Dagur - 20.02.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 20.02.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR- 20. febrúar 1984 Óskar Gunnarsson Þórsarí í viðureign við einn leikmanha Tindastóls, Þórsarar mörðu sigur í þessum leik. Mynd KGA. Þórsarar sigruðu í Bautamótinu - Unnu c-lið KA í Þórsarar urðu sigurvegarar í Bautamótinu í knattspyrnu sem huldið var um helgina í íþróttahöllinni. Þeir unnu c-lið KA í úrslitum með 6 mörkum gegn einu. 18 lið hófu keppni á laugardag og léku í fjórum riðlum, komust síðan tvö lið úr hverjum riðli áfram í undanúrslitin á sunnudag Kraftlyftingar: Tveir héðan til Hveragerðis Þeir Helgi Eðvarðsson og Ás- grímur Bragi Konráðsson yerða fulltrúar Akureyringa á íslandsmóti í kraftlyftingum fyrir 23 ára og yngri sem haldið verður í Hveragerði 25. I'ebrií- ar nk. Þetta eru báðir ungir og efni- legir kraftlyftingamenn og þeir tóku þátt í sínu fyrsta móti nú um síðustu helgi. Þar lyfti Helgi sem keppti í +125 kg flokki samtals 500 kg sem er mjög góður árang- ur á fyrsta móti. Helgi lyfti 190 kg í hnébeygju, 100 kg í bekkpressu og 210 kg í réttstöðulyftu. Bragi lyfti 150 kg í hnébeygju, 90 kg í bekkpressu og 220 kg í réttstöðulyftu sem er hans lang- samlega besta grein. Samtals eru þetta 460 kg en Bragi keppti í 110 kg flokki. Það er full ástæða til þess að búast við því að þeir félagar standi sig vel á íslandsmótinu því þarna eru mikil efni á ferð. Báðir hafa æft kraftlyftingar um nokkurra mánaða skeið, Helgi í þrjá mánuði og Bragi í tvo, þann- ig að þeirra er framtíðin. - ESE. úrslitum með sex mörkum gegn einu og var skipt í tvo riðla. Þessi lið voru a-,b- og c-lið KA ásamt Reyni sem léku í öðrum riðlin- um, og a- og b-lið Þórs, Vorboð- inn og Völsungur sem léku í hinum. A-lið Þórs sem hafði átt slaka leiki á laugardag og rétt náð í undanúrslitin var ekki í vand- ræðum með að vinna sigur í sín- um riðli, en í riðli KA-liðanna og Reynis gekk ýmislegt á. C-lið KA sem skipað var „gömlum" þekkt- um köppum eins og Gunnari Blöndal, Eyjólfi Ágústssyni, Þor- móði Einarssyni, Kára Árnasyni, Sigbirni Gunnarssyni og Elmari Geirssyni tók sig nefnilega til og vann riðilinn. Þessir kappar gerðu jafntefli gegn a-liði KA og unnu riðilinn á hagstæðara markahlutfalli. Reynivík sigraði Reynivík náði að jafna metin við KA er liðin léku 4. og síð- asta Ieik sinn í 2. deildinni í blaki um helgina. Fyrir leikinn hafði KA unnið tvo leiki en Reynivík einn, en sem fyrr sagði sigraði Reynivík núna. Úr- slitin urðu 3:2 og eins og venju- lega stóð viðureign liðanna yfir í um 2 klukkustundir. Einstaka hrinur fóru þannig að Reynivík vann fyrstu hrinuna 15:11, KA þá næstu 15:8, Reynivík þá þriðju 15:12, KA næstu 15:10 en Reyni- vík hafði betur á lokasprettinum og vann 15:13 í æsispennandi viðureign. Bæði þessi lið komast í úrslit 2. deildarinnar og verða þau háð á Akureyri 13. og 14. apríl. Skautafélag Akureyrar sigraði b-lið KA 3:1 og í 1. deild kvenna vann Völsungur lið KA 3:0,15:5, 15:8 og 15:3. Það kom því í hlut a-liðsins að leika um 3. sætið gegn Völsungi og var það hörkuleikur. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og ekki fyrr en Birni Olgeirssyni hafði verið sýnt rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk og hann sendur í bað. Þá skoraði Njáll Eiðsson fyrir KA, Kristján Olgeirsson jafnaði fyrir Völsung en Njáll innsiglaði sigur KA rétt fyrir leikslok. Úrslitin 2:1 og Völsung- ar voru reiðir er þeir yfirgáfu salinn. Það voru því Þór og c-lið KA sem léku til úrslita og Þórsarar höfðu yfirburði. Gunnar Blöndal skoraði að vísu fyrsta markið fyr- ir KA en Bjarni Sveinbjörnsson svaraði með 3 fyrir Þór. Þá kom Halldór Áskelsson með tvö í viðbót og Nói Björnsson átti lokaorðið, úrslitin 6:1. Mótið tókst mjög vel, mikið um skemmtilegar viðureignir og framkvæmdin mjög góð. Þetta var í annað skiptið sem mótið er haldið og er ekki nokkur vafi á því að það hefur þegar treyst sig í sessi og verður árlegur viðburð- ur í framtíðinni. Daníel hlai Hermannsbikí -og Guðrún H. Kristjánsdóttir He - slök þátttaka í Hermannsn Hermannsmótið var haldið í HlíðarfjaOi um helgina og var keppt í svigi og stórsvigi. Um 30 keppendur mættu þar til Þór þokast að 1. deild Handboltastúlkurnar úr Þór þokuðust enn nær sæti í 1. deildinni næsta keppnistímabil er þær sigruðu Hauka frá Hafnarfirði með 19 mörkum gegn 13 um helgina. Virðist ekkert geta komið í veg fyrir að Þór og ÍBV flytjist í 1. deild. Útlitið var þó ekki gott hjá Þór gegn Haukunum, en Haukastúlk- urnar komust í 6:1 og 11:7. Þór jafnaði hins vegar 12:12 og gott betur því á töflunni sáust tölurn- ar 19:12 rétt fyrir leikslok. Köflóttur leikur hjá Þór en aldrei spurning um hvar sigurinn myndi lenda er á leikinn leið. Inga Huld Pálsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Þór, Guðrún Krist- jánsdóttir 4, Hanna Rúna Jó- hannsdóttir og Sólveig Birgis- dóttir 3 hvor og Þórunn Sigurðar- dóttir 2. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 5 fyrir Hauka. leiks sem verður að telja mjög slaka þátttðku þegar um svo- kallað bikarmót er að ræða en það eru opin stigamót. Þannig komu aðeins 3 keppendur frá Reykjavík, ísafirði og Húsavík og tveir frá Siglufirði og Dalvík. En það var hart barist í brekk- unum engu að síður og halda stúlkurnar frá Akureyri upptekn- um hætti og raða sér í öll efstu sætin. Hjá þeim urðu úrslit sem hér segir: Svig: Guðrún H. Kristjánsd. A 101,48 Anna M. Malmquist A 102,46 Ásta Ásmundsdóttir A 102,89 Stórsvig: Signe Viðarsdóttir A 128,53 Guðrún H. Kristjánsd.A 129,03 Anna M. Malmquist A 132,30 í kvennaflokki var einnig keppt um Helgubikarinn sem er veittur fyrir bestan árangur samanlagt og hann hlaut Guðrún H. Kristjánsdóttir. í karlaflokki var ekki síður hart barist og þar urðu keppend- ur frá Akureyri að láta sér nægja 3. sætið í báðum greinum. Þar urðu úrslit þessi: Svig: Daniel Hilmarsson D 93,15 Árni G. Árnason H 93,70 Ólafur Harðarson A94,33 Jónas og Bjarni fara ekki „Við erum hættir yið þessa Nor- egsferð og verðum áfram á Akur- eyri" sögðu þeir Jónas Róberts- son og Bjarni Sveinbjörnsson knattspyrnumenn úr Þór er Dag- ur ræddi við þá í gær, en til hafði staðið að þeir færu til Noregs að leika knattspyrnu þar. Er ekki að efa að þessar fregnir gleðja knattspyrnuáhugamenn og þá sérstaklega Þórsara, enda þeir Jónas og Bjarni tveir af máttar- stólpum liðsins. Ætla að setja met í maraþonknattspyrnu Eins og við skýrðum frá á dögunum er ætlunin að meist- araflokkslið KA fari í æfinga- ferð til Ipswich í aprfl til undir- búnings fyrir keppnistímabilið sem hefst í uiaí. Einn liðurinn í fjármögnun þessarar ferðar er maraþonknatt- spyrna, en um næstu helgi ætla 8 leikmenn KA að reyna að setja íslandsmet í innanhússknatt- spyrnu í íþróttaskemmunni. íslandsmetið mun vera um 51 klukkustund og hyggjast KA- menn a.m.k. leika í 52-53 klukkustundir. Þeir ætla að hefja keppni á föstudagskvöldið kl. 22 og leika því væntanlega fram undir hádegi á sunnudaginn. Það verða 8 leikmenn sem taka þátt í þessari maraþonknatt- spyrnu og leika þeir allir allan tímann og fá 5 mínútna hvíld á klukkustundar fresti. Ef einn leikmanna gefst upp einhverra hluta vegna er keppninni lokið þar með. Áhorfendum verður heimilt að fylgjast með þessari þolraun KA, því Skemman verð- ur opin allan þann tíma sem leikurinn stendur yfir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.