Dagur - 05.03.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 05.03.1984, Blaðsíða 12
LiMUM BORÐA RENNUM SKÁLAR Gleðitíðindi fyrir Grenvíkinga? Loðnuveiðiskipin fengu 500 tonna þorskkvóta Það hefur ekki verið mikil bjartsýni ríkjandi meðal margra útgerðarmanna að undanförnu vegna þess kvóta sem skip þeirra hafa fengið úthlutað og ekki síst hefur mönnum á Grenivík þótt útlit- ið vera svart. Heimamenn hafa bent á að miðað við kvótann þá séu allar horfur á að hráefnið dugi frysti- húsinu aðeins fram á mitt ár og ein aðalorsökin sé sú að loðnu- bátarnir sem lagt hafa upp á Grenivík fái nú engan kvóta. Þetta er hins vegar ekki alveg sannleikanum samkvæmt og vel gæti farið svo að frystihús Kald- baks á Grenivík fengi rúmlega 500 tonn af þorski til viðbótar kvóta heimabáta ef um semst á milli þeirra og eigenda viðkom- andi skipa. - Við fáum um 300 tonna þorskkvóta í ár en það hefur eng- 'in ákvörðun verið tekin um það hvar við leggjum upp, sagði Sverrir Leósson, eigandi Súlunn- ar og formaður Útvegsmannafé- lags Norðurlands þegar blaða- maður Dags ræddi við hann. Sverrir sagði að hann hefði frétt að Hákon sem einnig hefur lagt upp á Grenivík hefði fengið um 200 tonna þorskkvóta, þannig að ekki væru loðnubátarnir tveir alveg kvótalausir eins og heyrst hefði verið haft eftir heima- mönnum. - Það hefur verið ágætt að eiga samskipti við Kaldbak, það hafa verið örugg viðskipti og ég reikna með því að hafa samband við hann, sagði Sverrir Leósson. - Var vandi þessara staða sem telja sig fara verst út úr kvóta- skiptingunni, ræddur á fundi út- vegsmanna á Akureyri sl. fimmtudag? - Það var ekki rætt sérstaklega um þessa staði en mér finnst það einkennilegt og reyndar skjóta nokkuð skökku við að á sama tíma og aðilar á viðkomandi stöðum barma sér sem mest, þá skuli heimabátar hugsanlega fara suður á vertíð. Þessir aðilar ættu fyrst að hugsa um að leysa sín mál heimafyrir áður en þeir biðja um aukinn kvóta, sagði Sverrir Leósson, en samkvæmt upplýs- ingum hans þá voru kvótamálin skýrð mjög vandlega á umrædd- um fundi útvegsmanna. - Staðan er auðvitað mjög erf- ið núna en það er ekki kvótanum að kenna að ekki er meiri þorsk- ur í sjónum. Það er samt engin ástæða til bölsýni að mínu mati. Ég er þeirrar skoðunar að það rofi til, sagði Sverrir Leósson. - ESE. Slippstöðin: Lagfær- ingum á dráttar- braut- inni lokið Að undanförnu hafa staðið yfir lagfæringar á dráttarbrautinni í Slippstöðinni á Akureyri. Vegna lélegrar undirstöðu hef- ur dráttarbrautin smám saman sigið og skekkst en samkvæmt upplýsingum Gunnars Arason- ar, viðgerðarstjóra Slippstöðv- arinnar þá er lagfæringum á brautinni nú lokið. Að sögn Gunnars þá munu slíkar lagfæringar hafa farið fram tvisvar sinnum áður en að þessu sinni tók verkið um tvær vikur. Þar sem brautin hafði sigið undir sjávarmáli urðu kafarar að vinna viðgerðina og sagði Gunnar að viðgerðin hefði tekist vel. - Við erum nú að vinna að mælingum á dráttarbrautinni en þessi viðgerð hefur ekkert háð starfseminni hér. Við sættum lagi þegar ekki var von á skipum og gerðum við hana þá, sagði Gunn- ar Arason, viðgerðarstjóri. - ESE. Avísanafals Upp hefur komist um ávísana- misferli sem átti sér staö í síð- ustu viku. Upphaf þessa máls var það að maður nokkur komst yfir ávís- anahefti á skemmtistaðnum H- 100 og í félagi við kunningja sína falsaði hann fjórar ávísanir að upphæð 15-16 þúsund krónur.1 - ESE. Plastiðjan Bjarg og Plasteinangrun hf.: Framleiða fyrir Rafha „Ég verð að segja að ég er mjög ánægður með að okkur skuli hafa tekist að fá þetta verkefni,“ sagði Sveinn Björnsson hjá Plastiðjunni Bjargi er Dagur ræddi við hann um samning sem Bjarg og Plasteinangrun h.f. hafa gert við Rafha í Hafnarfirði um framleiðslu á hlutum í eld- húsviftur. „Rafha hafði samband við okkur í nóvember á síðasta ári og bað okkur að athuga með fram- leiðslu á plasthlutum í þessar viftur,“ sagði Sveinn. „Eftir að hafa athugað málið í samráði við Plasteinangrun h.f. höfum við gert Rafha tilboð um framleiðslu á þessum hlutum, en Plastein- angrun h.f. tekur stærstu hlutina sem við erum ekki færir um að framleiða í okkar vélum. Við höfum fengið þetta verk, og hjá okkur þýðir þetta viðbót í veltu sem svarar allt að mánaðar- veltu, þetta er hrein aukning. Til að byrja með nær samningurinn í plasthluti í um 10 þúsund viftur. Þessir hlutir hafa fram að þessu verið framleiddir í Svíþjóð sem þýðir að greiða hefur orðið af þeim dýr flutningsgjöld en okkur tekst að spara þeim þessi flutn- ingsgjöld. Það er mjög líklegt að þetta þýði að við munum bæta við fólki í pökkun. Hins vegar er fram- leiðslan sjálf mest megnis sjálf- virk vélavinna og við fáum betri nýtingu á okkar vélum með þess- um samningi,“ sagði Sveinn. gk- Veður í dag er reiknað með hægri sunnan- eða suðvestanátt á Norðurlandi, ef til vill með einhverri slyddu, samkvæmt upplýsingum Markúsar Á. Einarssonar, veðurfræðings í morgun. í nótt er búist við vestan- eða norðvestanátt með éljagangi, en á morgun verður hæg breytileg átt og þá er reiknað með að létti til með vaxandi frosti. „Síðan erum við að gera okkur viss- ar vonir um að það verði hægviðrasamt næstu daga, í þá veru og í þá átt, að það verði mildara jafnvel,“ sagði Markús. # Hvað ætlarðu þér með Gvend? Þegar samningamál ASÍ og VSI stóðu sem hæst og Ijóst var orðið að Guðmundur J. Guðmundsson ætlaði að fara aðrar leiðir en hinir forystu- mennirnir, barst eftirfarandi vísa inn á borðið hjá okkur: Þetta er þjóðlegur vandi. Ég þögull og hlustandi stend. Þú mikli, eilífi andi, hvað ætlarðu þér með Gvend? # Albestur „leikaranna“ Það kom svo í Ijós í fyllingu tímans hvaða stefnu Guð- mundur J. og félagar hans í Dagsbrún tóku. Annars er svolítið gaman að málflutn- ingi Guðmundar. Það er eins og hann taki helst engar ákvarðanir sjálfur. Þær koma allar frá æðra afli, nefnilega félögum hans í Dagsbrún, eða jafnvel einhverju enn æðra afli, eins og ýjað er að í vísunni. Guðmundur hagar sér nefnilega æði oft eins og einhver refsivöndur æðri máttarvalda þegar hann talar til landslýðs og þá ekki síst stjórnvalda. Hann er ábúðar- fullur, haldinn föðurlegri um- hyggju, refsar og veitir ákúr- ur þegar við á, en er þess á milli mildur og blíður. Þó ekki sé ástæða til að efast um hollustu hans gagnvart um- bjóðendunum verður að segjast eins og er, að hann er albestur „leikaranna" í hús- inu við Austurvöll. # Símaklefinn fjarlægður Hér er smá frétt af umgengn- isháttum á Akureyri. Póstur og sími hefur gefist upp við að halda símaklefanum í Hafnarstræti í horfinu. Hann verður því fjarlægður í dag. Ástæðan? Það ætti nú líklega ekki að vera erfitt að geta hver hún er. Tækið er eyði- lagt jafnóðum og búið er að laga það. Þannig er mál með vexti að snúran milli símatóls- ins og tækisins sjálfs er slitln í sundur og það eru engir krakkakjánar sem gera það því hún er styrkt með stál- hulsu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.