Dagur - 07.03.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 07.03.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 7. mars 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Gaumgæfum alla kosti Mikil greinaskrif hafa verið undanfarið í Degi um ál- ver við Eyjafjörð. Sýnist sitt hverjum um slíkt fyrir- tæki sem vonlegt er, en því miður brennur æði oft við að fjallað sé um málið af nokkru offorsi og til- finningasemi. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti ályktun nýverið þar sem talið var æskilegt að næsta stóriðjuveri sem byggt verður á íslandi verði valinn staður við Eyjafjörð, enda verði talið tryggt að rekstur versins stefni lífríki fjarðarins ekki í hættu. Jón Sigurðarson, formaður atvinnumálanefndar Ak- ureyrarbæjar, fjallar um þetta mál í grein i blaðinu nýlega og segir: „Málstaður okkar náttúruverndarmanna, því að til þess hóps tel ég mig vera, er góður, en honum verður ekki unnið gagn með sleggjudómum og of- stæki, heldur með rökvísi og sanngirni. Þannig megum við ekki setja okkur gegn málum án þess að hafa krufið þau til mergjar." Og hann bætir því við að um mengunarhættu verði ekki dæmt út frá brjóstvitinu einu saman og afstöðu geti menn að- eins tekið til mengunarmálanna þegar nauðsynleg gögn liggja fyrir. Jón Sigurðarson segir ennfremur um álver við Eyjafjörð: „Það þarf engan að furða að augu manna beinist að nýtingu orkunnar til að auka tekjur okkar, slíkt er ástand hinna hefðbundnu atvinnuvega. Hitt er augljóst og má aldrei gleymast, að orka fallvatn- anna verður okkur ekki auðsuppspretta ef orku- verðið er undir framleiðslukostnaði. “ „Við verðum að gæta okkar ákaflega í öllum sam- skiptum við útlendinga og gera enga þá samninga sem geta skert sjálfstæði okkar og virðingu meðal þjóðanna. Við megum þó ekki vera svo ragir, íslend- ingar, í þeim viðskiptum, að við einangr- umst . . . Við þurfum ekki að óttast hina erlendu auðhringa ef við gætum forsjálni og stillingar í við- skiptum við þá. Sjálfstæði okkar er þá fyrst stefnt í hættu ef við berum ekki gæfu til að nýta allar auð- lindir okkar á arðbæran hátt og höldum áfram að ganga á þeirri ógæfubraut sóunarinnar, sem við nú göngum. Atvinnumálin eru ekki bara stóriðja og álver. Við Akureyringar eyðum meira púðri í ýmsa aðra og nærtækari möguleika til að byggja upp atvinnu. Þessi smærri mál eru minna áberandi, enda hluti þeirrar eðlilegu þróunar sem verður að vera undir- staða vaxtar á þessu svæði. Álver er æskileg og eðlileg viðbót, sé það okkur arðbært og náttúrunni skaðlaust. Allar líkur benda til að reist verði slíkt fyrirtæki hér á landi innan langs tíma. Ég óttast mjög þá byggðaröskun sem af því getur hlotist verði það reist á Suðurnesjum í viðbót við þær miklu framkvæmdir sem þar eru hafnar, illu heilli. Átaks er þörf ef eðlilegur vöxtur á að verða í atvinnu hér. Þess vegna ber okkur að gaumgæfa alla kosti og hafna engum þeim möguleika stórum eða smáum, sem til framfara horfir. “ Átak til sjónverndar: „Bætum sjón“ - em einkunnarorð söfnunar Lionsmanna víðs vegar á landinu til eflingar tækjakosts augnlækningadeildar FSA Lionsmcnn á svæði 109b sem er allt frá Vestfjörðum og aust- ur á Firði hafa bundist sam- tökum um verkefni sem þeir kalla „Átak til sjónverndar“, og á hádegisfundi í Lions- klúbbnum Hugin á Akureyri nýlega var þetta verkefni kynnt. Söfnunin mun hefjast 1. maí og henni lýkur sunnudag- inn 6. maí. Um almenna söfnun er að ræða í þágu augnlækningadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Þessi söfnun hefur verið í athugun í langan tíma en nú láta Lionsmenn til skarar skríða af fullum krafti. í fáum greinum læknisfræðinn- ar hafa orðið jafn stórstígar fram- farir og í augnlækningum. Kemur þar til gífurlega ör þróun á hvers konar tækjabúnaði, bæði til greiningar og meðferðar augn- sjúkdóma. Er nú unnt að lækna augnsjúkdóma sem óhugsandi var að lækna áður. Einu sérfræðingarnir í augn- lækningum á íslandi sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins eru á Akureyri, en því miður hefur þeirra deild orðið útundan að mestu í framfaraþróun Fjórð- ungssjúkrahússins. Er fullyrt að þeir búi við frumstæðan og allt að því úreltan tækjakost. Einn þeirra er Ragnar Sigurðs- son, og sagði hann á fundi Lions- klúbbsins Hugins að það væri borin von að ræða við yfirvöld varðandi þessi mál. „Yfirvöld hafa brugðist illilega og þrautal- endingin var að leita til Lions- hreyfingarinnar," sagði Ragnar. Höfuðmarkmið þessarar söfnunar sem hlotið hefur heitið „Bætum sjón“ er að skapa full- nægjandi aðstöðu hjá FSA til greiningar allra augnsjúkdóma og reglubundins eftirlits á þeim. Ennfremur að unnt sé að fram- kvæma flestar tegundir augnað- gerða á skurðstofum FSA. I frétt Lionshreyfingarinnar segir að til þess að þessu markmiði verði náð þurfi eftirtalin tæki að koma til. A. Aðgerðasmásjá, sem er tæki sem auðveldar mjög ýmsar aðgerðir og gerir aðrar mögu- legar sem hingað til hafa ver- ið óframkvæmanlegar. Að- gerðasmásjá hefur verið til á FSA, en hún er mjög ófull- komin. Merki söfnunarinnar. B. Aungbotnamyndavél. Hún er nauðsynleg af mörgum ástæðum, m.a. til að greina nákvæmlega augnbotna- skemmdir af völdum sykur- sýki, gláku og fleiri sjúk- dóma. Þess konar vél er ekki til hjá FSA. C. Raufarlampi. - Hér er um smásjá að ræða til nákvæmrar skoðunar á augum utan sem innan. Raufarlampi er til hjá FSA en það er gamalt tæki sem aldrei hefur þótt gott og brýn nauðsyn er á endurnýj- un. D. Sjónsviðsmælir. Það er tæki sem notað er til að mæla og kortleggja sjónsvið sjúklinga með gláku og sjúkdóma í heila. Þannig tæki er til hjá FSA en er gamalt og mun nákvæmara og nýtískulegra tæki nauðsynlegt. Augnlæknar FSA þjóna í dag- legum rekstri 40 þúsund manna svæði og það er óviðunandi að þetta fólk njóti ekki sama öryggis í þessum efnum og aðrir landsmenn, sem flestir leita til Reykjavíkur. Þá er á það að líta að FSA er varasjúkrahús fyrir allt ísland og sum þeirra tækja sem Lionsmenn hyggjast safna fyrir munu ennfremur bæta verulega aðstöðu við eyrna- og tauga- skurðlækningar. Söfnunin fer fram í ýmsu formi. Barmmerki verða seld sunnudaginn 6. maí, og munu Lionsfélagar framleiða merkin og annast sölu þeirra. Vandaðir peningar verða slegnir í tak- mörkuðu upplagi og boðnir til sölu. Á framhlið verður tákn söfnunarinnar og á bakhlið stutt- ur texti sem skýrir tilgang hennar. Líknarsjóðir margra Lions- klúbba munu leggja málinu lið. Þá þurfa frjáls framlög einstak- linga og fyrirtækja að koma til svo markmiðinu verði náð. Slík framlög eru frádráttarbær við álagningu tekjuskatts. Söfnunin verður kynnt flestum félagasam- tökum á svæði FSA og hafa Lionsmenn á því mikla trú að mörg félög sjái ástæðu til þess að leggja þessu brýna verkefni lið. Verndari söfnunarinnar verður herra Pétur Sigurgeirsson biskup íslands, en framkvæmdanefnd skipa þeir Hörður Þórleifsson Akureyri, Jónas Egilsson Húsa- vík, Sigurður H. Sigurðsson Ak- ureyri, Sigmundur Pálsson Sauð- árkróki, Björgvin Yngvason Ak- ureyri, Gunnlaugur Björnsson Akureyri og Hermann Árnason Akureyri. gk-. Frá fundinum í Lionsklúbbnum Hugin þar sem söfnunin var kynnt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.