Dagur - 27.02.1984, Síða 8

Dagur - 27.02.1984, Síða 8
8 - DAGUR - 27. febrúar 1984 Björn Dagbjartsson og huldufólkið Björn Dagbjartsson skrifar grein í íslending 26. jan. síðastliðinn. Þar fjallar hann um svokallaðar aukabúgreinar þ.e. fiskeldi og loðdýrarækt. Margt er gott í grein Björns en því miður virðist hann skorta næga þekkingu á málefnum loðdýraræktar til þess að gera þessu viðamikla efni viðhlítandi skil. Björn Dagbjarts- son veitir forstöðu einni mikil- vægustu stofnun landsins þ.e. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins og finnst ntér því að megi krefjast þess af honum að hann kynni sér málin betur en raun ber vitni. Það er rétt sem Björn segir í grein sinni, að áróður stjórn- málamanna fyrir loðdýrarækt hefur verið rekinn af lítilli fyrir- hyggju og fullmiklu ofurkappi undanfarin ár og margt hefði þar betur mátt fara, en mér þykir Björn komast að vægast sagt mjög einkennilegri niðurstöðu í grein sinni og langar hér með þessum skrifum að leiðrétta og uppfræða hann nánar um þessi mál. Ég er einn af þessum 100 tófu- aukabændum eins og Björn kemst að orði, sem -hef fengið svo mikla fyrirgreiðslu hjá bændafor- ustunni að alvöru loðdýrabúun- um stafar hætta af. Ég veit ekki hverjir eru heimildarmenn Björns, og ég skil ekki tilgang hans með svona skrifum. Hvort ætlunin er að etja saman hinum smærri og stærri loðdýrabændum skal ósagt látið, eða hvort hann er einungis að gera lítið úr okkur smælingjunum. Björn talar um alvöru loðdýrabú, og ég tek það svo að það séu aðeins þrjú bú; Dalvík, Grenivík og Sauðárkrók- ur sem rekiri eru af einhverri al- vöru. Það kann að vera að bænd- ur hafi bara gert það að gamni sínu að byrja á refarækt, en svo mun þó ekki vera. Mig langar í þessu framhaldi að spyrja Björn hvað hann telji að loðdýrabú þurfi að vera stórt til að teljast al- vörubú? Birni er ef til vill ekki kunnugt unt þær takmarkanir sem eru á framleiðslu búvara í landinu þ.e. hið margumrædda kvótakerfi sem hefur fyrir utan, að stór- minnka útflutningsbótaþörfina og skerða tekjur bænda, tak- markað að verulegu leyti mögu- leika búrekstrar til sveita. Því er ekki að undra þó reynt sé að brydda upp á einhverjum nýjung- um í atvinnumálum dreifbýlisins, éf ekki á illa að fara á komandi árum. Það er einmitt hér sem loðdýraræktin kemur til sögunn- ar sem auka- eða aðalbúgrein hjá bændum. Þessi búgrein er mjög öflug t.d. á Norðurlöndum í mörgum héruðum aðalatvinnu- greinin. Meðan algengt kílóverð á fóðri t.d. í Noregi er 8 kr. ísl. er verð á fóðri hérlendis 3.50-4. Þannig að þarna er verulegur munur á. Björn eða heimildarmaður hans , hefur það fyrir satt að eng- inn af hinum smærri refabændum hafi getað reiknað sér kaup sl. ár. Þetta býst ég við að sé rétt. Þó ekki sé ég því eins nákunnugur og Björn, sem kemst að þeirri niðurstöðu að ein aðalorsök þessa sé sú hve mjög refaskinn hafa lækkað í verði undanfarin ár. Mikið rétt. Menn átta sig ekki á því í allri umræðu um refarækt að hér á landi hefur til skamms — eftir Sigurð Helgason, loðdýrabónda skila sér að fullu. Ég tel því bráða nauðsyn bera til að sett verði á fót svokallað sóttvarnarbú sem tíma, eða frá því að innflutningur refa var leyfður 1979 aðeins verið ræktaður blárefur og shadow, en litaafbrigði refa munu vera milli 20-30 og mörg þeirra nú í mjög háu verði. Þegar Björn talar um djúpa lægð í refaskinnamarkaðinum eru t.d. skinn af silfurref og skinn af blendingum milli silfurrefs og blárefs í mjög góðu verði. Svona fullyrðingar um markaðsstöðu refaskinna eru mjög villandi og ekki sæmandi manni í stöðu Björns. Hins vegar hafa skinn af bláref verið í lágu verði undan- farið og skapað að hluta þann vanda sem steðjar nú að refa- bændum. Þá langar mig að fjalla örlítið um fjárhagsstöðu loðdýrabúanna. Á þvf loðdýrabúi sem ég þekki best til mínu eigin sem hóf rekstur 1979 virðist afgerandi þáttur í rekstrinum vera fjármagnskostn- aður þ.e. vextir og verðbætur, en ekki lágt skinnaverð eða mikill fóðurkostnaður. Ég leyfi mér að nefna dæmi. Árið 1982 skiptast kostnaðarliðir á rekstraryfirliti vegna refabús á Grund sem hér segir. Fóður um 25% útgjalda, vextir og verðbætur 65% útgjalda og annað 10% útgjalda. Mér kæmi ekki á óvart þó fleiri en 100 tófuaukabændur hefðu svipaða sögu að segja. Nei Björn þú ferð villur vegar. Erfiðleikar refa- bænda stafa ekki alfarið vegna þess hve fóður er hér dýrt eða lágt verð á skinnum, þeir stafa fyrst og fremst vegna þeirra móðuharðinda sem ríkt hafa hér af manna völdum í þessu landi undanfarin ár. Þar á ég við hvernig hefur verið búið að höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar að undanförnu. Til dæmis hafa öll stofnlán til þessara atvinnu- greina verið fullverðtryggð og lánstími allt of stuttur miðað við þá óðaverðbólgu sem geisað hef- ur hér að undanförnu. Á þessu tímabili og með þessu móti hafa átt sér stað gífurlegir flutningar fjármagns frá landsbyggðinni til Stór-Reykjavíkur og kveður nú svo rammt að, að til stórfelldrar byggðaröskunar hlýtur að koma ef heldur fram sem horfir, jafnvel í blómlegum byggðum. Hvernig á því stendur og með hvaða móti svona hlutir geta gerst væri ærið verkefni fyrir þig að rannsaka Björn og í rauninni miklu þarfara verk en að gera lítið úr refabænd- um. Það verður auðvitað að gefa þessari nýju atvinnugrein bæði tíma og svigrúm til að þróast í landinu við eðlileg skilyrði. Enn sem komið er hafa refabændur enga styrki hlotið og það kann einmitt að vera skýringin hve staðan er erfið í dag. Að öðru leyti er það töluvert áleitin spurn- ing hvort hægt sé að krefjast þess af þessari atvinnugrein að hún beri sig til jafns við aðrar sem margar hverjar njóta verulegra styrkja og hvers kyns fyrir- greiðslu bæði til lands og sjávar. Nú munu vera um það bil 2 ár síðan ég skrifaði grein í Frey um þessi mál og varaði við þeirri hættu að treysta um of á bláref- inn eingöngu, því þá voru viss teikn á lofti um lækkun þeirrar vöru. Nú er komið á daginn að þessi bú eru allt of einhæf til að standa hin misjöfnu veður á skinnamörkuðum erlendis og verður því að grípa skjótt til við- eigandi ráðstafana. Það er hins vegar sárgrætilegt hve kerfið er seint að taka við sér í svona málum, sem krefjast skjótra ráð- stafana viðvíkjandi innflutningi lífdýra og ásetningi með tilliti til breyttra markaðsviðhorfa. Ég nefni dæmi að árið 1979 var leyfður innflutningur á 4 bú í Eyjafirði. Aðeins var leyfður inn- flutningur blárefa en ekki t.d. shadow sem var þá í hækkandi verði og um 20% verðmeiri en blárefurinn. Þessir 4 aðilar sem fengu refina höfðu engin áhrif á innflutning þessara dýra það var alfarið í höndum landbúnaðar- ráðuneytis. Skotland varð fyrir valinu en ekki Noregur þ.e. dýrin voru keypt frá Skotlandi og það virðist nú komið á daginn að feld- gæði þessa stofns gefa ekki eins hátt verð og bestu stofnar al- norskir. Ári síðar eða 1980 var svo leyfður innflutningur á sha- dow í stórt bú í Krísuvík og það- an hafa svo verið seld lífdýr til annarra búa vítt um landið. Nú sl. haust voru svo fluttir inn frá toppbúum í Noregi, bæði blá- refur shadow og silfurrefur og binda menn nokkrar vonir við annast mun árlegan innflutning loðdýra og verði þessi sóttvarnar- stöð alfarið kostuð af hinu opin- bera sbr. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofn- un landbúnaðarins o.fl. o.fl. Þarna verður væntanlega pláss fyrir nokkra forstjóra og vísinda- mönnum gefst þar kostur á að reyna nokkur ný forrit og hug- búnað og stunda alvöru rann- sóknir svo hvergi verði nú hönd- um til kastað með framleiðsluna. Það er vissulega stór spurning hvort ráðamönnum þessarar þjóðar sé einhver alvara með loð- dýrarækt í landinu, og því treysti ég þér einmitt vel Björn, þar sem þú stendur nú með annan fótinn á Alþingi íslendinga að leggja nú þessu máli lið, og þegar þú verður nú búinn að lesa þér betur til í loðdýraræktinni og þarft ekki að treysta lengur á upplýsingar einhverra huldumanna, þá efast ég ekki um að þú getir jafnvel orðið að liði. í trausti alls þessa leyfi ég mér að koma með eftir- farandi ábendingu. Einnig verði komið á fót í tengslum við hina nýju stofnun stöðu eins konar sérfræðings í markaðsmálum loð- skinna sem fylgjast mun náið með framvindu mála á hinum ýmsu skinnamörkuðum í ná- grannalöndunum og hugsanlegri verðþróun Ioðskinna í náinni framtíð með tilliti til fram- leiðslutegunda. Það er náttúrlega ekkert vit að bændur séu hver í sínu horni að reyna að spá í það hvaða skinn muni verða í hæstu Sigurður Helgason. hef nú hvorki opnað útvarp, sjónvarp eða dagblað undanfarna mánuði öðruvísi en þar hafi ekki hljómað sami grátkórinn, mis- jafnlega margraddaður að vísu um vandamál útgerðar og fisk- vinnslu, og heyrist varla að þar sé nokkurt fyrirtæki sem ekki sé rekið meira og minna með bull- andi tapi. Þetta kemur mér jafn einkennilega fyrir sjónir þar sem þessar atvinnugreinar hafa á undanförnum árum haft alvöru- stofnun á bak við sig til ráðgjafar og þjónustu þ.e. Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins stjórnað af jafn ágætum manni og Birni Dagbjartssyni. Ég vil í þessu framhaldi benda Birni á að kaupa t.d. Norsk Pelsdyrblad sem er mjög gott blað um loðdýrarækt. Þar getur hann hæglega fylgst með verði á flest öllum norræn- um mörkuðum loðskinna og ef til vill gert sér grein fyrir því hvað markaðinum líður í það og það skiptið. Tel ég þetta miklu heil- brigðari og öruggari leið en að treysta á náðir huldufólksins. Þessar upplýsingar er að finna í 1. tölublaði Norsk Pelsdyrblad 1984 og sýna vel hve mikil breidd er t.d. í refaskinnamarkaðinum. Þarna eru tilgreind verð á 6 helstu tegundum refaskinna sem seld voru á uppboði í Helsinki í des. síðastliðnum: tegund útboð uppruni selt% hæsta verð nkr. meðalverð nkr. ísl. kr. blárefur 29.123 norskur 68% 1000 303 1136 blárefur 53.352 finnskur 76% 360 290 1087 shadow 14.767 norskur 97% 460 389 1458 silfurrefur 4.277 norskur 98% 2100 1551 5816 silfur-blár 12.337 norskur 99% 1200 837 3138 hvítrefur 1.737 norskur 98% 460 423 1586 þennan innflutning. Sú mun þó verða raunin að þessi innflutning- ur kynbótadýra mun verða mjög lengi að skila sér. Dýrin þurfa fyrst að vera 1 ár í sóttkví. Ánnað árið verður þeim svo dreift að einhverju leyti út til bænda. Þannig að það er fyrst á þriðja ári sem einhver árangur ef til vill fer að skila sér af þessum innflutningi. Þetta mun að vísu gerast ofurlítið fyrr með bláref og shadow, hins vegar mun innflutn- ingur þessara silfurrefa skila sér mjög seint, vegna þess að aðeins voru fluttar inn um 50-60 tófur sem munu koma til með að eiga um 2-3 yrðlinga á ári þannig að það er fyrst eftir um það bil 10 ár sem þessi innflutningur fer að verði í það og það skiptið, slíkar ákvarðanir verða auðvitað að vera í höndum sérfræðinga sem starfa við einhverja stofnun. Ég legg til að þú Björn gangist nú fyrir því að svona stofnun verði sem fyrst sett á fót hér á Eyja- fjarðarsvæðinu. Fjölbreytt stofn- un helst með nokkra tugi af skrif- stofuliði, sem hin nýju sóttvarn- ar- og tilraunabú mundu þá heyra undir. Þetta mundi koma sér vel nú í eymdinni og atvinnuleysinu. Svo þegar við loðdýrabændur hefðum möguleika á að fram- leiða þá vöru sem væri í hæstu verði í það og það skiptið, og værum þar að auki komnir með alvörustofnun á bak við okkur, gætum við hugsanlega farið að greiða hærra verð fyrir gott hrá- efni til fóðurs svo fiskverkendur gætu farið að velja úr beinahrúg- um sínum eftir ábendingum frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins. Ég er að vísu ekki mjög kunn- ugur innandyra í þeirri stofnun og lítt kunnugur starfsháttum. Það kann einnig að vera að vandamál fiskvinnslu og útgerðar séu það lítil um þessar mundir að einmitt þess vegna hafi Björn svo skyndilega komið auga á hinn mikla vanda loðdýrabænda. Ég Á síðastliðnu ári var verð á bláref með allra lægsta móti. En þó virðist mér að fóðurkostnaður á framleitt skinn verði varla meiri en 40-50% af skinnaverði en það er þó ekki fullljóst þegar þetta er ritað því nú í lok janúar mun vera óselt um það bil 75-80% af framleiðslu ársins 1983. Mér sýn- ist þó að hægt verði að stilla fjár- magnskostnaði í hóf eins og að- gerðir núverandi ríkisstjórnar virðast gefa til kynna. Með hjöðnun verðbólgu undanfarna mánuði verði hægt með þessu skinnaverði að tryggja rekstur refabúanna sem og annarra fyrir- tækja í landinu sem flest öll hafa átt við meiri eða minni fjárhags- vanda að glíma að undanförnu. Ef þessi refabú sem nú eru starf- rækt í landinu hefðu hins vegar kost á því að framleiða t.d. skinn af silfurref eða blendinga milli silfur- og blárefs þá lítur dæmið miklu betur út því þó verulegur munur sé á frjósemi er ekki eins afgerandi munur á kostnaði á framleitt skinn. Björn fullyrðir í grein sinni að eitt atriði sem geri alvörubúin hagkvæmari í rekstri sé að þau geti haft mink á fóðrum líka. Þetta er fjarstæða, það er ekkert sem mælir gegn því að minni búin hafi mink á fóðrum líka, það myndi einnig auka hagkvæmni og

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.