Dagur - 20.02.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 20.02.1984, Blaðsíða 7
20. febrúar 1984 - DAGUR -7 aut carinn Helgubikarinn ismótinu Stórsvig: Árni G. Árnason Daníel Hilmarsson Björn Víkingsson H 118,95 D 119,13 A 120,13 í karlaflokki var keppt um Hermannsbikarinn sem veittur er fyrir bestan samanlagðan árangur og hann hlaut að þessu sinni Daníel Hilmarsson frá Dalvík. Næstu mót eru Akureyrarmót í svigi og stórsvigi fyrir 13-14 ára sem fram fer um næstu helgi. Þá helgi verður einnig Bikarmót á Húsavík og vonandi verður fjöl- mennt þar. Akureyrarmót í svigi og stórsvigi fyrir karla og konur verður svo um aðra helgi. Erlingur Kristjánsson fær óblíðar móttökur hjá KR-vöminni. Mynd:KGA KA tapaði enn niður forskoti sínu - og KR „Þú inátt alveg hafa það eítir mér að á meðan KA liðið, og þá á ég bæði við þá sem eru inni á vellinum og þá sem eru á bekknum, ná ekki tökum á skapi sínu og hætta þessu rif- rildi og sífellda röfli, þá vinnur liðið ekki leik," sagði Jóhannes Stefánsson KR-ingur eftir leik KA og KR á föstudagskvöld. „Ég þekki þetta vandamál vel. Svona var þetta hjá okkur KR- ingum og á meðan töpuðum við. En við settumst niður og ræddum þessi mál og þá komust þau í lag. Framkoma sumra KA-manna í leiknum gegn okkur var alls ekki til fyrirmyndar og skaðaði mikið þá sjálfra" bætti Jóhannes við. - Það er nokkuð mikill sann- l.eikur í þessum orðum, því miður. KA-menn fuku út af hver af öðrum í síðari hálfleiknum þeg- ar mest reyndi á að standa saman. Það er í sjálfu sér í lagi að menn fái gult spjald fyrir baráttu, en tveir leikmenn viku af velli vegna röfls við dómarana, annar með rautt spjald á bakinu og í kjölfarið fylgdi liðsstjórinn Guðmundur Lárusson. Það er aðall hvers liðs að eflast við mótlæti og það er einn af þeim hlutum sem vantar hjá KA. Annar hlutur sem var áberandi í þessum leik var að liðið hafði ekkert á takteinum þegar Jón Kristjánsson var tekinn úr umferð, bara hnoð, og leikmenn glopruðu boltanum hvað eftir annað og stöðunni úr 15:13 í 15:18. Sorglegur kafli eftir mjög góðan kafla þar á undan og svo virtist þá að KR-ingar væru að brotna. Annars var leikurinn ávallt mjög jafn, og ekki leiðinlegur á að horfa, hraustlega barist og sæmi- legar kaflar sáust þótt yfir höfuð væri handboltinn ekki alltaf til fegurðar. Staðan í hálfleik 9:9 og KAicomst síðan í 13:10 og 15:13 semfyrrsagði. -ingar hrósuðu sigri þótt ekki nægði það til að komast í úrslitakeppnina Tveir heimaleikir hjá Þór Þórsarar eiga að leika tvo leiki í 1. deildinni í körfuknattleik í þessari viku, bg verða þeir báðir háðir i íþróttahöllinni á Akureyri. Sá fyrri verður á fimmtudagskvöld og hefst hann kl. 20. Þá verða Framarar andstæðing- ar Þórs, en þessi lið léku einmitt syðra á dögunum. Þá sigraði Fram með 5 stiga mun í sögulegum leik. Þegar liðln léku fyrri heimaleik Þórs á Akureyri i haust sigraði Þór liins vegar nokkuð örugglega. I leik liðanna á dögunum vantaði marga leikmenn í lið Þórs, en reiknað er með að einhverjir þeirra geti leikið á fimmtudag. Hinn leikurinn er gegn UMFG og verður hann í Höllinni kl. 14 á laugardag. UIVIFG er eina liðið sem Þór hefur ekki unnið það sem af er mótinu, og hyggjast Þórsarar nú gera bragarbót þar á. þeim KA náði því ekki að vinna sigur í deildarkeppninni þótt oft mun- aði litlu. Nú er það úrslitakeppnin sem bíður, og hún verður ekkert annað en skóli fyrir liðið undir átökin í 2. deildinni næsta keppn- istímabil. Dómarar í þessum leik voru Ólafur Haraldsson og Stefán Arn- aldsson. Það er í sjálfu sér í lagi að taka hart á hlutunum eins og þeir gerðu á köflum í þessum leik, en samræmi verður að vera í aðgerð- um dómara. Svo var ekki. KA- menn fuku út af fyrir minniháttar röfl, en svo dæmi sé tekið þá gilti það ekki um alla. Þannig komst Jóhannes Stefánsson KR-ingur sem formælti röfli KA-manna hér að framan upp með það að mót- mæla dómi með orðum „það var ekkert á þetta helvítis fíflið þitt", á sama tíma og vægari mótmæli KA-manna kostuðu brott- rekstur. MÖRK KA: Jón Kristjánsson 6, Erlingur Kristjánsson 4, Logi Einarsson 3, Þorleifur Ananías- son, Magnús Birgisson og Sigurð- ur Sigurðsson 1 hver. Markahæstir KR-inga voru Akureyringarnir Jakob Jónsson með 6 og Gunnar Gíslason með 5. Bestu menn KA voru þeir Magnús Gauti í markinu sem varði mjög vel á köflum, Jón Kristjánsson sem átti mjög góða kafla en mætti vera ákveðnari. Aðrir voru jafnir, vörnin mjög góð á köflum og með meiri yfir- vegun í sókninni og betri móral hefði sigur hæglega getað unnist. Vilja na í Birki Það mun vera Ijóst að Valsmenn eiga í erfið- leikum með að ná saman í frambærilegan hóp leikmanna fyrir komandi keppnistímabil í knattspyrnu, en þeir Hlíðarendamerin eru með allar klær úti á eftir leikmönnum sem þeir reyna að lokka til sín. Finn þessara leikmanna er markvörðurinn lliil.ii Kristinsson sem ákveðið hefur að leika með KA í sumar, en hann lék með Ein- herja á Vopnafirði sl. sumar. Hafa forráða- menn Vals hvað eftir annað haft samband við Birki og boðið honum að koma til sin á æfingar með það fyrir augum að ná honum til sín í sumar. Stefán Gunnlaugsson formaður knatt- spyrnudeildar KA hafði að sjálfsögðu spurn- ir af þessu og hringdi hann í foi manninn hjá Val til að fá skýringar hjá honum á þessu. Var luist á Valsmanninum að skilja að þeir vildu að Birkir æfði með þeim þar til hann færi norður og spilaði síðan með Val sumarið 1985. Stefán tjáði honum að Birkir æfði eftir „æfíngaprógrammi" frá þjálfara sínum á Ak- ureyri, varð Valsmaðurinn reiöur við þessar upplýsingar og varð fátt um kveðjur. Hið aumasta yf irklór Meðfylgjandi bréf er samhljóða bréfi sendu iþróttafélögunum á Akureyri og íþróttaráði. Vegna skrifa í Degi um þennan atburð er það ósk okkar í stjórn HSÍ að fá bréf okkar birt í blaðinu. Virðingarfyllst, Handknattleikssamband íslands Jón Erlendsson. Ágætu félagar, Laugardaginn 28. jan. sl. var fyrir- hugað að Islendingar og Norðmenn lékju landsleik í handknattleik á Akureyri. Allur undirbúningur að leiknum var í höndum norðanmanna og vel á málum haldið eins og vænta mátti. Frá upphafi var óllum, sem málinu tengdust, gert ljóst að ekki kæmi til greina að leika nyrðra á sunnudag. Stjórn HSÍ treysti sér ekki til að taka þá áhættu að liðin yrðu veðurteppt á Akureyri. Það hefði valdið því að Norðmenn hefðu misst af beinu flugi til Oslóar á mánudagsmqrgun en orðið af fara um Kaupmannahöfn á þriðjudag. Kostnaður af slíkri seinkun hefði orðið meiri en við erum menn fyrir í svipinn. Þegar ljóst var að ekki yrði kom- ist norður á laugardag, en vitað um hinn mikla áhuga fyrir leiknum á Akureyri og einnig að forráðamenn beggja íþróttafélaganna höfðu lagt mikla vinnu í undirbúning, ákvað formaður HSÍ að kanna á ný innan stjórnar hvort taka ætti áhættuna af sunnudagsleik, þar sem veðurútlit var mjög gott. Tími var naumur og erfitt að ná til allra stjórnarmanna, en endanleg niðurstaða varð sú að fyrri ákvörðun stóð óbreytt. Veður- guðirnir og erfiðar fjárreiður hand- knattleikssambandsins komu í veg fyrir að landsleikur færi fram á Ak- ureyri að þessu sinni. Stjórn HSÍ metur mikils þann áhuga sem sýndi sig vera fyrir leiknum á Akureyri og þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn og biðst afsökunar á því hvernig til tókst. Stjórn HSÍ mun leggja alla áherslu á að koma á landsleik nyrðra sem fyrst. Allar líkur eru á að sjálfir heimsmeistararnir í hand- knattleik, Rússar, heimsæki okkur í mars og hver veit nema að þá tak- ist að bæta norðanmönnum Norð- mannaleikinn. Með íþróttakveðju, f.h. stjórnar HSI Friðrik Guðmundsson. Athugasemd Þetta bréf HSÍ er enn ein skraut- fjöður í hatt þeirra sem þar fara með völd, og furðulegt að það skuli hafa tekið langan tíma að fá Friðrik „leiðtoga" til þess að skrifa undir það eins og heyrst hefur. En. í bréfinu er sagt hreint út að aldrei hafi staðið til að spila á sunn- udaginn og hafi norðanmönnum verið það ljóst. Síðan er sagt að for- maður HSÍ hafi kannað innan stjórnar HSÍ „hvort taka ætti áhætt- una af sunnudagsleik.." Það mun hafa verið eftir að hann tilkynnti ákveðið norður á Akureyri að leikurinn yrði á sunnudaginn. En síðan kemur enn ein þver- sögnin: „Stjórn HSÍ metur mikils þann áhuga sem sýndi sig vera fyrir leiknum á Akureyri og þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn og biðst afsökunar á því hvernig til tókst. Á hverju er verið að biðjast afs- ökunar? Jú, þessir menn vita upp á sig skömmina þótt þeir þori ekki að viðurkenna það berum orðum. Það hefði verið gaman að sjá undirskrift Gunnars Gunnarssonar undir þessu bréfi, en hann er formaður Lands- liðsnefndar og situr einnig í stjórn HSÍ. Hann viðhafði nefnilega þau orð í símtali við undirritaðan að Friðrik formaður hefði sagt stjórn- armönnum HSÍ ósatt um fram- vindu mála á laugardaginn áður en hann kannaði það innan stjórnar- innar hvort menn vildu fara norður með leikinn. Þetta bréf er hið aum- asta yfirklór. Gylfi Kristjánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.