Dagur - 20.02.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 20.02.1984, Blaðsíða 9
20. febrúar 1984 - DAGUR - 9 Þoroddur F. Þoroddsson: Mengunarefni og mengunarvarnir álvers Það er víða rætt um álver við Eyjafjörð í dag og málið skoðað frá ýmsum hliðum. Leysir bygg- ing þess atvinnuvandamál hér- aðsins? veldur það röskun á bú- setu? eða ómetanlegu tjóni á um- hverfinu? Þetta eru dæmi um spurningar sem fram koma í um- ræðum og reynt er að leita svara við. Nokkuð áberandi er að al- menning vantar upplýsingar, skýrslur koma út öðru hverju en þær lenda gjarnan í hillum skrif- stofa og hinn almenni borgari veit ekki hvar á að leita þeirra. Ein af þessum skýrslum er áfangaskýrsla Staðarvalsnefndar: Staðarval álvers, er út kom í júlí 1982. í skýrslu þessari er mikill fróðleikur og styðst ég við hana í eftirfarandi pistli, beinar tilvitn- anir eru innan gæsalappa. Helstu mengunarefni: Flúor: í útblæstri álvers kemur flúor bæði fyrir sem flúorvetni og sem flúorsambönd í ryki. Við fram- leiðslu á 1 tonni á áli losna 16-20 kg af flúor og er u.þ.b. helming- urinn flúorvetni. (1) Hér á landi eru þekkt eitur- áhrif flúors á búfénað sem hefur étið gras eða hey sem mengast hefur af eldfjallaösku. (2) Plöntur geta einnig orðið fyrir skaða af flúor (barrtré eru sérstaklega viðkvæm), þótt styrk- ur þess sé mjög lítill („á bilinu hlutar í þúsund milljón eða jafn- vel hlutar í tíu þúsund milljón"). (3) Annar mjög mikilvægur eiginleiki flúors er, að hann safn- ast fyrir í plöntum, þannig að styrkur hans þar gerur orðið mjög mikill þótt styrkur í and- rúmsloftinu sé lágur. (4) „Mjög erfitt er að áætla fyrirfram hversu mikil flúor- mengun verður þótt styrkur í andrúmslofti sé þekktur." Það er háð mörgum þáttum svo sem í hvaða sambandi flúorinn kemur fyrir, hvernig plantan verður fyrir menguninni, hve lengi og með hvaða styrk, loftraka, hitastigi, tegund og aldri plöntunnar, svo eitthvað sé nefnt. (5) Nautgripir eru taldir við- kvæmastir grasæta fyrir flúor- mengun og eru 25^0 ppm (hlut- ar í milljón) í þurrefni fóðurs tal- in vera þolmörk. Ryk: Rykið getur verið mjög breytilegt að samsetningu, en aðallega er um að ræða áloxíð, flúorsam- bönd af áli og natríum og lífræn sambönd (tjara). (1) Talið er að nokkur þessara lífrænu sambanda geti verið krabbameinsvaldandi. (2) Líklegt er að flúor sé 10- 20% af rykinu. (3) Rykmengun verður einnig við alla meðhöndlun hráefnis. Brennísteinsdíoxíð: ¦ Forskautin sem brenna við raf- greininguna innihalda alltaf eitthvað. af brennisteini sem breyfist við brunann í brenni- steinsdíoxíð, en algengt er að það sé um 40 kg fyrir hvert tonn af áli sem framleitt er. (1) Efnið er mikill mengunar- valdur og talið ein aðal ástæðan fyrir súru regnvatni því oxíðið myndar brennisteinssýru (H2S04) *LVM - SKtKINCMMYND A "tncutJwœnjuM oc H»qn -t uppg-tíð 1 Hq/t -f ilí n. Æ-iÆ __1 en__.vinn»l_ ]0 - 100» -I *1F, - _*_( með vetni. Súrnun regnvatns get- ur haft mikil áhrif á lífríki vatna, raskað jafnvægi í jarðvegi, og eykur hættu á tæringu. Koldíoxíð: Við framleiðslu á 1 tonni af áli myndast u.þ.b. 1,8 tonn af koldí- oxíði. (1) Staðbundin mengunaráhrif þess eru ekki teljandi. (Ýmsir telja að styrkur þess fari vaxandi í andrúmsloftinu einkum vegna bruna á kolum og olíu og þar sem það hleypir illa í gegnum sig inn- rauðum geislum er hugsanlegt að það valdi auknum hita á jörðinni (gróðurhúsaáhrif)). Kerbrot: Efnasamsetning kerbrota getur verið mjög mismunandi en aðal- lega er um að ræða kolefni, flúorsambönd og cyaníð („gera má ráð fyrir að flúor sé í kringum 20% en cyaníð 0,05-0,2%"). (1) Úrgangur þessi er um 15 kg fyrir hvert tonn af áli sem fram- leitt er. (2) Mikilvægast er að sigvatn frá kerbrotunum komist ekki í ferskvatn þar sem flúor- og cyan- íðsambönd geta orsakað eitrun í lífverum. (3) Förgun í flæðigryfju í sjó er ekki talin hættuleg umhverfinu þar sem þynning verður mikil og í sjónum er talsvert magn af flúor (um 1,4 ppm). Ýmiss annar fastur úrgangur fellur til bæði á b yggingartíma og samfara rekstri en um magn er erfitt að segja. Frárennsli: (1) Frárennsli er all.taf eitthvað mengað olíu t.d. frá verkstæðum. (2)Varmamengun getur verið nokkur og ákveðin efnamengun t.d. þegar vatn er notað við að brjóta upp kerin. Ef þess er gætt að veita frárennsli ekki á við- kvæm svæði er ekki líklegt að það hafi í för með sér mikla röskun umhverfisins. Mengunarvamir: Við ákvörðun um hreinsun er einkum tekið mið af tvennu, þ.e. kröfunni um bestu fáanlegu mengunarvarnir og ýmsum öðrum atriðum svo sem um- hverfi, kostnaði og tækni. Stað- setning álvers hefur mikil áhrif á hver styrkur mengunarefna frá því verður og misjafnt er hvað landið þolir. Staðsetningin hefur því áhrif á hvaða kröfur þárf að gera til hreinsunar. Til þess að vita hve mikillar mengunar megi vænta þarf að gera ýmsar rannsóknir á um- hverfinu svo sem, „ítarlegar veðurfarsathuganir, kannanir á náttúrufari og rannsóknir á lík- legri dreifingu úrgangsefna". Reiknilíkön eru notuð við mat á dreifingu úrgangsefna út frá landslagi og veðurfari. „Við mótun á kröfum um hreinsibún- að eru niðurstöður rannsóknanna hafðar til hliðsjónar," segir í skýrslu Staðarvalsnefndar en ein- hverjum þætti e.t.v. eðlilegra að þær væru lagðar til grundvallar. Mest af mengunarefnunum kemur frá rafgreiningarkerunum en í nýjum álverum er talið að megi ná allt að 97% af hinu mengaða lofti til hreinsibúnaðar- ins en afgangurinn fer út í ker- skálann og er mjög dýrt að hreinsa það loft (III. stig). Hreinsun á útblæstri getur ver- ið þrenns konar: 1. Þurrhreinsun (I. stig) (nýlega tekin í notkun í Straums- vík) Utblæstri frá kerunum er beint til pokasíu sem hreinsar rykið úr honum. Á leiðinni er ál- oxíði blandað saman við útblást- urinn, en það hvarfast við flúor- vetni og breytir því í fast álflúor- íð sem er síðan nýtt aftur. Þetta hreinsunarstig hreinsar sem sagt bæði flúorryk og flúorvetni en hleypir öðrum lofttegundum í gegn og þar á meðal brennisteins- díoxíði. „Vandaður þurrhreinsi- búnaður minnkar flúormengun úr 16-20 kg/tonn af áli í 0,8-1,0 kg/tonn af áli." 2. Vothreinsun (II. stig) Ef umhverfisþættir valda því að dreifing loftmengandi efna verð- Þóroddur F. Þóroddsson. ur takmörkuð getur verið nauð- synlegt að hreinsa burt brenni- steinsdíoxíð. Það er gert með því að þvo útblásturinn frá poka- síunum (I. stig) með vatni/sjó í sérstökum þvottaturni og við það minnkar magn af ryki og flúor einnig. Á þennan hátt er loft- menguninni breytt í frárennsl- ismengun og verður það að telj- ast galli á aðferðinni. Vothreins- unin minnkar magn brennisteins- díoxíðsins úr 40 kg/tonn í tæp- lega 2 kg/tonn. 3. Hreinsun á kerskálalofti (III. stig) ítrasta árangri í hreinsun verður ekki náð nema kerskálaloftið verið einnig hreinsað. Nauðsyn- leg loftræsting í kerskálanum ger- ir það að verkum að loftmagnið er um 1 millj. rúmm./tonn af áli og verður slík hreinsun því hlutfalls- lega dýr í ljósi viðbótarárangurs sem hún nær að skila (u.þ.b. 0,3 kg flúor/tonn af áli Á meðfylgjandi skýringarmynd (úr skýrslu Staðarvalsnefndar) er sýnt magn mengunarefna og hreinsunarstigin, bent skal á að í texta skýrslunnar var brenni- steinsdíoxíð sagt vera 40 kg/tonn en á myndinni 23 kg/tonn af áli. 1 skýrslu Staðarvalsnefndar er þess getið að vothreinsun væri mjög æskileg eða nauðsynleg við vissar aðstæður. „Til greina kæmi þó að slíkri hreinsun yrði frestað, þar til hætta er á að slík mengun fari yfir ákveðin mörk og yrði fylgst með því með reglubundn- um rannsóknum. Það mælir þó á móti slíkri frestun að vothreinsi- búnaður kemur að miklu leyti í stað þurrhreinsibúnaðar þegar bilanir verða á honum. Heimild: ' Iðnaðarráðuneytið 1982: Áfangaskýrsla Staðarvalsnefndar um staðarval álvers. Akureyri 12. febrúar 1984 Þóroddur F. Þóroddsson jarðfræðingur. Stúkan ísafold Fjallkonan: Minja- og söfnunar- gripir í tilefni 100 ára afmælisins »1 rOok& tOok& Stúkan ísafold Fjallkonan no. 1 þakkar öllum er sýndu henni vinsemd og virðingu á 100 ára afmælinu 10. janúar sl. Sérstaklega þakkar reglan hér á Akureyri bæjarstjórn höfðing- lega gjöf er hún færði Friðbjarn- arhúsi, minjasafni Reglunnar. í tilefni þessara tímamóta lét stúkan ísafold gera ýmsa minja- og söfnunargripi, m.a. minnis- pening með mynd af Friðbirni Steinssyni, er það sett, bæði gull og silfur og er upplag mjög lítið. w ¦ -^l '^ >^^_u _>T \3fc •¦;¦! "!_¦ _B_k __H______PiÍÍiÍÍÍ__H ^Hff ____________ wliii m -<_*$_¦ *Jmr :' .' __i_PiP^ Friðbjamarhús. Þá voru gefin út umslög með mynd af Friðbjarnarhúsi og Frið- birni Steinssyni, voru þau stimpl- uð á afmælisdaginn og eru öll uppseld. í vor mun póstmálastjórn gefa út frímerki í tilefni 100 ára af- mælis Góðtemplarareglunnar á íslandi. Verður það með mynd af Friðbjarnarhúsi. Þá verða seld númeruð umslög með álímdum frímerkjum og verður upplag mjög takmarkað. Þeir sem hafa áhuga á því að eignast peningana eða umslögin eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Svein Kristjánsson s. 96-24360 eða Guðmund Magn- ússon s. 96-22668. Fréttatilkynniiig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.