Dagur - 15.02.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 15.02.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 15. febrúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Kjaramál og atvinnuleysi í viðtali sem Dagur átti við Ingvar Gíslason, alþing- ismann fjallar hann m.a. um þann árangur sem ríkisstjórnin hefur náð og segir: „Árangur ríkisstjórnarinnar liggur náttúrlega fyrst og fremst í því að verðbólgustigið hefur stór- lega lækkað og þetta er árangur sem við megum ekki farga. Við megum því ekki hrófla neitt við genginu og við verðum að halda launahækkunum innan þeirra marka sem ráðgert hefur verið, 4-5%. Ef þetta jafnvægi í gengi og launum raskast, þá erum við búin að tapa þessum leik, “ sagði Ingvar Gíslason. Ingvar sagði einnig í viðtalinu að reynslan hefði sýnt það, að hinn almenni víðtæki samningsréttur væri nú orðið ekki til hagsbóta fyrir láglaunafólkið og margir verkalýðsleiðtogar virtust vera að kom- ast á þá skoðun. Þeir treystu orðið meira á úrlausn- ir ríkisvaldsins heldur en samningsréttinn, til að rétta kjör þeirra verst settu í þjóðfélaginu. Ingvar telur að finna verði leiðir til að lögfesta lágmarks- laun. Stefán Valgeirsson, alþingismaður fjallar einnig nm þessi mál í viðtali við Dag og segir: „Umræðan í þjóðfélaginu, bæði hjá aðilum vinnumarkaðarins og stjórnmálamönnum, hefur verið á þá leið að þarna þurfi að lagfæra og að grípa verði í taumana. Nú virðist það hafa komið í ljós að vinnumarkaður- inn hefur ekki þrek eða manndóm til að taka á þessum málum svo forsvaranlegt sé. Ég trúi því ekki að við íslendingar getum liðið það að t.d. uppalendur barna, ekki síst einstæð foreldri, búi við það kröpp kjör að gera megi ráð fyrir veru- legum uppeldislegum áföllum. “ Stefán leggur til að tekið verði á vandamálum láglaunafólksins og jafnframt á atvinnuleysisvanda- málinu sameiginlega. Tekin verði upp tekjutrygg- ing í stað atvinnuleysisbóta og að þeir sem erfitt eigi um vik vegna barnauppeldis að vera úti á vinnumarkaðinum - og vinni auk þess fyrir lágum launum - fái tekjutryggingu, en hinum sem auðvelt eigi með að vinna úti en séu í ótryggri atvinnu eða jafnvel atvinnulausir verði sköpuð atvinna. „Eins og staðan er orðin í dag hef ég ekki trú á öðru en verulegan uppskurð þurfi að gera í þjóðfé- laginu, svo unnt verði að laga þetta. Auðvitað er ekkert vit í því að ungt fólk gangi atvinnulaust, vegna þess að það er nóg að vinna í þessu þjóðfé- lagi,“ sagði Stefán Valgeirsson. Hólmfríður Jónsdóttir: Rabb um álver og fleira Umræður um álver við Eyjafjörð hafa staðið mörg undanfarin ár og sitt sýnst hverjum. Þessar um- ræður hafa að mínum dómi verið ómálefnalegar og dregið úr um- ræðu um aðra atvinnuuppbygg- ingu á Akureyri. Hinn 24. janúar sl. bar Jón Sig- urðarson, formaður atvinnu- málanefndar, loks fram tillögu í bæjarstjórn, þar sem fram kemur skýlaus ályktun um að álver rísi við Eyjafjörð og ósk um sam- stöðu um þetta „mikla hags- munamál" Eyfirðinga. Fulltrúar núverandi stjórnarflokka sam- þykktu þessa tillögu. Fulltrúar Kvennaframboðsins lýstu hins vegar algjörri andstöðu sinni við hana og greiddu því atkvæði gegn tillögunni. En hvernig stendur á því að konurnar láta svona? Til þess eru margar ástæður. Ein þeirra, og sú sem mest hefur verið rædd, er mengun. Sú hætta gæti orðið geigvænleg. Þó að í tillögu þeirri sem bæjarstjórn samþykkti sé sleginn sá varnagli „að talið verði tryggt að rekstur versins stefni lífríki fjarðarins ekki í hættu“ spyr ég: Hverjir verða þar kvadd- ir til? Ég minnist þess að einn ákafur álversaðdáandi sagði í mín eyru, að hann gerði ekkert með þær rannsóknir sem Nátt- úrugripasafnið er þegar búið að gera, þær væru ekki hlutlausar. Margur heldur mig sig. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að þær rannsóknir sem fyrirhugaðar eru nú verði hlutlausar, eða er yfir höfuð hægt að tryggja það fyrirfram að mengun hafi ekki áhrif á lífríkið. Síðustu rann- sóknir heilbrigðiseftirlitsins í Straumsvík sýna að mengun er vandamál sem erfitt er að koma í Veg fyrir. En hverjir koma svo til með að vinna í álveri? Ég les oft að gamni mínu dálka í blöðunum þar sem börn eru spurð um það hvað þau ætli að verða þegar þau verði stór. Mörg og margvísleg eru svörin, en ekki hefi ég ennþá rekist á svarið: Verkamaður í ál- veri, og ég er líka viss um að ef sama spurningin væri lögð fyrir foreldra, þ.e. hver væri ósk þeirra varðandi framtíð barn- anna, yrði verkamaður í álveri ekki ofarlega á óskalistanum. Undanfarið hefur staðið yfir verkfall í álverinu í Straumsvík. Pað hefur komið fram í fjölmiðl- um að meðaltekjur starfsmanna þar nálgist þó að vera þrefaldar á við meðaltekjur kvenna sem vinna í súkkulaðiverksmiðjunni Lindu og sápuverksmiðjunni Sjöfn, svo að nærtæk dæmi séu nefnd. Svör starfsmanna við því hvers vegna þeir vilja hærra kaup eru skýr og skiljanleg. Vinnan er erfið, áhættusöm, heilsuspillandi, vinnutími óeðlilegur fyrir fjöl- skyldulíf og starfsævin stutt. En meðan erlendir aðilar á Suður- nesjum eru að semja við íslenska verkamenn þar, halda aðilar á ís- lenska vinnumarkaðinum að sér höndum og sjá hvað setur, og tíminn líður. Þó er víst öllum landslýð ljóst að ástandið er orð- ið geigvænlegt, sérstaklega hjá einstæðum foreldrum og barn- mörgum láglaunafjölskyldum. Þetta finnst mér ekki til að hafa í flimtingum. Ef til þeás kemur að foreldrar verða að gefa börnum sínum grjónagraut í staðinn fyrir sunnudagssteikina sem þau eru vön, er það engin harmabót að vita að forsætisráðherra íslands þykir hann góður. Við kvennaframboðskonur höfum oft bent á að uppbygging fyrir hvert starf í álveri væri óheyrilega dýr miðað við annan iðnað. Svarið hjá álmönnum er á reiðum höndum. Öll þjónusta fnargfaldast kringum stóriðju. Þar koma fleiri störf. Trúlega yrði keypt meira súkkulaði frá Lindu og meiri sápa frá Sjöfn, svo ég haldi mig við þau dæmi. Ég vildi óska að ég gæti sagt með sanni að ég treysti íslenskri verkalýðsforustu til að sjá þá svo Hólmfríður Jónsdóttir. um að launamismunurinn yrði þá ekki eins hróplegur, en það get ég ekki sagt. Að mínum dómi mundi stóriðja hér frekar auka hann, og brjála þannig það stétt- lausa samfélag sem við höfum hingað til státað okkur af. Markmið Kvennaframboðs er meðal annars að minnka launa- mismun og koma á mannlegra samfélagi. Það sem ég hefi drepið á hér að framan varðandi stóriðju er ekki spor í þá átt. Rannsóknir fyrir alla stóriðju kosta óhemju fjármuni. Mín skoðun er að á þessum fjármun- um þurfum við frekar að halda í þágu annarra atvinnuvega. Ef fiskurinn í sjónum fer minnkandi þá þarf að spyrna við fótum reyna að rækta hann upp aftur ef hægt er og/eða nýta betur það litla sem við fáum. En auðvitað kostar þetta uppbyggingu og rannsóknir og til þess þarf fé. Ég get ekki látið hjá lfða að átelja þá svartsýnisstefnu sem ríkir á Islandi um þessar mundir. Það hefur fyrr árað illa og afli brugðist, ég vil trúa því að fiskur- inn komi aftur, sjórinn er hlýrri í ár, það er jákvætt, en um það eru engar stórfyrirsagnir í blöðunum, svo ég nefni það sem dæmi, en auðvitað verðum við að vera við öllu búin, en síst af öllu megum við leggja árar í bát og gefast upp. Mér flýgur í hug að sá flótti frá raunveruleikanum sem hrjáir margt ungt fólk á íslandi og kem- ur fram í neyslu alls konar vímu- gjafa eigi rót sína að rekja til þessarar svartsýnisstefnm En hún er söm við sig. Fjölmiðlar geta mest um það sem aflaga fer. Það er aldrei getið um allt það lífs- glaða, heilbrigða unga fólk, meirihlutann, sem stenst raunina, en það breytir því ekki að hinir unglingarnir eru of margir, ísland þarf á öllu sínu unga fólki að halda. Kveðja til Sigurðar frá Græna- vatni Vegna Þorrakveðju frá þér til Jóns Sigurðarsonar, frænda míns í Degi 6. feb. langar mig að senda þér nokkur orð: í þessu greinarkorni hér að framan hefi ég stiklað á stóru um skoðanir mínar á álveri. Þú sérð fljótt að ekki erum við Jón frændi sammála um þau mál. En ég set þetta fram sem mínar skoðanir en ekki skoðanir föður míns, Jóns Sigurðssonar í Ystafelli, sem er löngu látinn og ég ber að sjálfsögðu djúpa virðingu fyrir hugsjónum hans. Þrátt fyrir það eru þetta mínar eigin skoðanir. Síst vanmet ég það veganesti sem góðir foreldrar gáfu mér er ég lagði út í lífshlaupið en reynsla mín er samt sú, á langri ævi, að hver einstaklingur verði sjálfur og einn að vera ábyrgur orða sinna, gerða og viðbragða hverju sinni og geti ekki hreykt sér hátt af gengnum forfeðrum. Því legg ég til að Jón fái að hafa sínar skoðanir í þessu máli, sem öðrum, og verja þær og rökstyðja án þess að blanda skoðunum og hugsjónum föður míns og afa hans, Jóns í Ystafelli þar inn í. Hvað varðar birkiilm og sunn- anvind hefi ég þá trú að hvorugt okkar Jóns hafi gleymt neinu þar um og ég er, sem betur fer, viss um að við getum bæði, hér eftir sem hingað til, notið hvíldar frá önnum og erli dagsins í kyrrðinni og bjarkarilminum í Ystafells- skógi. Akureyri á þorra 1984 Hólmfríður Jónsdóttir frá Ystafelli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.