að fram- leiða eitthvað nýtt," sagði Friðfinnur Daníelsson, iðnráð- gjafi á Norðurlandi í viðtali við Dag. „Það má segja að ekki linni símhringingunum og ég hef það . á tilfinningunni að margar af þeim hugmyndum sem menn eru að viðra eigi eftir að verða að verúleika. Þær eru misjafnlega langt á veg komnar og í sumum tilfellum fer að koma að því að framleiðsla hefjist. Annað er á byrjunarstigi. Mikið er um hugmyndir á sviði matvælaiðnaðar og lífefnaiðnað- ar, endurvinnslu hvers konar og svo varðandi framleiðslu í járn- iðnaði. Nokkuð ber þó á því að menn séu með svipaðar hug- myndir og á það við yfir landið í heild. Við iðnráðgjafarnir í fjórð- ungunum höfum þess vegna gott samband okkar á milli svo koma megi í veg fyrir að allt of margir séu að gera sömu hlutina. Það er greinilegt að menn eru hugmyndaríkir en það sem oft vantar til að hrinda málunum í framkvæmd er úthaldið, en allt krefst þetta geysilegrar undirbún- ingsvinnu og oft á tíðum tals- verðra peninga. En þegar á heildina er litið er ég bjartsýnn á að út úr öllum þessum hugmyndum eigi eftir að koma nýjar framleiðslugreinar," sagði Friðfinnur Daníelsson, iðn- ráðgjafi Fjórðungssambands Norðlendinga. - HS. Tilboð í Vericalýðshöllina: Engu tekið en samið við Hauk „Það voru fjórir aðilar sem sendu inn tilboð en ákveðið var að taka engu þeirra," sagði Jón Helgason hjá Verkalýðsfélaginu Einingu er við ræddum við hann um pípu- lagnir í „Verkalýðshöllinni" svokölluðu við Skipagötu. Eftir að öllum tilboðunum hafði verið hafnað voru teknar upp viðræður við Hauk Adolfs- son og varð samkomulag um að hann tæki verkið að sér. Þá hafa einnig verið opnuð tilboð í múr- verk og voru Júlíus og Guðni með lægsta tilboðið. Alþýðubankinn: Verður útibúið senn opnað? Margt bendir nú til þess að úti- bú Alþýðubankans á Akureyri verði opnað á næstunni, jafn- vel þegar á föstudag. Sem kunnugt er þá hefur lengi staðið í stappi um opnun útibús- ins sem staðið hefur tilbúið síðan í haust og viðskiptaráðherra sagði nýlega í samtali við Dag að hann treysti sér ekki til þess að mæla með opnun fyrr en nefnd sú sem vinnur að endurskoðun á banka- kerfinu hefði skilað af sér. Hins vegar hefur verið mikill þrýsting- ur á viðskiptaráðherra frá verka- lýðshreyfingunni og fleiri aðilum og svo virðist sem sá þrýsting- ur sé nú að skila árangri. Þeir sem Dagur ræddi við varðandi þetta mál vildu hvorki neita né játa þessum fréttum en sögðu að vissar vonir væru bundnar við að leyft yrði að opna útibúið. -ESE.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.