Dagur - 20.02.1984, Síða 7

Dagur - 20.02.1984, Síða 7
6 - DAGUR— 20. febrúar 1984 20. febrúar 1984 - DAGUR - 7 Óskar Gunnarsson Þórsari í viðureign við einn leikmanna Tindastóls, Þórsarar mörðu sigur í þessum leik. Mynd KGA. Þórsarar sigruðu í Bautamótinu - Unnu c-lið KA í Þórsarar urðu sigurvegarar í Bautamótinu í knattspyrnu sem haldið var um helgina í íþróttahöllinni. Þeir unnu c-Iið KA í úrslitum með 6 mörkum gegn einu. 18 lið hófu keppni á laugardag og léku í fjórum riðlum, komust síðan tvö lið úr hverjum riðli áfram í undanúrslitin á sunnudag Kraftlyftingar: Tveir héðan til Hveragerðis Þeir Helgi Eðvarðsson og Ás- grímur Bragi Konráðsson verða fulltrúar Akureyringa á íslandsmóti í kraftlyftingum fyrir 23 ára og yngri sem haldið verður í Hveragerði 25. febrú- ar nk. Þetta eru báðir ungir og efni- legir kraftlyftingamenn og þeir tóku þátt í sínu fyrsta móti nú um síðustu helgi. Þar lyfti Helgi sem keppti í +125 kg flokki samtals 500 kg sem er mjög góður árang- ur á fyrsta móti. Helgi lyfti 190 kg í hnébeygju, 100 kg í bekkpressu og 210 kg í réttstöðulyftu. Bragi lyfti 150 kg í hnébeygju, 90 kg í bekkpressu og 220 kg í réttstöðulyftu sem er hans lang- samlega besta grein. Samtals eru þetta 460 kg en Bragi keppti í 110 kg flokki. Það er full ástæða til þess að búast við því að þeir félagar standi sig vel á íslandsmótinu því þarna eru mikil efni á ferð. Báðir hafa æft kraftlyftingar um nokkurra mánaða skeið, Helgi í þrjá mánuði og Bragi í tvo, þann- igaðþeirraerframtíðin. -ESE. úrslitum með sex mörkum gegn einu og var skipt í tvo riðla. Þessi lið voru a-,b- og c-lið KA ásamt Reyni sem léku í öðrum riðlin- um, og a- og b-lið Þórs, Vorboð- inn og Völsungur sem léku í hinum. A-lið Þórs sem hafði átt slaka leiki á laugardag og rétt náð í undanúrslitin var ekki í vand- ræðum með að vinna sigur í sín- um riðli, en í riðli KA-liðanna og Reynis gekk ýmislegt á. C-lið KA sem skipað var „gömlum" þekkt- um köppum eins og Gunnari Blöndal, Eyjólfi Ágústssyni, Þor- móði Einarssyni, Kára Árnasyni, Sigbirni Gunnarssyni og Elmari Geirssyni tók sig nefnilega til og vann riðilinn. Þessir kappar gerðu jafntefli gegn a-liði KÁ og unnu riðilinn á hagstæðara markahlutfalli. Reynivík sigraði Reynivík náði að jafna metin við KA er liðin léku 4. og síð- asta leik sinn í 2. deildinni í blaki um helgina. Fyrir leikinn hafði KA unnið tvo leiki en Reynivík einn, en sem fyrr sagði sigraði Reynivík núna. Úr- slitin urðu 3:2 og eins og venju- lega stóð viðureign liðanna yfir í um 2 klukkustundir. Einstaka hrinur fóru þannig að Reynivík vann fyrstu hrinuna 15:11, KA þá næstu 15:8, Reynivík þá þriðju 15:12, KA næstu 15:10 en Reyni- vík hafði betur á lokasprettinum og vann 15:13 í æsispennandi viðureign. Bæði þessi lið komast í úrslit 2. deildarinnar og verða þau háð á Akureyri 13. og 14. apríl. Skautafélag Akureyrar sigraði b-lið KA 3:1 og í 1. deild kvenna vann Völsungur lið KA 3:0,15:5, 15:8 og 15:3. Það kom því í hlut a-liðsins að leika um 3. sætið gegn Völsungi og var það hörkuleikur. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og ekki fyrr en Birni Olgeirssyni hafði verið sýnt rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk og hann sendur í bað. Þá skoraði Njáll Eiðsson fyrir KA, Kristján Olgeirsson jafnaði fyrir Völsung en Njáll innsiglaði sigur KA rétt fyrir leikslok. Úrslitin 2:1 og Völsung- ar voru reiðir er þeir yfirgáfu salinn. Það voru því Þór og c-lið KA sem léku til úrslita og Þórsarar höfðu yfirburði. Gunnar Blöndal skoraði að vísu fyrsta markið fyr- ir KA en Bjarni Sveinbjörnsson svaraði með 3 fyrir Þór. Þá kom Halldór Áskelsson með tvö í viðbót og Nói Björnsson átti lokaorðið, úrslitin 6:1. Mótið tókst mjög vel, mikið um skemmtilegar viðureignir og framkvæmdin mjög góð. Þetta var í annað skiptið sem mótið er haldið og er ekki nokkur vafi á því að það hefur þegar treyst sig í sessi og verður árlegur viðburð- ur í framtíðinni. Daníel hlaut Hermannsbikarinn -og Guðrún H. Kristjánsdóttir Helgubikarinn - slök þátttaka í Hermannsmótinu Hermannsmótið var haldið í Hlíðarfjalli um helgina og var keppt í svigi og stórsvigi. Um 30 keppendur mættu þar tU Þór þokast að 1. deild Handboltastúlkurnar úr Þór þokuðust enn nær sæti í 1. deildinni næsta keppnistímabil er þær sigruðu Hauka frá Hafnarfirði með 19 mörkum gegn 13 um helgina. Virðist ekkert geta komið í veg fyrir að Þór og ÍBV flytjist í 1. deild. Útlitið var þó ekki gott hjá Þór gegn Haukunum, en Haukastúlk- urnar komust í 6:1 og 11:7. Þór jafnaði hins vegar 12:12 og gott betur því á töflunni sáust tölurn- ar 19:12 rétt fyrir leikslok. Köflóttur leikur hjá Þór en aldrei spurning um hvar sigurinn myndi lenda er á leikinn leið. Inga Huld Pálsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Þór, Guðrún Krist- jánsdóttir 4, Hanna Rúna Jó- hannsdóttir og Sólveig Birgis- dóttir 3 hvor og Þórunn Sigurðar- dóttir 2. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 5 fyrir Hauka. leiks sem verður að telja mjög slaka þátttöku þegar um svo- kaliað bikarmót er að ræða en það eru opin stigamót. Þannig komu aðeins 3 keppendur frá Reykjavík, ísafirði og Húsavík og tveir frá Siglufirði og Dalvík. En það var hart barist í brekk- unum engu að síður og halda stúlkurnar frá Akureyri upptekn- um hætti og raða sér í öll efstu sætin. Hjá þeim urðu úrslit sem hér segir: Svig: Guðrún H. Kristjánsd. A 101,48 Anna M. Malmquist A 102,46 Ásta Ásmundsdóttir A 102,89 Stórsvig: Signe Viðarsdóttir A 128,53 Guðrún H. Kristjánsd.A 129,03 Anna M. Malmquist A 132,30 í kvennaflokki var einnig keppt um Helgubikarinn sem er veittur fyrir bestan árangur samanlagt og hann hlaut Guðrún H. Kristjánsdóttir. í karlaflokki var ekki síður hart barist og þar urðu keppend- ur frá Akureyri að láta sér nægja 3. sætið í báðum greinum. Þar urðu úrslit þessi: Svig: Daniel Hilmarsson D 93,15 Árni G. Árnason H 93,70 Ólafur Harðarson A94,33 Jónas og Bjarni fara ekki „Við erum hættir við þessa Nor- egsferð og verðum áfram á Akur- eyri“ sögðu þeir Jónas Róberts- son og Bjarni Sveinbjörnsson knattspyrnumenn úr Þór er Dag- ur ræddi við þá í gær, en til hafði staðið að þeir færu til Noregs að Ætla að setja met í maraþonknattspyrnu Eins og við skýrðum frá á dögunum er ætlunin að meist- araflokksiið KA fari í æfinga- ferð til Ipswich í aprfl til undir- búnings fyrir keppnistímabilið sem hefst í maí. Einn liðurinn í fjármögnun þessarar ferðar er maraþonknatt- spyrna, en um næstu helgi ætla 8 leikmenn KA að reyna að setja íslandsmet í innanhússknatt- spyrnu í íþróttaskemmunni. íslandsmetið mun vera um 51 klukkustund og hyggjast KA- menn a.m.k. leika í 52-53 klukkustundir. Þeir ætla að hefja keppni á föstudagskvöldið kl. 22 og leika því væntanlega fram undir hádegi á sunnudaginn. Það verða 8 leikmenn sem taka Stórsvig: Árni G. Árnason H 118,95 Daníel Hilmarsson D 119,13 Björn Víkingsson A 120,13 í karlaflokki var keppt um Hermannsbikarinn sem veittur er fyrir bestan samanlagðan árangur og hann hlaut að þessu sinni Daníel Hilmarsson frá Dalvík. Næstu mót eru Akureyrarmót í svigi og stórsvigi fyrir 13—14 ára sem fram fer um næstu helgi. Þá helgi verður einnig Bikarmót á Húsavík og vonandi verður fjöl- mennt þar. Akureyrarmót í svigi og stórsvigi fyrir karla og konur verður svo um aðra helgi. Erlingur Kristjánsson fær óblíðar móttökur hjá KR-vörninni. Mynd:KGA KA tapaði enn niður forskoti sínu - og KR-ingar hrósuðu sigri þótt ekki nægði það þeim til að komast í úrslitakeppnina leika knattspyrnu þar. Er ekki að efa að þessar fregnir gleðja knattspyrnuáhugamenn og þá sérstaklega Þórsara, enda þeir Jónas og Bjarni tveir af máttar- stólpum liðsins. þátt í þessari maraþonknatt- spyrnu og leika þeir allir allan tímann og fá 5 mínútna hvíld á klukkustundar fresti. Ef einn leikmanna gefst upp einhverra hluta vegna er keppninni lokið þar með. Áhorfendum verður heimilt að fylgjast með þessari þolraun KA, því Skemman verð- ur opin allan þann tíma sem leikurinn stendur yfir. „Þú mátt alveg hafa það eftir mér að á meðan KA liðið, og þá á ég bæði við þá sem eru inni á vellinum og þá sem eru á bekknum, ná ekki tökum á skapi sínu og hætta þessu rif- rildi og sífellda röfli, þá vinnur liðið ekki leik,“ sagði Jóhannes Stefánsson KR-ingur eftir leik KA og KR á föstudagskvöld. „Ég þekki þetta vandamál vel. Svona var þetta hjá okkur KR- ingum og á meðan töpuðum við. En við settumst niður og ræddum þessi mál og þá komust þau í lag. Framkoma sumra KA-manna í leiknum gegn okkur var alls ekki til fyrirmyndar og skaðaði mikið þá sjálfra“ bætti Jóhannes við. - Það er nokkuð mikill sann- leikur í þessum orðum, því miður. KA-menn fuku út af hver af öðrum í síðari hálfleiknum þeg- ar mest reyndi á að standa saman. Það er í sjálfu sér í lagi að menn fái gult spjald fyrir baráttu, en tveir leikmenn viku af velli vegna röfls við dómarana, annar með rautt spjald á bakinu og í kjölfarið fylgdi liðsstjórinn Guðmundur Lárusson. Það er aðall hvers liðs að eflast við mótlæti og það er einn af þeim hlutum sem vantar hjá KA. Annar hlutur sem var áberandi í þessum leik var að liðið hafði ekkert á takteinum þegar Jón Kristjánsson var tekinn úr umferð, bara hnoð, og leikmenn glopruðu boltanum hvað eftir annað og stöðunni úr 15:13 í 15:18. Sorglegur kafli eftir mjög góðan kafla þar á undan og svo virtist þá að KR-ingar væru að brotna. Annars var leikurinn ávallt mj ög j afn, og ekki leiðinlegur á að horfa, hraustlega barist og sæmi- legar kaflar sáust þótt yfir höfuð væri handboltinn ekki alltaf tii fegurðar. Staðan í hálfleik 9:9 og KA komst síðan í 13:10 og 15:13 semfyrr sagði. KA náði því ekki að vinna sigur í deildarkeppninni þótt oft mun- aði litlu. Nú er það úrslitakeppnin sem bíður, og hún verður ekkert annað en skóli fyrir liðið undir átökin í 2. deildinni næsta keppn- istímabil. Dómarar í þessum leik voru Ólafur Haraldsson og Stefán Arn- aldsson. Það er í sjálfu sér í lagi að taka hart á hlutunum eins og þeir gerðu á köflum í þessum leik, en samræmi verður að vera í aðgerð- um dómara. Svo var ekki. KA- menn fuku út af fyrir minniháttar röfl, en svo dæmi sé tekið þá gilti það ekki um alla. Þannig komst Jóhannes Stefánsson KR-ingur sem formælti röfli KA-manna hér að framan upp með það að mót- mæla dómi með orðum „það var ekkert á þetta helvítis fíflið þitt“, á sama tíma og vægari mótmæli KA-manna kostuðu brott- rekstur. MÖRK KA: Jón Kristjánsson 6, Erlingur Kristjánsson 4, Logi Einarsson 3, Þorleifur Ananías- son, Magnús Birgisson og Sigurð- ur Sigurðsson 1 hver. Markahæstir KR-inga voru Akureyringarnir Jakob Jónsson með 6 og Gunnar Gíslason með 5. Bestu menn KA voru þeir Magnús Gauti í markinu sem varði mjög vel á köflum, Jón Kristjánsson sem átti mjög góða kafla en mætti vera ákveðnari. Aðrir voru jafnir, vörnin mjög góð á köflum og með meiri yfir- vegun í sókninni og betri móral hefði sigur hæglega getað unnist. Tveir heimaleikir hjá Þór Þórsarar eiga aö leika tvo leiki í 1. deildinni í körfuknattleik í þessari viku, og verða þeir báðir háðir í íþróttahöllinni á Akureyri. Sá fyrri verður á fínuntudagskvöld og hefst liann kl. 20. Þá verða Framarar andstæðing- ar Þórs, en þessi liö léku einmitt syðra á dögunum. Þá sigraði Fram með 5 stiga inun í sögulegum leik. Þegar liöin léku fyrri heimaleik Þórs á Akureyri í haust sigraði Þór liins vegar nokkuð örugglega. í leik liðanna á dögunum vantaði marga leikmenn í lið Þórs, en reiknað er með að einhverjir þeirra geti leikið á fímmtudag. Hinn leikurinn er gegn UMFG og verður hann í Höllinni kl. 14 á laugardag. UMFG er eina liðið sem Þór hel'ur ekki unnið það sem af er mótinu, og hyggjast Þórsarar nú gera hragarbót þar á. Vilja í Birki Það mun vera Ijóst að Valsmenn eiga í erfið- lcikum með að ná saman í frambærilegan hóp leikmanna fyrir komandi keppnistímabil í knattspyrnu, en þeir Hlíðarendamenn eru með allar klær úti á eftir leikmönnum sein þeir reyna að lokka til sín. Finn þessara leikmanna er markvöröurinn Birkir Kristinsson sem ákveöiö hefur að leika með KA í sumar, en hann lék með Fin- herja á Vopnafíröi sl. sumar. Hafa forráöa- menn Vals hvað eftir annað haft samband við Birki og boöiö honum uð koiua til sín á æfíngar meö það fyrir augum að ná honuin til sín í sumar. Stefán Gunnlaugsson formaður knatt- spyrnudeildar KA hafði að sjálfsögðu spurn- ir af þessu og hringdi hann í formanninn hjá Val til að fá skýringar hjá honum á þessu. Var helst á Valsmanniniim að skilja að þeir vildu að Birkir æfði með þeim þar til hann færi noröur og spilaði síöan ineð Val sumarið 1985. Stefán Ijáði honum að Birkir æfði eftir „æfmgaprógrammi“ frá þjálfura sínum á Ak- ureyri, varö Valsinaðurinn reiöur við þessar upplýsingar og varð fátt um kveðjur. Hið aumasta yfirklór Meðfylgjandi bréf er samhljóða bréfí sendu íþróttafélögunum á Akureyri og íþróttaráði. Vegna skrifa í Degi um þennan atburð er það ósk okkar í stjórn HSÍ að fá bréf okkar birt í blaðinu. Virðingarfyllst, Handknattleikssamband íslands Jón Erlendsson. Ágætu félagar, Laugardaginn 28. jan. sl. var fyrir- hugað að Islendingar og Norðmenn lékju landsleik í handknattleik á Akureyri. Allur undirbúningur að leiknum var í höndum norðanmanna og vel á málum haldið eins og vænta mátti. Frá upphafi var öllum, sem málinu tengdust, gert ljóst að ekki kæmi til greina að leika nyrðra á sunnudag. Stjórn HSÍ treysti sér ekki til að taka þá áhættu að liðin yrðu veðurteppt á Akureyri. Það hefði valdið því að Norðmenn hefðu misst af beinu flugi til Oslóar á mánudagsmorgun en orðið af fara um Kaupmannahöfn á þriðjudag. Kostnaður af slíkri seinkun hefði orðið meiri en við erum menn fyrir í svipinn. Þegar ljóst var að ekki yrði kom- ist norður á laugardag, en vitað um hinn mikla áhuga fyrir leiknum á Akureyri og einnig að forráðamenn beggja íþróttafélaganna höfðu lagt mikla vinnu í undirbúning, ákvað formaður HSÍ að kanna á ný innan stjórnar hvort taka ætti áhættuna af sunnudagsleik, þar sem veðurútlit var mjög gott. Tími var naumur og erfitt að ná til allra stjórnarmanna, en endanleg niðurstaða varð sú að fyrri ákvörðun stóð óbreytt. Veður- guðirnir og erfiðar fjárreiður hand- knattleikssambandsins komu í veg fyrir að landsleikur færi fram á Ak- ureyri að þessu sinni. Stjórn HSÍ metur mikils þann áhuga sem sýndi sig vera fyrir leiknum á Akureyri og þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn og biðst afsökunar á því hvernig til tókst. Stjórn HSÍ mun leggja alla áherslu á að koma á landsleik nyrðra sem fyrst. Allar líkur eru á að sjálfir heimsmeistararnir í hand- knattleik, Rússar, heimsæki okkur í mars og hver veit nema að þá tak- ist að bæta norðanmönnum Norð- mannaleikinn. Með íþróttakveðju, f.h. stjómar HSI Friðrik Guðmundsson. Athugasemd Þetta bréf HSÍ er enn ein skraut- fjöður í hatt þeirra sem þar fara með völd, og furðulegt að það skuli hafa tekið langan tíma að fá Friðrik „leiðtoga" til þess að skrifa undir það eins og heyrst hefur. En. í bréfinu er sagt hreint út að aldrei hafi staðið til að spila á sunn- udaginn og hafi norðanmönnum verið það ljóst. Síðan er sagt að for- maður HSÍ hafi kannað innan stjórnar HSÍ „hvort taka ætti áhætt- una af sunnudagsleik.." Það mun hafa verið eftir að hann tilkynnti ákveðið norður á Akureyri að ieikurinn yrði á sunnudaginn. En síðan kemur enn ein þver- sögnin: „Stjórn HSÍ metur mikils þann áhuga sem sýndi sig vera fyrir leiknum á Akureyri og þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn og biðst afsökunar á því hvemig til tókst. Á hverju er verið að biðjast afs- ökunar? Jú, þessir menn vita upp á sig skömmina þótt þeir þori ekki að viðurkenna það berum orðum. Það hefði verið gaman að sjá undirskrift Gunnars Gunnarssonar undir þessu bréfi, en hann er formaður Lands- iiðsnefndar og situr einnig í stjórn HSÍ. Hann viðhafði nefnilega þau orð í símtali við undirritaðan að Friðrik formaður hefði sagt stjórn- armönnum HSÍ ósatt um fram- vindu mála á laugardaginn áður en hann kannaði það innan stjórnar- innar hvort menn vildu fara norður með leikinn. Þetta bréf er hið aum- asta yfirklór. Gylfi Kristjánsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.