Dagur - 05.03.1984, Page 4
4 - DAGUR - 5. mars 1984
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI -
LAUSASÖLUVERÐ 18 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚl:
GfSLI SIGURGEIRSSON
BLAÐAMENN:
EIRIKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Tvískinnungur
Alþýðubandalagsins
Sjaldan eða aldrei hefur tvískinnungur Al-
þýðubandalagsins í kjaramálum komið betur
fram en í viðbrögðum Þjóðviljans undanfarna
daga við nýgerðum kjarasamningum. í þessu
málgagni sósíalisma, verkalýðshreyfingar og
þjóðfrelsis segir Ásmundur Stefánsson, for-
seti ASÍ, að loknum samningunum við VSÍ:
„Þá er hér gerð alvarlegri tilraun en áður hef-
ur verið gerð til þess að rétta hlut þeirra sem
verst eru settir í þjóðfélaginu sérstaklega. “
Tveimur dögum síðar birtist fimm dálka fagn-
andi forsíðufrétt þess efnis að samningurinn
hafi verið kolfelldur á Dagsbrúnarfundi.
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins, segir í viðtali við málgagn sitt daginn
eftir samningana að það hafi ekki reynt á vilja
launafólks við þessa samningagerð forystu-
manna, og getur ekki leynt gremju sinni yfir
því að ekki skuli hafa tekist að efna til verk-
falla og upplausnar í þjóðfélaginu. Og sam-
kvæmt orðum Svavars var það ekki verkalýðs-
hreyfingin sem stóð að þessum samningum
heldur ótilgreindir forystumenn.
Þá gat Þjóðviljinn vart vatni haldið af hrifn-
ingu þegar kjaradeilan í Straumsvík leystist
og ástæðan fyrir þessari hrifningu var aug-
ljós: Samningar starfsmanna í Straumsvík
voru betri en þeir sem ótilgreindir forystu-
menn höfðu gert fyrir hönd ASÍ. Nú var ekki
lengur neitt athugavert við það að sérhópar
með sterkari aðstöðu en almennt verkafólk
næðu betri kjörum eftirá. Nú var það skyndi-
lega orðið fagnaðarefni að hinu almenna
verkafólki skyldi hafa verið skákað með betri
samningum.
Og áfram var haldið við að ala á óánægju.
Nú var prósentuhækkun launa skyndilega
orðin hið versta mál. Alþýðubandalagsmenn
áttuðu sig allt í einu á þeirri staðreynd, að
þeir sem hafa hærri laun fá meiri hækkun í
krónutölu en þeir sem lægri hafa launin, þeg-
ar prósentureglan er látin ráða. Á liðnum
árum hefur Alþýðubandalagið hins vegar
ekki mátt heyra minnst á það að launamis-
réttið væri leiðrétt með krónutöluhækkunum
í stað prósentuhækkana. Framsóknarmenn
með Steingrím Hermannsson í broddi fylking-
ar hafa oft og iðulega bent á þessa leið til
tekjujöfnunar.
Stjórnarandstaða Alþýðubandalagsins nú
er sú aumasta sem séð hefur dagsins ljós síð-
ustu áratugi. Tilgangur kommúnista að ala á
óánægju og koma á upplausnarástandi í þjóð-
félaginu hefur sjaldan verið eins auðsær og
nú. Vonandi verður árangur þeirra enginn.
Skynsemi og
sleggjudómar
— Bréfkorn
Sigurður minn, ég mátti vita það.
Auðvitað var það fljótfærni sem
réð penna þínum þegar þú skrif-
aðir mér til um álið. Ég verð að
biðja þig að fyrirgefa mér, þá
hugrenningu mína, að þessu réði
ótugtarskapur eða dómgreindar-
leysi. Svo illa brá mér þegar ég
las Brútusargreinina þína og sá
þar, auman mig útmálaðan sem
ættlera og óvin guðs grænnar
náttúru. En, eins og berlega kom
í ljós í símtali okkar, hafðir þú
kynnt þér málið með lestri fyrir-
sagna í blöðum og hlustað á rang-
túlkanir einar, en ekki hirt um að
kynna þér málavöxtu til hlítar.
Þér hefði verið sæmra að athuga
þinn gang áður en þú brást niður
penna.
Stefnum lífríki
Eyjafjarðar ekki
í hættu
í ályktun bæjarstjórnar á Akur-
eyri segir svo: Bæjarstjórn Akur-
eyrar telur æskilegt, að næsta
stóriðjuveri sem byggt verður á
íslandi verði valinn staður við
Eyjafjörð, enda verði talið tryggt
að rekstur versins stefni lífríki
fjarðarins ekki í hættu.
Þetta vissir þú ekki um Sigurð-
ur, enda þótti fjölmiðlum það
ekki spennandi. Málið er einfald-
lega þannig vaxið, að við viljum
fá hingað álver, verði ákveðið að
byggja það og ef rannsóknir á
mengunarhættu sannfæra okkur
um að ekki verði skaði á náttúru
fjarðarins. Um það verður ekki
dæmt út frá brjóstvitinu einu
saman, heldur er nauðsynlegt að
rannsaka aðstæður og vita stærð
og gerð versins. Þegar allt þetta
er vitað, þá má taka til þess rök-
studda afstöðu hvort af fram-
kvæmdum getur orðið við Eyja-
fjörð. Umhverfisrannsóknir er
verið að framkvæma núna. Ég
mun geyma mér að taka afstöðu
til mengunarmálanna þar til
nauðsynleg gögn liggja fyrir, ann-
að er óábyrgt og vitlaust. En því
skal ég lofa þér og öðrum Sigurð-
ur, að trúi ég því að rekstur ál-
vers stefni lífríki fjarðarins og
búskaparmöguleikum í tvísýnu
þá skal ég berjast, ótrauður, gegn
öllum áformum um byggingu
þess. Málstaður okkar náttúru-
verndarmanna, því að til þess
hóps tel ég mig, er góður, en
honum verður ekki unnið gagn
með sleggjudómum og ofstæki,
heldur með rökvísi og sanngirni.
Þannig megum við ekki setja
okkur gegn málum án þess að
hafa krufið þau til mergjar áður.
Orkuverð
og sjálfstæði
Það þarf engan að furða að augu
manna beinast að nýtingu ork-
unnar til að auka tekjur okkar,
slíkt er ástand hinna hefðbundnu
atvinnuvega. Hitt er augljóst og
má aldrei gleymast, að orka fall-
vatnanna verður okkur ekki
auðsuppspretta ef orkuverðið er
undir framleiðslukostnaði. Það
er hlutverk stóriðjunefndar Iðn-
aðarráðuneytisins að semja um
orkuverð við þá aðila sem hér
vilja ráðast í orkuiðnað. í þessari
nefnd sitja ákaflega grandvarir
menn með gott viðskiptavit.
Endanlegur samningur kemur
síðan til kasta Alþingis. Mér
kemur ekki til hugar að mæla því
til Sigurðar á
Jón Sigurðarson.
bót, að við seljum orkuna ódýrt,
en ég trúi því að mistökin í samn-
ingunum við Alusuisse verði okk-
ur nægileg lexía til að við munum
bera gæfu til að gera skynsamleg-
an samning í þetta skiptið. En
náist ekki viðunandi orkuverð,
þá þarf ekki um það að fjölyrða,
þá byggjum við ekkert álver á ís-
landi.
Við verðum að gæt'a okkar
ákaflega í öllum samskiptum við
útlendinga og gera enga þá samn-
inga sem geta skert sjálfstæði
okkar og virðingu meðal þjóð-
anna. Við megum þó ekki vera
svo ragir, íslendingar, í þeim við-
skiptum, að við einangrumst.
Samningar um stóriðjufyrirtæki
eru flóknir að gerð og margs að
gæta, en íslendingar hafa sýnt
það og sannað, t.d. í hafréttar-
samningum, að þeir eru einskis
eftirbátar í alþjóðlegri samninga-
gerð. Við þurfum ekki að óttast
hina erlendu auðhringa ef við
gætum forsjálni og stillingar í við-
skiptum við þá. Sjálfstæði okkar
er þá fyrst stefnt í hættu, ef við
berum ekki gæfu til að nýta allar
Grænavatni
auðlindir okkar á arðbæran hátt,
og höldum áfram að ganga á
þeirri ógæfubraut sóunarinnar,
sem við nú göngum.
Ataks er þörf
Atvinnumálin eru ekki bara stór-
iðja og álver. Við Akureyringar
eyðum meira púðri í ýmsa aðra
og nærtækari möguleika til að
byggja upp atvinnu. Þessi smærri
mál eru minna áberandi, enda
hluti þeirrar eðlilegu þróunar
sem verður að vera undirstaða
vaxtar á þessu svæði. Álver er
æskileg og eðlileg viðbót, sé það
okkur arðbært og náttúrunni
skaðlaust. Allar líkur benda til,
að reist verði slíkt fyrirtæki hér á
landi innan langs tíma. Ég óttast
mjög þá byggðaröskun, sem af
því getur hlotist, verði það reist
á Suðurnesjum, í viðbót við þær
miklu framkvæmdir sem þar eru
hafnar, illu heilli. Átaks er þörf,
ef eðlilegur vöxtur á að verða í
atvinnu hér, þess vegna ber okk-
ur að gaumgæfa alla kosti, og
hafna engum þeim möguleika,
stórum eða smáum, sem til fram-
fara horfir.
Þá skalt þú leggja
orð í belg.
Því miður er það svo, Sigurð-
ur, að margur mætur maðurinn
virðist ærast þegar minnst er á
áliðnað. Hverfur þá bæði formæl-
endum og andstæðingum dóm-
greind, en ofstæki ágerist. Hverf-
ir þú úr þessum flokki og látir
skynsemina ráða penna þínum,
þá skalt þú leggja orð í belg um
atvinnumál við Eyjafjörð. Láttu
það annars ógert. Það þjónar
hagsmunum þínum og Eyjafjarð-
ar best.
Með vinarkveðju og fyrirbæn.
Jón Sigurðarson.
Riddarar með
tónleika í Lóni
Finnski sönghópurinn Köyhát
Ritarit „Fátæku riddararnir"
munu halda tónleika í félags-
heimilinu Lóni við Hrísalund,
miðvikudaginn 7. mars kl. 20.30.
Þetta eru fyrstu opinberu tón-
leikarnir sem haldnir eru í hinum
nýju húsakynnum karlakórsins
Geysis.
Sönghópurinn heldur einnig
þrenna tónleika í Reykjavík. A
efnisskránni eru verk frá ýmsum
tímum og löndum. Hópurinn
hefur haldið yfir 100 tónleika í
Finnlandi, USA, Canada og Sví-
þjóð oj^unnið til margra verð-
launa. Aðgöngumiðar verða
seldir við innganginn.