Dagur - 20.02.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 20.02.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 20. febrúar 1984 Vegna ruglings á myndum birtist þessi spurning aftur. Hvað er skemmti- legast að gera? (Spurt á Besta bæ á Húsavík) Sirrý Kata, 4 ára: Róla og vega salt. Þórunn Hilda, 5 ára: Veit ekki. Kannski aö pússla. Jóna Björk, 5 ára: Að vera heima og sofa. Eyrún Ýr, 5 ára: Sofa og Ieika mér þegar ég er ekki sofandi. Kristján, 5 ára: Leika mér inni. „I mörg hornað líta í þessu starfi" - segir „Dalvíkingar eru upp til hópa mjög gott fólk og það er gott að vera hér," sagði Snorri Finnlaugsson bæjarritari á Dalvík en hann er viðmælandi okkar í dag. Snorri flutti ásamt fjölskyldu sinni til Dalvíkur í september árið 1982 og hefur því verið búsettur þar í um eitt og hálft ár. „Við höfðum aldrei búið hér áður, ég hef aðallega átt heima í Reykjavík en var þó í sveit í Mý- vatnssveitinni í 8 sumur og þar kynntist ég konu minrii Sigríði Birgisdóttur," segir Snorri. Við spurðum hann í hverju starf bæjarritara væri aðallega fólgið og hvort hér væri ekki um yfir- gripsmikið starf að ræða. „Jú það er óhætt að segja að svo sé. Bæjarritari hefur á hendi skrifstofustjórn á skrifstofu bæjarins, yfirumsjón með bók- haldi og fjármálum bæjarins og bæjarsjóði. Þá er bæjarritarinn fulltrúi bæjarstjórans og stað- gengill hans þegar bæjarstjóri er fjarverandi. Það er því í mörg horn að líta í þessu starfi." - Snorri var búsettur á Akur- eyri í nokkurn tíma áður en hann tók við bæjarritarastarfinu á Dalvík, og margir muna senni- lega eftir honum sem knatt- spyrnudómara en hann dæmdi talsvert og var línuvörður. Hefur þú hætt því eftir að þú fluttir til Dalvíkur? Snorri Finnlaugsson bæjarritari á Dalvík „Nei, ég dæmdi talsvert í fyrra fyrir ungmennafélagið hér. Hins vegar reikna ég með að það verði minna um slíkt næsta sumar, aðallega vegna þess að ég byrjaði að byggja sl. sumar." - Þú ert sem sagt ekkert á leið- inni frá Dalvík? „Nei, það eru ekki nein áform uppi um slíkt, enda hefur okkur líkað mjög vel hér." - Hvað með félagslíf á Dalvík, er það blómlegt? „Já, það er óhætt að segja að svo sé, það mætti segja að eini gallinn væri sá að hér sé of mikið af félögum þannig að kraftarnir vilja dreifast um of. Hér eru lionsklúbbur og kiwanisklúbbur sem hafa öflugt starf, það er mik- il drift í hestamannafélaginu en því miður hefur starf ungmenna- félagsins ekki verið mjög blóm- legt að undanförnu. Hins vegar er mikill vilji fyrir því að gera stórátak í því máli núna og er unnið að því að rffa starfið þar upp. Ég er starfandi í stjórn ung- mennafélagsins núna og er í lionsklúbbnum, þá fer alltaf mik- ill tími í bæjarmálin og pólitískt starf þótt ég hafi verið minna í því en oft áður. Konan mín er starfandi í hestamannafélaginu en ég hef lítið sinnt því þótt ég myndi ramba á hvað væri fram óg aftur á hesti ef ég ætti að fara á bak." - Finnur þú fyrir einangrun, t.d. yfir vetrarmánuðina? „Nei ég hef ekki fundið fyrir slíku og sakna ekki neins. Að vísu eigum við bæði okkar skyldfólk að langmestu leyti fyr- ir sunnan, en við höfum eignast hér góða kunningja og vini sem bæta það upp." Snorri Finnlaugsson. Hver ber ábyrgð á sl íku? Húttvirta bæjarstjörn. Ég las í Degi 12. október í haust, bréf til bæjarstjórnarinnar. Mér Óviðunandi ástand SGS hringdi: Mig langar að koma á framfæri kvörtun yfir óviðunandi ástandi í símamálum Læknamiðstöðvarinn- ar á Akureyri. Ég hef að undan- förnu þurft að ná sambandi við minn lækni, en það er ekkert grín að ná sfmasambandi við lækna- miðstöðina. Ég hef setið við sím- ann klukkustundum saman, án þess að ná sambandi. Samkvæmt því sem símastúlkurnar hafa sagt mér, loksins þegar ég hef náð sambandi, þá er ástæðan sú að álagið er mikið á vissum tímum dagsins, símalínurnar eru of fáar miðað við lækna og sjúklinga- fjölda. Þetta tel ég að sé óviðun- andi ástand og þeim til skammar sem ábyrgð á því bera. Hugsið ykkur ef einhver þarf nú að ná í stöðina vegna skyndilegra veik- inda. Vonandi verður bætt úr þessu hið bráðasta. er forvitni á að vita hvort beiðni þessa hógværa bréfritara hefir verið eða verður tekin til greina. Ég var að sá sumarblómafræi í dag. Venjulega hlakka ég til að fylgjast með plöntunum vaxa upp og sjá þær skreyta garðinn minn allt sumarið. í fyrrasumar varð ég fyrir miklu tjóni af völdum katt- anna, sem alls staðar eru að snuðra og klóra, á þann hátt, sem bréfritarinn lýsti. Það er sorglegt til þess að vita að fámennum hópi kattaeigenda skuli haldast það uppi að sleppa þessum gæludýr- um sínum lausum á lóðir granna sinna og skrautbeð bæjarins. Það dylst víst engum hvar köttur hefir verið að verki, sem sér vegsum- merkin. Það er aumt til þess að vita að ég og aðrir garðeigendur skuli ár eftir ár verða fyrir ágangi katta og hunda nágranna sinna. Yfir- leitt þýðir ekki að kvarta við eig- endurna, sem ekki taka í mál að það sé þeirra gæludýr, sem óþrifnaðinum og tjóninu valdi. Mér finnst það beinlínis skylda bæjaryfirvalda að vernda meiri- hluta bæjarbúa fyrir ágangi minnihlutans. Setja stranga reglugerð varðandi þessi gæludýr og sjá til að henni sé hlýtt. Pers- ónulega finnst mér að eitthvað hljóti að vanta í það fólk, sem ekki getur neitað börnum sínum um að bera heim hvolp eða kett- ling og krefst ekki af þeim að þau gæti þessara leikfanga sinna. Að minnsta kosti skortir þar tillits- semi við nágrannana. Sum af þessum dýrum eru hreinlega vanrækt. Merkilegt að Dýraverndunarfélagið skuli láta málið afskiptalaust. Ég var að lesa nýlega í sunnanblaði um 60 ára hundabann í Reykjavík. Og svo ef einn ráðherranna kominn í heimspressuna út af óleyfilegum hundi. Þá er að mínu mati betra eins og gert var í Kópavogi að bærinn leigði sér skotmann til að eyða köttum, sem flæktust um. Hér í bæ kemur það of oft fyrir að kattarnóran sé lokuð úti í óveðrum vetrarins jafnt sem á sumardegi. Og mér fínnst ljótt að heyra að sandkassar barnanna séu notaðir fyrir salerni gæludýra nágrannanna. Og hver ber ábyrgð á slíku? Dagur birti grein 30. janúar, sem heitir Snúður eða hunds- haus. Ég vil biðja okkar ágætu bæjarstjórn að verða sér úti um þessi blöð, 12. október og 30. janúar og taka þau með sér á bæjarstjórnarfund og ræða síðan þessi vandamál þegna sinna. Kannski ég gæti þá aftur farið að hlakka til sumarsins. Bæjarbúi. Hönnunargallar Haukur ívarsson, hringdi: Nú í hlákunni að undanförnu hefur komið greinilega í ljós að hönnuðir okkar í gatnagerð hafa svo sannarlega gert ýmis mistök á undanförnum árum. Ljósasta dæmið um þetta eru mót Hlíðarbrautar og Hörgár- brautar. Þar myndast alltaf „stöðuvatn" þegar hlánar og um það er vart fært á venjulegum bílum. Væri ekki ráð að gera eitthvað til úrbóta í þessu til- tekna dæmi, þannig að sömu leiðindin þurfí ekki að endurtaka sig oft á ári?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.