Dagur - 15.02.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 15.02.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR í BfLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA Heildsala Smásala Tryggingafélagiö vill láta gera við „Rauðku“: Kaupir FN aðra vél? „Við fengum tryggingasér- fræðing til þess að líta á vélina, og hann er búinn að reikna út áætlaðan viðgerðarkostnað. Samkvæmt hans tölum er við- gerðarkostnaðurinn lægri en tryggingarverð vélarinnar þannig að tryggingafélagið vill láta gera við vélina.“ - Þetta sagði Sigurður Aðal- steinsson hjá Flugfélagi Norður- lands er við spurðum hann um hvort gera ætti við „Rauðku", vél félagsins sem lenti í óhappi á flugvellinum í Ólafsfirði á dögun- um. Sigurður sagði að mat trygg- ingasérfræðingsins væri að við- gerðarkostnaður myndi verða 90 þúsund dollarar eða um 2,7 millj- ónir króna, en tryggingarverð er 120 þúsund dollarar eða um 3,6 milljónir króna. „Því er ekki að neita að við erum frekar óhressir með þetta, því viðgerðin mun taka a.m.k. 6 mánuði og við erum farnir að líta í kring um okkur eftir sams konar vél sem við myndum kaupa. Við getum alls ekki verið án vélar af þessu tagi í 6 mánuði eða lengur. Við höfðum hugsað okkur það að koma okkur upp annarri svona vél og óhappið í Ólafsfirði gæti orðið til þess að flýta ákvörðun í því máli,“ sagði Sigurður. gk-. í þessu húsi verður félagsmiðstöðin til húsa. Mynd: ESE. Dalvík: Ný félagsmiðstöð opnuð í haust 13% ódýrara aðkynda með raf- magni en hitaveítu - Kostnaðarverð heita vatnsins 76% hærra en söluverðið Orkuverð frá Rafveitu Akur- eyrar til húshitunar er 94 aurar á kílówattstund, miðað við þriggja stunda rof á dag, en orkuverð frá Hitaveitu Akur- eyrar er 106 aurar á kílówatt- stund. Það kostar því tæplega 13% minna að kynda með raf- magni en hitaveitu á Akureyri. Þessar upplýsingar komu fram í svari iðnaðarráðherra við fyrir- spurn Stefáns Benediktssonar, alþingismanns, á þingi fyrir nokkru. Þar kemur einnig fram að ef gasolía yrði notuð til húshit- unar yrði orkuverðið 145 aurar á kílówattstund. Einnig kemur fram í svarinu að meðalkostnaðarverð hvers mín- útulítra var 1.454 kr. á mánuði, en meðalsöluverð var hins vegar aðeins 826 kr. á mínútulítra á mánuði á árinu 1983. Núgildandi gjaldskrárverð, frá 1.8.1983, er 1.000 kr. á mínútulítrann á mán- uði, sem jafngildir 106 aurum á kílówattstundina, eins og áður sagði. Afskriftir eru reiknaðar með í meðalkostnaðarverðinu, en væru þær ekki með í myndinni næmi það um 1.009 kr..á mínútulítra á mánuði, að sögn Más Svavars- sonar, fjármálafulltrúa Hitaveitu Akureyrar. Hann sagði að þetta gap milli kostnaðarverðs og sölu- verðs kæmi mönnum ekki á óvart, en eftir því sem hann vissi best væri verið að kanna það á vegum iðnaðarráðuneytisins hvort hægt sé að lækka kostnað- arverðið með einhverjum hætti. Kostnaðarverðið er um 76% hærra en söluverðið. HS Ný félagsmiðstöð verður opn- uð á Dalvík síðar á þessu ári. Verður félagsmiðstöðin til húsa í hinum svokallaða „Gamla læknisbústað“ en þar er einnig starfræktur Tónlistar- skóli Dalvíkur. Að sögn Snorra Finnlaugsson- ar, bæjarritara þá er nú unnið að því að innrétta húsið og sagðist Snorri búast við að því verki lyki ekki síðar en í haust. Áður en heilsugæslustöðin á Dalvík var byggð þá voru í húsinu lækna- miðstöð og apótek auk tónlistar- skólans sem nú fær aukið rými á neðri hæð hússins. Þar verður einnig skrifstofa æskulýðsfulltrúa en á efri hæðinni verður aðstaða fyrir margvíslega félagsaðstöðu. Með tilkomu hinnar nýju félags- miðstöðvar þá verður æskulýðs- heimilið að Bergþórshvoli á Dal- vík lagt niður en húsnæðið hefur hingað til verið leigt af Kiwanis- klýbbnum Hrólfi. Rennur leigu- samningurinn út í vor. - ESE. Reykjavíkurskákmótið: Tveir Akureyr- ingar keppa Gylfi Þórhallsson og Pálmi Pétursson frá Akureyri eru á meðal keppenda á Reykjavík- urskákmótinu sem hófst í gær. Er þetta í fyrsta sinn í bráðum 20 ár að skákmenn frá Akur- eyri taka þátt í þessu móti. Eini þátttakandinn frá Akur- eyri á Reykjavíkurskákmótinu fram að þessu, er Ólafur Krist- jánsson en hann tók þátt í mótinu fyrir u.þ.b. 14 árum. Þeir Gylfi og Pálmi eru báðir mjög fram- bærilegir skákmenn. Gylfi hefur lengi verið meðal bestu skák- manna Akureyrar og hefur oft- sinnis orðið Akureyrarmeistari og Pálmi er ungur og efnilegur skákmaður sem ástæða er til að vænta mikils af í framtíðinni. ___________________-ESE Kári efstur á skák- þinginu Skákþing Akureyrar stendur nú yfir og í A-flokki er staðan þannig að Kári Elíson hefur forystu með fimm vinninga úr sjö skákum. Staða efstu manna í A-flokki er annars þannig að í öðru sæti er Áskell Örn Kárason með 4,5 v. úr sex skákum og þriðji er Gylfi Þórhallsson með 4,5 v. úr sjö skákum. í B-flokki er Friðgeir Kristjánsson efstur með 4 v. og í unglingaflokki hefur Skafti Ingi- marsson forystu með 5 v. Nú líður að lokum mótsins en teflt er í skákfélagsheimilinu að Strandgötu á föstudögum og sunnudögum. -ESE Veður Spáð er ágætu veðri á Norðurlandi næstu tvo sólar- hringana eða svo. Það verð- ur SV-átt og líklega úr- komulaust. Kólnar þegar líða tekur á daginn og hita- stigið fer að öllum líkindum niður fyrir frostmarkið. Bjart veður og ekki líkur á meiri hláku a.m.k. ekki fyrr en á laugardag, sunnudag en þá snýst vindur til suðlægrar áttar á ný. # Ákváðu að gefa vinnu Það virðist engum ofsögum sagt af atvinnuástandinu á Akureyri um þessar mundir. Ástandið endurspeglast m.a. í tilboðsgerðinni ( einstök verk i Verkalýðshöllinni. Samkvæmt heimildum S&S þá fóru allir þeir sem buðu ( verkin eins neðarlega og hugsast gat og i samráði við meistara sína ákváðu menn í sumum tilfellum að sleppa „óvissuþættinum“ sem ætl- aður er til þess að dekka óvæntan kostnað og ýmiss konar verðbreytingar og taka þennan kostnað á sig sjálfir. Sennilega hafa viðkomandi aldrei fyrr ætlað sér eins lág laun og að þessu sinni en vegna fyrirtækjanna ákváðu menn að standa saman og gefa hluta vinnu sinnar. # Engu tilboði tekið Þrátt fyrir að tilboðin væru jafn lág og raun bar vitni þá var engu þeirra tekið að sögn formanns Einingar. Þess ( stað var gengið til samninga við einn aðilann og honum gefinn kostur á að breyta til- boði sínu. Eftir því sem S&S hefur fregnað þá reiknaði við- komandi aðili sér engin vinnulaun ( upphaflega til- boðinu og voru kollegar hans á vinnumarkaðinum allt ann- að en ánægðir með það og ekki batnaði skapið þegar baksamningar voru gerðir. En svona er atvinnuástandið. # Stefán svarar krötum Töluverðar umræður hafa orðið um bankastjóramál Búnaðarbankans undanfarið og hefur Stefán Valgeirsson verið nefndur á nafn æði oft ( því sambandi. Fyrst snerist málið um bankastjórastöðu sem Stefán sóttist eftir en nú er um að ræða bankastjóra- stöðu sem sjálfstæðismenn telja síg eiga og vilja setja Lár- us Jónsson f. I Alþýðublaðinu 10. febrúar sl. var harðorður leiðari, m.a. um Stefán Val- geirsson, en svar hans til kratanna hljóðar á þessa leið: Þið hafið aldrei við stefnuna staðið,/ stöðu flokksins er óþarft að kynna./ í eldspýtu- stokk kemst Alþýðublaðið,/ efni þess er þó f rauninni minna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.