Dagur - 07.03.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 07.03.1984, Blaðsíða 12
LlMUM BORÐA RENNUM SKÁLAR B Unnið að könnun á heimavistarþörf skólafólks á Akureyri: „Heimavistarpláss fyrir 150 nemendur vantar fljótlega‘1 - segir Haukur Árnason sem á sæti í nefnd sem vinnur að könnuninni Að undanförnu hefur verið starfandi nefnd sem hefur það hlutverk að kanna þörfína á heimavistarhúsnæöi skólafólks á Akureyri, og skipa nefndina skólanefnd Verkinenntaskól- ans og tveir fulltrúar tilnefndir af Menntamálaráðuneytinu. „Nefndin hefur verið að kanna þörf framhaldsskólanéfúa á auknu hefmavistárhúsnæði," sagði Haukur Árnason í samtali við Dag, en Haukur sem er for- maður skólanefndar Verk- menntaskólans á sæti í nefndinni. „Við höfum verið að athuga hvernig húsnæði myndi henta best, hvernig hægt væri að fjár- magna þetta, og reyna að finna sem hagkvæmastan rekstrar- grundvöll fyrir þetta húsnæði. Það má segja að nefndin sé að vinna að frumkönnun á þessu sviði. Nefndin hefur ekkert ákvörðunarvald, heldur mun hún skila niðurstöðum sínum til bæjarstjórnar Akureyrar og ráðuneytisins til frekari ákvarð- anatöku, en þarna er mikið óleyst mál á ferðinni. Okkar athuganir til þessa sýna að það muni í nánustu framtíð vanta heimavistarpláss fyrir um 150 einstaklinga og er þá gert ráð fyrir að hluti nemenda leysi sín húsnæðismál áfram úti á hinum almenna leigumarkaði að ein- hverju leyti eins og verið hefur. Þó er ekki fjarri lagi að ætla að strax næsta vetur muni vanta um 60 pláss. Það er vitað að nokkrir aðilar hafa hætt við að koma hér í nám vegna þessa ástands.“ - Hefur ekki komið til tals að tengja þetta að einhverju leyti hótelrekstri í bænum? „Jú, við höfum rætt við ferða- málamenn og hótelrekendur, enda virðist það hafa gefist vel að reka heimavist Menntaskólans í tengslum við hótelrekstur að sumrinu. Ég á von á því að það verði talið skynsamlegt að reyna þessa leið að einhverju leyti.“ - Telur þú að hér sé um vandamál að ræða? „Ég vil ekki kalla þetta vanda- mál, þetta er miklu fremur hags- munamái fyrir nemendur hér í nágrenninu að eiga aðgang að góðu húsnæði. Þá er það örygg- ismál fyrir aðstandendur að vita að nemendur fara í gott verndað umhverfi þar sem reglusemi er viðhöfð. Þetta er einnig mál skól- anna og bæjarfélagsins sem hefur tekið á sig ákveðið hlutverk sem menn vilja standa við. Til þess að það sé gert eins og ætlast er til þarf þetta húsnæði að vera fyrir hendi,“ sagði Haukur, en nefnd- in mun skila áliti sínu til bæjar- stjórnar Akureyrar og Mennta- málaráðuneytisins í maí í vor. gk'- Cabo Verde-skipið Fengur senn fullbúið: „Mér líst vel á skipið“ - segir Halldór Lárusson sem verður skipstjóri í jómfrúarferðinni Senn líður að því að Fengur, skipið sem smíðað var fyrir Cabo Verde-búa, haldi í fyrsta sinn til heimahafnar. Þessa dagana er verið að ganga frá vélabúnaði skipsins og fyrsta reynsluferðin verður farin í byrjun næstu viku. Aleiðis til Mindelo á Sao Vincent-eyju sem verður heimahöfn Fengs, verður svo haldið í kringum 20. mars. - Mér líst vel á skipið og þetta verkefni leggst vel í mig, sagði Halldór Lárusson, skipstjóri sem stjói'na mun skipinu fyrstu fjóra mánuðina. Að sögn Halldórs þá mun hann ásamt sex manna áhöfn halda til Cabo Verde-eyja en ferðin mun taka um 20 daga. Fengur mun verða á troll- og nótaveiðum og m.a. verður veitt í beitu fyrir tún- fiskveiðarnar sem skipið mun halda til þegar fram líða stundir. Túnfiskurinn er veiddur á stöng og hafa eyjaskeggjar mest náð að véiða um 30 tonn á einu skipi á « einum og sama deginum. Allt bendir nú til þess að vélar og tæki skipsins virki fullkomlega að niðurfærslugír undanskildum. Þegar því hefur verið kippt í lið- inn verður Fengur tilbúinn í slaginn. - ESE. Það var mikið um að vera um borð í Feng enda reynslusigling framundan. Mynd: ESE. Nýtt íþróttahús Unnið hefur verið að undir- búningi og ýmsum athugunum varðandi byggingu íþróttahúss á Siglufírði á vegum íþrótta- ráðs staðarins. Það sem helst er talið koma til greina er að byggja svokallað límtrésbogahús, og yrði það byggt sunnan sundhallar bæjar- ins. Virðist það vera ódýrasti kosturinn sem völ er á, og einnig fljótvirkasti byggingarmátinn. Kostnaðaráætlun, verði ráðist í byggingu íþróttahúss af þeirri gerð, er talin vera 8-9 milljónir króna, og er þá verið að hugsa um hús með vallarstærð 20x40 metrar, þ.e. löglegur handbolta- völlur og yrði áhorfendarými fyr- ir 300-400 manns. í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að salurinn og tengibygging við sundhöllina verði fullgerð. Annar áfangi yrði síðan viðbygging við sundhöllina þar sem yrðu bún- ings- og baðherbergi til frambúð- ar. Siglfirðingar gera sér nokkrar vonir um að hafist verði handa við bygginguna nú í sumar og grunnur þá fullgerður, en kostn- aður við það verk er talinn vera um 1.8 milljónir króna. gk-. „Nú eru bara hlýindi fram- undan á Norðurlandi,“ sagði veðurfræðingur á Veðurstofu íslands í morgun. Það verður sunn- anátt a.m.k. næstu tvo dag- ana en á laugardag gæti vindátt snúist eitthvað til vesturs um tíma. Sem sagt, hlýindi og blíða fram undir helgina a.m.k. • AfNTog öðrum blöðum Nú fer senn að líða að því að Tíminn taki stakkaskiptum í kjölfar þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á stjórnun og starfsliðí. Hingað norður heyrast þær fréttir að nafninu á blaðinu verði jafnvel breytt, en þó að nokkru haldið í það gamla. Blaðið eigi nefnilega að heita Nútíminn í höfuðið á útgáfufyrirtækinu. Svo ku vera meiningin að skamm- stafa nafnið, rétt eins og þeir gera á Dagblaðinu-Vísi, sem heitir DV, og Verdens Gang í Noregi, sem gjarnan gengur undir nafninu VG. Nafnið á Tímanum gamla og góða verði því NT. Vonandi er að Norðlensk trygging láti það óáreitt, en það fyrirtæki hefur notað þessa skammstöfun. Þá mun það teljast til tíðinda að NT verður síðdegis- eða jafnvel kvöldblað og þá má DV fara að vara sig. Hvort nöfnum Moggans og Þjóðvilj- ans og Alþýðublaðsins verð- ur breytt í MB, ÞV og AB, skal ósagt iátið, en hitt hefur hins vegar komið til tals að fjölga blaðsíðum Alþýðublaðsins um helming, úr fjórum í átta, en hafa þær bara helmingi minni en nú er. Sniðugt! # Tómlæti gagn- vart reiðarslagi Árni Steinar Jóhannsson, garðyrkjustjóri á Akureyri, skrifar grein í blaðið í dag um veiðiheimildir Efnahags- bandalagsins við Grænland. Þegar hann var að kanna mál- ið og ætlaði að fá upplýsing- ar um hve þessar veiðar væru mlklar og hvernig þær skiptust, vissi það enginn í íslenska stjórnkerfinu. Hann leitaði því til Grænlandsráðu- neytisins í Kaupmannahöfn og fékk svör samstundis. Það varð svo til þess að hann gat upplýst ráðuneytismenn í sjavarútvegsráðuneytinu um þessi mál. Kannski er þetta lýsandi fyrir tómlætið sem ís- lendingar hafa sýnt þessu máli, sem hefur verið í undir- búningi í ein tvö ár, og er nú kallað reiðarslag... • Skiliö hækjunum Sjálfsbjörg á Akureyri lánar út hækjur og annan hjálpar- búnað. Þetta hefur komið sér vel fyrir marga, en það vill gleymast að skila hækjunum þegar þeirra er ekki lengur þörf hjá lántakanda. En það eru aðrir sem hafa þörf fyrir hækjurnar og hefur blaðið verið beðið að hvetja lántak- endur til að skila hækjunum við fyrsta tækifæri, þegar notkun er lokið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.