Dagur - 15.02.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 15.02.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -15. febrúar 1984 — segir María Kristjáns- dóttir, leikstjóri sem leikstýrir Sölku Völku hjá Leikfélagi Húsavíkur Á Húsavík stendur leiklist með miklum blóma. Leikfélag Húsavíkur hefur starfað ötullega frá því elstu menn muna og eftir því sem fram hafa liðið stundir hafa bæjarbúar byggt upp metnaðarfullt og framsækið áhugamannaleikhús. Bæjarbúar hafa líka sýnt og sannað að þeir eru margir hverjir liðtækir leikarar og eitt er víst að sjálfstraustið hefur aldrei vafist fyrir Þingeyingum. Þeir yrðu líklega manna síð- astir til þess að viðurkenna að þeir gætu ekki leikið, en þess gerist þó ekki þörf. Húsvíkingar og aðrir Þing- eyingar hafa átt leikara af Guðs náð og nú þegar leik- félagið hefur fjögur ár um áttrætt þá kastar það elli belgnum og tekst á við það verkefni sem sumir halda fram að sé það erfiðasta allar götur frá aldamótum, Sölku Völku eftir Halldór Laxness. Til þess að gera þessu mikla verki þjóðskáldsins frá Gljúfrasteini skil, hefur leikhúsfólk á Húsavík búið sig undir að leggja nótt við dag við æfingar en til þess að allt fari nú fram undir öruggri verkstjórn, hefur María Kristjánsdóttir verið fengin til að leikstýra verkinu. María hefur áður tekist á við stórverkefni t.d. hjá Þjóðleikhúsinu þar sem hún leikstýrði Garðveislunni og Súkkulaði handa Silju fyrir um tveim árum. Blaðamenn Dags ræddu á dögunum við þær Maríu Kristjánsdóttur og Önnu Ragnarsdóttur, formann Leikfélags Húsavíkur. Þaö var allt á tjá og tundri í leikhúsinu á Húsavík er okkur bar þar að garði. Við höfðum náð í Önnu formann á barnaheimil- inu Besla bæ þar sem hún vinnur sem starfsstúlka og hún hafði boðað Maríu leikstjóra á okkar fund. Og María var mætt. Var reyndar hálf týnd þar sem hún sat innan um málningardósirnar sem stðar kom í ljós að tilheyrðu Helgu málara, eins af máttar- stólpum leikfélagsins, eins og María orðaði það. - Við höfum að undanförnu beðið eftir grænu Ijósi frá Hall- dóri Laxness. Beðið eftir leyfi til þess að sviðsetja Sölku Völku og nú þegar það leyfi er fengið er okkur ekkert að vanbúnaði. Við höfurn valið i hlutverk og æfingar hefjast senn, sagði María eftir að við höfðum þegið kaffibolla, tyllt okkur niður og spurt fyrstu spurningarinnar. - Hafið þið eitthvað til að styðjast við í þessari uppfærslu? - Salka Valka hefur aðeins einu sinni verið flutt á sviði áður. Það var hjá Leikfélagi Reykja- vt'kur í Iðnó fyrir nokkrum árum en við munum að sjálfsögðu styðj- ast við þá leikgerð að einhverju leyti en þetta verður að öllu leyti okkar leiksýning, fullyrðir María. ía. - Hvernig verk er Salka Valka? - Mjög skemmtilegt verk en jafnframt mjög erfitt verk. - Mikið um átakahlutverk? - Já mikið um erfið hlutverk sem gera miklar kröfur til leikar- anna. - Ertu ekki hrædd um að þetta sé of mikið af því góða fyrir áhugaleikarana og áhugaleikhús- ið? - Nei ég er ekki hrædd um mitt fólk. Það kemur til með að valda þessu fullkomlega. - Er mikill munur á að vinna með atvinnuleikurum og svo áhugaleikurum? - Það er mjög mikill munur. Vinnan er svo óendanlega miklu meiri þegar leikararnir eru óreyndir en það vegur svo aftur upp á móti að leikgleði áhuga- leikaranna er viðbrugðið og ég er viss um að Salka Valka mun geisla af leikgleði. Það má svo reyndar koma fram að margir leikaranna hafa töluverða reynslu þó þeir séu áhugaleikarar og t.d. er Sigurður Hallmarsson sem leikur Kaupmann Bogesen, leikari á landsmælikvarða. - Hvernig er húsið? - Það er gott. Leiksviðið er lít- ið en húsið er mjög gott. Hefur sál eins og svo mörg önnur gömul og gróin hús, segir María en það er hún sem hefur haft orðið fram að þessu. Texti og myndir i/gk-. María og Anna í ieikhúsinu. Að þessu sinni í sporum áhorfenda. María Kristjánsdóttir, leikstjóri - gott verk og gott folk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.