Dagur - 20.02.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 20.02.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 20. febrúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Löggæsla og afbrot Fréttir helgarinnar um vopnað rán, það fyrsta sem vitað er um hér á landi, hafa að vonum vakið mikla athygli. Þetta rán, þar sem tveim- ur milljónum króna var rænt frá starfsmönnum Áfengis— og tóbaksverslunar ríkisins er þeir voru að fara með peningana í bankahólf í Reykjavík, kemur í kjölfar óvenju bíræfins þjófnaðar í bankaútibúi í höfuðborginni, þar sem maður gekk að gjaldkeraskúffu og tók þaðan peninga og gekk út nánast óhindraður. Viðbúið er að fleira í slíkum dúr fylgi í kjölfarið, því það er þekkt frá öðrum löndum að afbrota- öldur fylgi mikið umtöluðum afbrotum. Ljóst er að lögregluyfirvöld, peningastofn- anir og aðrir aðilar þar sem miklir fjármunir eru meðhöndlaðir, verða að vera vel á varðbergi og allt verður að gera til að hindra að unnt sé að komast upp með slíka stórglæpi. íslending- ar hafa verið heldur værukærir í þessum efn- um sem vonlegt er. Tæpast hefur hvarflað að mönnum að slíkur atburður sem vopnað rán yrði að veruleika hér á landi. Við þekkjum þetta aðeins af afspurn utan úr hinum stóra heimi og sjáum í kvikmyndum og á mynd- böndum. En nú er þetta orðið að veruleika og var sjálfsagt ekki við öðru að búast. Lögregluyfirvöldum landsins er mikill vandi á höndum. Gerðar verða síauknar kröfur um hæfni þeirra og að þeir standi sig í stykkinu við að vernda eigur borgaranna. Þegar slíkt gerist er hættan sú að lögreglan verði full áberandi í þjóðfélaginu. Við höfum vanist því að geta lif- að án mikilla afskipta lögreglu og án þess að allt of mikið hafi borið á henni. Verði breyting þar á er líklegt að margir fari að líta á þetta þjóðfélag sem lögregluríki og það getur vakið andúð og espað til enn frekari afbrota þeirra, sem þegar eru á hálum ís hvað löghlýðni varðar. Ekki má til þess koma að byssur fari að verða algeng sjón meðal löggæslumanna. Mikið er í húfi að lögreglunni takist að hand- sama þá sem fremja svo alvarlegan glæp sem vopnað rán. Takist það ekki er líklegt að fleiri reyni fyrir sér í þeirri trú að glæpir geti borgað sig. Almenningur og lögregla þurfa að vinna saman. Gagnkvæmur trúnaður verður að ríkja - traust almennings á lögreglunni og lögregl- unnar á almennum borgurum verður að vera fyrir hendi. Mikilvægt er að ekki verði efast um hæfni og heiðarleika löggæslumanna, sem því miður hefur aðeins borið á undanfarið. HSv. Alyktanir miðstjórnar- fundar SUF Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna var haldinn 4. febrúar sl. Finnur Ingólfsson, formaður stjórnar SUF, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Miklar um- ræður urðu um þjóðmálin og í Iok fundaríns voru samþykktar ályktanir og fara þær helstu hér á eftir. Um samvinnumál Samvinnuhreyfingin hefur haft mikil og jákvæð áhrif á þróun ís- lensks þjóðfélags síðustu 100 árin. Fyrir hennar tilstilli hefur fjöldi manna hafist úr örbirgð til bjargálna. Hún átti mikinn þátt í því að skapa efnahagslegt sjálf- stæði íslands er barátta okkar við Dani stóð yfir. Með samvinnufélögum hefur fólki tekist að halda uppi at- vinnulífi og veita þjónustu og þar með standa vörð um byggð í ýms- um héruðum víðs vegar um land. Gildi Samvinnuhreyfingarinnar fyrir ísland og íslendinga verður því seint ofmetið. Miðstjórnarfundur SUF hvetur unga framsóknarmenn, sem og aðra landsmenn, til að ganga til liðs við Samvinnuhreyfinguna og taka virkan þátt í þeirri starfsemi sem fer fram innan hennar. Síð- ast en ekki síst hvetur miðstjórn- arfundurinn félög ungra fram- sóknarmanna til að taka málefni Samvinnuhreyfingarinnar til um- ræðu. Miðstjórnarfundurinn minnir á að slík umræða - t.d. um framtíðarmarkmið Samvinnu- hreyfingarinnar - verður að byggja. á kunnugleika á sögu- legum aðdraganda hennar, skiln- ingi á inntaki þeirra hræringa sem ólu af sér samvinnustefnuna, viðurkenningu á helstu grund- vallarreglum hennar og þekkingu á þróun, viðfangsefnum, árangri og núverandi stöðu Samvinnu- hreyfingarinnar. Um kostnaðar- minnkun í heilbrigð- isþjónustunni Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna mót- mælir harðlega þeim hugmynd- um sem ráðherra og þiiigmenn Sjálfstæðisflokksins hafa hreyft á Alþingi og inni í ríkisstjórn um álagningu svonefnds sjúklinga- skatts. Miðstjórnarfundur SUF skorar á ráðherra og þingmenn Fram- sóknarflokksins að lýsa því nú þegar yfir að ekki komi til greina að leggja slíkan skatt á. Þar sem slíkur skattur stangast í grund- vallaratriðum á við hugmyndir manna um félagslegt öryggi, jafn- rétti og samneyslu. Það er skylda ráðherra og þingmanna Fram- sóknarflokksins að standa vörð um það velferðarþjóðfélag sem Framsóknarflokkurinn hefur ver- ið að byggja upp hér á síðasta áratug. Miðstjórnarfundur SUF viður- kennir að kostnaður ríkisins vegna reksturs sjúkrahúsanna Og heilbrigðisþjónustunnar sem slíkrar er orðinn veruleg byrði á ríkissjóði og því sé nauðsynlegt að leita leiða til kostnaðar- minnkunar sem felast í því að ekki sé gengið á grundvallarhug- myndir manna jim velferðarþjóð- félagið og hafi í för með sér til- finnanlega skerðingu á þjónustu. í þessu sambandi vill miðstjórn- arfundurinn benda á eftirfarandi leiðir til kostnaðarminnkunar í heilbrigðisþj ónustunni: 1. Innflutningur á lyfjum verði boðinn út af ríkinu, enda kaupir ríkið 90% af lyfjum sem notuð eru í landinu. Með þessum hætti mætti gera mun hagstæðari innkaup og velja ódýrari lyf, sem veita sömu áhrif og dýrari lyf en í dag er enginn hvati, hvorki á lækni né sjúkling til að leita hag- kvæmni í lyfjakaupum. Með þessum fyrirkomulags- breytingum mætti spara a.m.k. 20% af lyfjakostnaði ríkisins, sem er um 300 millj- ónir, þ.e. sparnaður gæti numið um 60 milljónum á ári. 2. í kjarasamningum lækna er gert ráð fyrir að læknar geti unnið allt að 9 klst. á viku utan sjúkrahúsanna. Verði þetta ákvæði afnumið gæti launasparnaður orðið allt að 40 milíjónir kr. á ári. 3. Komið verði á sameiginlegum innkaupum fyrir öll íslensku sjúkrahúsin. Með því mætti spara umtalsverðar upphæðir. 4. Með almennu útboði á við- haldi, tækjakosti og húsnæði sjúkrahúsa mætti spara um- talsverðar upphæðir. Um kjara-, verðlags- og skattamál Miðstjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna telur mikilvægt að tryggja megi varanleika þess ár- angurs sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur náð í bar- áttunni við verðbólguna. Ljóst er að stór hluti þess árangurs er til- kominn vegna kjaraskerðingar launafólks, sem stafar af sífellt minnkandi þjóðartekjum. Mið- stjórn SUF skorar á aðila vinnu- markaðarins að við þessar að- stæður verði kjarasamningar fyrst og fremst miðaðir við að bæta kjör hinna lægst launuðu. Miðstjórn SUF telur að ríkis- stjórn Steingríms Hermannsson- ar eigi að hafa forystu um að bjóða sínum viðsemjendum, þ.e. Bahdalagi starfsmanna ríkis og bæja, tryggingu á 15.000 kr. lág- markslaunum og allt það svigrúm sem í fjárlögum er til launahækk- ana verði notað til þess. Með slíku tilboði sýndi ríkis- stjórnin skýrt vilja sinn til að bæta kjör hinna lægst launuðu og um leið reyndi á raunverulegan vilja verkalýðshreyfingarinnar til kjarajöfnunar. Miðstjórnarfund- ur SUF skorar á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar að beita sér fyrir eftirfarandi umbót- um á sviði kjara-, verðlags- og skattamála til að tryggja kjör hinna lægst launuðu; a) Lækkaðir verði tollar af inn- fluttum matvælum sem ekki eru í samkeppni við innlenda framleiðslu. b) Að verðlagning vöru og þjón- ustu verði óháð opinberum afskiptum, þar sem sam- keppni í atvinnulífinu er næg, þannig að neytendur og at- vinnulífið njóti hagkvæmni frjálsrar verðmyndunar. Nauðsynlegt er hins vegar að hafa öfluga verðgæslu sem fyrst og fremst starfi að verð- kynningarmálum og verð- könnunarmálum. c) Að gengi íslensku krónunnar verði haldið sem stöðugustu. d) Að í stað núverandi tekju- skatts og útsvars komi einn tekjuskattur, brúttóskattur með eftir á frádrætti, pers- ónuafslætti og bústofnsfrá- drætti. Skatturinn verði stig- hækkandi frá 0-40%. Tekjum af skattinum verði skipt milli ríkis og sveitarfélaga. Skatturinn verði innheimtur með staðgreiðslukerfi. e) Að ekki verði tekinn upp virðisaukaskattur heldur verði núverandi söluskattskerfi eflt, þannig að innheimtuhlutfall til ríkissjóðs hækki og um leið væri möguleiki að lækka sölu- skattsprósentuna. Um fíkniefnamál Miðstjórnarfundur SUF lýsir yfir miklum áhyggjum vegna aukinn- ar neyslu fíkniefna hér á Iandi. Miðstjórnarfundurinn skorar á yfirvöld að verja stórauknu fé til forvarnarstarfs, en gera verður allt sem í mannlegu valdi stendur til að koma í veg fyrir að ungt fólk ánetjist fíkniefnum. Miðstjórnarfundurinn skorar á yfirvöld að koma á fót nefnd sem hefur það markmið að sam- eina krafta þeirra sem vinna gegn fíkniefnum, að stórauka toll- gæslu, að gera fíkniefnadómstól- inn fljótvirkari, að herða refsing- ar gagnvart þeim sem flytja inn fíkniefni, að vinna að stofnun leiðbeiningastöðvar í Reykjavík fyrir ávana- og fíkniefnaneytend- ur svo og aðstandendur þeirra, að fíkniefnalögreglan verði stór- efld og að lögsaga hennar nái til alls landsins og þar verði vakt all- an sólarhringinn. Miðstjórnar- fundurinn leggur áherslu á að fræðsla um skaðsemi fíkniefna verði aukin til muna. í því sam- bandi bendir miðstjórnarfundur- inn á nauðsyn þess að kennarar fái aukna fræðslu svo þeir verði hæfari til að bægja unglingum frá hættunni. Einnig verði þessi mál tekin fyrir á foreldradögum í skólum. Ekki fer milli mála að ríkis- fjölmiðlarnir geta unnið mikið og gott starf í að upplysa fólk um skaðsemi fíkniefna. I dag er mik- ið um umferðarfræðslu í útvarpi og sjónvarpi, en miðstjórnar- fundur SUF skorar á yfirvöld að beita sér fyrir að í þessum fjöl- miðlum verði í framtíðinni fastir þættir um skaðsemi fíkniefna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.